Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 33 Morgunblaðið/Arnór Frá keppni hjá Breiðfirðingum 1976. Bræðurnir Magnús og Benedikt Björnssynir spila gegn Þorsteini Laufdal og Jóni Stefánssyni. deildin aðeins fyrir Breiðf irðinga en það Brids AmórRagnarsson Afmælismót Bridsfélags Breiðfirðinga Helgina 3.-4. febrúar fer fram stór- mót í tvímenningi í tilefni 40 ára afmæl- is Bridsfélags Breiðfirðinga. Spilað verður í húsi BSI við Sigtún 9. Keppnis- form verður barómeter, tölvugefinn, 2 spil milli para. Fjöldi para er takmark- aður við 50 pör, og er mótið um það bil að fyllast. Skráningu lýkur fimmtu- dagskvöldið 1. febrúar. Spilað er um silfurstig. Öll verðlaun verða peninga- verðlaun. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir bestu skor í einhverri setu báða dag- ana. Spilatími verður sem hér segir: Laugardagur — Spilamennska hefst kl. 10.00, spilað til 12.30 en þá verður gert hlé til kl. 13.00 og verða veitingar þá til sölu á vægu verði á staðnum. Tekið verður aftur til við spilamennsku kl. 13.00 til 15.30, en þá verður aftur- hlé og mun félagið veita kaffi og með- læti. Síðan verður spilað tii um kl. 19.00 og verður þá lokið um 30 umferð- um af 49. Sunnudaginn 4. febrúarhefst spilamennska aftur kl. 13.00 og stend- ur til 15.30, en þá verður kaffihlé með veitingum á vegum félagsins. Spila- mennska hefst aftur kl. 16.00 og spilað til um 18.30 er mótinu lýkur. Keppnis- gjald er kr. 5.000 á parið og greiðist í upphafi móts. Bridsfélag Breiðfirðinga 40ára Það var sunnudaginn 8. janúar 1950 kl. 18 að samankomnir voru nokkrir félagar úr Breiðfirðingafélaginu í bað- stofu félagsins, í þeim tilgangi að stofna bridsdeild, ef nægar forsendur væru fyrir hendi. Svo reyndist vera og samþykkt var að stofna deild innan Breiðfirðingaféiagsins til bridsiðkunar. A fundinum gengu 22 spilarar í deild- ina og ákveðið var að halda framhalds- stofnfund þar sem lög og reglur yrðu samþykktar fyrir Bridsdeild Breiðfirð- inga. Framhaldsfundur var haldinn þann 5. febrúar 1950. Þar voru lög félagsins samþykkt, kosin stjórn o.fl. Þá bættust fleiri félagar í deildina, þannig að stofn- félagar voru orðnir 40. Fyrsta stjórn deildarinnar var skipuð eftirtöldum félögum: Guðrúnu Bjartm- ars, Ásgeiri Ármannssyni og Hallgrími Oddssyni. Varastjórn skipuðu þeir Þór- arinn Alexandersson, Þórður Sigurðs- son og Helgi Jóhannesson. í fyrstu var áeuH tiÉóeúto fteiÉíto! HIGH-DESERT BLÓMAFRJÓKORN HIGH-DESERT f«ESH RRW GRANUtES ,Á,UET WEI.GHT V4 L8.-227G THE C C P0LLEN CONIPAN* C°TTSDALE, ARIZONA 852J EGGERT KRISTJÁNSSON LPF SÍIMI 685300 þótti ekki gerlegt til lengdar og breytt- ist fljótt. Árið 1958 fór fram umræða á aðal- fundi um möguleika á því að deildin gengi í Bridssamband Islands. Var lögð fram tillaga til stjórnar um að athuga þann möguleika. Árið 1960 var. málið aftur tekið upp á aðalfundi og vísað til stjórnar. Skyldi málið skoðað. Þann 26. nóvember 1960 var síðan ákveðið að sækja um aðild. Sendi stjómin bréf þann 28. janúar 1961 til BSÍ og óskaði eftir aðild að sambandinu. Svar kom þann 8. febrúar 1961. Þar voru Breiðfirðingar boðnir velkomnir í Bridssamband íslands. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins. Á árunum 1950-’75 var mikið spilað við aðra klúbba. Sem dæmi var spilað við Keflavík, Mjólkursamsöluna, Barð- strendinga, Hafnarfjörð, Kópavog, Akranes, Vestmannaeyjar, Tafl- og bridsklúbbinn, Bridsfélag kvenna, Hún- vetninga o.fl. Árið 1963 voru ný lög samþykkt fyrir deildina, þar sem henni var endan- lega lýst sem sjálfstæðri bridsdeild og hún opnuð fyrir öllum. Þann 21. sept- ember 1986 var nafni deildarinnar breytt í Bridsfélag Breiðfirðinga (BFB). Þátttaka í Bridsfélagi Breiðfirðinga hefur aukist jafnt og þétt og má segja að megintilgangur félagsins, sem var að gleðjast á góðra vina fundi og stunda drengilega keppni í skemmtilegri íþrótt liafi ávallt haldið sér hjá Breiðfirðing- um. Fáir eru þeir orðnir í dag, raun- verulegir Breiðfirðingar við spilaborðin, því miður, en segja má að maður komi í manns stað, því þrátt fyrir allt fjölgar í félaginu. Bridsfélag Breiðfirðinga hefur löngum þótt góður félagsskapur að vera í til að stunda brids, þótt ekki hafi farið mikið fyrir allra stærstu nöfn- unum í bridsíþróttinni. í dag er félagið öllum opið og tengsl við Breiðfirðinga- félagið engin nema að nafninu til. Engu að síður á Breiðfirðingafélagið í Reykjavík þakkir skilið fyrir að hafa frumkvæðið að stofnun Bridsfélags Breiðfirðinga, sem vonandi heldur áfram að dafna þrátt fyrir 40 ára aldur. Stjórn Bridsfélags Breiðfirðinga skipa í dag eftirtaldir aðilar: Guðlaugur K. Karlsson formaður, Óskar Þ. Þráins- son varaformaður, Kristján Sigurgeirs- son gjaldkeri, Sveinn R. Eiríksspn með- stjórnandi, stigaskrásetjandi, ísak Ö. Sigurðsson meðstjórnandi. Breiðfirðingar spila á fimmtudögum í húsi BSÍ við Sigtún. Keppnisstjóri félagsins er ísak Ö. Sigurðsson. (Fréttatilkynning frá BFB.) HASKOLIÍSLAIMDS ENDURMENNTUN ARNEFND OG HEIMSPEKIDEILD Námskeið í ítölsku - tramhaldsnámskeið 5. febrúar - 2. mars 1990 Heimspekideild Háskóla íslands og Endurmenntunarnefnd HÍ munu á tímabilinu 5. febrúar - 2. mars bjóða upp á námskeið í ítölsku. Kennari verður sendikennarinn prófessor Marco D’Ottavi frá ítölsku menningarmálastofnuninni Mondo Italiano. Námskeiðið (framhald I) er ætlað þeim, sem grunnþekkingu hafa á ítölsku. Nánari upplýsingar um kröfur til forkunnáttu fást á skrifstofu endurmenntunarnefndar. Námskeiðið tekur 54 klukkustundir, 3 tíma á dag, fjóra daga vikunnar, kl. 19.30- 22.30 og á laugardögum í 3 tíma kl. 13.00-16.00. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns. Hægt er að taka próf að loknum námskeiðunum og sækja til heimspekideildar um að fá þau metin inn í nám í rómönskum málum. Þátttökugjald verður kr. 14.000,-. Skráning í símum 694923, 694924 og 694925. KOPAVOGSBUAR Veljum traustan mann til traustra verka Reynslunni má ekki varpa fyrir róða Við undirrituð viljum vinna að endurkjöri RICHARDS BJÖRGVINSSONAR í FYRSTA SÆTI á framboðslista Sjálfstæðisfloklcsins í prófkjöri flolcksins 3. febrúar nk. frá kl. 10-22. RICHARD hefur um árabil verið oddviti Sjálfstæðisfloklcsins í Bæjarstjórn Kópavogs og við teljum að hans sé nú meiri þörf þar en nokkru sinni fyrr. VELJUM RICHARD I FYRSTA SÆTI Arnþór Ingólfsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Ásgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur Erlingur Hansson framkvæmdastjóri Guðrún Gísladóttir húsmóðir Hilmar Björgvinsson deildarstjóri Jóhannes Viggósson lögregluþjónn Skúli Sigurðsson vélfræðingur Steinar Steinsson skólastjóri Árni Örnólfsson bankamaður Ásgeir Pétursson bæjarfógeti Elí Jóhannesson byggingameistari Grímur Guðmundsson forstjóri Hafdís Karlsdóttir viðskipta- og tölvunarfr. Hörður V. Jóhannsson skiþstjóri Jón Auðunsson pípulagningameistari Stefnir Helgason framkvæmdastjóri Þórarinn Þórarinsson kennari KÓPAVOGSBÚAR: Takið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 3. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.