Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 19 Afli og aflaverðmæti togaranna: Ráðstöfnn aflans ræður úrslitum um afkomuna Skiptaverð á kíló hjá siglingaskipunum tvöfalt hærra en hinna i 'i FRYSTITOGARINN Akureyrin ber enn höfuð og herðar yfír önnur fískiskip hvað varðar aflaverðmæti og afla. Hún varð í fyrra fyrsta skipið til að afla fyrir meira en hálfan milljarð á einu ári. Á sama hátt ber Guðbjörg IS af í hópi ísfísktogara. Að frátöldum frystitogur- um fískuðu 9 togarar fyrir meira en 200 milljónir, þar af eru stóru togararnir fímm, sem gerðir eru út frá Reykjavík og Hafiiarfírði, en afkoma þeirra byggist á sölu aflans á fískmörkuðum erlendis og hér heima. Það er ráðstöfiin aflans og aflamagn, sem eins og fyrr ræður úrslitum um afkomuna. Skiptaverð siglingaskipanna er nálægt tvöfalt hærra en þeirra, sem landa öllum afla sínum til vinnslu heima. LÍÚ hefur tekið saman upplýs- ingar um afla og aflaverðmæti tog- aranna á síðasta ári, en í skýrslu LÍÚ er þeim skipað í flokka eftir stærð, landshlutum og verkefnum. Af togurum á Vestur- og Suður- landi öfluðu tveir fyrir meira en 200 milljónir króna. Breki VE skil- aði á land 5.586 tonnum að verð- mæti 214,5 milljónir. Þar af feng- ust 97 milljónir fyrir sölu afla er- lendis. Gnúpur fiskaði fyrir 202,8 milljónir króna. Aflinn var 2.707 tonn, en það, sem til þess hæfir af aflanum, er saltað um borð. Skiptaverð á kíló er því mjög hátt eða 49,10 krónUr. Hæst skiptaverð er Hjörleifur RE með, en hann fór aðeins 7 veiðiferðir og landaði öll- um afla sínum erlendis. Skiptaverð hjá Hauki GK, Skipaskaga AK, Olafi Jónssyni GK og Keili RE var einnig hátt eða yfir 33 krónur. Á Vestijörðum fóru aðeins tveir togarar yfir 200 milljóna markið. Guðbjörg ÍS sker sig úr að vanda, enda aflaði hún 6.189 tonna. Verð- mæti aflans var 357,7 milljónir, þar af 236,3 vegna sölu afla erlendis. Skiptaverð á kíló var 36,51. Páll Pálsson ÍS aflaði 4.793 tonna að verðmæti 210,4 milljónir. Afli var seldur erlendis fyrir 93,5 milljónir. Hæst skiptaverð togara að vestan er Sigurey með, 39,08. Sigurey var fyrri hluta ársins gerð út frá Pat- reksfirði, en þann síðari af Stálskip- um í Hafnarfirði. Hún landaði reglulega á fiskmörkuðunum eða ytra. Júlíus Geirmundsson, Fram- nes og Dagrún voru með skipta- verð yfir 30 krónur, en aflinn var frystur um borð í Júlíusi í tveimur síðustu veiðiferðunum og Framne- sið var að hluta til á rækju. Aflaverðmæti togara á Norður- landi er almennt lágt. Aðeins tveir þeirra fiskuðu fyrir meira en 150 milljónir. Arnar HU aflaði 3.643 tonna að verðmæti 159,5 milljónir króna. Skipaverð var 31,70 og er- lendis var afli seldur fyrir 29 millj- ónir króna. Sólberg ÓF aflaði 3.051 tonns að verðmæti 156,4 milljónir. Skiptaverð á kíló var 35,18 enda fengust 78,5 milljónir fyrir sölu afla erlendis. Aflahæsti litli togar-- inn á NorðUrlandi var Kolbeinsey ÞH með 3.658 tonn. Nær öllum afla skipsins var landað heima og verð því ekki hátt. Hæst skiptaverð voru Hjalteyrin EA og Dalborg EA með. Hjalteyrin einbeitti sér að sölu aflans á markaði utan lands og heima, en Dalborgin stundaði rækjúveiðar auk botnfiskveiða. Að auki má nefna Björgúlf EA og Stapavík SI, sem voru með skipta- verð á milli 34 og 35 krónur. Þrír togarar á Austfjörðum fisk- uðu fyrir meira en 150 milljónir. Sunnutindur SU aflaði 2.565 tonna V estmannaeyjum. EYJAMENN juku talsvert notk- un áfengis á síðasta ári, ef marka má tölur um sölu í út- sölu ÁTVR í Eyjum. Áfengi var selt fyrir 144,2 milljónir á síðasta ári á móti sölu upp á rúmar 94 milljónir árið 1988. Áfengissala í Eyjum jókst um rúmar 50 milljónir milli áranna 1988 og 1989, sem er aukning um 53,4%. Meðalhækkun á víni á síðasta ári var um 20% þannig að söluaukning nemur 31,5%. Ekki liggja fyrir tölur um hvar söluaukningin liggur en gert er ráð að verðmæti 185,3 milljónir. Skiptaverð á kíló var 47,05 enda megninu af aflanum landað erlend- is. Ottó Wathne NS aflaði 2.047 tonna að verðmæti 174,3 milljónir. Skiptaverð var 54,48 og var öllum aflanum landað erlendis. Gullver NS aflaði 3,324 tonna að verð- mæti 154,8 milljónir. Skiptaverð var 23,31 og fengust 74 milljónir fyrir útflutning á ísfiski. Hátt skiptaverð fengu Kambaröst SU, Hafnarey SU og Bjartur NK, en Barði- NK og Birtingur NK voru með aflahæstu togurunum. Stóru togararnir frá Akureyri landa öllum afla heima og eru því með tiltölulega minna aflaverðmæti en aðrir togarar. Meðalskiptaverð er á bilinu 22 til 24 krónur og afla- verðmæti frá 90 milljónum upp í 128,8. Aflinn er frá tæpum 3.000 tonnum upp í rúm 4.000. Stóru togararnir fyrir sunnan, í Hafnar- firði og Reykjavík byggja afkomu sína á siglingum og sölu á innlend- um mörkuðum. Aflaverðmæti og Morgunblaðið/HG Sunnutindur SU við löndunarbryggjuna í Hull, en hann er sá togari austfírzkur, sem mestum aflaverðmætum skilaði á land. Til vinstri á myndinni er Gústaf Baldvinsson, starfsmaður ísbergs í Bretlandi. skiptaverð er því hátt. Viðey RE skilaði mestum verðmætum á land, fiskaði fyrir 242,6 milljónir króna, 3.894 tonn. Ögri RE var næstur með 220,4 milljónir og langhæst skiptaverð eða 57,47 krónur. Víðir HF varð aflahæstur með 4.210 tonn en með minnst verðmæti, enda fór mun minna af afla hans en hinna til sölu erlendis. Frystitogararnir fiskuðu fyrir 6,2 milljarðar króna. Fimm þeirra fiskuðu fyrir meira en 300 milljón- ir. Akureyrin EA aflaði 6.247 tonna að verðmæti 510,4 milljónir, skiptaverð á kíló 58,19. Örvar HU aflaði 5.515 tonna að verðmæti 453,1 milljón, skiptaverð 57,88 Haraldur Kristjánsson HF var með 4.949 tonn að verðmæti 346 millj- ónir, skiptaverð 48,44, Sjóli HF 4.839 tonn að verðmæti 341,2, skiptaverð 48,89 og Venus HF 4.882 tonn að verðmæti 339,3 milljónir, skiptaverð 49,73. Hæst skiptaverð höfðu rækjutogararnir Júlíus Havsteen ÞH og Hafþór RE (gerður út frá ísafirði), 109,51 og 100,21 krónu. íslenzkur fískur boðinn upp í Hull. Kaupendur ganga gjarnan á kössunum til að sjá betur hver gæði fisksins eru og til að fylgjast með síbylju uppboðshaldarans. Aukin sala áfengis í Vestmannaeyjum fyrir að sala bjórs eigi drjúgan þátt í henni. Bjórsala hófst í mars- mánuði í fyrra og þann mánuðinr. seldist áfengi fyrir 15,7 milljónir, en sala í marsmánuði 1988 nam 8,6 milljónum. í tveim mánuðum árið 1988 fór sala yfir tíu milljónir en í sjö mán- uðum á síðasta ári fór salan yfir það mark. Áfengissala i desember sl. sló öll sölumet en þá nam salan 21 milljón á móti 13,5 milljónum í desember 1988. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.