Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 31
..... - ...........- - -. MÓKGukBLÁDIÐ Í'ÉBRÖAR lOÖð'; Einar Stefánsson Keflavík - Minning Fæddur 13. júlí 1920 Dáinn 31. janúar 1990 Samferðamenn hverfa héðan úr heimi einn eftir annan. 2. septem- ber árið 1946 heiisaði ég Einari Stefánssyni fyrsta sinni. Ég var kominn inn á sama vinnustað og hann til þess að læra þá iðngrein sem við báðir urðum síðan kenndir við, útvarpsvirkjun, sem nú heitir rafeindavirkjun. 10. febrúar sl. var ég við hátíðlega kveðjustund í Keflavíkurkirkju með ástvinum hans og öðrum samferðamönnum. Einar Stefánsson var rúmum átta árum eldri en ég og fannst mér hann vera orðinn fullorðinn maður þegar ég 18 ára bytjaði nám mitt. Hann hafði reyndar áður lokið námi við Verslunarskóla íslands og aflað sér starfsreynslu við trésmíðar. Nú var hann kominn áleiðis í tækni- námi í rafeindavirkjun. Það sýndi sig að þarna var fjölhæfur maður á ferð enda var það svo að allt lék í höndum hans. Ekki vissi ég þá að hann var Skaftfellingur að ætt og uppruna, er, ég hafði einmitt heyrt og tekið mark á því, að Skaft- fellingar eru menn hagir og hagsýn- ir. Það átti líka við um þennan vinnufélaga minn. Einar stundaði iðn sína allt frá því hann hóf námið 1945 til dauða- dags. Það einkenndi Einar hve ná- kvæmur hann var og þoldi illa ef ófaglega eða kæruleysislega var staðið að verki. Hann vildi hafa reglu á hverjum hlut og átti erfítt með að þola ef nokkur óreiða var við höfð, t.d. á vinnuborði, tækjum og búnaði, sem notaður er til mæl- inga. Traust ávann hann sér í öllum greinum. Hann var gætinn og hæg- látur í öllu dagfari, formfastur þeg- ar svo átti við í félagsstörfum, en sem ferðafélagi hafði hann létt yfir- bragð og var skemmtilegur enda var sóst eftir að fá hann með í fé- lagsskap þar sem reglubundnar ferðir eru farnar, svo sem í óbyggðaferðum útvarpsvirkja, sem lengi hafa tíðkast að hausti ár hvert. Einar var sömuleiðis áhuga- samur stangveiðimaður og lagði mikla rækt við þá íþrótt gegnum árin. Hygg ég að þar hafi hann sýnt sömu nákvæmni í umgengni við náttúruna eins og hann sýndi í öllu starfi og dagfari. Einar tók mikinn þátt í félags- störfum og honum voru falin mörg trúnaðarstörf. Best kynntist ég honum í iðngreinarfélögum okkar. Hann var stjórnarmaður í Félagi íslenskra útvarpsvirkja í fjöldamörg ár, ýmist ritari eða formaður. Var hann sæmdur gullmerki félagsins við hátíðlega athöfn á afmælisfundi nokkru áður en félagið hætti virkri starfsemi. Þegar stofnun Meistarafélags rafeindavirkja var í undirbúningi haustið 1962 var Einar sjálfkjörinn í trúnaðarstörf og fyrstu fundar- gerðir eru ritaðar með hans hendi. I Meistarafélaginu starfaði Einar mikið og einarðlega og var alltaf með í ráðum þegar mikils þurfti við. Hann var enda formaður um ára bil og einnig ritari félagsins nokkurn tíma. Fyrir u.þ.b. tveim árum var hann kjörinn heiðursfélagi og var hann sá eini starfandi raf- eindavirkjameistari sem þess heið- urs hefur notið. Annar sem slíkt skjal hefur í höndum hafði látið af störfum fyrir félagið. Við Einar höfum gegnum árin starfað mikið saman að félagsmál- um og hefi ég notið margs af hans ráðum. Það er óhætt að segja að menn lögðu alltaf hlustir við þegar Einar tók til máls á fundum. Hann var gætinn maður sem ekki vildi að óðslega væri til verka gengið og þess gætt að ryðjast ekki um þegar mönnum var mikið niðri fyr- ir. Alltaf hélt hann í heiðri reglur og fundarsköp og var þar góð fyrir- mynd. Tillögur vildi hann ræða og bar ekki á því á nokkurn hátt að hann virti ekki samþykktir þótt hann hefði lýst öðrum fleti á málum _____________________________3K en þeim sem endanlega var sam- þykktur. Svo tryggur var hann að sækja fundi félaga sinna að mönn- um fannst fundurinn fámennur ef það kom fyrir að Einar var ekki viðstaddur. Það var líka sjaldan að hann vantaði á fund. Hann hafði þó um langan veg að sækja þar sem félagsfundir í fagfélögunum voru haldnir í Reykjavík en hann bjó í Keflavík, varð því að aka um 100 km. Hér var ekki eingöngu um að ræða reglubundna félagsfundi held- ur einnig stjómarfundi. Þetta taldi hann ekki eftir sér og minntist aldr- ei á að hann ætti óhægt með þess- ar ferðir. Ég er þakklátur fyrir kynni mín við Einar Stefánsson. Við áttum margar stundir saman þar sem rædd voru málefni stéttar okkar. Stundum voru þær samræður á . heimilum stjórnarmanna og þá einnig á heimili þeirra Kristjönu og Einars. Þar mátti svo glöggt finna hlýju og umhyggju hjónanna, hvort fyrir öðm og ástvinunum. Vil ég þakka þær stundir og samveruna alla. Meistarafélagsmenn þakka Ein- ari samfylgdina og það starf sem hann vann í þágu félagsins. Vottum við Kristjönu og niðjum þeirra sam- úð okkar og biðjum þeim huggunar og blessunar. Sigursteinn Hersveinsson Kristjana Ingimund ardóttir - Minning Fædd 4. ágúst 1903 Dáin 8. febrúar 1990 Hún var orðin löng ævin hjá Kristjönu, sem alla sína tíð hafði unnið hörðum höndum og við kröpp kjör, en slíkt var víst ekki óalgengt í upphafi þessarar aldar. Kristjana giftist árið 1928, Gesti Sölvasyni, og hófu þau búskap sinn á Árskógsströnd nyðra. Fyrst á Vallholti, en fluttu fljótlega að Lækjarbakka, sem stóð svo til við sjávarkambinn. Þetta var lítið kot, að mestu byggt úr torfi. Kristjana og Gestur áttu saman 6 börn, en eitt átti Kristjana áður. Það má ímynda sér hversu erfið lífsbaráttan var hjá þessum ungu hjónum á Lækjarbakka. Gestur stundaði sjóinn og uppeldi bamanna var mest á herðum Kristjönu og margar erfiðar ferðir þurfti Krist- jana að fara til að afia bjargar í bú. Það kom svo að því að Gestur og Kristjana slitu samvistir og Kristjana flutti suður með sinn barnahóp, þar sem meiri líkur var á að fá vinnu við að afla tekna, af því sem sjórinn gaf. En „hafið gaf og hafið tók“ og tvo syni sína missti Kristjana í öldur hafsins auk þess sem maður hennar fórst í sjó- slysi. En lífsbaráttan hélt áfram og ekki var það í Kristjönu að gefast upp, jafnvel ekki eftir að hún hafði sest að á Flankastöðum, sem svo brann ofan af henni og börnum hennar. Kristjana hélt baráttunni áfram og vann myrkranna á milli alls konar störf sem sjónum fylgdi. Eftir brunann settist Kristjana að í Brekkubæ og síðar í Þingholti í Sandgerði, þar sem hún háði sína lífsbaráttu við að hafa ofan í sig og sína. Börnin uxu úr grasi og fóru að heiman, en lengst af bjó Kristjana með Oddgeiri syni sínum, sem sinnti henni af alúð, þegar heilsa hennar fór að bila, uns kom svo að hún varð að leggjast inn á Garðvang í Garði og má þá segja að þá hafi Kristjana verið komin á sínar bernskuslóðir, en hún fæddist í Garðinum. í Garðvangi leið Kristjönu vel og var unun að sjá hve vel starfsfólk þar annaðist hana öll árin sem hún var þar. Ég sem skrifa þessi orð kynntist Kristjönu fyrir um það bil 35 árum og hélst sá kunningsskap- ur alla tíð þótt leiðir okkar skildu um sinn. Fyrir 12 árum kom ég að sjúkra- beði hennar á Landakoti með Líney dóttur hennar, og tilkynntum við henni að við ætluðum að eyða sam- an okkar ævi. Gleymi ég aldrei gleði hennar við þessar fréttir. Síðan hafa leiðir okkar legið saman og mikið hef ég lært af Kristjönu og hennar æviskeiði við að taka á erfið- leikum sem hún svo sannarlega fór ekki á mis við. Hvað eftir annað reis Kristjana upp úr miklum veik- indum og hóf sína lífsbaráttu aftur og aftur. Og eitt verð ég að segja að þrátt fyrir hennar erfiðu lífsbar- áttu er það með ólíkindum, hve fallegt hár hennar alltaf var. Tinnu- svart og ekki sá í því grátt hár og hef ég ekki heyrt getið um annað eins ungmeyjarhár langt fram á níræðisaldur. Kristjana lifði ekki í höllum en hún lifði lífinu eins og Guð hafði ætlað henni og æðraðist aldrei. Öfund í garð annarra var ekki til í hennar huga. Friðurinn í augum hennar og nægjusemi var mikil, einnig hjálpsemi og veit ég að oft gaf Kristjana af sínum styrk. Börn Kristjönu önnuðust hana vel, en sérstakt er hve Oddný dótt- ir hennar lagði mikið á sig til að móður sinni liði sem best og flestar helgar heimsótti hún hana, tók hana heim til sín í Garðabæinn, einnig um jól og hátíðir, og fyrir þetta fær Oddný þakkir Guðs og systkina sinna. Að lokum vilja börn Kristjönu, barnabörn og aðrir ættingjar færa sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir frábæra umönnun hennar síðustu ár. Við kveðjum nú aldna og þreytta móður með þakklæti og söknuði. Söknuði sem þó er blandinn gleði yfir að erfiðri baráttu er lokið og hún hefur fengið langþráða hvíld. Megi Guð almáttugur blessa hana í hennar björtu heimkynnum sem hún er komin til. Sig. K. Eldey hf.: Aflaverðmæti frá áramótum 31 millj. króna LÍNUBÁTARNIR Eldeyjar-Boði GK og Eldeyjar-Hjalti GK, sem eru í eigu Eldeyjar hf. í Keflavík, " hafa selt frá áramótum samtals 235 tonn á fiskmörkuðum innan- lands og erlendis fyrir 31 milljón króna, eða 132 króna meðalverð. Uppistaða aflans er þorskur, ýsa og keila. Eldey hf. fékk greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða 25. október síðastliðinn en hún var framlengd um mánuð og rennur því út 25. þessa mánaðar. „Við vonumst til að geta unnið okkur út úr þeim erfiðleikum, sem Eldey hefur verið í, þannig að fyrir- tækið verði ekki gjaldþrota,“ sagði Örn Traustason, framkvæmdastjóri Eldeyjar hf., í samtali við Morgun- blaðið. Örn sagði að það sem af væri þessari vetrarvertíð hefði tíðarfarið verið erfitt til sjósóknar, bæði hér og í Norðursjó. Því hefði framboðið á fiskmörkuðunum verið í lágmarki en eftirspumin hins veg- ar mikil. Ógleymanleg helgarrispa Flug til Stokkhólms og aftur til Keflavíkur, sigling á skemmtiferdaskipi í tvo daga og gisting á góðu hóteli í Helsinki með morgunverði. Mt fyrir 27.300* krónur Finnst þér ekki tímabært að gera eitthvað sem þú hefur ekki gert áður? Um borð í skemmtiferðaskipum Viking Line eru veitingastaðir, næturklúbbar, spilavíti, tollfrjálsar verslanir, ráðstefnusalir fyrir 12-300 manns, sundlaug og gufuböð. * Verðið miðast við flug til Stokkhólms og til baka, gistingu í 2ja manna C-klefa um borð í lúxusskipi Viking Line og gistingu í 2ja manna herbergi í Helsinki með morgunverði. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Fiugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300. FLUGLEIÐIR 1 < cn XL ZS <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.