Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 44
SJOVAlJf ALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Starfsfólki Arn- arflugs sagt upp ÖLLUM starfsmönnum Arnarflugs hf., sem eru tæplega 80, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin gildir frá og með morgundegin- um, 1. febrúar, og tekur gildi ef til kemur 1. maí samkvæmt gild- andi kjarasamningum. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagðist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, en þetta væri liður í þeirri endurskipulagningu, sem hann hefði unnið að frá áramótum og stefnt væri að ljúka fyrir 1. apríl nk. Að sögn Kristins verður leitast við að hraða endurráðningu starfs- mannanna. „Við viljum síður að okkar fólk sé í lausu lofti lengi, en þó uppsögn sé aldrei skemmtileg ráðstöfun, þá er þetta gert til að hafa aukið svigrúm og fijálsari hendur í endurskipulagningunni." Aðgerðirnar tengjast hugsan- legri þátttöku nýrra aðila í rekstri félagsins, en Kristinn sagði að öll starfsemi yrði áfram með eðlilegum hætti. Uppsagnirnar ná ekki til starfsmanna Amarflugs innanlands hf. Bæjarstjórn Kópavogs um Vatnsenda: Ekkí tímabært að taka af- stöðu til forkaupsréttar MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Kópavogs samþykkti í gærkvöldi að sendi frá sér yfirlýsingu í þrem- ur liðum vegna kaupa á Vatns- endalandi. Þar segir að bæjar- stjórnin lýsi því yflr að hún telji ótímabært að taka afstöðu til þess hvort neyta eigi forkaupsréttar að Vatnsendalandi, þar sem engin kaup hafi átt sér stað. Tillaga minnihlutans um að bæjarstjórnin samþykki að Kópavogskaupstaður gangi inn í samkomulag Reykjavíkurborgar við eiganda jarðarinnar, var felld. í yfirlýsingu meirihlutans segir enn fremur að bæjarstjórnin lýsi sig andvíga því að Reykjavíkurborg verði veitt heimild til eignarnáms á landi innan lögsögu Kópavogs. Þá segir að bæjarstjórn Kópavogs mótmæli harðlega öllum hugmyndum um breytingu lögsögumarka Reykjavík- ur og Kópavogs án samþykkis beggja sveitarfélaga. Fyrir fundinum lá tillaga frá Sjálf- stæðisflokki sem síðan var dregin til baka, um að óska eftir viðræðum við borgaryfirvöld um sameiginleg kaup beggja sveitarfélaganna á Vatns- endalandi og skiptingu þess milli þeirra. Næðist ekki viðunandi sam- komulag ætti bærinn að yfirtaki rétt- indi og skyldur Reykjavíkurborgar samkvæmt samkomulagi við eiganda jarðarinnar til að tryggja framtíðar- réttindi Kópavogs til nýtingar á landinu, enda þótt ekki sé um kaup- samning að ræða samanber álit Lagastofnunar Háskóla íslands. Morgunblaðið/Rúnar Þór Mokað afhúsþökum Töluvert hefur snjóað á Akureyri að undanförnu. Umsjónarmenn leik- valla bæjarins unnu í gær við að moka snjó af þaki leikskólans Iða- valla til að minnka hættu á leka í hláku. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Greiðslu- stöðvun verði framlengd Greiðslustöðvun Útgerðarfél- ags Norður-Þingeyinga á Þórs- höfii, sem gerir út Stakfell ÞH, rennur út nú um mánaðamótin og hafa forráðamenn félagsins sótt um framlengingu hennar um tvo mánuði. Endanlegt svar við beiðninni hefúr enn ekki borist. Sigurður Friðriksson fram- kvæmdastjóri ÚNÞ sagði að farn- ar yrðu hefðbundnar leiðir til lausnar þess vanda sem útgerðin ætti í, þ.e. sótt hefði verið um fyrirgreiðslu af hálfu sjóða, bæði Atvinnutryggingasjóðs, Hlutafjár- sjóðs og einnig Byggðastofnunar. Þá yrði hlutafé safnað og hefði verið talað um 40-50 milljónir í því sambandi. Væntanlega yrði einnig farið fram á það við kröfu- hafa að þeir gæfu eitthvað eftir af kröfum sínum. Stakfellið hefur séð vinnslunum bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn fyrir hráefni frá áramótum, en það er nú á ísfiskveiðum. íslendingum boðin aðstaða til fiskvinnslu í Hirtshals Fyrirgreiðsla af ýmsu tagi boðin og talað um mögulega styrki frá Evrópubandalaginu Sveitarfélagið í sjávarútvegs- bænum Hirtshals í Danmörku býð- ur nú íslenzkum fiskvinnslufyrir- tækjum, sem þar vilja hefja starf- semi, afiiot af sérhönnuðu húsnæði gegn vægri leigu, ýmis fríðindi og mögulega opinbera danska styrki eða styrki frá Evrópubandalaginu. Þá er talað um aðstoð við fjár- mögnun stofnkostnaðar. Skýring þessa er tvíþætt; á svæðinu skort- ir fisk til vinnslu og atvinnuleysi er töluvert. Þrjú fyrirtæki hafa þegar hafið starfsemi í sérstakri fiskvinnslumiðstöð í Hirtshals, tvö færeysk og eitt danskt. Danska sendiráðið bauð á sinn fund fulltrúum samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi og Vinnuveitendasambands íslands í síðustu viku og kynnti þeim, að beiðni stjórnendafiskvinnslumiðstöðvarinn- ar, það sem þar er boðið upp á. Mið- stöðin er samtals um 11.000 fermetr- ar og er henni skipt í 9 sjálfstæðar vinnslubyggingar. Talað er um dugmikinn vinnukraft, langvarandi Kjarasamningar kosta ríkíssjóð 1,2 til 1,5 milljarða kr: Frítekjumark ellilífeyrisþega _ hækkar um 7.500 kr. átæpu ári ÓLJÓST var um eitt leytið í nótt hversu lengi fundir aðila vinnumarkað- arins um nýja kjarasamninga myndu standa, en þó mátti telja líklegra að þeim yrði frestað og fundarhöldum framhaldið í dag. Alþýðusam- band íslands, Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna fúnduðu í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgar- tún, en BSRB, samninganefnd ríkisins og launanefnd sveitarfélaga sátu á rökstólum í Rúgbrauðsgerðinni. Viðræðurnar komust á skrið aftur eftir að ríkisstjórnin hafði skýrt frá því að hún hefði samþykkt að koma til móts við kröfúr ASÍ og vinnuveitenda og greiða fyrir gerð kjarasamninga. Talið er að það kosti ríkissjóð 1,2 til 1,5 miHjarða króna. Ríkisstjómift samþykkti að leggja fram 700 milljónir króna til þess að koma í veg fyrir hækkun búvöru- verðs vegna kostnaðarhækkana á síðasta ári. Einnig samþykkti hún að sjá til þess að framfærsluvísitalan lækki um 0,3%, sem talið er kosta um 300 milljónir. Breyting á ákvæð- ,um um ríkisábyrgð á launum vegna gjaldþrota er talið kosta ríkissjóð 70-90 milljónir. Þá er samkomulag um að frítekjumörk eliilífeyrisþega hækki um rúmar fimm þúsund krón- ur 1. júlí í sumar, þannig að 19 þús- und króna tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki tekjutryggingu. Þessi upphæð hækkar um 2.500 krónur 1. janúar næstkomandi, í 21.500 krónur. Talið er að útgjöld ríkissjóðs á þessu ári vegna þessa nemi 200-250 milljónum króna. Þá er einnig gert ráð fyrir að frumvarp um lífeyrismál verði lagt fram á yfir- standandi þingi, en unnið var ennþá að endanlegu orðalagi yfiriýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamn- inga um klukkan eitt í nótt. Þá var einnig von á fulltrúum Stéttasam- bands bænda í Karphúsið, en atriði vegna óbreytts búvöruverðs í ár voru ófrágengin við.þá. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði að mæta yrði þeim kostnaði, sem legðist á ríkissjóð vegna kjarasamninganna, með niður- skurði víða en umfram allt ekki með erlendum lántökum. Þá yrði athugað hvort samstarf næðist við lífeyris- sjóðina um að þeir láni ríkissjóði. Rætt er um kjarasamninga til haustsins 1991 eða í rúmlega eitt og hálft ár með uppsagnarmöguleika á samningstímanum í desember næstkomandi. Laun hækka um 1,5% við undirritun samninga, um 1,5% 1. júní og 2% 1. desember og er þá reiknað með 7% verðlagshækkun á árinu. Þá er gert ráð fyrir tveimur launahækkunum á næsta ári, 2,5% 1. mars og 2% 1. júní. Rauð strik ef verðlagsforsendur samningsins standast ekki eru 1. maí í vor og 1. október, auk rauðs striks 1. maí á næsta ári. Launanefnd aðila mun fylgjast með þróun verðlags, launa og viðskiptakjara og hefur Alþýðu- sambandið oddaatkvæði ef sam- komulag verður ekki í nefndinni, en vinnuveitendur hafa heimild til að segja upp kjarasamningum í slíkum tilfellum. Þá er einnig gert ráð fyrir sérstökum láglaunabótum, en sam- komulag hafði ekki tekist til fulls um það atriði né útfærslu desember- og orlofsuppbótar. fiskvinnsluhefð, örugga hráefnisöfl- un og auðvelda innbyrðis fiskmiðlun. Þá er bent á nálægð Norðursjávar- miðstöðvarinnar í bænum, en hún er miðstöð fjölþættra rannsókna á sviði sjávarútvegs. Töluvert af ísuðum fiski hefur verið flutt héðan til Danmerkur, þar sem það hefur í flestum tilfellum farið til vinnslu, einkum í söltun. Með fiskframleiðslu í Danmörku komast menn hjá tollmúrum Evrópu- bandalagsins og eiga á allan hátt greiðan aðgang að mörkuðum þess, enda Danmörk innan EB. Með stofn- un íslenzks fyrirtækis í Hirtshals eru miklar líkur á vaxandi útflutningi á ísuðum fiski þangað, en ekki verður séð að hér á landi gildi aðrar hömlur á sölu ísfisks til útlanda en þær, sem settar eru af LÍÚ annars vegar og utanríkisráðuneytinu hins vegar og miðast við framboð og eftirspurn. Að vísu þarf sérstakt útflutnings- leyfi, en á þeim hefur ekki staðið, sé framboð ekki talið umfram eftir- spurn. Sem dæmi má nefna útflutn- ing á loðnu, sem stundum hefur ver- ið nokkur til Danmerkur. Hann er engum hömlum bundinn. Því ættu til dæmis íslenzkar útgerðir, sem ekki eru tengdar fiskvinnslu, að geta stofnað þarna fiskvinnslu og tryggt sér með því söiu alls síns afla á góðu verði og greiðan, tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EB. Kristján Jóhannsson, rekstrar- hagfræðingur hjá VSÍ, hefur kynnt sér málið. Hann segir ekki mikinn áhuga fyrir því hér á landi að auka útflutning á óunnum fiski og hafi verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu í danska sendiráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.