Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 Sósíalistar á íslandi, gerið upp við fortíðina eftirFriðrik Friðriksson Flestir fagna stórkostlegum at- burðum sem nú eiga sér stað í Aust- ur-Evrópu, þegar illræmdar ógnar- stjómir sósíalista falla hver á fætur annarri. Tilraunin mikla við að koma á fyrirmyndarríkinu, sæluríki sósíal- ismans með allsherjar miðstýringu hugsunar og framleiðslu, hefur al- gerlega mistekist. Nú eru sósíalistar í sárum enda sviptir þvi sem erfiðast er að sætta sig við, lífslyginni. í þannig aðstöðu fara menn gjaman með löndum; ná áttum á nýjan leik. Þetta virðist þó ekki eiga við um alla forsvarsmenn íslenskra sósíalista. Sumir hafa sýnt á undanfömum dögum ótrúlega ófyr- irleitni þegar þeir reyna að breiða yfir þá staðreynd að þeir hafa lengi verið viðhlæjendur böðlanna í Aust- ur-Evrópu. Oreigar allra landa, afsakið! Ástæða er til þess að spyija forvíg- ismenn íslenskra sósíalista nokkurra spuminga: Hvers vegna studduð þið böðlana í austri um áratuga skeið án þess að greina frá voðaverkunum? Hvers vegna gerið þið ekki grein fyrir því hvers eðlis og við hverja Álþýðubandalagið hefur átt reglu- bundin samskipti í Austur-Evrópu? Vill Ólafur R. Grímsson ekki út- skýra hvers vegna hann taldi Ceaus- escu verðugan heimsóknar 1983? Getur það staðist að hinum frið- elskandi samtökum Ólafs, „Pariia- mentarians for Global Action“, hafi þótt hinn rúmenski harðstjóri koma til greina við að boða frið fyrir aðra? Hvar hefur Ólafur rækiiega greint frá því hvað hann var „sjokkeraður“ af heimsókninni eins og hann segir nú? Hvað mederindi annarra fo'rsvars- manna Alþýðubandalagsins til Rúm- eníu og fleiri austantjaldslanda? ViU Framsóknarflokkurinn segja okkur frá nánum tengslum sínum við búlgarska sósíalista? Hvers eðlis voru þau? Hvers vegna segja aðrir leiðtogar Alþýðubandalagsins ekki frá lær- dómsárum sínum í Sovét, Austur- Þýskalandi, Ungveijalandi og víðar? Hver borgaði nám þeirra og hvað Friðrik Friðriksson lærðu þeir? Hefur Alþýðubandalagið fengið fjárhagslegan stuðning frá einhveiju austantjaldslandanna, þá hveiju, hvenær og hvað mikið? Hvers vegna heyrist ekkert form- lega frá stofnunum Alþýðubanda- lagsins um uppgjörið við sósíal- ismann? Getur verið að svarið sé svo einfalt að fyrir slíku uppgjöri er ekki meirihluti innan flokksins? Alþýðubandalagið og aðrir sósíal- istar skulda íslensku þjóðinni svar við þessum spurningum og mörgum öðrum. Þeir skulda þjóðinni þó helst að sýna þann manndóm að gangast við því að hafa borið út fagnaðarer- indi sósíaiismans um árabil. Á meðan það gerist ekki, á meðan forvígismennirnir drepa málum á dreif með hjákátlegum samlíkingum og málfundarbrögðum er Alþýðu- bandalagið og þeir sem að því standa flokkur með enga framtíð, en skuggalega fortíð. Yfirlýsing frá flokknum sem bæri yfirskriftina: Öreigar allra landa, afsakið, væri heiðarleg byijun. Öreigar allra landa, samkeppni! Hvers vegna hefur sósíalisminn, allsheijar miðstýring á hug og hendi, svo gjörsamlega brugðist? Er það einstaklingunum við stjórnvölinn eins og þeim Honecker og Ceausescu að kenna? Nei, þeir eru manngerðin sem kerfið elur af sér. Kerfíð, hugmynda- fræðin er vandamálið en ekki ein- staklingarnir. Markmiðin með allsheijar miðstýr- ingu voru þau að með skipulögðum hætti gætu menn samhæft efna- hagsllifíð með betri árangri en ef fólkið gerir það sjálft með fijálsum viðskiptum á markaðnum. Fram- leiðslutækin yrðu betur nýtt innan heildarskipulags, það yrði um minni sóun að ræða og þannig myndu heild- arverðmætin í efnahagslífínu aukast miklu hraðar en með vestrænum þjóðum. Það er í þessum anda sem Khrústsjov sagði að Sovétríkin myndu flytja út korn til Banda- ríkjanna innan nokkurra áratuga. I miðstýrðu hagkerfí ræður vilji og smekkut’ valdhafanna, hvað fram- leitt er og hvernig, þeir eru fólkinu í senn atvinnurekendur og skömmt- unarstjórar á félagslega þjónustu, menntun og menningu. í sæluríkinu var sagt að betur yrði séð fyrir hús- næðisþörfum fólksins, heilsugæslu og menntun. Það var líka sagt að enginn myndi líða skort. I sæluríkinu áttu sjúkir líka rétt. í þessu kerfí eru menn raunverulega fijálsir sögðu íslenskit' sósíalistar. Allt reyndist þetta fjarstæða, af þeirri einföldu ástæðu að miðstýring er fyrirfram dæmd til gjaldþrots. Valdhafarnir geta ekki skipulagt þarfir fólks né framleiðslu, það ferli er einfaldlega allt of flókið til þess að einn maður eða hópur valdhafa geti haft heildaryfirsýn þar um. Rétta leiðin er sú að láta einstakling- ana gefa óskir sínar til kynna með viðskiptum hver við annan án af- skipta yfírvalda. Við þannig kerfi er það framleitt sem fólk vill kaupa, hefur þörf fyrir. Framleiðsluhlið só- síalismans er í kaldakoli, fólkið svelt- ur, en félagslega hliðin er einnig rústir einar. Þar með féll síðasta vígið, þ.e.a.s. að í löndum sósíalis- mans njóti lítilmagninn mannréttinda og umönnunar. Sjálfsvirðingin aldrei brotin niður Um gjaldþrot sósíalismans væri með sönnu hægt að hafa mörg orð en þess gerist ekki þörf því að fólkið sem sjálft hefur búið í sælunni hefur kveðið upp sinn dóm. Fyrst greiddi það atkvæði með fótunum og flúði, en nú steypir það valdhöfunum. Forystumenn íslenskra sósíalista voru viðhlæjendur böðlanna í Aust- ur-Evrópu um langt árabil. Ætla þeir að gera dæmið upp? Þjóðirnar sem nú horfa fram á frelsi eru um margt ólíkar svo og löndin sem þær byggja, en í þessu umróti öllu má segja að tvennt sé einkennandi: í fyrsta lagi, þá er stórkostlegt að sjá hversu þjóðirnar hafa varð- veitt sjálfstæði sitt, þjóðemi og menningu innan fjölskyldnanna. Inn- an veggja heimilisins var stoltið og sjálfsvirðingin aldrei brotin niður. Börn fengu þjóðernisvitund og ást á föðurlandinu með móðurmjólkinni þrátt fyrir sífellda kúgun og ógnar- stjórn. Dæmið sýnir betur en nokkuð annað hversu mikill hornsteinn fjöl- skyldan er í öllu samfélagi. Lepparnir sem stjórnuðu löndun- um í skjóli Rauða hersins skilja því ekkert eftir sig nema eyðilegging- una. í annan stað skilur fólkið að mið- stýringu er ekki hægt að koma á nema með ógnarstjóm og hams- lausri kúgun á einstaklingseðlinu. Það er því rökrétt að hafna í senn miðstýrðu efnahagskerfi og sósíal- isma. Þessa sjáum við stað í algjöru fylgisleysi sósíalista á meðal fólksins í Austur-Evrópu, það fyrirlítur kerfið sem hefur kúgað það í meira en 40 ár. Það er þar af leiðandi algjört skilyrði fólksins sem nú þrammar í fjöldagöngum um götur, að miðstýr- ing og sósíalismi hverfi og í löndun- um verði komið á markaðshagkerfi og íjölflokkakerfí. Fólkið sjálft skilur vel hvað fijáls samkeppni þýðir í raun, tómar hillur matvöruverslana um árabil, biðraðir og eymd kenndu því þá lexíu. Það er óvirðing við baráttu þessa fólks hvernig íslenskir sósíalistar reyna að breiða yfir lífslygina og gera ekki upp við böðlana. Alþýðubandalagið og aðrir sósíal- istar eiga enn tækifæri til að taka af skarið. Ef yfirlýsing Alþýðubanda- lagsins hæfist á orðunum: Öreigar allra landa, afsakið! væri við hæfi að hún endaði á orðunum: Öreigar allra landa, samkeppni! Höíundiir er Imgfræðingur. MEÐAL ANNARRA ORÐA Um dauðans óvissan tíma eftir Njörð P. Njarðvík Fyrr í vetur fór kunningi minn að heimsækja aldraða móður sína, eins og hans var vandi, og kom að henni örendri. Gamla konan hafði hnigið út af í stólnum sínum. Hún bjó ein, var ern og talin heilsugóð, en svo fékk hún skyndi- lega heilablóðfall og gaf upp önd- ina. Kunningi minn hringdi á sjúkrabíl, og það kom læknir og lögreglumaður, og síðar annar læknir og menn frá rannsóknar- lögreglunni. Kunningi minn var yfírheyrður, að mestu leyti kurt- eislega, en þó fannst honum born- ar fram nærgöngular og óþægi- legar spurningar. Það fór ekki fram hjá honum, að verið var að að athuga hvort hugsanlega hefði verið framið afbrot. Ekki er það þægilegt manni sem kemur að móður sinni örendri. Nægilegt áfall má það teljast, þótt ekki bætist við að liggja undir hugsan- legum grun um að hafa orðið henni að fjörtjóni. Lögreglumenn- imir eru að sinna skyldustörfum sínum og naumast ástæða til að áfellast þá, - en - segir þetta okkur ekki töluvert um afstöðu okkar til dauðans? Dauðinn er bannorð „Þegar lífið mætir dauðanum, hylur það alla jafna ásjónu sína,“ segir Gunnar Gunnarsson í skáld- sögu sinni Heiðaharmur. Enda duga hvorki fortölur né undan- brögð á slíkri stundu. Við vitum öll að sú stund rennur upp. Við eigum öll stefnumót við dauðann. Við eigum öll eftir að gangast á vald hans, hverfa inn í hann eða ganga í gegnum hann. En við látum eins og hann sé ekki til. Dauðinn er bannorð, tábú. Við fejum hann fyrir sjálfum okkur og viljum ekki sjá hann eða vita af honum. Við vísum honum á ópersónulega stofnun fyrir utan alfaraleið hversdagsins. Þar skal sá sem deyr deyja einn í höndum þeirra sem hafa það starf með höndum að sjá um dauðann. Án þess að ónáða aðra að óþörfu með óþægilegri staðreynd og áminn- ingu. Ef til vill er það þess vegna sem það sýnist einkennilegt og hugsanlega óeðlilegt, að gömul kona skuli deyja heima hjá sér. Sams konar afneitun dauðans, sem kannski er í raun ótti við dauðann, birtist oft í framkomu okkar við syrgjendur. Sá sem hef- ur misst náinn ástvin er eins og opin und fyrst í stað. Þá er ekki auðvelt að mæta þessu einkenni- lega augnaráði annarra, sem sýn- ist vera einhvers konar sambland forvitni og meðaumkunar. Oft er ekkert sagt. Þegar syrgjandinn birtist, slær þögn á fólk, og stund- um lætur það eins og það sjái ekki, en horfir samt. Líkt og dauð- inn sé smitandi sjúkdómur. Syrgj- andinn finnur þunga þessa þegj- andi augnaráðs og biður í raun aðeins um eðlilega framkomu. En hún virðist okkur erfíð. Ekki stafar það af illvilja, heldur óör- yggi. Við vitum ekki hvernig við eigum að haga okkur í návist dauðans, af því að við höfum van- ist að láta eins og hann sé ekki til. Að sættast við örlög sín „Hvorki fyrir hefð né valdi/hop- ar dauðinn eitt strik,“ segir séra Hallgrímur í sálminum. Daglega höfum við fyrir augunum, hversu hverfult það er í raun sem við sækjumst eftir og setjum traust okkar á. Vald þykir eftirsóknar- vert, en reynist einskis vert. Það sjáum við skýrt í dæmum þeirra Caucescu og Noriega. Á snöggu augabragði hvarf vald þeirra og breyttist í andstöðu sína. Engir menn voru aumari þegar blekking valdsins var frá þeim tekin. Sá sem verður fyrir verulegu áfalli í lífi sínu, hvort sem það er vegna missis ástvina, náttúru- hamfara, sjúkdóma, slysa eða af öðrum sökum, hann fínnur með áþreifanlegum hætti, hversu litlu hann fær ráðið um örlög sín. Slíkt áfall er í senn sársaukafull og áhrifamikil kennslustund. Tvennt er það sem menn geta lært þá. Á úrslitastundum eru hlutir og eign- ir einskis virði. Þegar á manninn reynir, verður hann að reiða sig á innri styrk sinn. Og hinar dag- legu annir sem fylltu líf hans, verða undarlega fjarlægar og lítil- fjörlegar. í öðru lagi birtist mönn- um ný staðreynd líktiig þversögn. Menn sjá að þeir standa frammi fyrir hinu raunverulega valdi til- verunnar. Það kann að virðast eins og himinninn hafí hrunið. Eina ráðið er að sætta sig við takmarkanir sínar og beygja sig. fyrir hinu óhjákvæmilega. Ef það tekst, birtist manni tilfinning frelsis, þótt undarlegt sé. Af því dreg ég þá ályktun, að sá sem sættir sig við örlög sín, verður fijáls. Afneitun okkar á dauðanum stafar af því að við getum ekki sætt okkur við hann. Hann er falinn ótti, 'sem við reynum að útskúfa með því að þykjast ekki vita af honum. Við stígum dans við hégómleikann og brosum skrumbrosi þess sem trúir því að hann sé ódauðlegur í þessu lífi, og ekkert geti grandað honum. En í raun lifum við í fjötrum ótt- ans, ef til vill án þess að vita af því. Og: „Sjálfgerðir fjötrar/eru traustastir fjötra,“ eins og Sigfús Daðason kemst að orði. Sá sem sættist við dauða sinn, öðlast frelsi. Hann öðlast frelsi með þeirri vissu að hann á eftir að deyja og býr sig með lífi sínu undir að mæta honum með ótta- lausu æðruleysi. Þetta orðar Sig- valdi Hjálmarson svo í ljóði: Dauðinn er aðeins að deyja. Og líka hann er líf. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslunds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.