Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 21 Vígvæðing Sovétmanna: * • Nýjum eldflaugakafbáti bætt við Norðurflotann Sprengjuflugvélum, herskipum og kafbátum fjölgað á síðasta ári Ósló. Reuter. NÝR kjarnorkuknúinn eld- flaugakafbátur hefiir bæst við Norðurflota Sovétmanna, að því er yfírmaður landvarna Noregs sagði á mánudag. Kafbáturinn er af gerðinni „Typhoon" og þeg- ar smíði hans verður lokið munu sex slíkir verða gerðir út frá flotastöðvum á Kóla-skaga. Að sögn norska herforingjans, Gullows Gjestehs, var kafbátnum hleypt af stokkunum skömmu fyrir áramót en hann kvað Norðmenn hafa upplýsingar um að hann hefði enn ekki verið tekinn í notkun. Kafbátar af gerðinni „Typhoon" eru rúm 20.000 tonn og 175 metrar að lengd. Þeir bera 20 langdrægar kjarnorkueldflaugar af gerðinni SS-N-20 en þeim geta Sovétmenn skotið að skotmörkum hvar sem er í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu frá Barentshafi þar sem þær draga rúma 8.000 kílómetra. í máli Gullows Gjestehs kom fram að ekkert lát væri á vígvæð- ingu Sovétmanna á Kóla-skaga. Embættismenn í norska varnar- málaráðuneytinu segja að á síðasta ári hafi herstjórnin þar fengið um 20 langdrægar sprengjuflugvélar af gerðinni „Backfire" til viðbótar við þær sem þar vorú fyrir og að Norðurflotinn hafi fengið til umráða nýtt flugvélamóðurskip, kjarnorku- knúið beitiskip, fimm nýja tundur- spilla og nokkra kafbáta. Norður- flotinn gegnir lykilhlutverki í hern- aðaráætlunum Sovétstjórnarinnar en honum er ætlað að hindra birgða- og liðsflutninga frá Banda- ríkjunum til Vestur-Evrópu á óvissu- eða átakatímum. Norðmenn fylgjast grannt með hernaðaruppbyggingu Sovétmanna á Kóla-skaga. A síðustu tveimur vikum hafa norskir herforingjar fullyrt að skammdrægum sovéskum kjarnorkueldflaugum hafi verið komið upp nærri norsku landamær- unum. Hafa þeir bent á að þetta fari ekki saman við fýrri yfirlýsing- ar Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga sem sagði í ávarpi í Hels- inki í októbermánuði að Sovétmenn réðu ekki lengur yfir meðal- eða skammdrægum kjamorkuvopnum sem unnt væri að skjóta á skot- mörk í Norður-Evrópu. Talsmenn Sovétstjórnarinnar hafa vísað full- Pólveijar sækja um aðild að Evrópuráðinu PÓLVERJAR hafa sótt formlega um aðild að Evrópuráðinu en aðild- arríki þess eru 23 og eru íslendingar á meðal þeirra. Forsætisráð- herra Póllands, Taduesz Mazowiecki, lagði umsóknina fram í gær eftir að hafa ávarpað þing Evrópuráðsins. Að sögn Ragnhildar Helgadóttur, formanns sendinefndar Islands hjá Evrópuráðinu, fjallaði ræða Mazowieckis um sókn Pólverja í átt til lýðræðis og fjölflokkakerfis en Evrópuráðinu er einmitt ætlað að standa vörð um grundvallarhug- myndir vestræns lýðræðis, mann- réttinda og skiptingar ríkisvaldsins. Þá kvað hún pólska forsætisráð- herrann einnig hafa rætt um áætl- anir stjórnvalda um að innleiða efnahagskerfi er byggjast myndi á opnum markaði og frjálsri sam- keppni. Auk Pólverja hafa Ungveijar sótt um formlega aðild að ráðinu. Er búist við að þeir bætist í hóp aðildarríkjanna eftir að fijálsar kosningar hafa farið fram í landinu síðar á þessu ári. Til þess að fá aðild að ráðinu þurfa stjórnvöld í viðkomandi landi að fylgja þeim grundvallarhugmyndum um stjórn- skipun og lýðræði sem Evrópuráðið er reist á. Þá hafa Sovétmenn þegar fengið gestaaðild að ráðinu og borist hafa óskir um slíka aðild frá stjórnvöld- um í Búlgaríu og Alexander Dub- cek, forseta þings Tékkóslóvakíu, sem Sovétmenn og herafli Varsjár- bandalagsins komu frá völdum árið 1968. Að undanförnu hefur Evrópuráð- ið lagt aukna áherslu á samskipti við ríki Austur-Evrópu. „Þetta er mjög sögulegt þing því greinilegt er hve mikilvægur vettvangur Evr- ópuráðið er orðið fyrir samskipti ríkja Austur- og Vestur-Evrópu. Ráðið er orðið farvegur fyrir þjóðir Austur-Evrópu, sem eru að berjast fyrir auknu frelsi og lýðræði," sagði Ragnhildur Helgadóttir. Þriðja hluta 41. þings ráðsins sitja auk Ragnhildar fyrir íslands hönd þeir Guðmundur Þórarinsson og Eiður Guðnason auk þess sem varamenn, þau Hreggviður Jónsson og Þór- hildur Þorleifsdóttir, taka einnig þátt í nefndarstörfum. Blóðbönd og erfð- ir breska aðalsins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins NOKKRIR þingmenn í lávarða- deild breska þingsins hyggjast leggja til breytingu á lögum um skráningu foreldra á fæðingar- vottorð til að koma í veg fyrir að fornar ættir spillist. Lög kveða nú á um, að börn, sem getin eru með tæknifijóvgun, séu skráð börn foreldra sinna og ekki getið um, hvort móðirin hefur þegið egg eða sæði frá öðrum ein- staklingum. Tveir lávarðar hafa nú lagt til að slík börn hafi rétt á að vita, hvetjir voru „réttir" foreldrar þeirra. Þeir leggja líka til, að slík böm fái ekki að erfa forna titla eða erfðahelguð réttindi ættarinn- ar. Málið mun koma til kasta deild- arinnar 8. febrúar nk. þegar rætt verður um frumvarp til laga um tæknifijóvganir, tilraunir á fijóvg- uðum eggjum og fleiri atriði þeim tengdum. Margir skozkir lávarðar styðja þessa breytingu á lögunum, en þeir bera sumir hveijir titla, sem hafa haldizt innan sömu fjölskyld- unnar öidum saman. Lögin, sem nú eru í gildi, voru sett fyrir nokkrum árum. I umræð- unum í lávarðadeildinni sögðu Denning lávarður, og þáverandi biskup í Birmingham, að það væri rangt að „ljúga“ á fæðingarvott- orði um ætterni barnsins. Hailsham lávarður, þáverandi yfirmaður dómskerfisins, svaraði þessu með því að vitna til fæðingar Jesú og sagði að Jósef hefði í reynd verið faðir hans, þótt ekki hefði hann getið hann. Hailsham hafði betur þá og frumvarpið varð að lögum. yrðingum Norðmanna á bug og vitnað til Helsinki-yfirlýsingar Gorbatsjovs. Norðmenn hafa á móti sagt að eldflaugarnar séu nánast gagnslausar beri þær ekki kjarna- odda því miðunarbúnaður þeirra sé mjög ófullkominn. Sovéskur eldflaugakafbátur af gerðinni „Typhoon". |6N,S m ^ irrsM -54.8 -46.5 itj0 IGNISR14 Kælir: 130 Itr. Frystir: 10 Itr. Samtals: 140 Itr. 59.5 IGNIS ARF 843 Kælir 210 Itr. Frystir: 55 Itr. Samtals: 265 Itr. 55 IGNIS ARL 008 Kælir: 162 Itr. Frystir: 78 Itr. Samtals: 240 Itr. IGNIS ARF 906 Kælir 196 Itr. Frystir. 24 Itr. Samtals: 220 Itr. -----59.5 ------- 3 41 i L IGNIS ARF842 Kælir: 307 Itr. Frystir 30 Itr (**) Samtals: 337 Itr. Kælir 245 Rr. Frystir 65 Itr. Samtals: 310 Itr. Kælir: 161 Itr. Frystir: 116 Itr. Samtals: 277 Itr. Kælir 270 Rr. Frystir 120Rr. Samtals: 390 Rr. 39 29. IGIMIS S 25 Frystir: 245 Itr. Mál: 81 x 86,5x66 IGNISS17 Frystir: 165 Itr. Mál: 60 x 86,5x66 ELDHÚSVIFTUR p með eða án kolsíu P 2ja hraða mótor O tvö innbyggð Ijós 0 útdraganlegur skermur 8.999,- Umboðsmenn um Innd nllt: *öll verð miöast viö staógreiðslu © Vörumarkaðurinn hf. 1 KRINGLUNNI S. 685440 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.