Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Hætt við sýningu Manon Lescaut VEGNA ummæla Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins leitaði blaðið eftir áliti nokkurra aðila. Sumir kusu að senda blaðinu athuga- semd vegna viðtalsins. Athugasemdirnar og viðtölin fara hér a eftir: Stjórn íslensku óperunnar: Stjórn Listahátíðar; Óráðlegt að setja upp óperuna Manon Lescaut að svo stöddu Hús Islensku óper- unnar Kristjáni opið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfírlýsing frá stjórn Islensku óperunnar: „í viðtali við Kristján Jóhannsson óperusöngvara sem birtist í Morg- unblaðinu 28. janúar sl. kom fram misskilningur Kristjáns um afstöðu íslensku óperunnar til fyrirhugaðr- ar óperusýningar á næstu Lista- hátíð. Stjóm íslensku óperunnar er bæði ljúft og skylt að leiðrétta þann misskilning hans að íslenska óperan hafi dregið sig úr samstarfi við Listahátíð um þá sýningu. Glæsileg frammistaða Kristjáns á erlendum óperusviðum hefur ekki farið fram hjá íslenskum óperuunn- endum. Allt of sjaldan hefur okkur þó gefist kostur á að sjá hann og heyra áj'slensku óperusviði. Ráða- menn íslensku óperunnar hafa nokkmm sinnum rætt við hann um þann möguleika að hann komi fram í sýningum Öpemnnar. Af ýmsum ástæðum hefur ekki orðið af því og þá ekki síst af þeirri ástæðu, að Kristján hefur verið ófáanlegur til að syngja í húsi Óperunnar. Það varð stjórn íslensku óper- unnar mikið ánægjuefni þegar for- ráðamenn Listahátíðar leituðu eftir samstarfi hennar við uppsetningu á óperunni Manon Lescaut með Kristjáni í einu aðalhlutverka. Reyndar var hugmyndin að þessari óperusýningu mnnin undan rifjum eins af aðstandendum íslensku óperunnar. Málefni þessa samstarfs vom enn á viðræðustigi þegar for- maður Listahátíðar tilkynnti ís- lensku óperonni að ekki gæti orðið af ópemsýningunni þar sem ráða- menn Borgarleikhússins hefðu dregið þátttöku sína til baka, en fyrirhugað var að sýningar fæm fram í því húsi. Stjórn íslensku óperunnar hafði áður boðið Lista- hátíð að lána hús sitt endurgjalds- laust fyrir sýningamar og var það boð enn ítrekað enda var þá ekki lengur um önnur hús að ræða. Formlegt svar Listahátíðar hefur enn ekki borist og er stjórn íslensku óperunnar því ekki ljóst hvort það var Kristján sjálfur eða stjórn Lista- hátíðar sem ekki vildi skoða þann möguleika. Um leið og stjórn íslensku óper- unnar harmar það að ekki verði af fyrirhugaðri ópérusýningu á næstu Listahátíð vill hún leggja áherslu á það, að hús hennar hefur staðið Kristjáni Jóhannssyni opið og mun verða það áfram. Það yrði stjórn Óperunnar sem öðram íslenskum óperuunnendum fagnaðarefni ef Kristján sæi sér fært að taka þátt í sýningum hennar“. Ólafur sagði að Sinfóníuhljóm- sveitin hafi athugað hvað hún gæti lagt fram vegna uppsetningu ópe- rannar. Ekki var um að ræða að hún gæti tekið tónlistarflutninginn á sína fjárhagsáætlun, þar sem ekki voru til peningar til þess. En upplýsingar um kostnað vegna EFTIRFARANDI athugasemd barst Morgunblaðinu frá Val- garði Egilssyni, formanni síjórn- ar Listahátíðar í Reykjavík: „í Morgunblaðinu sl. sunnudag er þess getið að horfið hafi verið frá að sýna ópemna Manon Lescaut eftir Puccini á Listahátíð nú í vor. Má ég rekja söguþráð þessarar hugmyndar nánar, það glöggvar Kstunnendur. Uppástungan var fyrst rædd undir mánaðamótin október-nóv- ember 1989, og um miðjan desem- ber var horfið frá henni, þ.e. sex vikum síðar. í stað þess mun Krist- ján Jóhannsson, okkar glæsilegi tenórsöngvari, syngja óperatón- leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í lok Listahátíðar og mun Cesare Alfieri frá Scala stjórna þeim, 16. júní. Þessi hugmynd um uppfærslu óperunnar varð til í framhaldi af því, að sl. sumar réðum við Kristján Jóhannsson til að syngja lokatón- leika Listahátíðar, þar sem fluttur yrði 4. þáttur óperunnar Manon Lescaut, en óákveðið var hver syngi vinnu hljóðfæraleikara hljómsveit- arinnar voru gefnar. „ Annar fundur var aldrei boðaður • og það næsta sem ég vissi var að búið var að blása þetta af. Okkar afskipti af þessu máli voru ekki önnur,“ sagði Ólafur. Annar fiindur var aldrei boðaður -segir Ólafur B. Thors formaður stj órnar Sinfóníuhlj óms veitarinnar „Ég sat einn fiind þar sem farið var yfír þetta mál. Við gerðum siðan lauslega kostnaðaráætlun, en ég fylgdist ekki með framgangi máls- ins eftirþað," sagði Ólafur B. Thors formaður stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Leikfélag Reykjavíkur: Listahátíð hefiir vilyrði fyrir báðum sviðunum „Ifleðslan“ er því á valdi stjórnenda hátíðarinnar MORGUNBLAÐINU hefiir borizt eftirfarandi „athugasemd við frétt og viðtal um alþjóðlegan óperuflutning, íslenska menningarmafíu og Borgarleikhúsið“ frá Sigurði Karlsson fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur. „í frétt í Morgunblaðinu sunnu- daginn 28. janúar og viðtali við Kristján Jóhannsson óperasöngvara er fjallað um ástæður þess að fram- kvæmdastjóm Listahátíðar hefur „hætt við alþjóðlega óperuuppsetn- ingu á Listahátíð" á þann hátt að valdið getur misskilningi sem hér skal reynt að leiðrétta. í fréttinni er vitnað í Valgarð Egilsson, formann framkvæmda- stjómar Listahátíðar: „Valgarður sagði að ástæðan hefði verið sú að þegar á átti að herða sáu nokkrar stofnanir sér ekki fært að taka þátt. Þá hafí verið fyrirsjáanlegt að mikil hleðsla yrði á sviði Borgar- leikhússins á þessum tíma og ljóst að óperauppfærslan hefði orðið ■mjög erfíð." Til að forðast þann misskilning sem þessi orð gætu valdið verður að taka fram að Listahátíð hefur óskað eftir og fengið vilyrði fyrir báðum leiksviðum Borgarleikhúss- ins þann tíma sem hátíðin stendur og því aðeins á valdi stjómenda hátíðarinnar hvort svo „mikil hleðsla“ er á sviði Borgarleikhúss- ins að ekki sé pláss fyrir þessa óperuuppfærslu. í viðtalinu segist Kristján hafa setið fund í haust „með öllum sem þama áttu. hlut að máli, sem voru Islenska óperan, Sjónvarpið, Sin- fóníuhljómsveit íslands, Leikfélag Reykjavíkur, Þjóðleikhúsið og Listahátíð." Hér hlýtur Kristján að misminna vegna þess að Leikfélag Reykjavíkur kom ekki inn í þetta mál fyrr en nokkuð var liðið á vet- ur og enginn á vegum þess sat fund eins og þann sem hann lýsir. Þegar framkvæmdastjórn Lista- hátíðar síðan ákvað að hætta við uppfærsluna var málið til athugun- ar hjá leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur en engin afstaða hafði verið tekin til þess þar sem ýmsar mikilvægar forsendur, einkum fjár- hagslegar, vora mjög á huldu. Hins vegar var vilji til að skoða það með jákvæðu hugarfari einkum vegna þess að hér þótti um að ræða stór- merkilegan menningarviðburð ef af hefði orðið. Því er það á engum rökum reist sem segir í viðtalinu: „En það tók tæknimenn þar (í Borgarleikhúsinu — innsk. s.k.) þijá eða fjóra mán- uði að uppgötva að þeir treystu sér ekki í dæmið vegna þess að hlutur- inn hét ópera. En það er enginn munur á því hvort um er að ræða leikstykki eða óperu þannig að þetta var bara fyrirsláttur. En mér skild- ist að þeim þætti tíminn of stuttur til að undirbúa sýninguna." Sem fyrr segir var málið rétt komið til umræðu hjá Leikfélagi Reykjavíkur þegar það datt upp fyrir og því ekki komið á það stig að ástæða þætti til að leggja málið fyrir tæknimenn Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu. Enda engin ástæða til að ætla annað en að þeir réðu við verkefnið ef það hefði reynst framkvæmanlegt að öðru leyti. Það er því alrangt ef einhver les það út úr fréttinni og viðtalinu að Leikfélag Reykjavíkur sé í þeirri meintu „menningarmafíu" sem Kristján telur vinna gegn sér. Og algjör fjarstæða að þessi óperuupp- færsla hafí farist fyrir vegna þess að tæknimenn í Borgarleikhúsinu hafi ekki treyst sér í hana.“ sópran (önnur hlutverk eru ekki í 4. þætti). I októberlok var svo hreyft þeirri uppástungu að færa óperuna í heild á svið, verkefni sem er* dýrt en hugmyndin metnaðarfull. Góðir menn komu saman og ræddu hvort hinar ýmsu menningarstofnanir í landinu gætu lagt saman krafta sína að verkefninu. Undirritaður leiddi þessa aðila saman, Kristján Jóhannsson var þar með í ráðum. Og svo virtist sem þetta tækist, enda þótti mönnum mikið til þess vinnandi að fá Kristján til að syngja í ópera hér heima og með honum góða listamenn. Hin fjárhagslega hlið var skoðuð, og kannað hvaða listamenn væra til taks, fyrst og fremst sópran og leikstjóri, einnig hljómsveitarstjóri, en þar höfðum við augastað á Ces- are Alfieri, sem mun stjórna áður- nefndum tónleikum. Þreifingar þessar voru stöðugt með þeim fyrir- vara að ákvörðun væri enn ekki tekin. Fyrstu viku desembermánað- ar var fallist á tilboð umboðsskrif- stofu í New York, sem Kristján vísaði til, vegna leikstjóra og sópr- ans. Fáeinum dögum síðar var það afturkallað. Nefndur sópran var Natalia Rom, en hún söng í Há- skólabíói í maí sl., en leikstjóri Ren- ata Scotto og þarf hvoraga að kynna frekar. Hafði Kristján Jó- hannsson áður rætt hugmynd okkar við þær. Þegar á skyldi herða, varð ljóst að ekki gætu nægilega margar stofnanir lagt lið verkefni þessu og olli margt. Að samanlögðu var því talið óráðlagt að fara fram með verkefnið að svo stöddu. Því var aftur horfið til okkar fyrstu samninga við Kristján Jó- hannsson og með þeirri breytingu að Kristján syngi þá Puccini óperu- tónleika með Sinfóníuhljömsveit Is- lands og Cesare Alfieri stjórnaði. Það stendur. Það náðist ekki sú samstaða sem þurfti um sýningu á óperunni, það kynni að nást næst. Það er algengt að listastofnanir skoði hugmyndir — þær ná ekki allar fram. Uppfærsla á þessari óperu — 15 milljóna kr. verkefni, varlega áætlað — bíður næsta tækifæris. Listahátíð ein hefur ekki bolmagn til slíks verk- efnis. Hugmyndin var metnaðarfull. Gerum hana að veruleika, þar eru margir sem bíða þess að heyra Kristján Jóhannsson í óperu hér heima.“ K Wl Gwi(ðnsv)n SIS, BIS. — EndurUklð, endurUkið,- hrópuðu hrifnir áheyr- ídur i Aperuhúninu I Palrrmo á Sikiley »íða»lliðið þriðjudagn- vðld þegar Kristján Jóhamnsnon óperusöngvari hafði sungið kaariuna i I-t Fanriulla Ih-I Wesl eftir Purrini. Þetta var umsýningarkvðldið og fólkið lét I (jós hrifnin|{u sina mrð lappi og hrópum. Kristján fer með(Urnta tenórhlutvcrkið, lutverk Dirk Johnson. og varað vonum sarll og Rlaður eftir ininiruna enda hefur hann trrna ásUeðu til. Mðro- «nwin«iiHI I um suður i Sikiley og 1 norður I Milano. á Srala! „Nei, ég held að það sé ekki. Á þessari frumsýninKU. eins og á frumsýningum alls slaðar I heimin- um. var fólk nem er margl I góöum efnum eðs lelur sig I hópi mennU- . manna og listunnenda. ÞetU fólk daemis I Gavaaxeni og þegar maður I fenpð sllkan undirhúning á c. að geta koinið I veg fyrir af gangi. Ég aðng þessa óperu I Nice I Krakklandi I hitteðfyrra lisUmenn breyUst alluf ár fi og ég syng ððruvisi nú en ég þá og ég er þakklátur fyrir ' Mikíl vonbrigði fyrir alla óperuunnendur - segir Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri GÍSLI Alfreðsson þjóðleikhússtjóri segir að sér þyki afskaplega leitt að hætt hafi verið við að setja upp óperuna Manon Lescaut ellir Puccini á Listahátíð. Þetta séu mikil vonbrigði fyrir alla óperuunn- endur, enda hefði uppsetning þessarar óperu með heimsfrægu lista- fólki verið mikill fengiir fyrir listalifið á íslandi. Hann segist skilja mjög vel viðbrögð Kristjáns Jóhannssonar sem komu fram í viðtali i Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Gísli segir að Þjóðleikhúsið hafí ekki dregið sig út úr umræðunni um að þessi ópera yrði sett upp og enn væri fullur áhugi á málinu af hálfu þess. „Þegar ég frétti að til stæði að hætta við þetta fór ég fram á að kallaður yrði saman fundur með þeim sem höfðu með málið að gera og þar yrði formlega skýrt frá ástæðunum fyrir því að hætt var við setja óperuna upp. Ég hef aldr- ei fengið nema óljósar upplýsingar um ástæðuna fyrir því. En ég hef ennþá ekki verið boðaður á neinn fund. Vegna viðgerðar á Þjóðleikhús- inu kom ekki til greina að óperan yrði sett upp þar, en við buðumst til að smíða leikmynd’og sjá um gerð búninga. Auk þess lýsti ég strax yfir áhuga á að fá sýninguna í Þjóðleikhúsið þegar' það opnar aftur að lokinni viðgerð," sagði Gísli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.