Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 43 ItfámR FOLX ■ LIVERPOOL er tilbúið að selja enska landsliðsmanninn John Barnes til félags á meginlandinu eftir heimsmeistarakeppnina í sum- ar, ef marka má FráBob frétt í Sun í gær. Hennessy Hann er 25 ára. Liv- i Englandi erpool keypti Bames frá Watford á 900.000 pund fyrir tveimur og hálfu ári. Skv. fréttinni munu bikarmeist- ararnir ekki láta hann fyrir minna en 5 milljónir punda. John Barnes ■ TALIÐ er að ítölsk félög og jafnvel frönsk muni slást um Bar- nes, sem hefur lýst yfir áhuga á að spila með liði á meginlandinu. ■ JOE Jordan, þjálfara Bristol City, var boðinn nýr þriggja ára samningur eftir sigurinn á Chelsea í bikarkeppninni á laugardaginn. Hann þáði samninginn með þökkum og skrifaði strax undir. Liðið er í efsta sæti 3. deildar. M BRYAN Robson, fyrirliði Manchester United, er ekki búinn að ná sér af meiðslum sem hafa hijáð hann að undanförnu. Hann verður því ekki með í nágranna- slagnum á laugardaginn, er United mætir Man. City, eins og vonir stóðu til. Mike Phelan kemur hins vegar inn í lið United á ný eftir meiðsli. ÚRSLIT Körfuknattleikur BIKARKEPPNI KARLA: 16-liða úrslit, seinni leikur: KR-UMFL.................115: 62 ■KR hefur tryggt sér sæti! 8-liða úrslitum. 16-liða úrslit - fyrri leikir: UMFG-ÍBKb...............90 : 74 Stigahæstu menn: Ron Davis 22, Guðmund- ur Bragason 17 og Marel Guðmundsson 14 fyrir UMFG. Kristinn Friðriksson 23 og Gestur Gylfason 12 fyrir ÍBK. UBK-UMFNb................65 : 87 NBA-DEILDIN: Minnesota - Saeramento...109: 91 Chicago Bulls - Atlanta Hawks.121:101 Dallas-NewJerseyNets.....108: 88 San Antonio - LA Lakers.. 86: 84 Handknattleikur 1. DEILD KVENNA: Grótta - Stjarnan..........18:19 Mörk Gróttu: Brynhildur Þorgeirsdóttir 5, Sigríður Snorradóttir 4/2, Laufey Sigvalda- dóttir 3, Elísabet Þorgeirsdóttir 2, Þuríður Reynisdóttir 2, Helena Ólafsdóttir 2. Mörk Stjörnunnar: Herdfs Sigurbergs- dóttir 6, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Guðný Guðnadóttir 3, Ragnheiður Stephensen 3/2, Helga Sigmundsdóttir 2, Ásta Kristjáns- dóttir 1, Drifa Gunnarsdóttir 1. 2. DEILD KARLA: Ármann - Breiðablik.........18:28 Valurb-ÍBK..................26:24 3. DEILD KARLA: Framb-Fýlkir.............. 27:23 Ögri - Ármann b.............25:30 Knattspyrna Tveir leikir fóru fram í ensku bikarkeppn- inni í gærkvöldi; Cambridge - Millwall........ 1:0 Dave Thompson gerði eina markið. Skoraði í eigið mark þegar tvær mínútur voru eftir af framlengingu. Thompson renndi knettin- um þá framhjá markverði sínum af rúml. 20 metra færil! Cambridge er í 4. deild, Millwall í 1. deild. Watford - Sheffield. Utd.............1:2 Brian Deane og Paul Stancliffe settu mörk Sheffield Utd., Gary Porter skoraði fyrir Watford. ■Cambridge mætir Bristol City og Sheff. Utd. mætir Barnsley í 16-liða úrslitum. 3. DEILD: Bristol City - Chester.........1:0 VINÁTTULEIKUR: Bordeaux - Júgóslavía...........2:1 Klaus Allofs (45.), Piet Den Boer (80.) - Faruk Hadzibejic (48.) 10.000. HANDKNATTLEIKUR / SPANN AHreð og Wenta hafa fengið flesta ása Svíinn Per Carlén látinn fara frá Atletico Madrid ALFREÐ Gíslason og Pólverj- inn Bogdan Wenta, félagarnir hjá Bidasoa, er nú stigahæstu leikmenn íeinkunnargjöf spænska íþróttablaðsins EIAs, en blaðið gefur leikmönnum ása í einkun eftir leiki - frá ein- um upp í fjóra ása fyrir leik. Bogdan Wenta er efstur á blaði með 39 ása, en Alfreð kemur næstur með 38 ása. Garralda hjá Granollers er með 37 ása, Vujovic, Barcelona, Jacobs- en, Cuenca og Ca- stellui, San Antonio, eru með 36 ása, Zuniga, Bidasoa, 35 ása og Stinga, Valencia, 34 ása. Aðrir Islendingar en Alfreð eru ekki á lista yfir þá tuttugu og fimm leikmenn sem hafa fengið flesta ásam. Per Carlén rekinn Sænski landsliðsmaðurinn Per Carlén, sem leikur með Atletico Madrid, var látinn hætta hjá félag- inu í gær. Um leið var tilkynnt að þjálfarinn Jordi Alvaro, væri hætt- ur. Þá hefur verið skipt um form- ann handknattleiksdeildar félags- ins. Forseti Atletico Madrid, Jesus Gil, er mjög óánægður með árangur félagsins. Eftir að Atletico tapaði í Pamplona - gegn San Antonio - 23:25, um sl. helgi, voru þessar ákvarðanir teknar. Ekki er vitað hverjir verða eftir- menn Carlén og Alvaro hjá félag- inu, en Rúmeninn Dumitru er efstur á óskalistanum yfir leikmenn. Atletico ætlaði sér mikla hluti á þessu keppnistímabili. Félagið fékk til sín fjóra nýja leikmenn: Carlén, Papitu, Maydral og Rubind. Atletico er nú sex stigum á eftir Barcelona, en næsti leikur liðsins er einmitt gegn Barcelona í Madrid á sunnu- daginn. Þess má geta að þetta var fimmta ár Carléns á Spáni, en hann lék fjögur ár með Granollers. Alfreð Gíslason hefur staðið sig vel hjá Bidasoa. Atli Hilmarsson skrifar frá Spáni SKIÐI / HEIMSBIKARINN Giinther Mader á fullri ferð. Þnofi sigur- inn hjá Mader Norðurlandabúar í þremur af fjórum efstu sætunum í Frakklandi í gær AUSTURRÍKISMENN fögnuðu enn einum sigrinum í heims- bikarkeppninni í alpagreinum i Les Menuires í Frakklandi gær. Giínther Mader sigraði í risa- svigi og Norðmenn nældu í silf- ur og bronsverðlaun. Sigurinn í gær var sjötti sigur Austurríkis í karlaflokki á 17 dögum. Þetta var jafnframt þriðji sigur Maders í heimsbikarnum, en áður hafði hann unnið í svigi og stórsvigi 1988 og 1989. „Það var mikilvægt fyrir mig að ná loks að sigra í risasvigi," sagði Mader. „Ég hef reynt að vera með í öllum grein- unum fjórum, en hef ekki getað keppt í bruni vegna eymsla í hægra hnéi eins og stendur." Norðmenn geta verið ánægðir með árangurinn í gær. Ole Kristian Furusedt varð annar, 0.45 sek á eftir Mader og Atli Skárdal í þriðja sæti. Þriðji Norðurlandabúinn, Lars Böije Eriksson frá Svíþjóð, varð fjórði. Pirmin Zúrbriggen hafði síðasta rásnúmerið í fyrsta ráshópi, og var brautin farin að versna er hann fór niður. „Ég gat ekki keyrt niður brautina eins og ég geri í hörðum snjó. Ég hlakka til að komast á harðari snjó,“ sagði Zúrbriggen sem hafnaði í 7. sæti. Við það minnkaði bilið milli hans og Furusedt í stiga- keppninni úr 48 stigum í 37 stig. Mader er í þriðja sæti samanlagt, 76 stigum á eftir Svissledingnum. HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Naumt hjá Stjomunm ÞAÐ var mikil spenna undir lokin í viðureign Gróttu og Stjörnunnar í gærkvöldi. Grótta hafði leitt leikinn frá byrjun, en liðið mátti sætta við að Stjörn- ustúlkurnar „stælu“ sigrinum undirlokinog sigruðu 18:19. Grótta spilaði sterkan varnar- leik í fyrri hálfleik og var fátt um svör hjá Stjörnunni framan af. í sókninni gekk einfalt línuspil Gróttu vel upp og sömu sögu er reynd- ar að segja af Stjörnunni. Grótta leiddi í leikhléi 11:7. Stjörnustúlkur jöfnuðu leikinn fljótlega eftir hlé, en tókst þó ekki að komast yfir. Þegar stutt var til leiksloka var Grótta aftur kómin þremur mörkum yfir og virtist sig- urinn í höfn hjá þeim. Þá kom til kasta dómara leiksins, sem reyndar höfðu sett svip sinn á allan leikinn með fádæma slakri dómgæslu. Þeir Þórir Sandholt og Hafliði Maggason misstu leikinn algerlega úr höndum sér undir lokin með þeim afleiðing- um að hann leystist upp í hreina vitleysu. Gróttustúlkur voru tveim- ur færri síðustu mínúturnar og dugði það Stjömunni til þess að ná yfirhöndinni í fyrsta og eina sinn í leiknum. Þrátt fyrir að dómararnir hafi átt stóran þátt í atburðarásinni undir lokin mega þó Gróttustúlk- urnar sjálfum sér um kenna, en reynsluleysi þeirra vóg þungt. Liðið var mjög jafnt, en Brynhildur Þor- geirsdóttir var atkvæðamest. Hjá Stjörnunni var Herdís Sigurbergs- dóttir góð, svo og Guðný Gunn- I steinsdóttir. Katrín Friöriksen skrifar HANDBOLTI HSÍ semur viðPepsí Handknattleikssamband ís- lands og Pepsi/Sanitas hafa gert með sér samning um stuðning við landsliðið og þátt- töku þess í heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu og kynningu á Pepsi. Sanitas mun greiða HSÍ ákveðna upphæð af sölu Pepsi á meðan á samningstímanum stendur en ekki er gefið upp hve há upphæðin er. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sagði að upphæðin skipti millj- ónum og hækkaði í hlutfalli við árangur en greitt er sérstaklega fyrir sigur í heimsmeistara- keppninni. HSÍ mun í staðinn kynna Pespi og standa fyrir söfnunar- leik í samvinnu við Sanitas. Jón Hjaltalín sagði að með þessum samingi, og þeim sem HSÍ hefur gert m.a. við Lands- bankann og Flugleiðir, hefði ljárhagsleg staða HSÍ skánað til muna og gert sambandinu kleift að fjármagna undirbúning landsliðsins fyrir HM. Mm FOLX ■ JIMMY HiII, stjórnarformaður Fulham, sem leikur í 3. deild, seldi völl félagsins, Craven Cottage, í gær. „Þetta tryggir framtíð félags- ins,“ sagði formaðurinn, en félagið hefur átt í mikium fjárhagserfíð-^j leikum. Það voru heldur engir smá- aurar sem hann fékk — 13 milljón- ir punda, sem samsvarar 1,3 millj- arði ísl. króna. ■ CRAVEN Cottage stendur á mjög góðum stað í London, á bökk- um Thames-árinnar. Kaupandinn var byggingarfélag, sem fljótlega mun rífa leikvanginn og byggja á lóðinni. Áhangendur Fulham voru ekki hressir þegar þeir fréttu af sölunni og hyggja á mótmælastöðu fyrir Ieik liðsins á laugardag. Ekki hefur verið gefið upp hvar Fulham leikur eftir að það flytur af Tham-^~ es-bökkum. ■ TVEIR verðlaunahafar í lyft- ingum hafa fallið á lyfjaprófi á sam- veldisleikunum í Nýja Sjálandi. Það eru þeir Rick Chaplin frá Wales, sigurvegari í snörun í 75 kg fl., og Subratakumar Paul, frá Indlandi. Hann vann tvenn silfur- og ein bronzverðlaun í 67,5 kg. flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.