Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 10
10
-U-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FKBRÚAR 1090----
Rut Rebekka
sýnir í Noregi
MYNDLISTARKONAN Rut Re-
bekka Sigurjónsdóttir opnar
einkasýningu i bænum Hamar
í Noregi í dag laugardag. Það
er menningarmálanefnd bæjar-
ins, sem er skammt austur af
Ósló, sem bauð Rut Rebekku
að halda þessa sýningu. Frá
þessu var skýrt í Hamar Ar-
beiderblad nýlega.
Rut Rebekka hefur haldið tvær
einkasýningar á Kjarvalsstöðum,
síðast 1988, og í Gammelstrand
galleri í Kaupmannahöfn á síðasta
ári. Auk þess hefur hún tekið
þátt í samsýningu á Aker brygge
í Noregi.
Rut Rebekka nam málaralist í
Mynd- og handíðaskóla Islands.
Hún mun sýna 35 olíu-, grafík-
og vatnslitamyndir sem unnar
voru á síðasta ári.
LARUS Þ. VALDIMARSSOIM framkvæmdastjóri
EINAR ÞÓRISSON LONG, SÖLUMAÐUR
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali
Til sölu eru að koma meðal annarra eigna:
Ný endurbyggð - allt sér
Séríbúð 4ra herb. 102,2 fm nettó við Laekjarfit, Garðabæ. Öll ný endur-
byggð. Allt sér. Bílskréttur.
Nýtt og glæsilegt raðhús
í Ártúnsholti á tveim hæðum um 160 fm. 3-4 svefnherb. Góður bílsk.
Langtímalán. Eignin er næstum fullgerð.
Við Brekkubyggð í Garðabæ
raðhús á tveim hæðum með 3ja herb. glæsil. íb. Bílsk. Ræktuð lóð.
Útsýni.
Velbyggt steinhús við Látraströnd
Ein hæð um 225 fm með bílsk. og sólverönd. Húsið er 6 herb. íb.
Nýtt parket. Nýtt gler og póstar. Stór og góð eignarlóð.
í tvíbýli í Suðurhlíðum
5 herb. íb. á neðri hæð og í kj. Alls 152,4 fm. Næstum fullgerð. Allt
sér. Sanngjarnt verð.
Góð íbúð á Högunum
3ja herb. íb. á 3. hæð 88 fm nettó. Töluvert endurn. (bað, gler og
póstar). Suðursv. Geymsla og föndurherb. í kj. Ágæt sameign. Laus
1. júní nk.
í smíðum - sérþvottah. - bílskúr
Glæsil. 3ja herb. ib. við Sporhamra fullb. undir trév. nú þegar. Sam-
eign verður fullg. Hentar einkum þeim sem hafa lánsloforð. Hag-
kvæmir greiðsluskilmálar.
Opiðídagkl. 10.00-16.00.
Fjöldi fjársterkra __________________
kaupenda. FASTEIGNASA L A N
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
Húseign í Hafnarfirði
Nýkomið í einkasölu timburhús á góðum og rólegum
stað við sjóinn í Vesturbænum, alls 120 fm. A aðalhæð
eru 3 herb. og eldhús, í risi 3 herb. og rúmgóður kjall-
ari. Húsið er í góðri hirðu, með tvöföldu verksmiðju-
gleri að mestu, endurnýjuðum raflögnum og nýlegri
stálklæðningu. 24 fm bflskúr. Ekkert áhvílandi. Laust
strax.
Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl.,
frákl. 13-17 Austurgötu 10, sími 50764.
Sinfóníuhljómsveit-
in 1 Háskólabíói
_________Tónlist_____________
Ragnar Björnsson
Ekki bætir Sibelius miklu við
stórleik inn með tónaljóðinu Tapi-
ola op. 112. Þó er verkið fullt af
dulúðgum stemmningum finnsku
skóganna, ótta einstaklingsins sem
freistast lætur að hlusta á seið
skógarguðsins og hugmyndaflugið
vefur upp á sig. Ur einu þema vinn-
ur Sibelius sinn vef og birtir þannig
áheyrandanum hinar ýmsu sýnir
úr myrkviðum skógarins. Margt
gerðu hljómsveit og stjórnandi vel
í tónaljóðinu en vafasamur er sá
óhemju styrkleikamunur sem
hljómsveitarstjórinn knúði fram í
hljómsveitinni. Hætta er sú að innri
spenna tónsmíðarinnar líði fyrir
ytri búning. Frumflutningi á
íslensku verki er alltaf beðið með
eftirvæntingu. „Tilbrigði um silfur",
konsert fyrir einleiksflautu og
hljómsveit, er líkt og Tapiola ekki
flókið verk í byggingu en mjög eru
þau ólík. Hér er öllu haldið í skefj-
um og í öguðu formi. Verkið byijar
á ákveðnum hljómagangi í hörp-
unni, hljómum sem Þorkell Sigur-
björnsson virðist síðan nota í allri
framvindu verksins. Engu er hér
sleppt lausu en þó fær músíkin sína
spennu og slökun. í einfaldleik
sínum hljómar verkið aldrei lang-
dregið en kannske bjargaði því
einnig snilldarleikur Martial Nard-
eau á flautuna. Stanslaust spil
Nardeau út allan konsertinn er
kannske svolítið tillitslaust af Þor-
keli en Nardeau leysti það án erfið-
leika með öruggri tækni, fallegum
tóni og „músikaliteti“ sem gaf verk-
inu svolítið franskan „impress-
ionískan" blæ. Svona spila aðeins
framúrskarandi hljóðfæraleikarar.
„Pósthorn-kvöldlokkan" eftir Moz-
art er vafalítið flestum tónleika-
gestum ókunn og flutningur verks-
ins í tónleikasal réttlætist kannske
fyrst og fremst af einleikshlutverk-
um og samspili tréblásaranna svo
og vegna kynningar á því sérstæða
hljóðfæri sem pósthorn heitir og
þrátt fyrir nafnið - horn - til-
heyrir trompetunum en ekki horn-
unum og sem Ásgeir Steingrímsson
lék á af ágætum. Tréblásararnir
gerðu og margt mjög fallega en það
verður þó að segjast, innbyrðis voru
þeir ekki alltaf alveg hreinir, og er
það hlutur sem þeir verða að gera
upp sín á milli. Hljómsveitarstjórinn
Osmo Vánská er vafalaust efnilegur
stjórnandi, en enn og aftur, hvers
vegna þessar óskapa andstæður í
styrkleikavali og hvers vegna þarf
Þorkell Sigurbjörnsson
stjórnandi endilega að láta svo á
stjórnandapalli sem himinn og jörð
séu að farast? Ekki trúi ég því að
það sé finnski skólinn því Panula,
kennari Osmo Vánská, lærði hjá
Albert Wolff og Wolff, sem talaði
eingöngu frönsku, hafði þann hátt-
inn á í kennslustundum að þegar
honum þótti nemandinn ganga of
langt í handsveiflúm, bugti og beyg-
ingum, gekk Wolff um gólf fyrir
aftan stjórnandann og tautaði
„compote marmelade, kompotte
marmelade".
ÍQmgDsl máfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 525. þáttur
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli átti nokkuð ósagt við
okkur, og birtist hér framhald
af bréfi hans: „Að „byggja upp
ímynd“, — er það að mynda
skoðun? Er þá uppbygging
ímyndar skoðana-myndun? Eg
las í Morgunblaðinu: „íslenski
fiskurinn hefur góða ímynd í
Bandaríkjunum“. Samkvæmt
Blöndal skilst mér að ímynd
geti verið mynd, tákn eða eft-
irlíking. Þarna skilst mér að
ímynd sé álit, skoðun.
Þegar ég var barn var okkur
kennt að segja: „Það er eftir að
gera hitt og þetta.“ Hins vegar
sögðum við: „Ég á það eftir.“
Nú virðist mér að margur segi:
„Það á eftir.“ Eigum við þá að
segja: „það á ógert“? Þingið á
eftir að setja lög og ráðherra á
eftir að gefa út reglugerð. Það
er eftir að finna bestu lausnina,
hver sem verður svo gæfusamur
að leysa þá þraut. Það er ógert,
„það á eftir“ að sætta mig við
að heyra sí og æ: „Það á eftir.“
Nú er nóg sagt, en ég vænti að
þú hafír gaman af svona rabbi
þó að ekki verði öllu komið á
prent.
Bestu kveðjur.
Bréfsauki: Fyrst bréfið er ekki
farið bæti ég því við að vestra
var talað um fjörður þegar rætt
var um Jökulfirði.
Það er alltaf nóg um að tala.
Hvað veistu fyrst um nafnið
Hagalín? Guðmundur Hagalín
sagði það komið í sína ætt frá
norskum skipstjóra, Hagelien,
og má það vel vera rétt, þó að
ég hyggi að nafnið Hagalín hafi
verið eldra.“
★
Já, ég hef gaman af svona
spjalli, og bréf Halldórs eru slík,
að ég vil helst koma öllu efni
þeirra á prent. Um það hrogna-
mál, að byggja upp ímynd, vísa
ég til 512. þáttar og ummæla
próf. Baldurs Jónssonar þar. Ég
er sammála bréfritara um að
vera eftir og eiga eftir; og svo
er það Hagalín.
Guðrún Jakobsdóttir í
Reykjahlíð við Mývatn hefur lát-
ið Þóroddi lækni í té eftirfarandi
upplýsingar og góðfúslega leyft
mér að nota þær: „Hún amma
mín það sagði mér. Á fardög-
um 1827 fluttu afi hennar og
amma, Jón Teitsson og Silfá
(Silpha) Jóhannesdóttir úr
Grunnavík að Kvíum (sömu
sveit) og með þeim fullorðin
börn þeirra sem í heimilinu voru,
þar á meðal Jóhannes Jóns-
son ... Engilráð Gísladóttir og
sonur þeirra Jakob (smábarn).
Jóhannes heillaðist mjög af
haglendinu í Kvíum, leist það
fagurt, fijósamt og kjarngott.
12. júní 1827 fæðist þeim Jó-
hannesi og Engilráðu sonur, og
gaf Jóhannes honum nafnið
Hagalín, til heiðurs því fagra
haglendi sem augu og hugur
bóndans var svo snortið af. Jó-
hannes eignaðist 12 börn með
konu sinni... og svo hana
ömmu mína fædda 14. október
1868 í Kvíum. Hennar móðir var
Jóhanna Einarsdóttir. Jóhannes
vildi gefa yngstu dóttur sinni
nafnið Baldinbrá, en móðir
hennar samþykkti það ekki;
amma hlaut nafnið Ketilríður.
Hagalín Jóhannesson kvænt-
ist Margréti Einarsdóttur (hún
var systir Jóhönnu). Hagalín og
Margrét bjuggu á Steig í
Grunnavíkurhreppi og eignuðust
9 börn, og enn er til Hagalíns-
nafn á niðjum þeirra. Afkomend-
ur Jóhannesar bjuggu á Kvíum,
uns jörðin var yfirgefin 1948.
Manntöl aldanna sýna að
margt heimilisfólk var jafnan á
Kvíum, hvaða augum sem aðrir
hafa litið landkosti þar.
Með bestu kveðju. Guðrún
Jakobsdóttir. Skráð 24. janúar
1990.
Bréfauki: Ég hafði símasam-
band við Jóhönnu Jakobsdóttur
og las henni það sem á blaðinu
stendur. Hún samþykkir að rétt
sé með farið. Hún er fædd 1913
og alin að mestu upp af ömmu
Ketilríði."
★
Alúðarþakkir færi ég Guð-
rúnu fyrir þennan stílhreina,
greinargóða og trúverðuga vitn-
isburð. Verður það, sem hún
segir, trauðla rengt, enda mun
ég hafa það fyrir -satt. Ég
ímynda mér að Jóhannes á
Kvíum hafi haft mætur á Jóni
Vídalín og postillu hans og hag-
að endingu nafnsins Hagalín í
samræmi við Vídalín. Eftir öllu
gramsi mínu í manntölum og
kirkjubókum er Hagalín Jóhann-
esson á Kvíum víslega fyrsti ís-
lendingur með því heiti. í næsta
þætti verður vikið að því, er
Hagalín var löggilt ættarnafn.
★
Hlymrekur og Þjóðrekur
kváðu:
Þegar Hrognkelsa-Kalli frá Kveneyjum
sat kengfullur suður í Feneyjum,
heyrði ’ann þjóta í tóum
í þarlendum móum:
„Það er geggjað að búa í greneyjum."
★
„Hingað til hafa fslenzk orð
verið mynduð á þann hátt, að
skeytt hefur verið viðskeyti eða
afleiðsluending aftan við rót eða
stofn, sem til er í málinu, eða
með því að skeyta saman tvö
orð (t.d. bæjarstjóm, ritstjóri)
eða loks með því að setja sam-
stöfu, eina eða tvær, framan við
orð (t.d. tomæmur, afar-þung-
ur). Þetta eru aðal-orðmyndun-
arreglur íslenzkrar tungu, og
eru þær svo handhægar og full-
komnar, að íslenzkan hefur tæp-
ast orðið svo víðfræg fyrir neitt
sem fimleika sinn til orðmyndun-
ar.“
Þessi orð Árna Pálssonar pró-
fessors frá 1916 mættum við
hafa í huga, þegar í tísku er að
hraga upp forsetningarliðum að
erlendum hætti, svo sem: „mik-
ill fjöldi af mönnum“, mikil
lækkun á vöxtum", „mikil breidd
í gæðum“, o.s.frv.
★
Spurning: Hvað merkir orðið
fjöllyndur? Þarf það að hafa
niðrandi merkingu?