Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 22
22
MORGUNBLAÐÍÖ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990
Sameining A-flokka
gæti opnað nýja mögu-
leika í stjórnmálum
Sameining A-flokka — nýir
möguleikar
Það er því augljós þverstæða að
við skulum sitja uppi með ráðlausa
fimm flokka vinstri ríkisstjórn sem
er að dútla við gömul úrræði við
'ausn efnahagsmála og þorir ekki
að taka með festu á atvinnumálum
og samstarfí við aðrar þjóðir. Þessi
taflstaða kemur upp á sama tíma
og augljós breyting er að verða á
afstöðu manna í þjóðfélaginu og
innan stjómmálaflokka til margra
oeirra atriða sem fram að þessu
hefur skipt mönnum í ólíka hópa
og komið í veg fyrir breiða og
víðtæka samstöðu í þjóðfélaginu.
Auðvitað er hér um að ræða sig-
ur í málefnabaráttu sjálfstæðis-
manna. Það sem er að gerast er
viðurkenning á mörgu því sem sjálf-
stæðismenn hafa staðið fyrir í sókn
og vöm áratugum saman og stund-
um fengið á sig skrokkskjóður fyrir
- vegna þess að oft og tíðum hefur
verið hart barist. Sjálfstæðisstefnan
er því í raun og veru að vinna
stærri málefnalega sigra um þessar
mundir en nokkm sinni fyrr í sögu
Sjálfstæðisflokksins.
í raun og vem gæti það því haft
góð áhrif á framvindu stjórnmála á
Islandi ef A-flokkamir sameinuðust
í alvöru. Vitaskúld er það ágætt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar and-
stæðingamir em sundraðir. Og við
töpum ekki á trúðleik eins og þeim
' sem formenn þeirra hafa sýnt í
sameiningartilraunum sínum að
undanförnu.
En á sama hátt og það hefur
styrkt stjómmálalífíð í landinu að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfír-
unnið þá erfíðleika sem hann gekk
í gegnum eftir klofninginn 1987 og
náð fyrri styrk gæti það orðið þátt-
ur í að koma á meiri festu og auð-
velda okkur að nýta þau tækifæri
til meiri málefnalegrar samstöðu
sem nú gefast ef A-flokkamir sam-
einuðust. Samstaða þeirra í milli
myndi gefa þeim tækifæri til þess
að gera upp við fortíðina, varpa af
sér fjötrum gamalla tíma. Slík
breyting gæti opnað nýja möguleika
í stjómmálum.
Slíkur samrani myndi leiða til
þess að við fengjum annan flokk á
stærð við Framsóknarflokkinn. Þá
væri komið nýtt flokkamynstur.
Þó að ég harmi í sjálfu sér ekki
sundurlyndi andstæðinganna virðist
ýmislegt benda til þess að þeir séu
með ráðleysi sínu að glutra niður
tækifæri til þess að verða þátttak-
endur í að koma hér fram mark-
verðum breytingum og treysta
stjórnarfarið í sessi. í dag elur
smæð þessara flokka á tortryggni
og viðkvæmni og hindrar þá í að
nýta möguleika til að takast á við
ný verkefni á grandvelli fijálslyndra
hugmynda.
I þessu fari eru þeir alltof bundn-
ir við gamlan tíma og gamlar úr-
lausnir sem ekki eiga við lengur.
Þess vegna hefði verið æskilegt að
sjá raunveralegar breytingar og
marktækar tilraunir til þess að
koma á meiri samstöðu þarna á
milli.
Nú kunna ýmsir að spyija sem
svo að hvort Sjálfstæðisflokkurinn
þurfí ekki á einhverskonar grýlum
að halda. Engum vafa er undirorpið
að á meðan átökin vora hvað hörð-
ust um einkarekstur eða opinberan
rekstur og um varnarsamstarf eða
hlutleysi að þær andstæður þjöpp-
uðu mönnum saman. En þessir
tímar era breyttir, aðstæðumar era
nýjar og málefnalegur sigur sjálf-
stæðisstefnunnar, sigur markaðs-
kerfísins yfír sósíalismanum, gefa
okkur miklu meiri möguleika til
þess að standa saman og stuðla að
víðtækri einingu og sáttum í þjóð-
félaginu um þau verkefni sem bíða
framundan. Og hvers þarfnast þjóð-
in fremur? Og hveijum ber að sýna
ábyrgð, ef ekki sjálfstæðismönnum?
Opnum umræðuna innan
Sjálfstæðisflokksins
En Sjálfstæðisflokkurinn má
ekki staðna í þessari stöðu. Við
megum ekki miklast af því að hafa
unnið sigur í málefnabaráttunni.
Og við megum ekki telja okkur of
öragg þó að við höfum sameinað
flokkinn á ný og unnið sigur á innri
vanda hans. Þvert á móti þurfum
við að opna umræðuna innan
flokksins og varpa skýrari Ijósi á
viðfangsefnin sem framundan era
og þau marmkmið sem við þurfum
að keppa að.
Stundum sætum við gagmýni
fyrir að vera of miklir hagsmuna-
gæslumenn fýrir tiltekna þjóðfé-
lagshópa. Það megum við ekki láta
verða að áhrínsorðum, þó að við
teljum það vera skyldu okkar hér
eftir sem hingað til að standa vörð
um það sem vel hefur verið gert.
Framundan era mikil verkefni á
sviði umhverfísmála sem verða æ
mikilvægari eftir því sem tækni-
framfarirnar verða meiri. Hags-
munir neytenda þurfa að fá jafn
mikla athygli og hagsmunur fram-
leiðendanna. Og í auknu alþjóðlegu
samstarfi er brýnna en nokkra sinni
áður að slá skjaldborg um tungu
og menningararf íslendinga.
Nýlega hafa verið birtar tölur
um það að kaupmáttur launafólks
sé á þessu ári hinn sami og fyrir
tíu árum. Við megum ekki láta það
gerast að við aldamót verði enn
stöðnun í sókn okkar til bættra
lífskjara. Atvinnuvegimir þurfa því
að skila meiri arði.
Hver króna sem fest hefur verið
í islenskum atvinnufyrirtækjum
þarf að gefa meira af sér á næstu
áram en hún hefur gert til þessa.
Hefðbundnar atvinnugreinar þurfa
því að ganga í gegnum miklar
breytingar og við verðum að plægja
jarðveg fyrir nýjar greinar í at-
vinnulífínu til þess að auka fjöl-
breytni og stuðla að meiri stöðug-
leika.
Allt mun þetta hafa mikil áhrif
og raska hagsmunum og stöðu ein-
staklinga, fyrirtækja og byggða.
Um það er góð samstaða í Sjálf-
stæðisfiokknum að frekari byggða-
röskun megi ekki verða. Við lítum
svo á að það sé ekki hollt fyrir þró-
un þjóðfélagsins að fólksflutningar
verði jafn miklir og þeir hafa verið.
Á hinn bóginn viljum við ekki stöðva
eðlilega þröun. Við megum ekki
snúast til varnar með aðgerðum
sem þýða stöðnun í hefðbundnum
atvinnugreinum.
Öflug byggðastefna mun þess
vegna grandvallast á nýjungum og
breytingum en ekki bara varðstöðu
um það sem verið hefur. Ég lít svo
á að þær nýju pólitísku aðstæður
sem era að myndast í kjölfar þeirra
alþjóðlegu breytinga sem eiga sér
stað eigi að auðvelda Sjálfstæðis-
flokknum að hafa forystu fyrir
umbótum og framsækinni stefnu-
mótun til alhliða uppbyggingar,
þátttöku í alþjóðlegu samstarfí og
varðveislu menningararfs.
Sá undirbúningur sem við eram
í dag að hefja fyrir sveitarstjómar-
kosningarnar í vor ræður miklu um
þann árangur sem við munum ná
og þá framtíð sem íslenska þjóðin
á fyrir höndum. Við eram ekki í
samkeppni við revíur andstæðinga
okkar. Við ætlum okkur að berjast
fyrir hugsjór.um okkar án hávaða
en af festu og ábyrgð. Við trúum
því að það sé íslensku þjóðinni til
mestrar farsældar.
Þrjátíu ára
afmæli Fé-
lags heyrn-
arlausra
Morgunblaðið/Þorkell
Frá kaffisamsæti Félags heyrnarlausra í tilefni af 30 ára afinæli
félagsins.
FÉLAG heymarlausra á íslandi
verður 30 ára á morgun, sunnu-
dag, og hófst dagskrá af því
tilefni í gær með kaffisamsæti
í bækistöðvum félagsins að
Klapparstig 28, en sérstök af-
mælishátið verður á hótel
Holiday Inn í kvöld. Undan-
fama daga hefiir verið haldinn
hér á landi fundur Norðurland-
aráðs heyrnarlausra, sem Félag
heyrnarlausra á Islandi gerðist
aðili að árið 1972, en fúndinn
sitja 11 fiilltrúar frá öllum
Norðurlöndunum.
Í ræðu sem Haukur Vilhjálms-
son, formaður Félags heymar-
lausra, flutti í kaffisamsætinu í
gær kom fram, að fýrsti sigur í
baráttumálum heyrnarlausra eftir
stofnun félagsins hafí verið sá að
árið 1964 fengu heymarlausir
réttindi til að taka bílpróf. Hann
sagði lítið hafa gerst í hagsmuna-
málum heymarlausra á tímabilinu
1964-1972, en eftir að félagið
gerðist aðili að Norðurlandaráði
heyrnarlausra hafí barátta þess
fyrir hagsmunamálum félags-
manna hafíst.
Haukur sagði að í tengslum við
Norræna menningarhátíð heym-
arlausra, sem haldin var hér á
landi árið 1986, hefði í fyrsta sinn
hafíst þjálfun táknmálstúlka hér-
lendis og með því hefði skapast
ný atvinnugrein. Mörg mál væra
þó óleyst í sambandi við tákn-
málstúlka, meðal annars mennt-
un, lögverndun starfsins og
spumingin um hver ætti að greiða
fyrir þjónustu þeirra.
Samskiptamiðstöð fyrir heym-
arlausa er að sögn Hauks helsta
verkefni Félags heyrnarlausra í
dag, en sú stöð á að vera lykill
að öllu er viðkemur samskiptum
heyrnarlausra við heyrandi heim,
til dæmis rannsóknir á táknmáli,
undirbúningur námskeiða á tákn-
máli fyrir alla og annast menntun
túlka.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
9. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 83,00 59,00 78,01 -19,679 1.535.159
Þorskur(óst) 78,00 75,00 76,81 1,418 108.916
Ýsa 96,00 72,00 87,72 10,161 891.411
Ýsa(ósl.) 82,00 79,00 81,76 0,547 44.725
Karfi 50,00 40,00 48,55 14,680 712.755
Samtals 63,96 63,768 4.078.881
Á mánudag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski , ýsu, steinbít
og keilu úr Núpi ÞH og ýmsum bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 71,00 76,14 13,294 1.012.188
Þorskur(óst) 70,00 71,31 12,625 900.313
Ýsa 91,36 50,00 3,965 362.248
Ýsa(óst) 86,00 65,00 80,09 5,502 440.644
Hlýri+steinb. 20,00 21,75 8,930 194.223
Samtals 64,31 49,963 3.212.996
í dag, laugardag, verður selt úr bátum og hefst uppboðiö klukkan 12.30.
FiSKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. '■*'* •'t ■ - '
Þorskur 99,00 40,00 80,28 39,653 3.183.424
Ýsa 81,00 55,00 74,85 9,722 727.745
Karfi 35,00 15,00 31,28 3,251 101.668
Ufsi 32,00 14,00 30,99 1,667 51.676
Steinbitur 41,00 30,00 34,61 2,145 74.240
Samtals 71,11 60,977 4.336.074
I dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum.
SKIPASÖLUR i í Bretlandi 5. til 9. febrúar.
Þorskur 146,60 201,120 29.483.565
Ýsa 148,32 27,275 4.045.554
Ufsi 102,13 0,620 63.322
Karfi 94,51 0,615 58.121
Grálúða 152,57 14,550 2.219.963
Samtals 146,82 245,450 36.037.016
Selt var úr Bylgju VE í Hull 6. febrúar og Gullveri NS í Grimsby 8. febrúar.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 5. til 9. febrúar.
Þorskur 142,06 401,678 57.060.316
Ýsa 145,79 332,935 48.540.067
Ufsi 83,43 12,593 1.050.642
Karfi 88,03 12,166 1.070.978
Koli 147,51 161,276 23.790.336
Grálúða 164,01 4,115 674.898
Samtals 144,40 998,553 144.186.065
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 5. til 9. febrúar.
Þorskur 100,73 36,244 3.650.811
Ýsa 75,97 2,450 186.128
Ufsi 83,21 3,543 294.818
Karfi 113,72 405,264 46.086.032
Grálúða 120,38 0,135 16.251
Samtals 107,46 478,097 51.378.599
Selt var úr Vigra RE 5. febrúar, Skafta SK 7. febrúar og Hjörleifi RE 9.
febrúar. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven.
Dómkirkjan:
Far á bama-
samkomur
Barnasamkomur Dómkirkj-
unnar á laugardögum kl. 10.30
eru nú hafhar á ný eftir áramót.
Frá og með næsta laugardegi fer
áætlunarbifreið frá horni Skúla-
götu og Klapparstígs kl. 10 eftir
markaðri leið að Dómkirkjunni.
Nokkuð hefur verið spurt eftir
ferðum fyrir börn sem um þröngar
umferðargötur og langt eiga að
sækja til kirkjunnar. Ákveðið hefur
verið að bjóða upp á ferðir á barna-
samkomurnar fram á vor.
Það er ánægjulegt að geta nú
bent foreldrum á þjónustu
„kirkjubílsins“ og jafnframt eru
börn í Dómkirkjusókn eindregið
hvött til að sækja samkomurnar.
Þær eru nú undir stjórn sr. Jakobs
Ágústs Hjálmarssonar en meðal
samstarfsfólks hans eru Haukur
Ingi Jónasson, guðfræðinemi og
Bára Elíasdóttir, kennaranemi.
(Fréttatilkynning.)
Verðlaunabik-
ar í óskilum
VERÐLAUNABIKAR úr silfri er
í óskilum hjá RLR. Á hann er
letrað „Nemendafélag GSV,
handknattleiksmót."
Keppt hefur verið um bikarinn
frá 1965-1972 og eru einkenni sig-
urvegaranna áletruð á gripinn.
Áletrunin fyrir 1965 er JT III en
1972 hefur 4x unnið til bikarsins.
Þeir sem kannast við grip þennan
og geta gefið nánari upplýsingar
era beðnir að hafa samband við
RLR.
GENGISSKRÁNING
Nr. 28 9.febrúar 1990
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Qangl
Dollari 60,00000 60,16000 60,27000
Sterlp. 101,52000 101.79100 101,07300
Kan. dollari 50,14400 50,27800 50,63600
Dönsk kr. 9.3L590 9.33070 9.30450
Norsk kr. 9,29370 9,31850 9.29810
Sænsk kr. 9.82000 9.84620 9,84400
Fi. mark 15,21880 15,25940 15,24860
Fr. franki 10,57270 10,60090 10,68850
Belg. franki 1,71670 1,72130 1,72020
Sv. franki 40,29410 40,40160 40,57220
Holi. gyllini 31,86830 31,95330 31,94380
V-þ. mark 35,95290 36,04880 35,98210
ít. líra 0,04831 0.04844 0,04837
Austurr. sch. 5,10200 5,11560 5,11200
Port. escudo 0.40650 0.40760 0,40830
Sp. peseti 0,55380 0,55530 0,55510
Jap. yen 0,41394 0.413504T- írskt pund
AB 0,42113
95.29500 95,54900 95,21200 DR (Sérst.)
79,74300 79,95560 80,09700 ECU, evr.m.
loljgeng? lyrir lebrSw^láiugJngfl^ janúar.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.