Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 um illt til og lítilsvirti engan. Hún hampaði ekki skoðunum sínum eða þröngvaði þeim upp á aðra. En léti hún í ljós álit sitt á einhveiju til- teknu atriði var það umyrðalaust tekið til greina. Þegar við systurnar uxum upp til heimilisstarfa lagði Jóhanna ekki á okkur sérstakar verkkvaðir eða kröf- ur. Hún lét okkur sjálfar um að finna þær. Við lærðum það líka smám saman og það var dýrmætur skóli. Hún hvatti og studdi okkur systkin- in til náms, leikja og félagsstarfa frá bemsku til fullorðinsára, jafnvel þótt umsvif á heimilinu af þeim sökum og fjarvistir okkar gengju út yfir hana sjálfa. Við eigum margar minn- ingar um það. Ein er minnisstæðust: Við bróðir minn vorum nánast „lögst út“ vegna leikstarfsemi. Þegar henni átti að vera lokið var skyndilega ákveðin leikför í næstu sveit, með engum fyrirvara, og vera þar um nótt. Aldr- ei þessu vant þótti mér erfitt að minnast á þetta við Jóhönnu. Ég vissi að hún yrði ein heima, pabbi var fjarverandi eins og oft á vetrum. Þegar til kom fannst henni þetta sjálfsagt. Við værum búin að hafa svo mikið fyrir þessu leikstandi, að við yrðum að hafa eitthvað upp úr því. Þarna var hún lifandi komin. Svo fórum við að útbúa nesti til far- arinnar. Jóhanna varð mjög sjaldan veik, e.t.v. á eins til tveggja áratuga fresti. En ef hún veiktist urðu veikindin löng og þung. Þar var ekki hálf- velgja fremur en annars staðar. Þrátt fyrir langan starfsdag og annir ríkti jafnan sálarró og friður í umhverfi Jóhönnu. Þangað leituðu börnin, s.s. systkinabörn mín, þegar þeim þótti nóg um ys og þys heimil- isins. Bróðursonum mínum ungum er ólust upp við hönd Jóhönnu var ekki rótt sæist hún ekki þegar þeir komu inn. Þá var hafín leit til þess að fullvissa sig um, að hún væri á sínum stað. Á sínum því nær sjötíu og þremur árum á Gautlöndum hefur Jóhanna tengst þremur kynslóðum og reynd- ar fjórum, þ.e.a.s. börnum systkina- barna minna og þ. á m. alnöfnu sinni fjögurra ára Jóhannsdóttur á Gaut- löndum. Við höfum öll slegið eign okkar á hana. í vitundinni er hún og verður Jóhanna okkar, bæði lífs og liðin. Hún eignaðist líka okkur og mér er kunnugt um það, að henni þótti það góð eign og væn fóstur- laun. Hún var heima á Gautlöndum hjá Böðvari bróður mínum og Hildi konu hans og naut hinnar bestu umhyggju þeirra, sonanna og tengdadætra, er við systurnar gátum kosið henni og er þá mikið sagt. Hún var aldrei einmana og henni Hafsteinn, er búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Lauf- ey S. Þormóðsdóttir og börn þeirra eru Þórunn Gyða og Hafþór Finnur. Guðmundur er búsettur á Hvammstanga, kvæntur Jóhönnu Sigurðu Ágústsdóttur. Börn þeirra eru Friðbjörn ívar Níelsson, Hólm- fríður Birna, Elísa og Sigríður og Jóhann Teitur. Eyjólfur, býr á Hvammstanga ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Maríu Egilsdóttur. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með hlýjum huga og þakklæti fyrir ánægjuleg kynni og samverustund- irnar, sem hefðu mátt vera fleiri, því að jafnan sóttum við ánægju í samveruna og ræddum margt. Vil- helm var glöggur maður og til hinstu stundar var minnið óbilað og með ólíkindum, svo að birtist í mörgum myndum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og haggaðist lítt þótt á væri deilt. Hann var manna fjárgleggstur og hafði sérstakt yndi af íjárbúskap, en gekk að öllum störfum, þótt heilsu færi hrakandi síðustu árin og lét aldrei bilbug á sér fínna. Æðru- leysi hans og dugnaður í þeim erfið- leikum er aðdáunarvert og í hinstu sjúkrahússlegunni var hugurinn jafnan heima á Fögrubrekku, og þangað ætlaði hann sér að fara sem fyrst og hefja störf sín að nýju. En enginn má sköpum renna, og Vilhelm Steinssyni fylgja einlægar bænir og ástúð inn á lendur ódauð- leikans. Guð blessi gamlan vin og góðan. Baldur Hólmgeirsson 17 leiddist aldrei því hún lifði og hrærð- ist í störfum og viðgangi heimilisins og öllu því sem Böðvar tók sér fyrir hendur. Heimilisfólkið, ekki síst Hildur mágkona mín, gerði sér allt far um að láta hana fylgjast með gangi lífsins. Síðustu þijú árin hennar heima á Gautlöndum var hún bundin við göngugrind á efri hæð hússins nema þegar hún var borin niður til hátí- ðarbrigða. Þá fylgdist hún með veðri og störfum gegnum gluggana og harmaði sáran að geta ekki haldið áfram að styðja heimilið með vinnu sinni. Þrátt fyrir árvekni Hildar og Böð- vars, bæði nætur og daga, varð henni fótaskortur um nótt og sprunga kom í lærlegginn. Þá varð hún að fara á sjúkrahús gegn eigin vilja og annarra og hefur verið þar síðan um miðjan júní síðastliðinn og notið góðrar umhyggju starfsfólks- ins. Við erum því þakklát fyrir hana. Við fengum hana heim í Gautlönd nú um jólin í tvær vikur. Þrátt fyrir fjarlægð var reynt að láta hana fylgj- ast með lífinu á Gautlöndum, þar sem hugurinn dvaldi löngum og urðu ýmsir til þess. Frá því snemina vetrar hefur dregið hægt af henni þar. til hún andaðist 1. febrúar sl. tæpra 99 ára. Við kveðjum Jóhönnu okkar minn- ug þess, að hlutskipti allra manna er að missa, mest um vert er þó að hafa átt“. (Byron) Ásgerður Jónsdóttir Wesper h itablásarar SnyderGeoeroi Corporotion í rúman aldarfjórðung hafa WESPER hitablásarar verið í fararbroddi hér á landi vegna gæða og hagstæðs verðs. Þeir eru sérhannaðir fyrir hitaveitu. Pípur í elementum eru nú smíðaðar úr nýrri málm- blöndu, sem er snöggtum sterkari en áður. Eftirtaldar stærðir eru nú fyrirliggjandi: 6235 8775 k.cal. 900 sn./mín. 220V 1 fasa 15401 / 12670 20727/ 16370 22384/18358 30104/24180 k.cal. 1400/900 sn./mín. 380V 3ja fasa WESPER UMBOÐIÐ, Sólheimum 26,104 Reykjavík. Sími 91-34932. 3 RÉTTA MÁLTÍÐ AKR.610 Kjorabótaveislo í Veitingahöllinni Vió í Veifingahöíiinni fögnum nýgeróum kjarasamningum og leggjum strax okkar lóó ó vogarskólarnar meó því aó bjóóa glæsilegan helgarmaf- seóil á sfórlækkuóu verói í hódegi og ó kvöidin. Fiskgrafín hússíns kr. 690 Solotdiskur m/túnfiski og kotosælu ...: >410 Djýpsteikt ýsuflök orly m/korr ýsósu og hrísgrjónum ..kr. 610 Reyktur iox m/eggjohræru kr 350 Risttíð korfoflök með reyktum ioxi og hvitu smjöri ...kr. 690 Rækjur og sellerí m/rifnum ostí kr 350 Steikt smúlúðo m/piporosfos ósu og Skinkubrouð m/icebergsalati, sirmepi og osti ...kr. 290 smjörsoðnurn bloðlouk Sniíchel m/riómapiporsveppar kr. 790 iósu og grænmeti kr. 890 Rjómalöguð súpo og eftirréftur innifolið með öllum réttum. Marineraður lombalundir m/ ponsorkartöflum Bomoréttir ...,kr. 150 oo hrósalafi kr. 1.090 Kaffihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. VeitingohallorveÍslQ fyrir alla fjölskylduno er Ijúf og ódýr tilbreyting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.