Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 35 miklum vilja til að standa sig í hveiju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Reyndust þessir eiginleikar honum gott veganesti, þegar lífsstarf hans hófst. Árið 1947 hélt Halldór til Reykjavíkur til að læra trésmíði. Fljótlega að námi loknu kom hann sér upp litlu verkstæði, þar sem hann smíðaði innréttingar. Á þess- um árum kynntist hann sínum góða lífsförunaut, Fanneyju Siguijóns- dóttur frá Kópareykjum í Borgar- fírði. Gengu þau í hjónaband árið 1954 og brátt stækkaði fjölskyldan. Alls varð þeim auðið sjö barna, en þau eru Margrét, Kristín, Helga, Sveinn, Sigrún, Sigríður og Elísa- bet. Öll eru börnin mannkostafólk, sem bera foreldrum sínum gott vitni. Þau hafa stofnað sín eigin heimili og eru barnabörnin orðin 13. En það var ekki einungis fjöl- skyldan sem stækkaði, það gerði einnig atvinnurekstur Halldórs. Með dugnaði og atorku byggði hann upp fyrirtæki sitt, Smíðastofu Hall- dórs Karlssonar, og rak það af myndarskap. Ekki sást Halldór allt- af fyrir í kappi og dugnaði og gekk þá stundum nærri heilsu sinni. En íslenskt framtak var honum mikið metnaðarmál og miklu kostað til, að það stæði sig í samkeppni við innflutning. Margt góðra starfs- manna hefur Halldór haft í þjón- ustu sinni. Var hann þeim enda umhyggjusamur vinnuveitandi. Hin síðari ár tóku sonur hans og tengda- sonur þátt í rekstrinum með honum og lögðu sitt af mörkum til velferð- ar fyrirtækisins. Ýmis áhugamál átti Halldór utan starfsins. Eitt af þeim var málara- list. Hafði hann yndi af að skoða góð málverk og ræða um þau. Var hann í tengslum við allmarga list- máiara og hljóp undir bagga með sumum þeirra, þegar á þurfti að halda. Þegar ég lít til baka yfir ævifer- il Halldórs koma orðin tryggð og ræktarsemi æ oftar upp í hugann. Ræktarsemi hans náði ekki einung- is til nánustu ijölskyldu, heldur naut stór frændgarður hennar einn- ig svo og fjölmargir vinir har.s. Tryggð hans við það fólk, sem hann ólst upp með, var sjaldgæf og á það ekki síst við um eldri kynslóðina. Átthagar Halldórs áttu einnig sinn fasta sess í huga hans og átthagafé- lag Seyðfirðinga átti góðan að þar sem Halldór var. Að leiðarlokum vil ég þakka Halldóri ævilanga vináttu og tryggð við mig og mitt fólk: Við Magga biðjum Fanneyju og fjölskyldurmi allri styrks og blessunar. Megi minningin um ástríkan eiginmann og elskulegan föður, tengdaföður og afa milda söknuð þeirra. Helgi Hallgrímsson í dag þegar Halldór Karlsson verður lagður til hinstu hvíldar koma margar minningar upp í hug- ann. Leiðir okkar Halldórs lágu fyrst saman árið 1954. Þá áttum við við- skipti saman, sem síðar varð kunn- ingsskapur sem þróaðist í vináttu, sem aldrei féll skuggi á. Vinur er stórt orð í rnínum huga og Halldór Karlsson var vinmargur og sannur vinur vina sinna. Ungur að árum hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur eftir að hafa lokið námi frá Iðnskóla í trésmíði. Þá var byijað smátt og vinnudag- arnir langir, oft fram yfir mið- nætti, en það sem skipti hann mestu máli var að viðskiptamenn hans væru ánægðir, enda komu þeir aft- ur og aftur öll þessi ár, betri auglýs- ingu er ekki hægt að fá. Fljótlega var bílskúrinn of litill og þá var flutt í stærra húsnæði, hugvitið og tækn- in réði þar ríkjum ásamt úrvals starfsmönnum og í þeim húsakynn- um ríkti sami andi og í bílskúrnum forðum. Halldór var mikill gæfumaður í sínu einkalífi, hans mesta hamingja var er hann giftist konu sinni Fann- eyju Siguijónsdóttur og hefur hún verið hans stoð og stytta í gegnum hans veikindi, slíkur gimsteinn var hún honum, hafðu þökk fyrir Fann- ey. Þeim hjónum varð sjö barna auðið allt efnisbörn og barnabörnin orðin ijórtán, sannkallað barnalán. Heimili þeirra hjóna er eitt það yndislegasta sem ég hef komið á, gestrisni og hjartahlýja er þar í fyrirrúmi. Halldór Karlsson var eft- irminnilegur persónuleiki fyrir margra hluta sakir. Hann var hár maður og vel á sig kominn. Ágætum gáfum gæddur sem nýttust honum vel í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Mér er það ljóst að með þessum fátæklegu orðum mínum er vini mínum lýst á ófullkominn hátt, drenglyndi, dugnaði, samviskusemi og öðrum góðum eiginleikum hans e'r ekki gerð skil sem skyldi. Ég þakka af alhug fyrir öll árin sem ég fékk að njóta samvistar hans og vináttu. Fanneyju, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum hans votta ég mína einlægu samúð. Ég vona og veit að minningin um ástríkan eiginmann, föður og tengdaföður mun milda þeim þenn- an mikla missi, sem varð svo alltof fljótt. Róbert Sigmundsson Kveðja frá Seyðfirðingafé- laginu í Reykjavík Hver harmafregnin af annarri breytir um þessar mundir skamm- degisrökkri í hryggðarsorta því að hinn slyngi sláttumaður reiðir nú hart og ótt til höggs. Mánuði eftir lát Gríms iffelgasonar gengur annar mætur Seyðfirðingur fyrir ætternis- stapa, Halldór Karlsson, trésmíða- meistari, aðeins 59 ára að aldri. Halldór fæddist á Seyðisfirði 3. september 1930, sonur hjónanna Kristínar Halldórsdóttur og Karls Sveinssonar verkamanns. Hann ólst upp í kreppunni miklu sem reið yfir vestrænan heim á fjórða áratug þessarar aldar. Líf manna á þeim tíma var enginn dans á rósum heldur hörð barátta fyrir daglegu viðui-væri, baráttan um brauðið. Atvinna var þá munað- ur eins og Kristján heitinn Ingólfs- son komst að orði í minningargrein um Kristínu móður Halldórs 1970. En þrátt fyrir erfiða tíma tókst for- eidrum Halldórs með þolgæði, nýtni og sparsemi að koma börnum sínum 5 vel á legg. Halldór hleypti heimdraganum ungur að árum og hélt til Reykjavíkur. Þar lærði hann trésmíði og kom á fót fyrirtæki að námi loknu, trésmíðaverkstæði í Reykjavík. Hann byijaði með tvær hendur tómar en starfsemin dafnaði vel undir öruggri stjórn eigandans því einstök atorka og ráðdeild réði för í rekstri og uppbyggingu fyrir- tækisins. Halldór gerði sérlega vel við starfsmenn sína, bar velferð þeirra mjög fyrir bijósti, og það kunnu þeir að meta. Halldór var kvæntur mikilli dugnaðar- og ágætiskonu, Fann- eyju Siguijónsdóttur frá Kópareykj- um í Reykhoitsdal, sem lifír mann sinn. Þau kynntust í Reykjavík, felldu hugi saman, og gengu í hjónaband árið 1954. Haft var þá á orði hve óvenju glæsileg hjónaefn- in væru, há og grönn bæði, fríð sýnum og fönguleg. Þau hjón voru barnrík eins og sagt var stundum. Þau eignuðust sjö mannvænieg börn sem öll eru á lífi. Nærri má geta að það útheimti mikinn dugnað og ómælda þolin- mæði að ala upp svo mörg börn og koma til manns. En þau hjón voru samhent og samstiga í uppeldinu sem og öllu öðru. Heimili þeirra við Fögrubrekku 15 og síðar Vallhólma 16 í Kópa- vogi er orðlagt fyrir einstaka gest- risni og myndarskap. Það var sann- arlega ekki í kot vísað að koma til þeirra hjóna þar sem veggir eru þaktir listaverkum eftir nafntoguð- ustu málara þjóðarinnar. En undan- farin 20 ár hefur Halldór safnað miklum fjölda málverka af smekk- vísi og einstakri elju. Hann var listrænn og listelskur og lét sig dreyma umað reka mynd- listarsal á efri árum. I þessu söfnun- arstarfi sínu reyndist hann ófáum listamönnum stoð og stytta enda orðlagður fyrir örlæti og rausn. Römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til segir máltækið. Það á vel við um Halldór heitinn Karls- son. Hann var mikill og góður Seyð- firðingur er sýndi hug sinn til átt- haganna ósjaldan í verki. Hann var t.d. áhugamaður um skák og var sjálfur skákmaður góður. Hann sendi eitt sinn Seyðisfjarðarskóla töfl og skákklukkur svo og fleiri skólum á Austurlandi. Hann gaf Seyðfirðingafélaginu stórgjafir. Mér er það minnisstætt þegar við Seyðfirðingar hér syðra samþykktum á félagsfundi í Domus Medica 16. nóvember 1986 að kaupa húseignina Skóga á Seyðis- firði. Þá kom Halldór til mín og hvíslaði að mér: Ég ætla að gefa eldhúsinnréttingu í húsið. Þarna var Halldór lifandi kominn. Hann kvaddi sér ekki hljóðs og lýsti þessu yfir með pomp og pragt heldur hvíslaði hann orðunum í eyra mér. Slíkt var látleysi þessa öðlings og lítillæti hjartans. Höfðingslund og hógværð einkenndu hann alla tíð. Og hann lét ekki þar við sitja að gefa innréttinguna heldur keypti 15 gjafabréf, fleiri bréf en nokkur annar einstaklingur í félaginu og gerðu þó margir vel í því efni. Við öfluðum fjár til húsakaupanna með sölu slíkra bréfa. Og enn kom hann mér á óvart er hann sendi innrétt- inguna austur og lét setja hana í húsið hvort tveggja á sinn kostnað og tilkynnti mér svo eins og i fram- hjáhlaupi að hann ætlaði að gefa félaginu myndir í húsið. Halldór var stór í sniðum. Ógleymanlegur öllum er kynntust honum. Við ótímabært fráfall þessa öðlings sakna margir vinar og vel- gerðarmanns ekki síst Seyðfirðing- ar nær og fjær. Hvenær kemur annar slíkur? En sárastur er söknuður eigin- konu, barna og barnabarna. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðj- ur-. Á góðum stundum varð Halldóri tíðrætt um átthagana austur á Seyðisfirði. Hvergi birtist honum dýrð sköpunarverksins betur en í einstæðri náttúrufegurð fjarðarins þar sem tignarleg fjöllin, hregg- barin í sjó fram á vetrum og græn uppí miðjar hlíðar á sumrum, standa vörð um íbúana ár og síð. Nú er hann horfinn í dýrð ann- ars heims og nýtur þar hvíldar og næðisstunda hjá því almætti sem öllu ræður. Ingólfur A. Þorkelsson Fleirí greinur um Halldór Karís- son munu birtast í blaðinu næstu daga. Dagbjört Eiríks- dóttir — Kveðjuorð Fædd 26. júlí 1918 Dáin 31. desember 1989 Það var rétt fyrir hátíðimar að dóttir mín hringir og segir mér að hún Dagga okkar, eins og við köll- uðum hana alltaf, hefði veikst skyndilega. Við vissum strax að batahorfur voru ekki miklar, en þó innst inni vonuðumst við að hún gæti verið lengur með okkur. En kallið kom á síðasta degi árs- ins, hennar tími var kominn. Ég kynntist Döggu fyrst þegar ég kornung skólastelpa og kom í heim- sókn til hennar og eiginmanns hennar, Hermanns Jónssonar, að Silungapolli haustið 1963, með bróðursyni hans, sem þau kölluðu alltaf Nonna sinn. Þá var hún for- stöðukona upptökuheimilisins þar. Þarna voru mörg börn sem áttu erfítt heima fyrir, eins og hún sagði. Þessum börnum má segja að hún hafí gengið í móður stað, eða það fannst mér þá, ég undrað- ist alla þá þolinmæði sem þessi kona bjó yfír, og seinna átti ég eft- ir að sjá að þeir eru alltof fáir sem búa yfir þessum hæfileika, að um- gangast og vinna með börnum á misjöfnu þroskastigi, hjartahlýja og væntumhyggja áttu mikið pláss hjá henni. Margar ferðir voru farnar til Reykjavíkur og þá var alltaf gist fyrst í Álfheimum og seinna á Kleppsveginn hjá þeim hjónum. Stundum vorum við tvö og síðar orðin fímm og alltaf var pláss, sér- staklega voru börnin okkar þeim kær, og vil ég alveg sérstaklega þakka henni alla þá góðvild í þeirra garð. Börn voru henni alveg sérlega kær og voru ófáar sögurnar sem hún sagði okkur af ýmsum fjöl- skyldumeðlimum, hvað hann eða hún hefðu gert eða sagt f æsku, þvílíkt var minnið. Hermann og Dagga voru dugleg að ferðast hér áður og skipti þá ekki hvað langt átti að aka, og minnist ég þess að fyrir 23 árum sendum við son okk- ar til þeirra til Reykjavíkur með flugvél frá ísafirði. Eitthvað varð hann hræddur á leiðinni suður, því Dagga hringdi í mig og sagði að þegar hann kæmi til baka ætluðu þau að keyra hann, svo hann þyrfti ekki að fljúga. Þau fengju þá svolí- tið frí í leiðinni. Annars held ég að eitt besta ferðalag hennar nú síðari ár hafi verið þegar hún ásamt systrum sínum fór í afmæli æskubæjar síns, Eskifjarðar, þar hitti hún alla gömlu æskufélagana og vinina og skoðaði gömlu átthagana í leiðinni. Sagði hún mér mikið frá þessari ferð með glampa í augunum. Nú, þegar kom- ið er að leiðarlokum rifja ég upp að þeir eru sennilega ófáir í fjöl- skyldunni sem töluðu við hana sem sálfræðing — komu í erfiðleikum sínum til hennar og töluðu . . . hún hlustaði lengi og gaf svo góð ráð, hún hafði nefnilega hæfileika til að hlusta. Dagga og Hermann ólu upp syst- urson hennar frá unga aldri, Sigurð Pétur eða Tuma eins og við kölluð- um hann, hann ásamt konu sinni og dætrum hafa reynst mömmu og ömmu sinni vel, og dæturnar miklir sólargeislar í lífí þeirra, sem áttu svo mikla hlutdeild í hjarta þeirra. Elsku Hermann, Tumi, Kolla, Hrafnhildur, Dagbjört og Kristín Edda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og verð hjá ykkur í hugan- um. Dagbjörtu kveð ég með virð- ingu og þökk. Ég vi! því biðja Drottin að vísa okkur leið. Hann hefur aldrei synjað mér. um sína hjálp í neyð. (Herdís Andrésd.) Kiddý AUGLÝSNG UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 1988-1. fl.D 2 ár 01.02.90-01.08.90 01.02.90 kr. 444,31 kr. 173,19 ‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS i i 'A Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.