Morgunblaðið - 31.01.1990, Side 27

Morgunblaðið - 31.01.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 27 Frumvarp sjálfstæðismanna um eignarskatt af íbúðarhúsnæði: Hjón og einstakling- ar sitji við sama borð GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S/Rvk) mælti í gær í efri deild fyrir frumvarpi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, sem gerir ráð fyrir að eignarskattur af íbúðareign ein- staklinga verði reiknaður með sama frádrætti og af eign hjóna. Þannig verði aðstöðumunur einstaklinga og hjóna jafnaður. Þá ger- ir frumvarpið ráð fyrir að sama gildi um skatt af íbúð barns innan 16 ára aldurs. Guðmundur sagði að takmarkið væri auðvitað að af- nema skattlagningu á eignir, og vafasamt væri hvort núverandi skatt- lagning stæðist samkvæmt stjórnarskránni. Guðmundur H. Garðarsson sagði í framsögu sinni að þegar lög um tekjuskatt og eignarskatt hefðu verið samþykkt árið 1981 hefði verið gerð breyting á álagningu eignarskatts, sem valdið hefði því að óþolandi misræmi hefði orðið á greiðslum hjóna 'og einstaklinga, sem áttu sambærilegar skattskyld- ar eignir. Eignarskattsstofn hjóna hafi orðið helmingi lægri en hjá einstaklingum með sambærilega eign. Breytingin hefði ekki vakið at- hygli þá, þar sem eignarskatturinn hafi verið aðeins 0,3% og 0,6% eft- ir fyrstu þrjár milljónirnar. Hin gífurlega hækkun eignarskatts á síðasta ári hafi hins vegar orðið til þess að gjaldendur áttuðu sig á hinum óþolandi mismun. Guðmundur sagði að einstakling- ar greiddu nú rúmlega helmingi hærri eignarskatt en hjón sam- kvæmt gildandi lögum. Yrði frum- varpið hins vegar að lögum myndi skattur einstaklings af 10 milljóna króna skuldlausri eign lækka úr 135.000 krónum í 60.000 krónum, eða það sama og hjón greiddu. í umræðum um frumvarpið kom fram gagnrýni sjálfstæðismanna á formann fjárhags- og viðskipta- nefndar efri deildar. Guðmundur H. Garðarsson og Halldór Blöndal sögðu að hann hefði ekki haldið fund í nefndinni frá því að þing kom aftur saman. Fyrir nefndinni lægju nú eingöngu frumvörp stjórnarand- stæðinga og óþolandi væri að þau fengju ekki eðlilega meðferð. Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), formaður fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar, sagði að fundur yrði haldinn í vik- unni og nefndarstörfin hefðu verið með eðlilegum hætti. Hann sagði að frumvarpið um breytingu á eign- arskattinum yrði tekið fyrir og sent til umsagnar. Hann sagðist telja eignarskatta hér á landi nokkuð háa, og ætti að forðast þá sem mest. Borgaraflokkurinn hefði lagt höfuðáherzlu á afnám „ekkna- skattsins“ svokallaða, og teldi að nokkuð hefði áunnizt í því efni. Guðmundur sagði að Borgara- flokksmenn myndu beijast fyrir því að almennur eignarskattur yrði lagður niður, sérstáklega stóreigna- skattsþrepið. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði að frumvarpið tæki á raunverulegum vanda ein- staklinga og Kvennalistakonur tækju undir að taka á þeim mis- mun, sem viðgengist. Kvennalistinn hefði lagt sínar tillögur í þessum efnum fram fyrir áramót, og væru þær líkar þessum. Frumvarpinu var vísað til nefnd- ar. Að sögn fyrsta flutningsmanns frumvarpsins um óskertan fæðingar- styrk tryggir það ekki sízt rétt barna til að njóta umönnunar for- eldra heima við á fyrsta og viðkvæmasta æviskeiðinu. Launagreiðslur í barnsburðarleyfi skerði ekki fæðingarstyrk: Réttlætismál fyrir konur og börn - sagði Sólveig Pétursdóttir, 1. flutningsmaður frumvarpsins SÓLVEIG Pétursdóttir (S/Rvk) mælti í gær fyrir frumvarpi í neðri dcild um að kaupgreiðslur komi ekki til frádráttar fæðingarorlofí, þegar um er að ræða greiðslu mismunar á fæðingarorlofí og óskertum launum. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr mörgum flokkum, en Sólveig 1. flutningsmaður. Hún sagði í framsögu sinni að tölur sýndu. að það væru í .yfirgnæfandi meirihluta konur, sem tækju fæðingaror- iof, þótt það stæði einnig feðrum til boða. Þetta væri því mikið réttlæt- ismál fyrir konur og börn þeirra. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að Lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar hafí synjað öllum fæðing- arorlofsgreiðslum, hafi viðkomandi umsækjandi hlotið einhvetjar við- bótargreiðslur frá atvinnurekanda til að vega upp mismun á launum og fæðingarstyrk eða fæðingardagpen- ingum. Þá kemur þar fram að banka- starfsmenn og opinberir starfsmenn njóti fullra launa í fæðingarorlofi, en það fordæmi hafi skapazt, að bankamenn fái greitt fæðingarorlof frá Tryggingastofnun þótt greiðslur frá atvinnurekanda komi einnig til. Sólveig rakti feril frumvarpa, sem lögð hefðu verið fram um fæðiugar- orlof, og sagði að aldrei hefði verið gert ráð fyrir að hlutagreiðslur gætu útilokað bótarétt eða greiðslur frá Tryggingastofnun. „Núgildandi fæðingarorlofslögum er ætlað að tryggja það að foreldrar geti verið heima við umönnun bama sinna. Ætlunin er ennfremur að bæta útivinnandi foreldrum það tekjutap er þeir verða fyrir. Nái laun- þegi að semja í einstaklingsbundnum samningum við atvinnurekanda um betri rétt en greiðslur frá Trygginga- stofnun gera ráð fyrir, má álls ekki koma í veg fyrir slíkt,“ sagði Sól- veig. „Afleiðingin gæti orðið sú að foreldri treysti sér ekki í sex mánaða fæðingarorlof vegna tekjutaps. Hugsum okkur einstæða móður sem missir helming launa sinna við óbreytt lagaákvæði, eins og þau hafa verið túlkuð, um leið og hún stendur í meiriháttar útgjöldum, meðal ann- ars við að koma sér upp húsnæði. Getur það talizt sanngjamt eða þjóð- félagslega hagkvæmt að skerða þannig samningsrétt hennar að hún sjái sér ekki fært að annast bam sitt heima nema í skamman tíma?“ Sólveig sagði að um væri að ræða mjög mikið réttlætismál fyrir kónur og börn, einnig snerti það rétt at- vinnurekandans, sem vildi gera vel við starfsmann sinn til að halda hon- um áfram í starfi, en missa hann ekki í starf hjá ríkinu eða í annað starf, þar sem kjarasamningar tryggðu óskert laun í fæðingarorlofi. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagðist telja óráð- legt að Alþingi færi að breyta til- högun á greiðslu fæðingarstyrks, þar sem málið væri í meðförum nefndar á vegum ráðuneytisins. Ráðherra sagði nauðsynlegt að fá niðurstöðu nefndarstarfsins áður en Alþingi tæki ákvörðun. Hann sagðist gera ráð fyrir að álit nefndarinnar, og jafnvel drög að frumvarpi, myndu liggja fyrir í marz. Frumvarp um jöfiiun raforkukostnaðar: Verði hvergi hærri en 5% yfír landsmeðaltali Halldór Blöndal: Fallið verði frá orkuskatt- inum vegna kjarasamninga Umræðu frestað vegna fjarveru ráðherra HALLDÓR Blöndal (S/Ne) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær og krafðist þess að ríkissljórnin félli frá fyrir- huguðum tekjuskatti á orkufyrirtæki vegna verðhækkunaráhrifa, sem hann myndi hafa, og stöðu kjarasamninga. Halldór minnti á að síðastliðinn samning, sem fæli í sér hverfandi þriðjudag hefði fjármálaráðherra lagt ofurkapp á að orkuskattsfrum- varpið gagni í gegn um deildina þá þegar. Umræðu var hins vegar frestað vegna fjarveru iðnaðarráð- herra. Við umræðuna í gær var þess krafist að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mættu á þingfundinn, en þau skilaboð bár- ust til baka að þeir kæmust hvergi. Halldór sagði frumvarpið fela í sér 30% hækkun á rafmagni og samsvarandi hækkun á hitaveitu. Skattlagning af þessu tagi væri út í hött eins og nú stæði á, þegar aðilar vinnumarkaðarins væru að reyna að koma sér saman um kjara- launahækkanir en byggði á því að halda verðhækkunum í skefjum og varðveita kaupmáttinn með þeim hætti. Það hlyti því að verða lág- markskrafa bæði þings og þjóðar að ríkisstjórnin hyrfi frá þessari skattheimtu. Halldór minnti jafnframt á að þessi skattur hefði verið ákveðinn sama dag og vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina hefði verið borin upp fyrir jól. Hann sagði að þessi skattahækkun hefði þá verið talin til marks um hina miklu staðfestu, sem byggi í ríkis- stjórninni. Þingmaðurinn taldi fullvíst að orkumálaráðherra Al- þýðuflokksins hefði komið nálægt Halldór Blöndal því að semja texta frumvarpsins, þótt hann reyndi nú að þvo hendur sínar af því. NOKKRIR þingmenn hafa lagt fram frumvarp til breytingar til laga um Landsvirkjun og mælti Jón Helgason (F/Sl) fyrir því í efri deild í gær. Samkvæmt frum- varpinu á Landsvirkjun að veita rafveitum, sem vegna stijálbýlis eða annarra óviðráðanlegra ástæðna búa við háan dreifingar- kostnað, afelátt þannig að smá- söluverð raforku verði ekki hærra en 5% yfir vegnu landsmeðaltali. Sama eigi að gilda um raforku- verð til húshitunar, þar sem verð á orkugjöfúm eigi að reiknast inn í meðaltalið. í greinargerð með frumvarpinu segir að Landsvirkjun veiti nú Raf- magnsveitum ríkisins og fleiri raf- veitum nokkurn afslátt af orkuverði til upphitunar, svo að hér sé aðeins um að ræða útfærslu á þeirri að- ferð, sem framkvæmd hafi verið um nokkurt skeið. Landsvirkjun hafi einkarétt á öflun raforku í landinu og afhendingu orkunnar til dreifi- veitna. Það sé því eðlilegt að fyrir slík réttindi verði fyrirtækið einnig að taka á sig skyldur og þá ekki sízt þær að sjá um að m.a. þau hér- uð, sem Landsvirkjun sæki orkuna fyrst og fremst til, búi við sambæri- legt orkuverð og meirihluti þjóðar- innar. • Jón Helgason sagði í framsögu sinni að mikill mismunur væri á ra- forkuverði milli landshluta. Hann sagði að það væri óviðunandi að fólkið, sem byggi næst orkuverun- um, greiddi meira fyrir orkuna en íbúar annars staðar á landinu. Þing- maðurinn sagði að það minnti á nýlendutíma, þegar ríki hefðu sótt ódýr hráefni til framandi landa. Jón vitnaði í könnun Húsnæðis- málastofnunar, þar sem kom fram að stór hluti landsbyggðarfólks vildi flytjast til Reykjavíkur. Jöfnun orku- kostnaðar væri mjög brýnt sanngirn- ismál. Guðmundur H. Garðarsson: Launþegar eiga að lána ríkinu fyrir hækkuninni GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S/Rvk) gagnrýndi í þingskapar- umræðu harðlega hugmyndir um að lífeyrissjóðimir keyptu ríkis- skuldabréf fyrir 3-4 milljarða til að standa stramn af þeim kostn- aði, sem ríkissljómin mun bera af væntanlegum kjarasamning- um. Guðmundur sagði að ríkisstjórnin stefndi nú að lögþvingun með aðstoð forystumanna ASI og BSRB og ætl- aði að neyða lífeyrissjóðina til að borga niður „þessa smánarprósentu, sem fólkið á að fá í samningum núna“. Guðmundur sagði að lífeyrissjóð- irnir væru í eigu launafólks. Áform ríkisstjórnarinnar væru eins og- að heita manni kauphækkun, en fara svo fram á að fá lánað af bankabók- inni hans til að greiða kauphækkun- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.