Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLABIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1990 23 Höfuð myndað í þremur plönum: Frá hlið, ofan frá og að aftan. (Mynd frá Siemens Medical Systems). merkjum frá loftnetinu og setja saman myndina. Gagnið Segja má að myndataka með segulómun og tölvusneiðmyndatæki sé svipuð en grundvöllur þessara aðferða er ólíkur. Ólafur Kjartans- son ræðir um þá kosti sem læknar -sjá með segulómun en fyrst greinir hann frá hvernig sjálf myndatakan fer fram: -Sjúklingur leggst á bekk sem síðan er rennt inn í tunnulaga segulinn. Þvermál opsins er 70 cm og lengd tæpir tveir metrar. Með tölvubúnaði er stjórnað hvaða líkamshlutir eru myndaðir og hvernig. Hver rannsókn tekur að meðaltali 30 mínútur. Allar mynd- irnar eru stafrænar og geymdar í tölvuminni þannig að við getum tekið þær fram og skoðað að vild. Þar að auki eru myndirnar settar á filmu sem geymd er á sama hátt ogröntgenfilmur. í skoðun með tölvusneiðmynd er jónandi röntgengeisli notaður til að fá fram sneiðmyndir sem eru aðeins þversnið á líkamann. í segulómun er engin jónandi geislun og hafa ekki fundist nein óæskileg áhrif segulmögnunar eða útvarpsbylgna á líkamann. Hinn höfuðkostur seg- ulómuner er að ná má myndum í öllum sniðum, þ.e. þversniði, lang- sniði og skásniði. Fyrst var sýnt fram á gildi seg- ulómunar við sjúkdóma í miðtauga- kerfinu eins og var með tölvusneið- myndatæknina fyrir 10 árum síðan. í dag er segulómun fyrsta rannsókn við sjúkdóma í heila, mænu og mænugangi þar sem hennar er völ og næst á eftir venjulegri röntgen- nmeiri iningu við myndir sem teknar eru með r um undirbúning á tæknihliðinni. styrk. Útvarpsbúnaðurinn ásamt litlu staðsetningarseglunum er notaðúr til að taka sneiðmyndir af líkaman- um undir nær öllum hugsanlegum sjónarhornum. Útvarpsbylgjurnar sem líkaminn sendir frá sér getum við skynjað með sérstöku loftneti í myndatækinu og síðan sér tölvu- búnaður um að safna saman öllum rannsókn sem er ódýrari, við alla bakverki og hryggsjúkdóma. Tölvu- sneiðmyndarannsókn verður fyrsta val við ýmis bráðatilfelli og órólega sjúklinga. Allar rannsóknir með skuggaefni í mænugangi munu leggjast af svo og f lestar æðaþræð- ingar til rannsókna á háls- og höf- uðæðum. Slíkar rannsóknir eru nú aðeins gerðar á inniliggjandi sjúkl- ingum og leggist þær af munu dýr- ir legudagar sparast. Ólafur segir að annað stærsta notkunarsvið segulómunar muni verða vöðva- og stoðkerfið: -I dag eru það stóru liðirnir - axlir, mjaðmir og hné - sem mest hafa verið rannsakaðir. Segulómun gefur okkur myndir af beinendum, liðbrjóski og umlykandi stoðvef á þann hátt sem við aðeins þekktum áður af teiknuðum skýringarmynd- um. Smáliðirnir hafa minna verið rannsakaðir en sýnt hefur verið fram á að segulómun sýnir mun fyrr en röntgenrannsókn giktbreyt- ingar í liðendum. Það er einmitt hér, við sjúkdóma í hrygg, Iiðum og annars staðar í stoðkerfinu sem reikna má með að segulómun komi fyrst til með að spara verulegan sjúkrakostnað og vinnutap með nákvæmari greiningu fyrr og þar með markvissari meðferð. Segulómun er einnig talin kjör- rannsókn við sjúkdóma í hálsi, miðmæti og grindarholi, m.a. til stigunar á illkynja æxlisvexti í legi og leghálsi sem ákvarðar val á meðferð. Þá er segulómun talin jafngóð tölvusneiðmyndatækni til rannsókna á lifur, milta og nýrum en hún sýnir æðar í kviðarholi betur. Hröð þróun -Á síðustu tveimur árum hefur orðið mjög hröð þróun til styttingar á rannsóknatíma og að frysta hreyf- ingu. Á síðustu tveimur árum hafa möguleikar segulómunar aukist mjög ört og rannsóknatími styst til muna. Jafnframt er hægt að taka myndir á það stuttum tíma að líkamshreyfing er nánast “fryst“. Þannig má fá myndir sem ekki eru truflaðar af andardrætti eða hjartslætti. Einnig má taka margar myndir af hjarta, raða þeim saman og sýna sem kvikmynd af hjartslætti. Myndgæði rannsókn- anna hafa batnað og rannsóknin er talin jafngóð eða betri en hjarta- ómskoðanir og hjartaþræðingar þegar um er að ræða afbrigðilegan starfsemi hjartavöðvans, lokugalla eða meðfædda hjartagalla. Hins vegar leysir þessi tækni ekki af hólmi í fyrirsjáanlegri framtíð- hjartaþræðingar til myndatöku á kransæðum. Ólafur lagði að lokum áherslu á að segulómun myndi ekki koma algjörlega í stað fyrri aðferða held- ur verða notadijúg viðbót: -Þegar ný tæki og ný tækni koma til sögunnar er að sjálfsögðu reynt að bera þau saman við eldri rann- sóknaraðferðir. Venjulegar rönt- genmyndir, tölvusneiðmyndir og ómskoðanir munu að sjálfsögðu halda notagildi sínu áfram. Seguló- mun byggir á öðrum grundvallar- lögmálum og “sér“ vefi líkamans á annan hátt. Ef til vill má segja að í segulómun sameinist flestir aðal- kostir aðferðanna sem fyrir eru og að segulómun taki við þar sem hinar ráða ekki við verkefnið. Það er hins vegar hlutverk okkar sem störfum við myndgreiningu að sjá til þess að tæknin sé notuð á réttan hátt. Kaupin Ásmundur Brekkan segir að síðustu misseri hafi staðið yfir margs konar upplýsingasöfnun hjá röntgendeildinni um þessa tækni og búið sé að sækja um fjárveit- ingu. Hefur fjárveitinganefnd þegar heimilað að leitað verði samninga í samráði við nefndina um kaup á segulómunartæki: -Við höfum tekið saman skýrslu fyrir yfirstjórn Ríkisspítalanna og vonumst til að hægt verði að ráðast í kaup á tæki fyrir spítalann mjög fljótlega. Segulómunartæki þarf í raun ekki sérhannað húsnæði en það þyrfti um 70 fermetra rými. Þetta húsnæði er fyrir hendi á röntgendeildinni. Að sjálfsögðu er margs að gæta við undirbúning á kaupum á svona tæki - við þurfum að huga að hús- næði, kanna kjör og gæði hjá fram- leiðendum og svo framvegis. Fram- leiðendur eru bandarískir, evrópskir og japanskir og höfum við fengið gögn frá mörgum aðilum og erum að þrengja hringinn smám saman. Kaupverð er milli 80 og 100 milljón- ir króna og má dreifa því á nokkur ár. Til samanburðar má geta þess að nútímaleg röntgenrannsókna- stofa kostar um 25 milljónir króna. Við höfum gert ráð fyrir að tækið myndi nýtast þannig að rann- sakaðir væru að minnsta kosti 8 til 10 sjúklingar á dag og fjöldi rannsókna væri um 2000 á ári. Ég er sannfærður um að kaupverðið sparast fljótt í minni legutíma og minna vinnutapi eins og Ólafur nefndi hér að framan. Núna greiða almannatryggingarnar ferðakostn- að og rannsóknir fyrir sjúklinga sem þurfa að fara til útlanda. Kostnaður er um 100 þúsund krón- ur á sjúkling fyrir hveija ferð og hefur það farið í vöxt á síðustu árum að sjúklingar séu sendir utan til segulómunarrannsókna, segir Ásmundur Brekkan að lokum. jt Ráðuneytisstjórar um stjómarráðsfirumvarpið; Býður upp á hættu á óstöðugleika og pólitískri íhlutun í UMSÖGN ráðuneytisstjóra um frumvarpsdrög til laga um Sljórnar- ráð Islands segir að tillögur um ráðningar sljórnarráðsstarfsmanna samrýmist engan veginn eðlilegum markmiðum um stöðugleika, sam- ræmi og aðhald, en bjóði heim hséttu á hentisteftiu og pólitískum áhrifum, án þess þó að opinskátt sé stefiit að því með tillögunum. í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að horfið verði frá því að skipa æðstu embættismenn stjórnarráðsins í stöður, og I þess stað verði ráðuneytisstjórar ráðnir til sex ára í senn, en aðrir starfsmenn ráðnir til tiltekins tíma eða með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Nefnd til að endurskoða lög um Stjórnarráð íslands óskaði eftir um- sögn ráðuneytisstjóra um frumvarp sem samið var af nefndinni, og ski- luðu þeir sameiginlegri umsögn, að öðru leyti en því að hvert ráðuneyti fyrir sig tók til umfjöllunar verka- skiptingu á milli ráðuneyta. Ráðuneytisstjórarnir segja í um- sögn sinni að með frumvarpinu virð- ist stefnt að þeirri grundvallarbreyt- ingu að pólitísk áhrif á stjórnsýsluna séu aukin til muna, en valdsvið emb- ættismanna takmarkað að sama skapi. Þetta komi fram bæði í ákvæðum um skipan embættis- manna og um aðstoðarmenn ráð- herra. Þessarar stefnubreytingar sé þó hvergi getið beinlínis í athuga- semdum frumvarpsins þótt þetta virðist vera það atriði frumvarpsins sem mestu máli skipti. Þá segir í umsögninni að óhjákvæmilegt sé að endurskoðun stjórnarráðslaga sé unnin í víðtæku samráði stjórn- málamanna, bæði úr stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkum og emb- ættismanna.. Eðli málsins sam- kvæmt sé nauðsynlegt að góð sam- staða myndist um lög og reglugerð um stjórnarráðið, þannig að þau fái að standa óhögguð um alllanga hríð, og verði þar með hæfileg kjölfesta samfelldrar og stöðugrar starfsemi stjórnarráðsins. Skorti á hinn bóginn samstöðu stjómmálaflokka um lög- in, sé hætt við að þau verði pólitískt bitbein og þeim breytt af litlu tilefni vtö stjórnarskipti. í umsögn ráðuneytisstjóranna segir að í frumvarpsdrögunum komi ekki fram hvert markmiðið sé með afnámi æviráðningar starfsmanna ráðuneyta, og ekki sé heldur að finna rökstuðning með þessari breytingu. Rökin sem færa megi fyrir afnámi æviráðningar séu að líkindum helst þau að með því væri aukið á hreyfan- leika stjómenda, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni starfseminnar að almennum þjóðfélagsbreytingum og breytingum viðfangsefna stjórnsýsl- unnar ætti að aukast, og dregið yrði úr hættu á því að ráðuneyti og starf- semi þeirra staðnaði vegna þess að stjórnendur ílentust um of í starfi. Á hinn bóginn kunni sú breyting sem um ræðir að stangast á við megin- markmiðið með æviráðningu stjórn- arráðsstarfsmanna, þ.e. stöðugleika í starfsemi ráðuneyta. Þá sé það og einn helsti tilgangur ótímabundinnar skipunar í embætti að koma í veg fyrir að ráðherrar geti að eigin geð- þótta skipt um helstu embættis- menn. Ennfremur búi sú skoðun að baki að embættismannakerfið eigi að veita stjórnmálamönnum aðhald, sem nauðsynlegt sé til að koma í veg fyrir fljótráðnar ákvarðanir, hentistefnu og misræmi í athöfnum og afgreiðslum stjórnsýslunnar. Ráðuneytisstjórarnir telja að bæði kerfin sem um ræðir séu ekki án ágalla. Kerfi skammtímaráðninga bjóði upp á hættu á óstöðugleika, pólitíska ihlutun og misræmi í störf- um, en kerfi ótímabundinna skipana í embætti feli í sér hættu á stöðnun. Þeir benda á að samkvæmt frum- varpsdrögunum sé ekki gert sér- staklega ráð fyrir að æðstu embætt- ismenn ráðuneyta verði endurráðnir að sex ára tímsbili loknu, hvorki í þeim ráðuneytum þar sem þeir gegndu starfi né í öðrum ráðuneyt- um. Þetta gæti latt hæfa menn til að sækjast eftir stjórnunarstarfi í ráðuneytum nema laun yrðu hækkuð svo um munaði, en veruleg áhætta fælist í að takast á hendur slík störf þar sem menn hefðu aðeins trygg- ingu fyrir sex ára starfi, og afar lítið svigrúm að því loknu að finna nýtt starf við hæfi. í öðru lagi sé hætta á því að umrætt fyrirkomulag hvetji ráðherra beinlínis til að skipa nýja menn, og þá sína eigin menn, að sex ára ráðningartímabili loknu. Manna- skipti yrðu tíðari en samrýmdist markmiðum um stöðugleika og sam- fell í starfi, og stjórnendur í ráðu- neytum yrðu miklu pólitískari en nú er, þar sem vafalaust myndi gæta venjubundinnar tilhneigingar til að ráðherrar skipuðu menn úr eigin röðum. Loks væri með þessu grafið mjög undan því aðhaldi sé að emb- ættismenn veiti stjórnmálamönnum. Jón Sveinsson, formaður nefndar til endurskoðunar á lögum um Stjómarráð íslands, segir að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda ráðuneytisstjóranna varðandi breyt- ingar á skipun embættismanna. „Æviráðningin er í raun alveg af- numin með þessu, en í þessu sam- bandi er rétt að minna á frumvarp sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks flutti á sínum tíma og gerði ráð fyrir þessu sama. Að vísu var þar gert ráð fyrir ráðn- ingu ráðuneytisstjóra til allt að 12 árum, þannig að þetta gengui skemmra þar sem unnt verður að endurráða ráðuneytisstjóra ef því er að skipta á sex ára fresti ef um er að ræða menn sem reynast starfi sínu vaxnir. Vissulega togast á sjón- armið um að þetta geti valdið aukn- um pólitískum áhrifum á stjórnsýsl- una, en á móti má segja að ráð- herrar verða að sækja sitt vald á fjögurra ára fresti, og sérstakt má vera ef ráðherrar fara meira og minna að hreinsa út úr ráðuneytum ætlandi sér væntanlega að ná endur- kjöri síðar. Við sáum því ekki ástæðu til að óttast þetta sérstaklega,“ sagði Jón. Skoðanakönnun: Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 49,7% Sjálfetæðisflokkurinn fengi 49,7% atkvæða ef kosið væri ti) alþingis núna, samkvæmt skoð- anakönnun Skáís fyrir Stöð 2. Framsóknarflokkur fengi 17,9%, Alþýðubandalag 11,3%, Alþýðu- flokkur 9,9%, Kvennalisti 9,3%, en aðrir flokkar fengju allir innan við 1% hver. í 842 manna úrtaki af öllu landinu tóku 453 afetöðu í skoðanakönnuninni, eða 53,8%. í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi styddu ríkis- stjórnina, og svöruðu 66,8% þeirrs sem afstöðu tóku því neitandi, er 33,2% svöruðu játandi. Afstöðu tóki 701 af þeim 842 sem spurðir voru eða 83,3%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.