Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990
Nýtt álver á íslandi:
A
Akvörðun Alumax
imian tveggja vikna
Líst vel á málið, segir aðalforstjóri Alumax
Beverwijk í Hollandi. Frá Kristófer Má
FYRSTA fundi fulltrúa banda-
ríska fyrirtækisins Alumax með
fulltrúum hollenska fyrirtækisins
Hoogovens og sænska fyrirtækis-
Þýzkur ráð-
herra kynnir
sér æðarrækt
VESTUR þýzki umhverfis-
málaráðherrann dr. Klaus
Töpfer hefúr þekkzt boð Júl-
íusar Sólnes hagstofuráðherra
um að heimsækja Island og
kynna sér m.a. æðarrækt.
í fréttatilkynningu frá hag-
stofuráðherra segir að dr. Töpfer
hafí hlutazt til um að fá farsæla
lausn á deilumáli íslenzkra æðar-
dúnsútflytjenda og þýzkra toll-
embættismanna. Hann og Júlíus
Sólnes ræddu þetta mál á fundi
í Frankfurt í desember sl.
Kristínssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
ins Gránges um mögulega sam-
vinnu þessara fyrirtækja við
byggingu nýs álvers á Islandi
lauk í Hollandi í gær. Fundinn
sátu jafnframt fúlltrúar íslensku
álviðræðunefíidarinnar.
Jóhannes Nordal formaður
nefndarinnar sagði að of snemmt
væri að spá um niðurstöður við-
ræðnanna eftir þennan fyrsta fund
en ekki virtist ástæða til annars en
bjartsýni. Umræður á fundinum
hefðu verið jákvæðar og gagnlegar.
I sama streng tók Paul Drack aðal-
forstjóri Alumax. Hann sagði að sér
litist vel á málið en nú lægi fyrir
að skoða það betur og ákvörðun
yrði tekin innan viku eða hálfs
mánaðar. Hann sagðist búast við
að næsti fundur yrði haldinn á ís-
Iandi innan þriggja vikna. Reiknað
er með að eignarhald álfyrirtækj-
anna þriggja verði svipað en Paul
Drack sagði að Alumax myndi
leggja áherslu á a.m.k. þriðjung í
hinu nýja fyrirtæki ef saman gengi.
STJÓRNENDUR útibús PK-bank-
ans í Bergen hafa fallizt á að Andri
BA verði gerður út á kolavinnslu
og frystingu undan ströndum Al-
aska. Ákvörðunin var tekin eftir
fund stjórnarformanns og fram-
kvæmdastjóra útgerðarfélagsins
og fúlltrúa bankans í Noregi í gær.
Stjórn útgerðarinnar fundar í dag
og tekur endanlega ákvörðun um
framhaldið. Skipið hefur þvi ekki
hafið vinnslu, en hefur leyfí til henn-
ar. Einnig er talinn möguleiki á því
að um einhveija þorskvinnslu geti
orðið að ræða síðar á árinu.
PK-bankinn er fyrrverandi eigandi
Andra og á í skipinu veð fyrir lánum.
í Ijósi breyttra aðstæðna er hugsan-
legt að um aukið áhættufé verði að
ræða af hálfu bankans, að sögn
Haralds Haraldssonar stjómarfor-
manns íslenska úthafsútgerðarfé-
lagsins. Haraldur sagði í gærkvöldi
að vonazt væri til að tekjumar af
kolavinnslu Andra nægðu fyrir
kostnaði við vinnsluna. Hins vegar
nægðu þær ekki fyrir afborgunum
og því borgaði vinnslan sig ekki til
lengdar.
„Við teljum að íslenzk stjómvöld
eigi að þiýsta á að Andri BA fái
heimild til þorskvinnslu við Alaska.
Það er mikilvægt fyrir íslenzkt þjóð-
félag að fá auknar þjóðartekjur,"
sagði Haraldur. Hann sagði að ijár-
festingin í skipinu væri um 40
Bandaríkjadalir eða um 2.400 krónur
á hvern Islending. Það hlyti að hafa
áhrif á bandarísk stjórnvöld að ef
Bandaríkjamenn fjárfestu fyrir jafn
háa fjárhæð á mann væri fjárfesting
þeirra um 10 milljarðar dala eða um
600 milljarðar króna.
PK-bankinn samþykkir
kolavinnslu Andra BA
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Bridshátíð hófst ígærkvöldi
Bridshátíð var sett á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi kl. 20. Fyrri hluti
mótsins er tvímenningskeppni með þátttöku 48 para. Sex erlend pör
taka þátt í hátíðinni. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, setti
mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir José Damiani forseta Evrópubrids-
sambandsins, sem er meðal þátttakenda. Bak við er Helgi Jóhannsson
forseti Bridssambands íslands.
Amarflug innanlands:
Stefiiir í 25
millj. hluta-
fjáraukniiigii
NÚ STEFNIR í að hlutafé í Arnar-
flugi innanlands verði aukið um
25 milljónir króna, úr 10 í 35 millj-
ónir. Kristinn Sigtryggsson for-
stjóri Arnarflugs hf. segir að end-
anlega verði gengið frá málinu
um eða upp úr helgi.
Amarflug hf. á nú langstærstan
hlut í Amarflugi innanlands. Kristinn
Sigtryggsson segir að þeir sem standi
bak við tilboð um hlutafjáraukningu
séu nokkrir hluthafar og stjómar-
menn í Amarflugi hf. auk aðila af
landsbyggðinni og starfsfólks Amar-
flugs hf. Hann segir að þorri aukins
hlutaijár í Arnarflugi innanlands
komi þó frá fáum aðilum ef af verð-
ur. Þess vegna sé ekki um að ræða
að fyrirtækin tvö sameinist á nýjan
leik.
Flugtak á Akureyri dró tilboð í
Arnarflug innanlands til baka í vik-
unni, þegar ljóst varð að stjómendur
og starfsfólk Amarflugs hf. vildu líka
kaupa. Skúli Ágústsson hjá Flugtaki
segir að fyrirtækinu hafí verið boðið
að taka þátt í tilboði frá Kristni Sig-
fryggssyni. Herði Einarssyni og
starfsfólki Amarflugs hf. Því hafi
Flugtaksmenn hafnað, enda hafí þeir
viljað standa einir að kaupunum og
tilboð starfsfólksins hafí verið nokkr-
um milljónum hærra en það sem
þeir gerðu.
Ríkisstjórnin:
Siglufjörður:
Játaði fjög-
ur innbrot
LÖGREGLAN í Siglufirði hefúr
upplýst fjögur innbrot. Þrjú
þeirra voru framin aðfaranótt
fimmtudags, en það fjórða í lok
nóvember á síðasta ári. Við yfir-
heyrslur gekkst maður um tvítugt
við innbrotunum.
Maðurinn braust inn í útibú Út-
vegsbankans 28. nóvember og hafði
á brott nokkur þúsund krónur, auk
vindla. Aðfaranótt fímmtudags
braust hann inn í byggingu við flug-
völlinn og í tvo skála á skíðasvæðinu
og stal smámynt og talstöð. Eftir
að játning hans lá fyrir var honum
sleppt úr haldi. Innbrotin vora öll
framin um hánótt, þegar lögreglan
var ekki á vakt.
Niðurskurðurinn verður
um einn milljarður króna
EKKI tókst að afgreiða tillögur
Ólafs Ragnars Gímssonar, fjár-
málaráðherra, um 1.200 miHj-
óna króna niðurskurð ríkisút-
gjalda á þessu ári, á ríkisstjórn-
arfúndi í gær. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er enn
talsverður ágreiningur í ríkis-
stjórninni um með hvaða hætti
ríkisútgjöld skuli skorin niður,
en líklegt þykir þó að á ríkis-
sljórnarfúndi á þriðjudag fáist
niðurstaða í málið og ákveðinn
verði niðurskurður sem nemi
um einum milljarði króna.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að nokkuð vel
hefði miðað á fundinum í gær-
morgun og hann reiknaði með nið-
urstöðu í málinu á þriðjudag. Hann
sagðist ekki vilja ræða málið að
öðru leyti á þessu stigi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru það einkum flokks-
bræður fjármálaráðherra, þeir
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
göngu- og landbúnaðarráðherra,
og Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra, sem hafa snúist öndverð-
ir gegn ákveðnum tillögum fjár-
málaráðherra, sem snerta þeirra
málaflokka. Ráðherrar Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks munu
í megindráttum styðja tillögur fjár-
málaráðherrans.
Ríkisstjómin mun telja það
nægjanlegt að skera ríkisútgjöld
niður um einn milljarð króna, þar
sem talið er að kostnaðarauki ríkis-
sjóðs vegna nýgerðra kjarasamn-
inga nemi um 980 milljónum
króna.
Listaverkagjöf Errós:
Ráðuneytið óskar upplýs-
inga um tilefiii gjafarinnar
Áföllin komu mjög óvænt
- sagði Sigfus Harðarson hafhsögumaður
„VIÐ vorum búnir að fara tvisvar út fyrir ós um daginn. Þá
var veður og sjór mjög þokkalegt, þannig að þessi áfoll komu
mjög óvænt,“ sagði Sigfús Harðarson, aðspurður um slysið við
Hornafjarðarós í fyrrakvöld, er Ióðsbáturinn Björn Lóðs fékk
á sig brot og sökk.
„Eftir fyrsta brotið keyrði ég
upp að Keflvíkingi og hafði skjól
af honum, en svo riðu fleiri sjóir
yfir báða bátana og lóðsbátinn
hrakti frá. Þá bakkaði ég iíka
til að bátarnir skyllu ekki harka-
lega saman og þá mun tóg hafa
farið í skrúfuna og báturinn varð
stjórnlaus. En Keflvíkingur kom
strax upp að mér og náðu strák-
amir að fleygja til mín bjarg-
hring, sem ég komst í og þeir
drógu mig strax um borð. Þetta
er í fyrsta sinn sem ég lendi í
sjónum við þessi störf mín,“
sagði Sigfús.
Jón Eyfjörð, skipstjóri á
Keflavíkingi, sem var að fylla sig
af loðnu við Stokksnes, er Morg-
unblaðið hafði samband við hann
í gær, sagði að lóðsbáturinn hefði
skyndilega orðið stjómlaus.
„Leikurinn barst upp í Qöru og
gengu ólög yfír. Við náðum hon-
um á síðustu stundu, en vorum
þá komnir í stórhættu — vorum
komnir svo nálægt landi. Þetta
leit illa út á tímabili og við mátt-
um þakka fyrir að ná honum á
síðustu sekúndunum. Síðan var
erfítt að koma bátnum frá, við
fengum ólög, en það hafðist."
Sigfús
maður.
Morgunblaðið/Jón Gunnar
Harðarson hafíisögu-
Fjármálaráðuneytið hefúr
óskað eftir upplýsinguin um af
hvaða tilefni listamaðurinn
Erró gefúr Listasafni
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum
bréf, ljósmyndir, bæklinga og
listaverk eftir að ráðuneytið
synjaði beiðni safhsins um nið-
urfellingu á virðisaukaskatti,
sem lagður hefúr verið á gjöf-
ina.
í bréfí ráðuneytisins segir:
„Ráðuneytið fer þess á leit við
safnið að það leggi fram greina-
góðar upplýsingar um það af
hvaða tilefni munir þessir eru
gefnir safninu, hvort allir þessir
munir eru gjöf af viðkomandi til-
efni til safnsins og einnig um
hvaða muni er nákvæmlega að
ræða.“
Ennfremur er farið fram á að
rétt aðflutningsskjöl fylgi beiðn-
inni, því samkvæmt aðflutnings-
skýrslum, sem fylgdu beiðni flutn-
ingafyrirtækisins, er sér um flutn-
inga fyrir safnið, er eingöngu get-
ið um ljósmyndir, en í beiðni Kjar-
valsstaða til ráðuneytisins er
þeirra ekki getið.
Að fengnum þessum upplýsing-
lim mun ráðuneytið en.durskpða
afstöðu sína til beiðni um niðurfell-
ingu á virðisaukaskatti á gjöf Err-
ós til Reykjavíkurborgar.
Hagkaup:
40 kærðir
fyrir hnupl
FJÖRUTIU manns hafa verið
staðnir að hnupli í Hagkaupum í
Kringlunni frá áramótum. Atvikin
hafa verið kærð til lögreglu.
í vikunni vora tvær stúlkur staðn-
ar að því að stela snyrtivörum og
nærfötum í Hagkaupum. í fóram
þeirra fannst skyrta og bolur sem
þær höfðu hnuplað úr öðrum verslun-
um í húsinu. Þá vora tvær 16 ára
stúlkur kærðar til lögreglu fyrir að
stela eintaki af „Kristnihaldi undir
Jökli,“ eftir Halldór Laxness, úr
Kaupstað við Mjódd. Loks var 14 ára
piltur staðinn að þjófnaði á seðla-
veski úr búningsklefa í Sundlaugun-
um í Laugardal. Við yfirheyrslur hjá
lögreglu játaði hann einnig að hafa
stolið armbandsúri sem hann gekk
með á sér. Pilturinn var vistaður á
_ U ngl injgahej mili„ ríkisi n s.