Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 40. tbl. 78. árg._________________________________LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rúmenía: Militaru varnar- málaráðherra segir af sér Búkarest. Reuter. NICULAE Militaru, varnarmála- ráðherra Rúmeníu, sagði af sér í gær, að sögn rúmenska sjónvarps- ins. Viktor Atanasie Stanculescu, sem farið hefur með efnahagsmál í stjórn- inni, hefur verið skipaður vamar- málaráðherra í stað Militarus. Sjónvarpið fór lofsamlegum orðum um framgöngu Militarus í bylting- unni um jólin en sagði að hann hefði síðar gefið fyrirskipanir sem valdið hefðu spennu í landinu. Hermenn hafa undanfarna daga efnt til mót- mæla í Búkarest til að krefjast af- sagnar Militarus og Mihais Ghitars innanríkisráðherra. Þeir sem hafa gagnrýnt Militaru segja hann of gamlan og tengdan Nicolae Ceaus- escu til að gegna embættinu. Hermenn sovéska innanríkisráðuneytisins á skriðdreka fyrir framan höfúðstöðvar kommúnistaflokksins í Dúshanbe, höfúðborg Mið-Asíulýðveldisins Tadzhíkístan. Leiðtogar kommúnistaflokksins neituðu í gær að fallast á afsagnir þriggja háttsettra embættismanna flokksins þótt um það hafi verið samið við fúll- trúa almennings til að binda enda á óeirðir í borginni, sem kostuðu að minnsta kosti 18 manns Iífið. Þjóðaólgan í Sovétríkjunum: Rússar í Æðsta ráðinu stofiia samtök gegn þjóðemissinnum Moskvu. Reuter. Bandaríkin: Viðskiptahall- inn minnkar Washington. Reuter. Viðskiptahallinn í Banda- ríkjunum minnkaði um 30,3% í desember og reyndist hallinn allt árið í fyrra sá minnsti frá 1984. Viðskiptahallinn í janúar var 7,17 milljarðar dala og var hann sá minnsti á einum mánuði í fimm ár. Innflutningur minnkaði um 5,9% í desember og útflutningur jókst um 2,4%. Viðskiptajöfnuðurinn í fyrra var óhagstæður um 108,6 milljarða dala. Tékkóslóvakía: Sovéski herinn brátt á brott Prag. Reuter. Brottflutningur sovéskra her- manna frá Tékkóslóvakíu hefst eftir níu daga, að því er málgagn tékkneska kommúnistaflokksins, Prace, skýrði frá í gær. Sovéskir hermenn hafa verið í landinu frá innrás Varsjárbandalags- ins árið 1968 og eru þeir nú um 75.000. Prace segir að brottflutning- urinn hefjist 26. febrúar og honum ijúki að mestu 31. maí. Þetta hafi verið samþykkt á fundi tékkneskra og sovéskra sérfræðinga, sem hófu viðræður um brottflutninginn í jan- úar. RÚSSNESKUR þingmaður skýrði frá því í gær að fimmtungur þing- manna í Æðsta ráði Sovétríkjanna hefði stofnað samtök til að veita þjóðernissinnum viðnám og reyna að koma í veg fyrir upplausn Sovétríkjanna. Þingmenn frá Eystrasaltslöndunum þremur, Eist- landi, Lettlandi og Litháen, fordæmdu samtökin harðlega. Litháar efiidu til fjöldamótmæla í gær til að minnast stofnunar sjálfstæðs ríkis Litháens árið 1918. Þingið í Lettlandi samþykkti í fyrradag að vinna að stofhun sjálfstæðs, lettnesks ríkis og hefúr þar með gengið skrefinu lengra í sjálfstæðisátt en hin Eystrasaltsríkin. Þá var þingsamþykktin frá 1940 um inngönguna í Sovétríkin fordæmd og lýst ógild. Georgíj Komarov, rússneskur Kírgízíu, tilkynnti á fundi Æðsta þingmaður frá Mið-Asíulýðveldinu ráðs Sovétríkjanna að 103 þing- Reuter Sprengjutilræði íLouvain Sprengja sprakk í fyrirlestrasal háskólans í Louvain skammt fyrir utan Brussel í gær með þeim afleiðingum að 48 læknanemar urðu fyrir meiðslum og að minnsta kosti sjö þeirra alvarlegum. Þetta er annað sprengjutilræðið í háskóla í Belgíu á þremur mánuðum. Hið fyrra var í ULB í Brussel. „Sumir brunnu svo illa að ómögulegt var að bera kennsl á þá,“ sagði einn læknanemanna. Eldur braust út í salnum, sem fylltist af þykkum, svörtum reyk. Á myndinni kanna sérfræðingar vegsummerkin. menn hefðu gengið í „Sojuz“, þ.e. „Samtök“, sem hefði það að mark- miði að veita þjóðernissinnum við- nám. Samtökin hefðu einnig á stefnuskrá sinni að gæta hagsmuna „allra hópa hvar sem þeir eru bú- settir“ - eða Rússa í öðrum lýðveld- um Sovétríkjanna en Rússlandi. Þingmenn frá Eystrasaltsríkjun- um fordæmdu Sojuz og sögðu að félagar samtakanna væru'aðallega afturhaldssamir Rússar sem legð- ust gegn auknu sjálfræði hinna ýmsu lýðvelda. Æðsta ráðið í Litháen hefur lýst því yfir að 16. febrúar sé þjóðhá- tíðardagur Litháa, en þann dag var sjálfstætt ríki Litháens stofnað árið 1918. Efnt var til hátíðahalda víðs vegar um Sovétlýðveldið og rauð- ur, gulur og grænn fáni Litháens blakti hvarvetna við hún í höfuð- borginni, Vilnius. Um 2.000 ungir Litháar gengu að þinghúsinu í Viln- ius til að skila herskráningarkort- um sínum, en þeir hafa neitað að gegna herþjónustu í Rauða hern- um. Margir Litháar hafa litið á sovéska herinn sem hernámslið frá því hann innlimaði landið í Sov- étríkin árið 1940. Æðsta ráðið í Lettlandi sam- þykkti með 177 atkvæðum gegn 48 að vinna að stofnun sjálfstæðs ríkis, sem byggði samskipti sín við önnur ríki á grundvelli gagn- kvæmra samninga, og fordæmdi um leið nauðuga inngöngu ríkisins í Sovétríkin árið 1940. Var hún samþykkt eftir kosningar, sem vestrænir sagnfræðingar kalla skrípaleik þar sem kommúnistar fengu næstum öll greidd atkvæði. Viðbúið er að þessi samþykkt muni kynda undir deilum á sovéska fulltrúaþinginu en í lagadrögum að stöðu lýðveldanna er gert ráð fyrir að þingið hafi síðasta orðið um framtíð þeirra en ekki þau sjálf. Þúsundir Tékka hafa efnt til mót- mæla undanfamar vikur ti! að krefj- ast þess að hersveitirnar verði tafar- .laust fluttar á brott. Svíþjóð: Afsögn Feldts áfall fyrir jafiiaðarmenn Stokkhólmi. FVá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. KJELL-Olof Feldt, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér í gær í kjölfar afsagnar stjórnarinnar og mun ekki sitja i bráðabirgða- stjórn Ingvars Carlssons. Feldt hefúr mótað eftiahags- og fjármála- stefnu sænsku jaftiaðarmannastjórnarinnar síðustu árin og var aðal- höfúndur efiiahagsúrræðanna, sem þingið hafnaði á fimmtudag. Kjell-OIof Feldt Öllum ber saman um, að brotthvarf Feldts minnki líkur á, aðjafn- aðarmenn komist aftur í stjórnarstólana að sinni en Carlsson sagði, að í hans stað yrði skipaður sem fjármálaráðherra Odd Engström fjárlagaráðherra. Feldt varð fjár- málaráðherra 1982 þegar jafnað- armenn komust aftur til valda og átti hann mestan þátt í að upp- ræta mikinn fjárlagahalla, auka útflutning og minnka atvinnu- leysi. Trú hans á aðferðum hins fijálsa markaðskerfis ollu því, að hann var umdeildur heima fyrir og innan síns eigin flokks en er- lendis naut hann mikillar virðingar. Feldt segir segir af sér á erfið- um tíma fyrir sænskt efnahagslíf en að undanfömu hefur fram- leiðni verið að minnka í sænskum iðnaði og laun hækkuðu til jafnað- ar um 9,5% á síðasta ári, helm- ingi meira en í samkeppnislöndun- um. Þá er því spáð, að verðbólgan verði allt að 8% á árinu og bætir það ekki stöðu útflutningsins. Talið er, að afsögn Feldts stafi af því, að vinstriarmur jafnaðar- mannaflokksins hafi ekki viljað fallast á tillögur hans um niður- skurð á opinberum útgjöldum, þar á meðal að bíða með áð bæta sjöttu sumarleyfisvikunni við. Forseti sænska þingsins, Thage Peterson, mun ræða við leiðtoga flokkanna um helgina og er ekki búist við, að hann feli neinum stjórnarmyndunarumboð fyrr en í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.