Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 40
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. ^ Morgunblaðið/RAX í bíltúr Loðnuvertíðin: Verðlækkun á mjöli og verk- smiðjurnar safna birgðum Loðnuverksmiðjurnar eiga nú miklar birgðir af loðnumjöli vegna mikillar framleiðslu og lítillar sölu síðastliðinn mánuð. Verð á mjöli hefúr fallið um að minnsta kosti 20% að undanfornu en verksmiðjurn- ar vonast til að það hækki aftur á næstunni og safna því birgðum. Síldarvinnslan á Neskaupstað hefúr til dæmis beðið um að fá að geyma mjöl í húsi björgunarsveitarinnar á staðnum. Hægt er að geyma um 4 þúsund tonn í húsum Síldarvinnslunnar en verksmiðja hennar framleið- Haraldur end- urkjörinn for- maður St.Rv. HARALDUR Hannesson var end- urkjörinn formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Kosn- ing fór fram í gær og fyrradag og hlaut Haraldur 727_ atkvæði, en Guðmundur Vignir Óskarsson slökkviliðsmaður fékk 620. Talningu atkvæða lauk um kl. 22:30 í gærkvöldi. Á kjörskrá voru 2.946, en 1.384 greiddu atkvæði eða 47%. Einnig var kosið um aðra stjórnarmenn til næstu tveggja ára og náðu allir á lista uppstillinga- nefndar félagsins kjöri; Guðrún Guðjónsdóttir, Elín Mjöll Jónas- dóttir, Gísli Ámi Eggertsson, Hann- es Garðarsson og Sjöfn Ingólfs- dóttir. Pétur Kristjánsson var einnig í framboði, en náði ekki kjöri. Borgarráð: Rafinagns- verð lækk- ar um 2,4% BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef- ur ákveðið að lækka gjaldskrá Rafinagnsveitu Reykjavíkur um 2,4% fi'á og með 1. mars nk. Jafnframt hefúr verið ákveðið að 6% hækkun á gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur, sem gilda átti frá sama tíma, komi ekki til framkvæmda. Borgarráð tók þessar ákvarðanir í framhaldi af nýgerðum kjara- samningum og í trausti þess að framvarp um orkuskatt verði ekki að lögum á þessu þingi. Þá hefur verið ákveðið að hækka ekki dagvistargjöld, fargjöld Stræt- isvagna Reykjavíkur eða gjaldskrá sundstaða á næstu mánuðum. Ef þær spár um þróun verðlags standa, sem nýgerðir kjarasamn- ingar byggjast á, telja borgaryfir- völd líklegt að halda megi öllum slíkum gjaldskrám óbreyttum það sem eftir lifir árs. ir tæp 1.000 tonn af mjöli á viku. íslensku loðnuskipin höfðu síðdeg- is á föstudag tilkynnt um 324 þús- und tonna loðnuafla frá áramótum. Úr þessum afla er hægt að framleiða um 56.700 tonn af mjöli og um 35.600 tonn af lýsi. Freysteinn Bjamason, verksmiðju- stjóri Síldarvinnslunnar á Neskaup- stað, sagði í samtali við Morgun- blaðið að verð á loðnumjöli hefði lækkað um að minnsta kosti 20% frá áramótum og það væri enn á niður- leið. Hins vegar hefði verð á loðnu- lýsi ekki lækkað eftir áramótin. „Við bíðum eftir að mjölverðið hækki á ný og það er allt í lagi að selja ekk- ert af mjöli fram í næsta mánuð, nema rétt til að halda okkur á floti,“ sagði Freysteinn. Á síldarárunum, þegar sjúkrahúsið og félagsheimilið á Neskaupstað voru í byggingu, voru þessi hús fyllt af mjöli, að sögn Frey- steins. Hann sagði að Vestur-Þjóðveijar ættu stórar mjölgeymslur og gætu því selt mikið af mjöli til að lækka verðið. Þeir keyptu svo mjölið aftur fyrir lágt verð og seldu síðan fyrir hátt verð. „Það yrði því þessum iðn- aði hér tií mikils framdráttar ef byggð yrði stór mjölgeymsla hérlend- is, þannig að hægt væri að afgreiða mjöl héðan allt árið.“ Freysteinn sagði að vonast væri til að mjölverðið hækkaði aftur á næstunni vegna frétta um að sjávar- hiti við vesturströnd Bandaríkjanna hefði hækkað undanfarið, hugsan- lega vegna þess að hafstraumurinn E1 Nino væri að fara af stað. E1 Nino fer suður með vestur- strönd Suður-Ameríku á nokkurra ára fresti og hækkar þar sjávar- hitann, þannig að ansjósan, sem er smáfiskur af síldarætt og fer mikið í bræðslu, gengur ekki á hefðbundin veiðisvæði Chile- og Perúbúa. Einnig getur þessi hafstraumur valdið þurrkum í Bandaríkjunum, þannig að sojabaunauppskeran þar verður slök en mikið af mjöli og lýsi er fram- leitt úr sojabaunum. Loðnuverksmiðja Síldarvinnslunn- ar hefur ekki stoppað frá 5. janúar síðastliðnum, þegar hún var sett í gang aftur eftir jólafrí, að sögn Frey- steins Bjarnasonar. Hann sagði að verksmiðjan hefði brætt loðnu til 15. apríl í fyrra. „Loðnan er nú 13% feit, eða 2% feitari en á sama tíma í fyrra, og við framleiðum 175 kíló af mjöli og um 110 kíló af lýsi úr hveiju tonni af hráefni," sagði Frey- steinn. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Samnuii A-flokkanna gæti stuðl- að að meiri festu í stjórnmálum ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það geti orðið þáttur í að koma á meiri festu og auðvelda nýtingu tækifæra til meiri málefúalegrar samstöðu í íslenzkum stjórn- málum ef Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag myndu sameinast. Samstaða A-flokkanna myndi gefa þeim tækifæri til að gera upp við fortíðina og gæti opnað nýja möguleika í stjórnmálum. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins við setningu fiokksráðs- og for- mannafúndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær. Þorsteinn sagði að Sjálfstæðis- til þess. „Slíkur samrani myndi flokkurinn hefði nú yfirunnið þá erfiðleika sem hann hefði gengið í gegnum eftir klofninginn 1987 og margt benti sterklega til að flokkurinn hefði náð fyrri styrk. Á sama hátt og eining sjálfstæðis- manna hefði styrkt stjómmálalífið gæti sameining A-flokkanna orðið leiða til þess að við fengjum ann- an flokk á stærð við Framsóknar- flokkinn. Þá væri komið nýtt flokkamynstur," sagði Þorsteinn. Hann sagði að þótt hann harm- aði ekki í sjálfu sér sundurlyndi andstæðinganna, benti margt til að þeir væra með ráðleysi sínu að glutra niður tækifæri til að taka þátt í markverðum breyting- um og treysta stjórnarfarið í sessi. í dag æli smæð vinstriflokkanna á tortryggni og viðkvæmni og hindraði þá í að takast á við ný verkefni á grundvelli fijálslyndra hugmynda, þeir væru alltof bundnir við gamlan tíma og gaml- ar úrlausnir, sem ekki ættu við lengur. Þess vegna hefði verið æskilegt að sjá raunveralegar breytingar og marktækar tilraun- ir til að koma á samstöðu vinstri- flokkanna. Flokksformaðurinn sagði að þegar átökin hefðu verið hvað / hörðust um einkarekstur eða opin- beran rekstur og um varnarsam- starf eða hlutleysi hefðu andstæð- urnar þjappað mönnum saman. „En þessir tímar eru breyttir, aðstæðumar eru nýjar og mál- efnalegur sigur sjálfstæðisstefn- unnar, sigur markaðskerfisins yfir sósíalismanum, gefa okkur miklu meiri möguleika til þess að standa saman og stuðla að víðtækri ein- ingu og sáttum í þjóðfélaginu um þau verkefni, sem bíða framund- an,“ sagði Þorsteinn. Sjá ræðu Þorsteins Pálssonar á miðopnu og frétt af flokks- ráðsfúndinum á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.