Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 28
 Minning: Böðvar Guðjons son Tungumúla Fæddur 18. júlí 1901 Dáinn 4. febrúar 1990 Sunnudaginn 4. febrúar lést í sjúkrahúsi Patreksfjarðar Böðvar Guðjónsson bóndi í Tungumúla á Barðaströnd 88 ára að aldri. Rétt um þrem vikum áður lést í sjúkra- húsi í Reykjavík Jóhann Jónsson fyrrverandi bóndi á Ytri-Múla í sömu sveit. Nefni ég þetta hér, að órofa vinátta var með þessum bændurn og því fólki sem að þeim stóð. Á út- farardegi Jóhanns var hans svo vel og fallega minnst í minningargrein- um að þar þarf ekki um að bæta. Vel er geymd minningin um góðan dreng. Böðvar í Tungumúla var mikið glæsimenni. Fyrir utan það að vera stór og vörpulegur á velii hafði hann Qölda þeirra kosta sem manninn mega prýða. Hann var glaðlyndur, ekki málgefinn og jafnan afskipta- laus um annarra hagi, þó greiðvikinn í besta lagi þegar til hans var leitað. Hann hafði mikla söngrödd og þegar hann lék þá list jafnaðist það við flutning hálærðra manna. Hann söng við flest tækifæri í sveitinni á meðan heilsan leyfði og forsöngvari var hann í Hagakirkju um árabil. Svo léttur var Böðvar í öllum hreyfíngum að eftir var tekið. Það var gaman að vera með honum á ferðalögum og sjá hann koma í hlað og heilsa upp á heimafólk, enda aufúsugestur hvar sem hann kom. Þegar Böðvar kom að Innri-Múla vorum við bræður allir innan við fermingu og hrifumst af glæsileika hans. Það kom þó fljótlega í ljós að fleiri hrifust, því að fáum árum liðn- um gengu þau í hjónaband, Böðvar og eldri systir okkar, Björg Þórðar- dóttír. Hann var þá búinn að vera togarasjómaður um nokkurt skeið og hélt því áfram til ársins 1943, að þau hjón hófu búskap í Tungu- múla. Mun togarasjómennska hans hafa spannað yfir 20 ára tímabil. Sá togari sem hann var lengst á samfellt, var Vörður frá Patreks- fírði. Utgerðarmenn hans voru hinir kunnu Vatneyrarbræður sem Böðvar hafði mikið uppáhald á, sem og öðr- um starfsmönnum þess fyrirtækis. Á þessum árum sigldu Patreksfjarðar- togarar mikið með aflann svo hann átti oft siglingarfrí. Á síðustu árum Böðvars og Bjargar á Innri-Múla höfðu þau komið sér upp skepnum svo hann var meira heima. Bátar voru á nokkrum bæjum á Barðaströnd, svo sem lengi hafði verið og var þeim róið til fískjar þeg- ar stillur gengu haust og vor. Þama kom Böðvar mjög við sögu, því bæði var að hann hafði gaman af þessum veiðiskap og annað hitt að Múla- heimilinu voru að því mikil búdrýg- indi. Tel ég ekki óviðeigandi að láta fylgja með nöfn bátanna og eigenda þeirra. Þeir voru: Fönix Hákonar í Haga, Svala Guðmundar á Fossi, bátur Gunnars í Litlu-Hlíð, Haki Vig- fúsar í Hrísnesi, bátur þeirra Hregg- staðabræðra og þá má ekki gleyma bátum þeirra Siglunesbræðra, Gylfa og Hilmi, sem mest var haldið úti. Á öllum þessum bátum fékk Böðvar að fljóta með og var auðfengið. Það var gaman að færa honum hest und- ir aflann á skiptafjöruna og sjá hvernig hann hélt uppi glaðværð, ekki með því að segja sögur af sjálf- um sér heldur var það léttleiki hans og hin leiknu og öruggu handbrögð, sem samferðamenn kunnu ávallt að meta. Böðvar Guðjónsson var lagvirkur sem kom sér vel þegar hann gerðist bóndi. Hann var góður sláttumaður og snillingur að búa upp á hest. Átti góða hesta sem hann hafði hið mesta yndi af. Meðan Böðvar var á Innri-Múla var mikið til hans leitað með ferðalög svo sem læknis- og meðalaferðir. Ég hefí annars staðar getið um tyær erfiðar ferðir í slíkum tilfellum. Þó ég hafi tilhneigingu til að halda til haga hinum erfíðari ferð- um Böðvars þá var hann fyrst og fremst ferðamaður vegna þess að hann hafði gaman af að ferðast, hvort heldur var í sjóferðum, á góð- um reiðvegum eða gangandi á fjöll- um uppi. Það var ógleymanlegt að sjá hann búa sig á stað til ferðalaga. Við bræður unnum með Böðvari eftir að við uxum úr grasi. Tveir okkar voru hjá þeim hjónum vinnu- menn í Tungumúla. Aðrir voru með honum á togurum og við ýmsa aðra vinnu. Ég fullyrði að sá ljómi sem okkur fannst geisla frá honum við fyrstu kynni hafí ekki dofnað. Þá var hann í miklum metum hjá Jóhönnu sýstur okkar sem og eiginkonum okkar allra. Böðvar var heilsuhraustur fram að 66 ára aldri. Þá veiktist hann og nær ekki sömu heilsu aftur og fara þá fljótlega skuggamir að hrannast upp. Þegar tillit er tekið til þess hvað hann nær háum aldri þá hefur ævikvöldið orðið bæði langt og strangt. Hann fékk þó þá ósk upp- fyllta að vera á heimili sínu til hinstu stundar. Kona hans, Björg Þórðar- dóttir, sýndi frábært þrek síðustu árin og síðasta mánuðinn sem hann lifði hjá henni í Tungumúla vann hún afrek, 73 ára gömul konan, sem eft- ir var tekið. Þar sem Böðvar var fór góður maður. Slíkra er gott að minnast. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Júlíus Þórðarson Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. Þannig orti sálmaskáldið mikla Helgi Hálfdánarson. Mér fannst viðeigandi þegar ég frétti lát mágs míns og vinar að byija á sálmi, ef ég léti frá mér fara nokkur minningarorð. Hann kunni þá óhemju af sálmum, enda söngvinn mjög og var forsöngvari í Haga- kirkju í mörg ár. Böðvar fæddist 18. júlí 1901 að Auðnum i Barðastrandarhreppi, en það býli er löngu komið í eyði. Tólf ára gamall fór hann frá for- eldrum sínum og þurfti að fara að vinna fyrir sér. A því má sjá að snemma var töggur í honum, enda var Böðvar dugnaðar- og kjarkmaður og eftirsóttur til allrar vinnu hvort sem var á sjó eða landi. Fyrstu árin eftir að hann fór frá foreldrum sínum var hann í Haga á Barðaströnd. Hann var mikill skepnuvinur en Minning: Hinn 1. febrúar sl. varð bráð- kvaddur utan við hús sitt á ísafírði Oddur Friðriksson, rafvirkjameistari og iðnskólakennari. Utför hans fer fram laugardaginn 10. febrúar. Odd- ur var meðal brautryðjenda á sviði rafvirkjunar á Vestfjörðum í hálfa öld, en á þeim tíma má segja, að hér sem víðar hafí rafiðnaður verið veigamikil undirstaða framfara, einkum í sjávarútvegi. Saga hans er saga íslénsks alþýðumanns, sem þyrsti í að tileinka sér hina rómuðu, nýju tækni og tókst það með miklum ágætum. Oddur Friðriksson fæddist 26. september 1917 í Fremri-Breiðadal í Onundarfírði. Að honum stóðu vest- firskar ættir. Foreldrar Odds voru hjónin Guðbjörg Guðmundsdóttir og Friðrik Guðmundsson. Systkini Odds voru 12 að tölu, en sum þeirra munu hafa dáið í æsku. Friðrik var bóndi um skeið, en flutti síðar til Flateyr- ar. Hann var ágætur smiður bæði á tré og jám, og var m.a. þekktur fyr- ir að smíða fjöldann allan af spuna- rokkum. Oddur ólst ekki upp hjá foreldrum sínum nema að litlu leyti. Þegar spænska veikin barst til Vestfjarða haustið 1918 var honum komið í fóstur á næsta bæ, Ytri-Veðrará í Önundarfirði. Næstu árin ólst hann þar upp við gott atlæti hjá hjónunum Guðrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni búfræðingi. Oddur var varla kominn af ungl- ingsaldri þegar hann fór til Flateyrar á vélanámskeið. Síðan vann hann þar í kauptúninu á verkstæði hjá Ásgeiri Guðnasyni um hríð. Þegar sett var upp frystihús á Flateyri, líklega rétt um 1940, fór Oddur að vinna sem vélamaður við það. Árið sem lýðveldið var stofnað, 1944, flutti Oddur ásamt fjölskyldu sinni til ísafjarðarkaupstaðar og hóf hafði mest dálæti á hestum, enda eignaðist hann góða og trausta hesta. Hann var mikill ferðagarpur og fór margar ferðir yfír fjöll að vetrarlagi og sótti oft lækna eða meðul fyrir sjúkt fólk. Svo mikill göngugarpur var hann að fáir höfðu við honum og þrekgóður að sama skapi. Oft bar hann þunga bagga á ferðum sínum. Ungur fluttist Böðvar til Reykjavíkur og stundaði mest sjó á togurum. Hann var mjög eftirsóttur togaramaður, bæði vegna verklagni og dugnaður, en ekki síst vegna þess hve góður netamaður hann var. Þá var svo mikið unnið við vörpurnar úti á sjó og ekki ónýtt að hafa lagna og fljótvirka menn í því starfí. Nokkru eftir 1930 fluttist hann vestur aftur og hélt til á Innri-Múla hjá foreldrum mínum, sem voru hon- um nákunnug frá veru hans í Haga. Hann hélt samt áfram á togurum, aðallega á vetuma og voru það togar- ar frá Pareksfírði. Oft greip hann í heyskap með okkur á sumrin og var oft gaman að sjá hann vinna, sérstaklega í þurru heyi. Þá var hey bundið í svonefndar sátur og borið í hlöður. Böðvar lét aldrei lyfta á sig sátu, en axlað þær sjálfur. Venja var að lyfa sátum á menp. Hann var mjög söngvinn mað- ur og tók oft lagið ef hvílt var í vinn- unni, einnig á kvöldin að loknu dags- verki. Sumarið 1937, 12. september, kvæntist hann Björgu Þórðardóttur, systur minni, myndar- og dugnaðar- konu sem ekki dró nú úr dugnaði hans við vinnuna. Þau eignuðustu þrfú börn og eitt kjörbam. Að Tungu- múla fluttu þau 26. júní 1943 og hófu þar búskap. í Tungumúla kunnu þau vel við sig enda vítt til veggja og fagrir skógivaxnir dalir í landar- eigninni og sérstaklega fagurt útsýni út yfír hinn eyjum prýdda Breiða- fjörð. Mun Böðvar oft hafa horft þar yfir og þá stundum tekið lagið. Þótt árum saman lifði hann, sem sjómaður, við brimgnýinn og öskur jafnskjótt nám þar í rafvirkjun hjá Þórði Finnbogasyni. Hann tók sveinspróf í ágúst 1948, en meistara- próf fékk hann 1954. Oddur vann þessi ár hjá Þórði Finnbogasyni og síðan á raftækja- verkstæðinu Neista. Árið 1960 setti Oddur upp sitt eigið raftækjaverk- stæði sem hann rak í 22 ár, lengst af í Silfurgötu 5 á ísafírði. Hann sinnti mjög þörfum flotans og var m.a. þekktur fyrir vel heppnaðar viðgerð- ir á ratsjám. Hann var um talsvert skeið því nær eini ísfírski rafvirkinn sem fékkst við það með góðum ár- angri að vinda upp rafmótora. Yfír- höfuð þótti Oddur einstaklega laginn við alls konar viðgerðir, enda bjó hann yfir mjög mikilli og alhliða reynslu á sviðið rafvirkjunar. í september árið 1982 var Oddur Friðriksson ráðinn húsvörður við Iðn- skóla ísafjarðar, sem var þá til húsa í um það bil 550 m2 húsnæði í húsi Vestra hf. við Suðurgötu í Neðstaka- upstað. Oddur rækti húsvarðarstarf- ið til dauðadags af samviskusemi og heiðarleika. í ársbyrjun 1984 var Oddur feng- inn til þess að skipuleggja kennslu í grunndeild rafíðna við Iðnskóla ísa- fjarðar. Um þetta hafði hann samráð við kennara við Iðnskólann í Reykjavík. Jafnframt þessu skipu- lagsstarfi fór hann að kenna rafiðn- aðargreinar við iðnskólann. Var hann sem kennari settur í fullt starf allt til hausts 1987, er hann varð sjötug- ur, en taldist síðan stundakennari og kenndi eftir sem áður fulla kennslu. Mest kenndi hann ávallt nemum í grunndeild rafiðna, á fyrsta námsári, en einnig kenndi hann nem- um á öðru ári. Oddur var mjög þolin- móður við kennsluna og hafði ein- staklega gott lag á nemendum. Þeir dáðu hann, enda voru þeir ekki van- ir að koma að tómum kofunum hjá honum, því hann bjó yfir óvenjulegri t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMAR JÓNASSON, Hamraborg 26, Kópavogi, lést að kvöldi 8. febrúar í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Jakobma Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Sigmarsson, Elín Richards, Hólmfríður Sigmarsdóttir, Eðvald Geirsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDUR FRIÐRIKSSON rafvirkjameistari, Smiðjugötu 11a, fsafirði, sem lést 1. febrúar, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu kl. 14.00 laugardaginn 10. febrúar. Álfheiður Guðjónsdóttir, Guðný L. Oddsdóttir, Árni Sigurðsson, Kristi'n Oddsdóttir Bonde, Peter Bonde, Lára G. Oddsdóttir, Guðmundur Jónsson og barnabörn. Oddur Friðriksson rafvirkj'ameistari stormanna þá var hann hlýr og mild- ur og átti gott með að eignast vini. Hann var mikið tryggðatröll og væri óskandi að þjóðin okkar ætti marga slíka góða drengi í ölduróti nútímans. Böðvar var mikill ættjarðarvinur og hafði óbilandi trú á ættjörð sinni. Honum þótti vænt um Tungumúla og hafði oft óskað þess að fara það- an ekki lifandi. Énda munu spor hans standa þar greipt í fjöll og dali, því mörg átti hann þar sporin um landareignina. í Tungumúla voru erfíðar smala- mennskur og naut hann sín þar svo frár á fæti sem hann var og þrek- góður. Þau hjónin voru mjög hugsandi um bú sitt og áttu oft fallegar skepn- ur. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð og þótti þeim miður ef menn gengu hjá garði án þess að líta við. Frá því að Böðvar flutti að Tungu- múla og til dauðadags bjuggu þau hjónin þar, utan fimm ára tímabil, sem þau dvöldu annars staðar. Síðustu æviárin var Böðvar oft lasinn og lá langtímum í rúminu, en var ákaflega ljúfur og kröfulítill um alla sinningu. Enda sjálfsagt óþarfí að segja fyrir um það, þar sem Björg systir mín var til umsjónar. Mun hún hafa verið ákaflega nákvæm og hugsandi um hann í öllum hans veik- indum þar til yfír lauk. Við hjónin munum alltaf minnast Böðvars sem góðs drengs og finnst ávinningur í að hafa kynnst svo lífsglöðum og traustum manni. Og með þakklæti fyrir allt slíkt flyst hann til vonalandsins. Það eru mannleg viðbrögð, þegar ástvinur hverfur af sjónarsviðinu, að fyllast sorg og trega, en þá er rauna- bótin að hugga sig við endurminning- una, sem ekki máist af, um góðan dreng sem aldrei brást. Bagga mín, við Helga vottum þér, bömum þínum og barnabörnum inni- lega samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni og leiða ykkur um ófarnar slóðir. Ólafur Kr. Þórðarson þekkingu og hafði tileinkað sér verk- lagni, sem var til mikillar fyrirmynd- ar. Oddur Friðriksson kvæntist hinn 5. apríl 1941 Álfheiði Guðjónsdóttur, f. 29. janúar 1920, frá Flateyri, og lifír hún mann sinn. Foreldrar Álf- heiðar voru Guðjón Jörundsson, sjó- maður á Flateyri, sem drukknaði 1922, og kona hans Arnfríður Lára Álfsdóttir. Hjónaband Álfheiðar og Odds var hið ágætasta. Hin síðari ár sín bjuggu þau á Smiðjugötu lla. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Lára Guðbjörg, skrifstofumaður á ísafirði, gift Guðmundi Jónssyni. Þá kemur Kristín, bókasafnsfræðingur í Kaup- mannahöfn, og er maður hennar danskur, Peter Bonde. Yngst er Guðný Lilja, sjúkraþjálfari, gift Árna Sigurðssyni frá Akranesi, og búa þau í Reykjavík. Barnabörn Odds og Alf- heiðar eru sex og skiptast jafnt á milli kynja. Oddur Friðriksson stundaði starf sitt af hæglátri alúð til hinsta dags. Samstarfsmenn hans og ekki síður nemendumir sakna hans mjög og er ljóst að skarð hans við skólann er vandfyllt. Álfheiði, dætrum þeirra og dótturbörnum svo og öðrum vandamönnum em hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Björn Teitsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.