Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 30
1830
(H fMQRGUNBiASIÐ;'LAÚGAHDA.Qyfi4|Q) ,FBpKljjMUfi90
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) tf4i
Nú er heppilegt fyrir þig að
byija á verki sem þarf að vinna
heima við. Þér launast fyrir
dugnað og frumkvæði á vinnu-
stað. Starf og leikur fléttast
saman með æskilegum hætti.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu út að skemmta þér. Þú
færð innblástur sem kemur sér
vel vegna skapandi verkefnis
sem bíður þín.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Góður dagur til meiri háttar
innkaupa eða heimsókna.
Sumir fá fjárhagsaðstoð. Þú
verður einstaklega atorku-
samur í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“18
Ferðalög og mannleg sam-
skipti ættu að hafa forgang
núna. Þú færð góðar fréttir í
dag. Njóttu þess að rabba i
næði við maka þinn í kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þig dreymir dagdrauma fyrri
hluta dags, en síðan tekur þú
þig á og lætur hendur standa
fram úr ermum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Vinur þinn færir þér góðar
fréttir í dag. Þú skemmtir þér
á nýjan hátt þar sem þú ert
búinn að fá ieiða á venju-
bundnum aðferðum. Leyfðu
rómantíkinni að ná til þín.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú leggur grundvöll að
framtíð þinni i dag. Sumir
ljúka verki sem beðið hefur
heima við. Fjölskyldan gengur
fyrir í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9|f8
Þú færð góða ábendingu frá
vini þínum. Góður dagur til
ferðalaga og vinafunda. Hóp-
starf er líklegt tii að verða
sérlega árangursríkt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Frumkvæði þitt er sterkt í dag
og þú tryggir framgang verk-
efnis sem þú hefur unnið að.
Fjárhagshorfur þínar fara
batnandi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér gengur vel að hrífa aðra
með þér. Góður dagur til
ferðalaga. Hjónum vinnst vel
saman. Sinntu menningunni.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú færð nýtt atvinnutækifæri.
Straumarnir í fjármálalífínu
eru þér hagstæðir. Njóttu
næðis með fjölskyldunni í
kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú gætir orðið fyrir ónæði sem
raskar tímaáætlun þinni fyrri
hluta dags. Einstaklega heppi-
legur dagur til mannfunda.
Þú kynnist nýjum aðila við
rómantískar aðstæður eða
færð heimboð.
AFMÆLISBARNIÐ er sjálf-
stætt og treystir á sjálft sig.
Það kýs oft að tjá sig í gegn-
um skapandi miðil. Það fer
mjög gjama eigin götur, en
verður að gæta þess sérstak-
Iega að dreifa kröftum sínum
ekki um of. Það laðast oft að
banka-, kynningar-, sölu- eða
auglýsingastarfsemi. Það á
mjög auðvelt með að umgang-
ast fólk.
Stjömuspdna á aó lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra stadreynda.
í VATNSMÝRINNI
GRETTIR
UÓSKA
FERDINAND
Hundahlé. Já, frú ... „hundahlé" er þegar þú Góð tilraun.
færð að fara heim og athuga hvort
hundurinn þinn saknar þín eða
þarfnast þín við ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þegar opnari vendir sér í
hærri lit í sinni annarri sögn,
gefur hann til kynna góða opn-
un, ásamt því að sýna skipting-
arspil. Vendingar eru alveg sam-
bærilegar við stökk í nýjum lit:
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ 765
♦ ÁD82
♦ ÁKD76
Vestur ♦ G Austur
♦ G943 ♦ D
y K976 il ▼ G1043
♦ 942 ♦ 1053
♦ K10 ♦ 98632
Suður
♦ ÁK1082
♦ 5
♦ G8
♦ ÁD754
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: lauftía.
í suðursætinu var kunnur\gt-
vinnumaður í Bandaríkjunum,
Jim Jacoby. Eftir vendingu norð-
urs voru tveir spaðar krafa, svo
hann kaus að sýna fímmlitinn
þar frekar en melda þijú lauf.
Þegar norður studdi spaðann
beitti Jacoby svokölluðum
„fimm-ása-Blackwood“. Svarið
á fímm hjörtum sýndi tvo ása
en neitaði trompdrottningunni.
Lauf hafði aldrei verið nefnt,
svo vestur ákvað að „vera snjall“
og koma út undan kóngnum
öðrum. Gosi blinds átti fyrsta
slaginn og Jacoby spilaði næst
trompi á ás. Drottning austurs
var annaðhvort ein á ferð eða í
fylgd með gosanum. Til að halda
öllu opnu svínaði Jacoby næst
hjartadrottningu. Tók svo ásinn
og trompaði hjarta. Lagði síðan
niður laufás.
Myndin tók nú að skýrast.
Þrír slagir á tígul komu næst
og síðan var hjartað enn tromp-
að. Vestur fylgdi alltaf lit en
varð svo að trompa lauf og spila
upp í trompgaffalinn.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu méjti í Gausdal í Noregi
í janúar kom þessi staða upp í
skák norska alþjóðameistarans
Jonathan Tisdall (2.465) og
enska kvenstórmeistarans Jönu
Bellin (2.240), sem hafði svart
og átti leik.
22. — Rexg4+! og Tisdall ákvað
að leggja niður vopn enda vinnur
svartur manninn til baka eftir 23.
fxg4 — Re4+ og fær nokkur peð
í kaupbæti. Jana Bellin er nú gift
alþjóðlega meístaranum Robert
Bellin en fyrri menn hennar eru
alþjóðlegi meistarinn William
Hartston og hinn þekkti stór-
meistari Tony Miles.