Morgunblaðið - 31.01.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.01.1990, Qupperneq 36
36 MOIffiU^gLAfflP MIÐVmupAGUR 31. JANÚAR 1990 fclk í fréttum HEIÐNI Chamberlain biður stokka og steina ásjár Ættingjar og vinir leikarans Richards Chamberlain ótt ast nú um kappann eftir að nýr sjónvarpsmyndaflokkur sem hann fer með aðalhlutverkið í, fékk fá- dæma lélegar viðtökur. Flokkurinn heitir „Island son“ og fjallar um hawaiiískan mann sem snýr aftur til heimahaga sinna til að sinna innfæddum eyjaskeggjum. Herra Væminn, Chamberlain, leikur um- ræddan lækni og sjá ýmsir dr. Kild- are afturgenginn og það skugga- lega. En Chamberlain hefur tekið óvinsældunum illa. Fregnir herma að hann kenni ekki sér eða þættinum um ófarim- ar, að þátturinn hefur hrokkið allt ofan í 77. sætið yfir vinsælustu sjónvarpsseríur. Nei, það er vegna þess að framleiðendurnir fóru ekki að ráðum hans við nafngift þátt- anna. Vildi hann i samráði við inn- fæddan dulspeking kalla þættina „Kahuna" sem merkir töfralæknir á frummálinu. Þetta þótti framleið- endunum einum of og þvertóku fyr- -ir. Charmberlain er sum sé að reyna að stilla til friðar, að reyna að sann- færa guðina um að þetta séu hörku- þættir og vinsamlegir Hawaii og vilji þeir gera svo vel að veita þeim brautargengi. Gengur svo langt að Chamberlain rabbar við tré og blóm og gijót, eða ryður út úr sér töfra- þulum þar sem hann situr utan við sig undir pálmatijám. Þá er búið að virkja dulspekinginn Nönu Veary, sem er á áttræðisaldri. Rölt- ir hún um tökusvæðin á hveijum morgni og stráir telaufi og vígðu vatni á jörðina eyjaguðunum til dýrðar og á hveijum degi tekur hún Chamberlain í tíma, kennir honum að hlusta á jörðina tala og nema boðskap og visku tijánna og blóm- anna eins og hermt er. RAUNIR Villisvm ekki eftirlæti Michaels J. Fox Michael J. Fox lenti í hremmingum er tökur á kvikmyndinni „Back to the Future 3“ stóðu yfir. Hluti myndarinnar var tekinn upp til sveita og eitt sinn er Mikki refur var að skoða sig um í nærliggjandi skógarijóðrum, fraus hann gersam- lega er hann stóð skyndilega aug- liti til auglitis við risavaxið villisvín. Eftir augnabliks hik, gerði svínið sig líklegt til að renna á leikarann sem hljóðaði þá hástöfum og kom þá enn hik á villidýrið. Tæknimaður einn hafði heyrt skrækina í Michael, þrifið loftbyssu og runnið á hljóðið og er hann sá hvað verða vildi miðaði hann á svínið og bjóst til að hleypa af. En þá kallaði Michael að hann skyldi ekki drepa dýrið, gerði sér ekki grein fyrir að um loftbyssu var að ræða. Og engu líkara var en að tæknimaðurinn vissi heldur ekki að þetta var aðeins loftbyssa, því hann miðaði til hliðar við svínið og hleypti af. Kvikindið styggðist og forðaði sér, en Michael Fox og tæknimaður- inn studdu hvor annan til tjald- búðanna. JOSS LAUGAVEGI 101 SÍMI17419 Richard Chamberlain Villisvín eiga ekki upp á pallborðið hjá Michael Fox. Arnold og Maria. MANNFJÖLGUN Schwarze- negger reynd- ist sannspár! Fjölgun hefur nú orðið í Schwarz- enegger-fjölskyldunni, Maria Shriver, eiginkona vöðvabúntsins Amolds, fæddi fyrir skömmu miðl- ungsstóra dóttur. Gekk fæðingin fremur erfiðlega, tók ,18 klukku- stundir og var móðirin bæði þrekuð og blóðlítil er upp var staðið. Arnold stóð við hlið herniar allan tímann og herma fregnir að hann hafi haft stöð- ugar áhyggjur af öilu sem nafn er gefandi meðan á atburðinum stóð. Á daginn kom að Arnold er spá- maður góður. Hann hafði spáð því að bamið yrði annaðhvort drengur eða stúlka og það reyndist vera hár- rétt hjá honum! Heyrst hefur að ákveðið hefði verið, að ef um stúlku- barn yrði að ræða, yrði það skýrt Eunice, i höfuðið á móður Maríu, Eunice Kennedy Shriver, sem var systir hins látna fyrrum Bandaríkja- forseta John F. Kennedy, en svo hefðu þau hjón horfið frá því og vilj- að skíra stúlkubarnið Christina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.