Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 4
4 tmt oaöuai i n mwAj imiviim (míaU&K'Jbwm MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Borgarráð: 470 miUjónir fóru til ráðhússins árið 1989 LAGT hefur verið firam í borgarráði minnisblað borgarverklræð- ings vegna framkvæmda við ráðhúsið í Reykjavík. Þar kemur meðal annars fram að kostnaður vegna framkvæmdanna var um 470 milljónir fyrir árið 1989 eða 14,5% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir ásamt aukafjárveitingu. Svarar það til mismunar á meðalverðlagi ársins og verðlagi í ársbyrjun. I minnisblaði borgarverkfræð- ings segir: „Fram hefur komið ákveðinn misskilningur á fjárveit- ingu og útgjöldum til byggingar ráðhúss á liðnu ári. Á upphaflegri fjárhagsáætlun voru 365 milljónir kr. miðað við verðlag í ársbytjun, vísitala 125 stig, þ.e. sama viðmið- un og í öðrum byggingarfram- kvæmdum. í júlímánuði lagði verk- efnisstjóm fyrir borgarráð áætlun þess efnis að á árinu yrði varið 410 millj. kr. til verksins miðað við verðlagsforsendur fjárhags- áætlunar. Eins og fram hefur kom- ið er útkomuspá ársins 1989 um 470 millj. kr., eða 14,5% hærri en fjárhagsáætlunartalan með auka- fjárveitingum en það svarar ein- mitt til mismunar á rpeðalverðlagi ársins og verðlagi í ársbyijun. Þetta hefur áður komið fram í borgarráði í svari borgarstjóra við fyrirspurn um kostnað við ráðhús- bygginguna þann 18. okt. s.l.“ Eitt ár er síðan áætlun um heild- arkostnað var gerð en síðan hefur komið til magnaukning og aðrir liðir, sem valda um 30 milljón króna kostnaðarauka eða 2% af heildarkostnaði. Fram kemur að uppsteypa ráð- hússins hafi gengið vel og er mið- að við að vinna við glugga geti hafist í mars og vinna við þak skrifstofubyggarinnar er í þann mund að hefjast. Ákveðið hefur verið að fresta því að fjarlægja hluta fyllingar fyrir sunnan ráð- húsið fram á haust 1991 og fjar- lægja þá samtímis alla fyllingu um leið og lokið er framkvæmdum við hús og lóð sem snýr að Tjöminni. VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) ÍDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 31. JANÚAR. YFIRLIT i GÆR: Austan- og norðaustan átt á landinu, víða allhvasst eða hvasst um vestanvert landið en kaldi eða stinningskaldi um landið aust- anvert. Snjókoma eða slydda var víða á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra en skúrir eða slydduél á víð og dreif í öðrum landshlutum. Hlýj- ast var á Hjarðarnesi, 5 stiga hiti en kaldast 2ja stiga frost á Hveravöli- um og á Galtar- og Hornbjargsvita. SPÁ: Austan- og norðaustan átt, viða allhvasst eða hvasst og snjókoma eða slydda um norövestan vert landið en kaldi eða stinningskaldi og skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. f kvöld og nótt mun smám saman draga úr veðurhæðinni norðvestan lands. Hiti víðast á bilinu 0 til 4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustan átt, strekk- ingur á Vestfjörðum, en mun hægari annars staðar. Éljagangur norðvestan lands, skúrir eða slydduél á Norður- og Austurlandi en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Vægt frost norðvestan lands, allt að 4ra stiga hiti suðaustan lands. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður lfEÐUR VÍÐA UM HEÍM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vedur Akureyri 2 slydduél Reykjavík 3 úrk. i gr. Bergen 6 rigning Helsinki 0 alskýjað Kaupmannah. 5 skýjað Narssarssuaq +10 léttskýjað Nuuk +6 skýjað Osló 4 þokumóða Stokkhólmur 4 rigning Þórahöfn 7 aiskýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 9 skúr Barcelona 14 heiðskírt Berlín 6 skýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 9 þoka Frankfurt 7 rign. á síð. klst. Glasgow 7 skúr á sið. klst. Hamborg 6 súid Las Palmas 17 skýjað London 11 skýjað Los Angeles 11 þokumóða Lúxemborg 6 skýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca 15 léttskýjað Montreai +2 snjókoma New York 5 skýjað Orlando 19 þokumóða París 10 skýjað Róm 13 rigning Vín 7 þokumóða Washington 5 léttskýjað Winnipeg +30 skafrenningur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Brot úr Berlínarmúrnum sem Wolfgang Zeller færði Byggðasafh- inu í Eyjum að gjöf. Brot úr Berlínar- múmum til Eyja Vestmannaeyjum. BYGGÐASAFNINU í Eyjum voru fyrir skömmu færðir að gjöf molar úr Berlinarmúrnum. Gefandi þessara mola var Wolfgang Zeller, þýskukennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Foreldrar Wolfgangs eru bú- að því er múrinn smáféll og mol- settir í Vestur-Berlín, örskammt aði sjálfur úr múrnum brotin sem frá múrnum. Wolfgang heimsótti hann færði byggðasafninu í Eyj- þau í jólafríinu og dvaldi hjá þeim um. fram yfir áramót. Hann varð vitni Grímur Jakob Þorsteinsson: Fylgdarbíll nauðsyn- legur á Hnífsdalsvegi JAKOB Þorsteinsson, sem lenti í snjóflóði á Hnifsdalsvegi á laugar- dag, segist ætla að beijast fyrir því að fylgdarbíll sé með snjóruðn- ingsbílum á veginum. „Ef fylgdarmaður er ekki með við svona aðstæður á ekki að reyna að halda veginum opnum," sagði Jakob vegna ummæla Gísla Eiríks- sonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á ísafirði, sem telur ekki vera ástæðu til að hafa fylgdarbíl með snjóruðningsbílum, en fjarskiptasamband komi til greina. Jakob sagði að fjarskiptasam- band kæmi að litlu gagni, þegar menn væru komnir út í sjó, en mik- ið öryggisatriði væri fyrir bflstjóra snjóruðningsbíls að vita af bíl í vari, sem fylgdist með — annað væri afturför. „Martröðin var aðeins hálfnuð, þegar ég var kominn upp á veg. Þessi vegur er slysagildra og ég ætla að fylgja þessu eftir, þó það kosti mig kannski starfið. Eg geri það ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur alla mokstursmenn og fer alla leið í ráðherra ef með þarf,“ sagði Jakob. Sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps 22 ÁRA gömul kona, Rósa Dröfti Sigurðardóttir, hefiir í sakadómi Reykjavíkur verið dæmd til 6 ára óskilorðsbundinnar fangelsisvist- ar fyrir tilraun til manndráps, rán, þjófhaði og skjalafals. Konan stakk mann með hnífi í veitingahúsinu Gullinu við Austur- stræti, á liðnu sumri, þegar hann vildi ganga á milli hennar og manns sem hún átti í útistöðum við. Stungan kom vinstra megin í síðu mannsins og hlutust af miklar blæð- ingar. Þurfti maðurinn að gangast undir skurðaðgerð þar sem milta lians var fjarlægt. Fyrir þetta var konan sakfelld fyrir tilraun til manndráps. Hún var einnig sakfelld fyrir að hafa ásamt öðrum rænt tveimur áfengisflöskum af manni í húsi við Laugaveg; tvo þjófnaði og margví- slegt skjalafals, svo sem tékkafals og misnotkun greiðslukorta. Til frádráttar refsingunni kemur 158 daga gæsluvarðhald. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn. Borgarráð: Félag eldri borgara fær lóð í Arbænum Borgarráð hefiir samþykkt að úthluta Félagi eldri borgara og Bygginarfélagi Gylfa og Gunnars sf. lóð undir 46 íbúðir fyrir aldr- aða í fjölbýlishúsi við Hraunbæ 103. Lóðin er í nýskipulögðu hverfi á milli Bæjarháls og Hraunbæjar, en skipulagið gerir er ráð fyrir að þar rísi íbúðir fyrir aldraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.