Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fuiltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fílar í postulínsverslun Landspítalinn undirbýr kaup á segulómunartækl: Nýtækni semgefur mu möguleika í myndgre Læknamir Ólafiir Kjartansson (t.v.) og Ásmundur Brekkan standa hér segulómun. Sjúklingur leggst á borðið sem siðan er rennt inn í segulinn. Kosið verður til bæjar- og sveit- arstjórna í vor. Þó að enn séu fjórir mánuðir til kosninga og al- menningur sjái ekki til sólar vegna skattpíningar ríkisstjórnarinnar, virðist vera hlaupinn vorgalsi í stjómmálamenn. Eru flokkamir í óða önn að undirbúa slaginn og sums staðar er rimman þegar haf- in. ) Undirbúningur kosninganna tekur oft á sig furðulegar myndir; er þar skemmst að minnast sam- einingartilrauna á vinstrivængnum í Reykjavík. Þar vilja sumir sam- einast en aðrir ekki og ekki virðist annað ætla að leiða af þessum sameiningammleitunum, en að menn sameinist um það að vera áfram sundraðir. Að minnsta kosti er það mun frekar ágreiningur og innbyrðis tortryggni sem einkennir starf vinstriflokkanna en sam- heldni og samhugur. Þó er þáttur ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka sem að henni standa einna sérkennilegastur. Hafa forystumenn ríkisstjórnar- innar hagað þannig orðum sínum og gerðum í samskiptum við sveit- arfélögin í landinu, að með hinum mestu ólíkindum er. Ríkisvaldið hefur seilst ofan í sjóði sveitarfé- laganna af ótrúlegri hugkvæmni og skert þannig fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra veralega. Er engu líkara en ráðherrarnir séu í stöð- ugri hugmyndasamkeppni um nýj- ungar í „tekjuöflun". Það er og sérlega athyglisvert, að forystumönnum ríkisstjórnar- innar hefur tekist með árásum sínum og dylgjum um Reykjavíkur- borg og meirihluta sjálfstæðis- manna þar, að gera Davíð Odds- son, varaformann Sjálfstæðis- flokksins að persónugervingi sveit- arfélaganna í landinu í baráttunni gegn óvinveittu ríkisvaldi. Gæti Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vart hugsað sér betri „bandamenn“ í sveitarstjómarkosningunum í vor en ráðherralið ríkisstjórnarinnar. Nýlega kom út skýrsla sem nefnd á vegum félagsmálaráðherra tók saman um stöðu sveitarfélag- anna í landinu. Kemur þar fram - að fjárhagsleg staða sveitarfélaga hafi almennt versnað. Minnstu og stærstu sveitarfélögin standa |skást, en önnur eiga mörg hver í miklum fjárhagsörðugleikum. Slæm staða sveitarfélaganna hlýt- i ur að bitna jafnt á verklegum fram- kvæmdum sveitarfélaga sem upp- byggingu þjónustustarfsemi. Orsakir þessa era í skýrslunni sagðar margvíslegar; of lágar tekj- ur einstakra sveitarfélaga, aukin verkefni og þjónusta, of miklar Qárfestingar, mikill fjármagns- kostnaður, áföll vegna erfíðleika í atvinnurekstri, fyrirhyggjuleysi í fjármálastjóm sumra sveitarfélaga og skerðing á jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Af þessu er ljóst að margt af því sem hefur orsakað erfiðleika er nokkuð sem sveitarfélögin ráða ekki við; þar er um verk og ábyrgð ríkisvaldsins að ræða. Hvernig bregst ríkisstjórnin við? Ábyrg ríkisstjóm hefði tekið á vandanum af festu með því að fara að ráðum skýrsluhöfunda og auka fjárhags- Iegt svigrúm sveitarfélaganna og sjálfstæði. Ríkisstjórn sem forða vildi sjálfri sér frá skakkaföllum í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um hefði reynt að snúa þróuninni við, og að minnsta kosti reynt að gera ekki vont verra. Hvernig hef- ur núverandi ríkisstjórn síðan brugðist við? Ríkisstjórnin hefur ekki bragðist við vandanum; hún hefur algerlega brugðist og gott betur, hún hefur aukið vandann með því að seilast í sjóði sveitarfé- laga og leggja á þau auknar álög- ur. Rétt fyrir jólaleyfi vora sett lög um virðisaukaskatt. Með þessum lögum er sveitarfélögunum í landinu gert að greiða sem nemur allt að milljarði í virðisaukaskatt. Hér er um hreina viðbót að ræða í útgjöldum sveitarfélaga. Ríkisvaldið virðist ekki geta unað því að fyrirtæki í eigu sveitar- félaganna skili einhveijum arði. Hefur þess vegna verið lagt fram stjórnarframvarp á Alþingi um skattskyldu orkufyrirtækja. Að mati forsvarsmanna orkufyrir- tækjanna mun þetta þýða meira en tveggja milljarða tekjur fyrir ríkissjóð, en á móti minnka annars vegar tekjur sveitarfélaganna og hins vegar hækka gjöld orkunot- enda. Einnig er skattlagning á fyrirtæki eins og Landsvirkjun hreinasta siðblinda, fyrir utan allar óæskilegar afleiðingar, eins og 46% hækkun á raforkuverði til al- menningsveitna og samningsörð- ugleika við Alþjóðabankann. Fyrir- tækið er sameign ríkisins, Reykjavíkur og Akureyrar. Ríkis- valdið notfærir sér hins vegar skattavald sitt til þess að hirða meiri ágóða af fyrirtækinu en samningur aðilanna gerir ráð fyrir. Almennur samskiptavandi virð- ist einnig hijá ríkisstjórnina. Má þar nefna tilraunir ríkisstjórnar- innar til að yfírtaka rekstur heil- brigðisstofnana sveitarfélaga að þeim forspurðum og í beinni and- stöðu við þau. Einhliða riftun samninga ríkisvaldins og ýmissa sveitarfélaga eins og Stykkishólms um verklegar framkvæmdir er annað dæmi. Málefnastaða vinstriflokkanna í bæjar- og sveitarstjórnum er víðast hvar slæm. Aðgerðir ríkisstjómar- innar hafa aðeins orðið til að bæta þar gráu ofar. á svart. Líkja má ráðherrum ríkisstjómarinnar við fíla í postulínsverslun, þar sem postulínið er viðkvæm staða vinstriflokkanna í bæjar- og sveit- arstjómum. Röntgendeildir spítala eru fyrir löngu orðnar annað og meira en röntgentæki með tilheyrandi starfsfólki sem annast töku á svart-hvítum myndum af sjúkl- ingum. Þróun myndgreiningar- tækni, sem svo er nefnd, hefúr verið ör síðustu áratugi og því hafa möguleikar á myndatöku og myndgreiningu hinna ýmsu líkamshluta stóraukist. Tölvu- sneiðmyndatæki eru starírækt á röntgendeild Landspítalans og næsta skref í þessari þróun er svokölluð segulómun sem verður lýst nánar hér á eftir. Um leið og möguleikarnir hafa aukist má nú einnig fá miklu skýrari mynd- ir og ekki aðeins svart-hvítar heldur í lit og jafhframt er myndatakan óþægindalaus fyrir sjúklinginn. Segulómun er nafn á nýlegri myndgerðartækni sem ratt hefur sér til rúms á þessum áratug. Á ensku er þessi tækni. nefnd: Magn- etic resonance imaging. Segulóm- um byggist á samspili útvarps- bylgna og seguls og er hægt að taka sneiðmyndir af hinum ýmsu líkamshlutum. Á vegum röntgen- deildar Landspítalans hefur að undanfömu farið fram athugun á kaupum á segulómunartæki. Ás- mundur Brekkan prófessor og for- stöðulæknir, Ólafur Kjartansson röntgenlæknir og Þorgeir Pálsson verkfræðingur á eðlilsfræði- og tæknideild kynntu þessa tækni fyrir blaðamanni Morgunblaðsins á dögunum. Þeir sátu ráðstefnu í Bandaríkjunum fyrir nokkram vik- um þar sem greint var frá nýjung- um á þessu sviði. Sagan -Uppruni segulómunar er í efna- fræðinni þar sem hún hefur verið notuð til efnagreiningar í hartnær hálfa öld, segir Þorgeir Pálsson sem skýrir út þessa tækni og sögu- legan bakgrann hennar. -Það er hins vegar ekki nema rúmur ára- tugur síðan farið var að riota seg- ulómun til myndatöku. Á þessum stutta tíma hefur tækninni fleygt ótrúlega hratt fram og er hún nú viðurkennd sem ein af grandvallar- aðferðunum ásamt tölvusneiðmynd, ómun og röntgenmyndatöku, til að mynda “innviði" líkamans. Hins vegar er nú þegar farið að nota þá eiginleika segulómunar að geta greint sundur mismunandi líkam- svefi í æ ríkari mæli á stærstu myndatækjunum. Þar liggja meðal annars framtíðaráhrif segulómunar á læknavísindin, þ.e. fyrir utan sjálfa myndatökuna er nánast hægt að efnagreina sjálfan mannslíka- mann. En sá hluti tækninnar á eftir að þróast meira og er því ekki nærtækur fyrir okkur. Tæknin -Segulómun er aðferð til að mynda “innviði" líkamans. Það er gert með því að segulmagna hann með stóru segulstáli, nota síðan útvarpsbylgjur til að hafa áhrif á eða örva ákveðið frumefni í manns- líkamanum. FVumefnið svarar þess- ari örvun með því að senda frá sér útvarpsbylgju sem er einkennandi fyrir ástand þess. Svarið ómar frá iíkamanum og því er tæknin nefnd segulómun. efniðvetni notað til að fá fram segulómunarmyndir. -Segulómunartækið er byggt upp af fimm hlutum: 1) Megin segull til að segul- magna allan líkamann. 2) Litlir staðsetningarseglar til að velja sneiðar í líkamanum, þver- sneiðar, langsneiðar og skásneiðar. 3) Móttakari og sendir fyrir út- varpsbylgjur. 4) Tölvubúnaður til að stjórna tækinu og safna upplýsingum frá því til sjálfrar myndgerðarinnar. 5) Skjár og tölva til myndgrein- ingar, þ.e. skoðunar og greiningar á myndunum. Tækjabúnaðurinn er mjög mis- munandi en mestu máli skiptir val á sjálfum seglinum. Þeir geta verið þrenns konar. Ofurleiðnisegull. Hann getur flutt mikinn rafstraum án nokkurs viðnáms og myndar því sterkt og jafnt segulsvið (mikið segulmagn). Segullinn er kældur með fljótandi helíum og stundum einnig fljótandi köfnunarefni til að ná lágu hitastigi sem er nauðsynlegt fyrir ofurleiðn- Þorgeir Pálsson verkfræðingur séi fer verð á helíum lækkandi. Aðrar segulgerðir eru venjulegur rafse- gull, kældur með vatni eða lofti, Líkaminn er nær því þrir fjórðu hlutar vatn. Vatn er samsett úr frumefnunum vetni og súrefni og kemur vetni einnig fýrir í mörgum lífrænum efnasamböndum. Vetni er því algengt frumefni í líkamanum og einnig mjög næmt fyrir áhrifum segulómunar. Þess vegna er frum- ina. Þessir seglar eru tiltölulega léttir en flóknir í byggingu. Þeim hefur fylgt mikill rekstrarkostnaður vegna kælingarinnar og helíum verður að endurnýja reglulega. Það er óðum að breytast, aðallega vegna minni helíumnotkunar en einnig sem hefur þá takmarkaðan segul- styrk og er mjög aflfrekur og loks fastur segull sem er venjulegt seg- ulstál og gefur jafnt og sterkt segulsvið. Slíkur segull getur hins vegar vegið allt að 100 tonnum og hefur einnig takmarkaðan segul-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.