Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 7
Borgar stj órnar-
kosningarnar:
A-listinn
líklega boð-
inn fram í
Reykjavík
„VIÐ höldum væntanlega okkar
striki og prófkjör Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík verði opið,
óflokksbundnir hafí einnig kjör-
gengi og verkefiiaskrá Málefiia-
listans verði borgarmálastefiiu-
skrá Alþýðuflokksins." Þetta seg-
ir Birgir Dýrfjörð, formaður full-
trúaráðs Alþýðuflokksins í
Reykjavík, um framvindu mála
þegar ljóst er orðið að Birting
leggur Málefiialistanum ekki lið
fyrir borgarstjómarkosningar.
Birgir telur líklegt að A-listinn
verði boðinn fram og hætt 'við
Málefiialistann.
Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokks-
félaganna í Reykjavík kemur saman
nú um helgina. Birgir Dýrfjörð
kveðst ætla að leggja til á fundinum
að þijú ofangreind atriði verði sam-
þykkt og síðar borin undir almennan
fund Alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík eða fulltrúaráðið.
„Mér sýnist líklegt að boðið verði
fram undir merkjum A-listans, en
ekki Málefnalistans," segir Birgir.
„Upp úr miðri vikunni höfðu nokkrir
einstaklingar samband og lýstu
áhuga á samstarfi þar sem Alþýðu-
bandalagið væri komið út úr mynd-
inni. En nú þarf að gefa þessum
málum tíma, rúm vika líður að
líkindum áður en línur hafa skýrst
nægilegatil að taka megi ákvörðun."
Kjartan Valgarðsson, formaður
Birtingar, segist ekkert geta sagt
um hvort einstakir liðsmenn Birting-
ar muni ganga til samstarfs við Al-
þýðuflokkinn. „Birting ákvað í vik-
unni að hætta að sinni afskiptum
af framboðsmálum. Við viljum hins
vegar ekki loka neinum dyrum, það
getur ýmislegt gerst fram að kosn-
ingum.“
Myndir barna
í Listasafhinu
KENNURUM barna og unglinga
í skólum landsins hefiir verið
boðið að kynna verk ncmenda
sinna í fyrirlestrarsal Listasafiis
Islands og ríður barnadeild
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á vaðið.
Sýning á verkum nemenda verður
opnuð í dag, laugardag, klukkan
14 og þá verður jafnframt farið með
börnin um einn sal safnsins og verk-
in útskýrð fyrir þeim. Fjallað verður
um abstrakt list og verður þema
dagskrárinnar Tónlist fyrír augun —
litir og form fyrír eyrun.
Þá verður verður kynningar- og
umræðufundur um börn og myndlist
laugardaginn 24. febrúar klukkan
14. Fundurinn er öllum opinn.
Síðasti skila-
dagur skatt-
framtals í dag
SÍÐASTI dagur til að skila skatt-
framtölum er í dag, og rennur
íresturinn út á miðnætti.
Að sögn Ingvars Rögnvaldssonar,
skrifstofustjóra Skattstofunnar í
Reykjavík, hefur þegar borist tölu-
vert af framtölum til skattstofunnar.
Hann kvaðst eiga von á að flestir
sem ættu eftir að skila framtölum
sínum myndu gera það seinnipartinn
í dag og í kvöld, en það væri mjög
svipað og verið hefði undanfarin ár.
„Við eigum því von á þessari hefð-
bundnu biðröð við póstlúgu skatt-
stofunnar í kvöld.“
ttaplöntuímeð
30%
afslætti
íið í Blómaval og gerið góð kaup
Síðustu dugar
útsölunnar
noor q a t T q RrJrJJ
morgunblauið , i
itrif tqt/^t^í(í\\r
TOPP TUTTU6U
1. (2) BETRAYED
2. (1) WORKING GIRL
3. (-) POLICE ACADEMY 6
4. (8) MY STEPMOTHERIS AN
ALIEN
5. (5) CROSSING DELANCEY
6. (4) BARON MUNCHAUSEN
7. (6) WITHOUT A CLUE
8. (3) HERALIBI
9. (11) THROW-AWAY WIFES
10. (10) GUNRUNNER
11. (9) SPELLBINDER
12. (13) BL00DSP0RT
13. (7) NAKEDGUN
14. (-) CANNONBALL FEVER
15. (14) ACRYINTHEDARK
16. (-) DEADHEAT
17. (-) TRAPPER COUNTY WAR
18. (-) TORCH SONG TRILOGY
19. (12) THREE FUGITIVES
20. (20) RAIN MAN
MYNDIR SEM EIMGIINIIM MÁ MISSA AF
Ef róðsettar ráðskonur ætla að ráða ráðum sínum í ráðríkri
um að ráðast með ráðum og dáðum á ráðherra...
er gott ráð að kynna sér málið fyrst á myndbandi.
A myndbandaleigum Steina hf. fást myndir um
ráðskonur, ráðábrugg, ráðningar og ráð-
herra, ásamt aragrúa kvikmynda um allt
milli himins og jarðar. Myndbandaleigur
Steina hf. njóta mikillar sérstöðu vegna
greinargóðra merkinga mynda og
fjölda verðflokka. Það hlýtur einnig
að teljast mjög mikill kostur fyrir
myndbandaunnendur að geta
fengið myndirnar þegar þeim hent-
ar, og varla ókostur að geta skilað
þeim á fjórum stöðum, í Mjódd,
Skipholti, Austurstræti eða í Hafn-
arfirði. Eins og góðri myndbanda-
leigu sæmir leigjum við út mynd
bandstæki.
Hjá okkur heitir þetta sjálfsögó
iþjónusta.
CROSSING DELINCY
TWIN PEÍKS
RikkyandPete
tvv POLICE
ACADEMY
Þau eru nefnd mestu mistök
lögregluskólans. Áfram halda
þau að berjast á móti órétt-
læti og misgjörðum með drep-
fyndnum aðferðum. Þú deyrð
hugsanlega úr hlátri, en hvern
á að handtaka fyrir morðið.
U APPRENTICE
TO MURDER
Spennumynd um lækni, sem
beitir sömu aðferðum og kol-
legar hans á miðöldum. Don-
ald Sutherland ferst vel úr
hendi hlutverk læknisins og
sýnir afburðaleik. Rob Lowe
þarf ekki að skammast sín fyr-
ir Chad bróður sinn, sem sýnir
hér snilldartakta.
mmf KISS OF THE
^^SPIDER WOMAN
Loksins er þessi stórmynd fá-
anleg á íslandi. Hér er fléttað
saman á meistaralegan hátt
raunverleika og draumórum.
William Hurt hlaut óskarinn
fyrir leik sinn í þessari spenn-
andi og dulúðugu mynd.
Væntanleg 12. febrúar.
VI RIKKY
AND PETE
Jarðfræðingurinn Rikky eyðir
öllum stundum til að fá útrás
fyrir miklar tónlistagáfur. Bróð-
ir hennar, sérvitringurinn Pete
er upptekinn af gagnlausum
uppfinningum. Þrælmögnuð
gamanmynd um ótrúlegar af-
leiðingar skemmtilegra uppá-
tækja.
Ellie og Janice þurfa að stand-
ast erfitt próf sem á að skera
úr um það hvort konur standi
jafnfætis karlmönnum. Það
verður að segjast að líkamleg-
ar og bóklegar úrlausnir próf-
verkefna þeirra fái hvern mann
til að skella upp úr svo um
munar. Framleidd af leikstjóra
Twins og Ghostbusters.
Væntanleg 12. febrúar.
myndirnar fást
myndbandaleigur
Álfabakka14 Austurstræti 22 Reykjavíkurvegi 64 Skipholti 9
sími79050 sími28319 sími651425 sími 626171