Morgunblaðið - 31.01.1990, Page 3

Morgunblaðið - 31.01.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 31. JANÚAR 1990 3 Borgarráð: Sótt um hærri lóðar- nýtingu við Hátún BORGARRÁÐ hefiir samþykkt bókun skipulagsnefiidar þess efiiis, að sótt verði um hækkun á nýtingu byggingarreits við Siglufjörður: Togarar mokfiska Siglufirði. TOGARARNIR mokfiska um þess- ar mundir í kantinum út af Vopna- firði. Stálvíkin var til dæmis kom- in með um 70 tonn eftir tæplega tveggja sólarhringa veiði þar. Þá var Sigluvík með ágætis afla á þessum slóðum og Sólberg sömu- leiðis, en hann siglir með aflann. Þetta er mest þorskur, en einnig hefur verið nokkuð gott ýsukropp. Veiðar smábáta héðan hafa hins veg- ar gengið illa, enda gefur ekki á sjó langtímum saman. Loðnuskipin koma hingað með nokkuð jöfnu millibili þó fjarlægðin á miðin lengist stöðugt og er loðnan brædd jafnóðum. Matthías Hátún 6a, 6b og 8 í aðalskipu- lagi Reykjavíkur. Er þetta gert eftir að félagsmálaráðherra hef- ur numið úr gildi byggingar- leyfí byggingarnefiidar fyrir nýbyggingu við Hátún 6b vegna kæru frá nágrönnum. Telur ráð- herra nýtinguna 76% hærri en gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir. Að sögn Hilmars Guðlaugsson- ar formanns byggingarnefndar, var byggingarleyfið veitt eftir að skipulagsnefnd hafði samþykkt fyrirhugaða byggingu. „Það er búið að byggja nærri því tvær hæðir hússins og ekki aftur snúið með það en samkvæmt úrskurði ráðherra er nýtingin of há þó svo að ekkert hús verði byggt á lóð- inni,“ sagði Hilmar. „En nýtingar- hlufall í aðalskipulagi er einungis viðmiðunartala og ekki tala sem staðfest er af ráðherra.“ Þegar skipulagsstjórn ríkissins hefur heimilað að auglýst verði breytinga á nýtingu byggingar- reitsins verður skipulagið sent skipulagsstjórn ríkisins til um- sagnar og síðan til félagsmálaráð- herra til staðfestingar. Sljórn SAL: Tilmæli til sjóða að lækka vexti FRAMKVÆMDASTJÓRN Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL, samþykkti á fiindi í gær að beina þeim tilmælum til stjórna aðildar- sjóða sambandsins, að vextir af lánum til sjóðfélaga lækki nú þegar í 7%. Samninganefndir ASÍ, VSÍ og VMS óskuðu eftir á sunnudag að stjórnir lífeyrissjóða lækkuðu vexti af verðtryggðum lánum til sjóð- félaga með hliðsjón af breyttum forsendum í efnahags- og verðlags- málum. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir innan SAL hafa fylgt meðalvöxtum Seðlabankans, sem verða 7,9% 1. febrúar, en Lífeyrissjóður Austur- lands brá skjótt við og íækkaði vexti í 6,9% á sunnudag. Flestir lífeyrissjóðir innan Land- sambands lífeyrissjóða eru með 7% vexti af sambærilegum lánum, en almennt gildir að stjórn hvers sjóðs tekur ákvörðun um vexti og vaxta- breytingar. Breytingar á utanríkisþjónustu: Hannes Hafstein aðalsamningamadur íslands hjá EFTA HANNES Hafstein sendiherra og áður ráðuneytisstjóri ut- anríkissráðuneytisins hefúr ver- ið skipaður aðalsamningamaður íslands í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins. Við ráðu- neytissijórastarfinu tekur Þor- steinn Ingólfsson sendiherra, sem verið hefúr skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofú utanríkis- ráðuneytisins. Hörður H. Bjarnason áður sendifúlltrúi í Washington tekur við skrif- stofústjórastarfi á varnarmála- skrifstofú. Þá hefur Sveinn Björnsson sendiherra og prótokollstjóri ut- anríkisráðuneytisins verið skipað- ur skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins. Hann gengir áfram starfi prótokollstjóra. Starfi skrif- stofustjóra gegndi áður Helgi Ágústss sem nú hefur tekið við sendiherraembætti í Bretlandi. Loks hefur Tómas Á. Tómasson sendiherra verið skipaður sendi- herra í afvopnunarmálum. Hann mun sitja Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu í Vínarborg. Stjórnmála- samband við Maldíveyjar RÍKISSTJÓRNIR íslands og Maldíveyja hafa tekið upp stjórn- málasamband. Ekki hefur verið ákveðið, hvenær skipst verður á sendiherrum. Maldíveyjar, sem eru í Indlands- hafí suðvestur af Indlandi og Sri Lanka, eru um 1.200 talsins og íbúarnir um 200.000. Þær hlutu sjálfstæði frá Bretum 1965 og gengu í breska samveldið árið 1982. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla íslands greinir frá rannsóknaverkefiium við Háskólann á blaðamannafundi í Tæknigarði í gær. Rannsóknaverkefiii við Háskóla Islands kynnt: Fyrstu grundvallarrannsókn- ir hérlendis á loftmengun FYRSTU grundvallarransóknir á loftmengun, sem fram fara hér á landi, eru hafnar í tengslum við rannsóknir á landnýtingu í Fossvogsdal. Þetta kom fram í erindi dr. Jónasar Elíassonar á blaðamannafúndi í gær, þar sem kynnt voru nokkur rannsókna- verkefni sem unnið er að á vegum Háskóla íslands. Kynningin fór fram í Tæknigarði Háskólans og var jafnframt greint frá starfsemi Tæknigarðs. Þar starfa nú 13 fyrirtæki og einstaklingar að þróun- ar- og rannsóknaverkefnum í samvinnu við Háskólann. Kynntar voru sérstaklega rannsóknir á landnýtingu og mengun í Fossvogs- dal, á líffræðilegum forsendum fiskeldis og á samskiptum íslands við viðskiptasamtök Evrópu, EFTA og EB. Dr. Jónas Elíasson prófessor gerði grein fyrir rannsókn land- nýtingu, lífríki og mengun í Foss- vogsdal. Verkið er unnið í sam- vinnu margra aðila að frumkvæði Skipulagsstjórnar ríkisins og hófst í ágústmánuði síðastliðnum. Verk- ið er unnið af sérfræðingahópi þriggja rannsóknastofnana Há- skólans sameiginlega, Verkfræði- stofnun, Raunvísindastofnun og Líffræðistofnun. Höfuðviðfangsef- nið er rannsókn á núverandi og fyrirhugaðri landnotkun í Foss- vogsdal, ásamt rannsókn á þeim forsendum fyrir skipulagi á höfuð- borgarsvæðinu sem þýðingu hafa fyrir nýtingu landsins í dalnum, einkum og sér í lagi þeim forsend- um er lúta að áformum um lagn- ingu stofnbrautar eftir dalnum, svonefndrar Fossvogsbrautar. Fyrstu grundvallarrannsóknir á mengun andrúmslofts Jónas sagði að ekki aðeins væri verið að skoða umferðartæknileg atriði, heldur líka hve mikil um- ferðin er og hvar hún er staðsett með tilliti til þess, hvaða mengun verður af henni. „Þetta er held ég í fyrsta sinn sem reynt hefur verið hér á landi að taka til rannsóknar þetta efni, hversu mikil loftmeng- un er af umferð,“ sagði Jónas. Hann greindi frá reglum um mengunarvarnir og sagði „furðu- litlar grundvallarrannsóknir til að baki þeim. Það hefur verið Holl- ustuverndin, sem er ein af þessum stofnunum sem við höfum sam- starf við, hún hefur unnið mikið og gott starf í þessu, en hún hefur ekki haft fjármagn nema til að reka einn reykmæli uppi á Miklat- orgi.“ Jónas sagði að aldrei hafi í raun- inni verið rannsakað hér á landi hversu mikil mengun er af hættu- legum efnasamböndum og hvernig hún dreifist yfir árið og við hveiju er að búast í þeim efnum. „Þetta vantar okkur mjög illilega.“ Þekkingin ekki í neinu samræmi við fjárfestinguna Dr. Logi Jónsson, dósent í lífeðl- isfræði, gerði grein fyrir rann- sóknum á líffræðilegum forsend- um fiskeldis hér á landi. Hann sagði aðstæður hér vera sérstakar að því leyti, að ein helsta forsenda uppbyggingar fiskeldisins hafi verið að nýta jarðvarma, smitfrítt lindarvatn og síaðan jarðsjó. Þess- ar eldisaðstæður séu í veigamikl- um atriðum frábrugðnar því sem gerist annars staðar og því nýtist erlend þekking á sviði fiskeldis í takmörkuðum mæli hér á landi. Logi sagði uppbyggingu þekk- ingar á fræðasviðum sem snerta fiskeldi ekki vera í neinu samræmi við alla þá fjárfestingu sem hefur verið lögð í þessa atvinnugrein. Þó hafi Rannsóknasjóður Rann- sóknaráðs ríkisins styrkt allnokkur rannsóknaverkefni í eldi vatna- og sjávardýra. „Segja má að fiskeldi hér á landi standi því á veikum líffræðilegum grunni,“ sagði hann. Logi greindi frá nokkrum helstu atriðum sem skipta máli fyrir rekstrarafkomu eldisfyrirtækja og verið er að rannsaka, eða og/eða þarfnast frekari rannsókna. Hið fyrsta er svonefndur sjóþroski seiða. Þau þurfa að hafa náð þess- um þroska til að geta dafnað í sjó, áður en þeim er sleppt úr ferskvatni. Rannsakaðar eru greiningaraðferðir, til að tryggja að hægt sé að finna hvort seiðin eru orðin sjóþroska og koma þann- ig í veg fyrir stórtjón, enda er ríflega tífaldur munur á þyngd físksins eftir því hvort seiðin fara á réttu þroskastigi í sjó. Páll Haraldsson sagði í samtali við Morgunblaðið að seld hefðu verið 218,3 tonn, aðallega karfi, úr Víði í Bremerhaven á fimmtu- dag fyrir um 22,1 milljón króna, eða um 101 krónu meðalverð. Hann sagði að seld hefðu verið 156,5 tonn úr skipinu á fiskmark- aðinum í Hafnarfírði frá áramót- um, þar af um 50 tonn af karfa, 38 tonn af ufsa og 21 tonn af þorski. Einnig hefðu verið seld úr Annað vandamál er ótímabær kynþroski físksins. Þegar hann verður kynþroska hættir hann að vaxa. Verið er að þróa erfðafræði- legar aðferðir til að rækta geldfísk sem verður ekki kynþroska og koma þannig í veg fyrir tjón af þessum völdum. Mikilvægustu og flóknustu ákvarðanir íslenska stjórnkerfisins Dr. Gunnar Helgi Kristinsson lektor í stjórnmálafræði gerði grein fyrir rannsóknum sínum varðandi tengsl íslands við við- skiptabandalögin í Evrópu, það er EFTA og EB. Að þessum rann- sóknum hefur hann unnið síðan 1986. „Ákvarðanir sem snerta hlut íslands í samstarfi Vestur Evró- puríkja eru meðal hinna mikilvæg- ustu sem íslenska stjórnkerfið hef- ur nokkru sinni tekist á við, en jafnframt meðal hinna flóknustu," sagði hann. Hann sagði að með því að skoða þijá helstu valkosti Islendinga í þessum efnum, mætti fá nokkra innsýn í rannsóknar- verkefnið, og nefndi kost og galla á þessum valkostum. Fyrsti valkostur væri að sitja hjá, annar að fylgja EFTA og sá þriðji að sækja um aðild að EB. Hann sagði aðspurður að-helstu kosti aðildar að EB fyrir íslend- inga væru að hans mati full við- skiptaleg og félagsleg tengsl við Evrópu og aðild kæmi í veg fyrir einangrun landsins, auk þess myndi aðild tryggja íslendingum áhrif á þróun Evrópu. Helstu ókostina sagði hann vera að erfítt yrði að tryggja full yfirráð Islend- inga á stjórnun sjávarútvegsmála hér. skipinu 38 tonn úr gámum í Vest- ur-Þýskalandi. „Við förum á fiskmarkaðinn og kaupum þær tegundir, sem við viljum vinna hveiju sinni, því Víðir kemur ef til vill ekki með rétta aflann að landi. Það hefði hins vegar borgað sig fyrir fyrirtækið í heild að fá aflann beint úr skip- inu fyrir Landssambandsverð, því verðið á mörkuðunum er hátt vegna of lítils framboðs,“ sagði Páll Haraldsson. Víðir HF: Aflaverðmætið 35 millj- ónir króna frá áramótum TOGARINN Víðir HF hefúr fengið 34,7 milljónir króna, eða um 84 króna meðalverð á kíló, fyrir 412,8 tonn, sem seld hafa verið úr skipinu á mörkuðunum í Hafnarfirði og Bremerhaven í Vestur- Þýskalandi í þessum mánuði. Skipið fékk þennan afla 2.-18. jan- úar, að sögn Páls Haraldssonar skrifstofústjóra Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði, sem er eigandi skipsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.