Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Knattspyrnuvellir í Bretlandi: Tillögu um sérstök nafiiskírteini hafiiað St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Innanríkisráðherra brezku ríkisstjórnarinnar, David Waddington, tilkynnti á mánudag, að einungis verði horft á knattspyrnuleiki úr sætum á brezkum knattspyrnuvöllum um næstu aldamót. Einnig yrði gripið til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir óspektir við knatt- spymuvelli. Sl. vor var hæstaréttardómarí skipaður til að stjórna rannsókn á aðdraganda og orsökum slyssins á Hillsborough-leikvanginum í Sheffi- e!d og benda á leiðir til úrbóta. Skýrsla hans var gerð opinber um leið og innanríkisráðherrann til- Tékkóslóvakía: Skodavillsam- starfvið vest- rænfyrirtæki Prag. Reuter. STÆRSTA iðnfyrirtæki Tékkó- slóvakíu, Skodaverksmiðjurnar, reynir nú að fá erlend risafyrir- tæki til að kaupa hlut í verk- smiðjunum. Um 70.000 manns vinna hjá Skoda sem fæst m.a. við framleiðsu tækja til orku- vinnslu og raftækja. Bílafram- leiðslan fer fram í sjálfstæðu fyr- irtæki, Forstjóri Skoda, Milosjay Mlkes, skýrði fréttamönnum frá þyí að frá því í desember hefði verið rætt við fulltrúa nokkurra fyrirtækja, þ. á m. General Electric, Siemens í V- Þýskalandi og sænsk-svissnesku samsteypuna ASEA Brown Boveri. Hann sagðist vona að Skoda yrði fyrst tékkneskra fyrirtækja til að hefja slíka samvinnu. Verið væri að undirbúa löggjöf um eignaraðild erlendra fyrirtækja og General Electric, sem hefur aðalstöðvar f Bandaríkjunum, vildi kaupa 30% í Skoda. Mikes sagði að menn gerðu sér vonir um að senn yrði hægt að sam- eina bílaframleiðsluna aftur móður- fyrirtækinu en hún var aðskilin skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. kynnti aðgerðir stjómar sinnar. í skýrslunni er sú hugmynd stjórnr valda, að allir knattspyrnuáhuga- menn, sem sækja vilji leiki, fái nafns- kírteini, hafnað, þar sem hún skapi meiri vanda en hún leysi. Knatt- spyrnufélögin eru einnig gagnrýnd harkalega fyrir að gera nánast ekki neitt fyrir áhorfendur. í skýrslunni er lagt til að í fram- tíðinni verði engin stæði á knatt- spyrnuvöllum, en þangað sækja knattspyrnubullur, sem öllum vand- ræðunum valda. Þá er einnig lagt tilj að á þá, sem hafa verið dæmdir fyrir óspektir á knattspyrnuvöllum, verði fest senditæki, svo að hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra. Notkun nafnskírteina hefur verið sú tillaga stjórnar Margaret Thatch- er forsætisráðherra, sem hún hefur haldið fastast fram og hlotið mesta gagnrýni. Innanríkisráðherrann til- kynnti að farið yrði að tillögu hæsta- réttardómarans og hugmyndin um nafnskírteinakerfið lögð til hliðar. Hann sagði einnig að knattspyrnufé- lögin yrðu sjálf að standa straum af öllptp kostnaði við bre3TÍTigar á knattspyrnuvöllunum. Hann sagði að fyrir árið 2000 yrðu einungis sæti á öllum völlum félaga í 1. og 2. deild. Talsmenn Verkamannaflokksins gagnrýndu að stjórnin væri ekki reiðubúin að framkvæma allar þær tillögur, sem væru í skýrslunni. Þeir bentu einnig á, að mjög mörg knatt- spyrnufélög yrðu í erfiðleikum með að fylgja lögunum. Stjórnvöld benda á, að á árinu 1988 hafí félög á Bretlandseyjum eytt 70 milljónum sterlingspunda í að kaupa leikmenn eða um 7 millj- örðum íslenzkra króna. Breytingarn- ar á völlunum muni kosta um 120 milljón sterlingspund. Það eigi því að vera nægilegt fé til að gera þess- ar breytingar á 10 árum. Mótmæli íS-Afríku Reuter Blökkumenn í Suður-Afríku hafa haft í frammi mótmæli undanfarna daga vegna keppnisferðar breskra krikket-leikara til landsins. Á síðasta áratug ákváðu flestallar alþjóðlegar íþróttahreyfingar að slíta öllum samskiptum við Suður-Afríku vegna kynþáttastefnu stjórnvalda þar og hefur keppnisferð Bretanna verið fordæmd með tilvísun tjj þessa. Myndin var tekin í bænum Bloemfontein skammt frá Jóhannesarborg í gær er lögregla leysti upp fjöldafund stjórnarandstæðinga. Chile: 50 flýja úr fangelsi Santiago. Reuter. FIMMTÍU fangar brutust út úr fangelsi í Chile í gær. Á meðal fanganna eru nokkrir vinstri- sinnar, sem viðriðnir voru tilraun til að myrða Augusto Pinochet, einræðisherra landsins, fyrir þremur árum. Talsmaður fangelsisyfirvalda sagði að flestir fanganna væri vinstrisinnaðir skæruliðar. Maður sem sagðist talsmaður samtaka pólitískra fanga í Chile hringdi í útvarpsstöðvar og sagði að flóttinn væri liður í baráttu fyrir því að all- ir pólitískir fangar landsins yrðu látnir lausir. Baráttumenn fyrir mannréttindum segja að um 450 pólitískir fangar séu í fangelsum landsins en því vísar herforingja- stjóm Pinochets á bug. Patricio Aylwin, sem bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í desember, tekur við embættinu 11. mars. Hann hefur lofað að láta lausa alla þá pólitíska fanga, sem ekki hafa verið ákærðir fyrir að beita ofbeldi. Samtök fanganna og Kommúnistaflokkur Chile krefjast þess aftur á móti að allir fangar verði leystir úr haldi. Nokkrir fanganna er sluppu voru í skæraliðasveit vinstrisinna, sem reyndi að ráða Pinochet af dögum í september 1986. Einvaldurinn komst undan en fimm lífverðir hans biðu bana. Stærsta kjarnorkuver Austur-Þýskalands: Tímasprengja sem gæti sprungið þá og þegar Bonn. Reuter. STÆRSTA lyarnorkuver Aust- ur-Þjóðverja í Greifswald á Eystrasaltsströndinni er tíma- sprengja, sem sprungið getur Spiegel á mánudag, en þar þá og þegar. Kom þetta fram í sagði, að í verinu hefðu orðið vestur-þýska tímaritinu Der hundruð óhappa og oft legið við stórslysum. ísrael: Innflutningur Sovét-gyðinga harðlínumönnum blóðgjöf Jerúsalem. Reuter. í KJÖLFAR umbóta í Sovétríkj- unum er búist við mesta straumi gyðinga til ísraels síðan á sjötta áratugnum. Þau ummæli Yitzhaks Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, að nú þurfi „stórt ísrael“ til að taka á móti Sovét-gyðingunum hafa vakið harkaleg viðbrögð og að margra mati torvelda þau friða- rumleitanir milli ísraela og Palestinumanna. í gær sáu ísra- elsk yfirvöld ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um að það væri ekki stefha þeirra að beina sov- éskum gyðingum inn á her- numdu svæðin eins og orð Shamirs gáfú til kynna en að sjálfsögðu væri þeim heimilt að setjast þar að. Nú er því spáð að 50.000- 100.000 gyðingar flytjist á þessu ári frá Sovétríkjunum til ísraels. Búist er við að fjöldinn verði allt að 750.000 á næstu fimm áram. Árum saman höfðu margir and- stæðingar ísraela litið svo á að ríki þeirra færi smám saman hnignandi, landnemaþrótturinn dvínandi og fleiri flyttu úr landi en inn í það. Innflytjendastraum- urinn nú hefur hleypt nýju blóði í harðlínumenn í Israel. Frétta- skýrendur í arabalöndunum þykj- ast sjá þess merki að sjálfstraust ísraelsríkis, ef svo má að orði Reuter Hópur sovéskra gyðinga á leið til ísraels. ætíð á að hætta var á að ísrael komast, fari vaxandi en undanfar- in tvö ár hafa ísraelar átt mjög undir högg að sækja vegna upp- reisnar Palestínumanna sem notið hefur samúðar víða um heim. Nú búa 3,7 milljónir gyðinga í ísrael innan landamæranna frá 1967 og 650.000 Palestínumenn. Á hernumdu svæðunum, Gaza og Vesturbakka Jórdanárinnar, búa hins vegar 1,75 milljónir Pal- estínumanna og óverulegur fjöldi gyðinga. Það hefur löngum verið stefna flokksbræðra Shamirs í Líkúdflokknum að innlima her- numdu svæðin. Þó var sá hængur yrði þá ekki lengi ríki gyðinga fyrst og fremst. Innan tíðar kynnu Palestínumenn vegna mikillar við- komu sinnar að verða fleiri en gyðingar í Stór-ísrael. En innflytj- endastraumurinn gerbreytir stöðu mála. ísraelskir embættismenn hafa viðurkennt í samtölum við frétta- ritara Reuíers-fréttastofunnar að ummæli Shamirs sem hann við- hafði 14. janúar í hópi harðlínu- manna hafi verið mistök. En vest- rænir stjórnarerindrekar í ísrael segja þau enga tilviljun því þau séu lýsandi dæmi um nýjan ósveigjanleika ísraela í viðskipt- um við Palestínumenn. Hingað til hafa verið fyrirsjáanlegar tvær leiðir að varanlegum friði sem Palestínumenn gætu fallist á. í fyrsta lagi að þeir nytu fulls jafn- réttis í Israel á við gyðinga. Sú leið hefur ekki fallið þeim Israel- um í geð sem líta á ríki sitt sem gyðingaríki fyrst og fremst. Hin leiðin væri sú að að íbúar her- numdu svæðanna fengju sjálf- stæði í einhverri mynd og yfirr- áðarétt yfir landinu sem þeir byggja. Landám Sovét-gyðinga á hemumdu svæðunum gengi í ber- högg við slíkar hugmyndir um lausn á deilu ísraela og Palestínu- manna. Ummæli Shamirs vöktu þegar í stað harkaleg viðbrögð hjá Frels- issamtökum Palestínumanna (PLO) og Bandaríkjastjórn. Þá drógu Israelar í land; Shamir sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð og innflytjendaráðu- neytið í ísrael birti tölur sem sýndu að einungis 0,5% innflytj- enda á síðasta ári hefðu sest að á hernumdu svæðunum. Á mánu- dag bættust Sovétmenn í hóp gagnrýnenda og sögðu að það væri fráleitt að nota sovéska gyð- inga sem vopn í áróðursstríði gegn Palestínumönnum. Að sögn Der Spiegel eru örygg- ismál í kjamorkuverinu í Greifs- wald í miklum lamasessi og geisla- vörnum verulega ábótavant. Væri verið eins konar rússnesk rúletta kjarnorkuvísindanna; tíma- sprengja sem gæti sprungið fyrir- varalaust. Mundi sprenging í ver- inu valda geislamengun í Mið- Evrópu allri og Skandinavíu. Ef tekið væri tillit til vestrænna ör- yggiskrafna ætti að slökkva á • kjarnakljúfum þess og loka verinu eigi síðar en strax. Talsmaður austur-þýsku stjóm- arinnar sagði á mánudag að sam- komulag hefði orðið um það í hringborðsumræðum fulltrúa ríkisstjómarinnar og stjórnarand- stöðunnar að engin ný kjarnorku- ver yrðu reist í Austur-Þýskalandi í næstu framtíð. Þá sagði Peter Diederich, um- hverfisráðherra, að sakarskrá Austur-Þjóðveija í umhverfismál- um væri viðbjóðsleg lesning og mætti rekja orsakir mikillar meng- unar til fomeskjulegrar iðnaðar- starfsemi. Sagði hann að Austur- Þýskaland hefði á sér þá ímynd að vera forarþró Evrópu og þyrftu landsmenn að taka sér stórtak ef þeir vildu breyta henni. í sjón- varpsumræðum um umhverfismál sagði Diederich að fimmtungur vatnsforða landsins væri ónothæf- ur vegna mengunar af völdum eit- urefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.