Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1990
41
VELVAKANDI
SVAFUR í SÍMA
691282KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FCSTUDAGS
Utsölur gamals kjöts
neytendum til óhollustu
Sala gamals kjöts hvert haust
dregur auðvitað úr sölu á nýju
kjöti. Enginn skyldi ætla að lægra
verð auki sölu í heild nema sáralít-
ið. Menn spara einfaldlega útgjöld
með ódýrari innkaupum en auka
ekki neyslu sína svo að nokkru
nemi. Hagnaður bænda verður því
neikvæður. Svarar ekki þeim kostn-
aði sem geymsla þessa gamla
kjöts, auglýsingar og afsláttur hef-
ur í för með sér. Væri bændum
því hagkvæmara að kasta offram-
leiðslu á hauga í eitt skipti fyrir
öll (en velta ekki á undan sér þessu
sama hlassi ár frá ári) og losna
þar með við kostnað af geymslu,
auglýsingum og afslætti.
Einn aðili virðist þó hagnast á
þessari vitleysu, þ.e. Samband
íslenskra samvinnufélaga, sem
kvað annast þessa geymslu að
mestu.
Heilsufarslega hefur neysla
gamals kjöts hinar verstu afleiðing-
ar í för með sér. Eftir því sem kjöt
verður eldra gerist það tormeltara.
Sumt aldrað og neyslugrannt fólk
fyllir heilar frystikistur af gömlu
kjöti (og þykist þá öllum fótum í
jötu standa!). Verða þá síðpstu leif-
ar þess ef til vill allt að 3-4 ára
gamlar þegar þeirra er neytt að
lokum. Reynast þá þessir síðustu
bitar stundum ærið torveldir öldruð-
um meltingarfærum.
Hvergi í víðri veröld finnst önnur
svo guðs voluð þjóð, að hún leggi
sér til munns margra ára gamalt
frosið kjöt, enda ér frysting aðeins
skammtíma geymsluaðferð. Vilji
menn geyma kjöt lengi sjóða þeir
það niður, reykja eða salta. Jafnvel
hálf sveltandi þjóðir svo sem Rúm-
enar (og Pólverjar í fyrra) kæra
sig lítt um gamalt frosið kjöt.
Þessar fáránlegu útsölur hefðum
við átt að leggja af fyrir löngu —
þennan ósóma sem verið hefur
okkur til vansa allt of lengi.
Hneykslaður
Um þjófa-
vamir í
versluniim
Þjófavamarbjöllur eru
víðsvegar í verslunum hér á landi
og er tilgangur þe.irra mjög góð-
ur, þær koma í veg fyrir hvers-
konar þjófnað en ég ætla í þess-
ari grein að tala um þjófavarnir
á vömm.
Ég hef oftar en einu sinni orð-
ið var við í verslunum Hagkaups
að búðardömur gleyma oft að
taka þessa umræddu þjófarvöm
af vömnum, oftast flíkum. Það
er alveg ólýsanlega óþægilegt
fyrir viðkomandi aðila að ganga
í geislann sem nemur þjófavöm-
ina og heyra bjölluna hringja; það
er mjög niðurlægjandi að vera
stimplaður þjófur af fólkinu allt
í kring þar til mál manns hefur
verið leiðrétt.
Nú vil ég sérstaklega benda
forsvarsmönnum Hagkaups, sem
er víst eitt ríkasta fyrirtæki á
íslandi, að greiða því fólki, sem
verður fyrir þessum óþægindum,
skaðabætur í formi innleggsnótu
að upphæð 500 kr. eða eitthvað
annað umsamið. Ég tel, að ef
einkafyrirtæki eiga að vera alls-
ráðandi í komandi framtíð, þá
beri þeim skylda til að sýna við-
skiptavinum sínum sem allra
mesta kurteisi því án þeirra geta
þau ekki verið.
Víðir Sigurðsson
Ágæti Velvakandi.
Bandarískur stórbóndi kom til
eyju nokkurrar í Atlantshafi. í
fýrsta sinn á ævinni hitti hann vél-
vædda bændur, sem vissu akkúrat
ekkert um jarðveg! Halldóri Lax-
ness mæltist eitthvað á þessa leið:
„Hér hafa aldrei bændur búið, held-
ur hirðingjar með fasta búsetu.“
Leifar þessa má sjá enn, þegar
hestamenn ferðast um viðkvæm
gróðurlendi, eða fjölfarna þjóðvegi,
með hross að fjölda til, langt um-
fram það er til reiðar geta kallast.
Hópar þessir eru alræmdir fyrir að
loka ekki hliðum á eftir sér.
Þetta er ekki undarlegt, ef menn
athuga sögu og uppruna þjóðar.
Flökkuþjóð, andsnúin öllu ríkisvaldi
og sköttum, eins og hirðingjar eru
jafnan, bæði fyrr og nú, flúði Noreg
undan álögum Haraldar hárfagra,
eftir eitt til þijúhundruð ára dvöl
þar. Eins og allir hirðingjar voru
menn þessir vopnfærir vel, skáld
góð, og kunnu að svara fyrir sig
orði. Þeir komu ekki að mannauðu
landi, fyrir í því var fámenn vestan
þjóð, skyld Ínúítum, en þó ekki
þeir. írskir förumunkar (Papar)
höfðu kristnað þessa óvenju bl-
íðlyndu þjóð, og hún var orðin
gaelískumælandi, þegar austan-
menn komu, og Papa-munkarnir
írsku höfðu sig á brott. íslensk þjóð
á ekki nema í undantekningar til-
fellum til akuryrkjubænda ættir að
rekja.
Hirðingjabúskapur gefur arð
góðan, á meðan búfénaður er að
eyða skógum og jarðvegi (innskot:
íslenskur moldarflaga mói, dönsk,
skosk eða ensk heiði, er ekki nátt-
úruleg ásjóna viðkomandi lands, þó
margur haldi það, og beit þarf til,
eigi að varðveita fyrirbærið, inn-
skoti lýkur).
Dæmi um mikla landeyðingu er
að fínna allt í kringum Miðjarðar-
hafíð, af völdum ofbeitar. Spánn
valinn af handahófi, sem sláandi
dæmi. Ríki þetta varð til við sam-
runa margra smærri, að undan-
skildu Portúgal sem er í raun í sama
þjóðahópi, á íberíuskaga. Græðgi
og stundarhagsmunir voru leiðar-
ljós stjómvalda ríkis þessa frá
upphafí. (Tímar Ferdinands og
Isabellu.)
Merinófé (fjárkláði barst til ís-
lands af því) gefur af sér einkar
mjúka ull sem ekki kláðar hörund,
eins og sú íslenska. Spánarkonung-
ur veitti Mesa, félagi sauðfjáreig-
enda, mörg sérréttindi, þar á meðal
leyfí til að vaða með hjarðir sínar
á sameignarlönd bænda. Á meðan
féð var að breyta Kastillíu í eyði-
mörk, gaf það kóngi í „kassann"
meiri tekjur, en nýlendurnar hinum
megin við hafið! Mesa þýðir borð á
spænsku, einnig „fjall flatt að of-
an“, þ.e. hásléttu.
„Hollt er heima hvat.“ íslenskar
íslenska bændur skorti sjálfetraust
landbúnaðarafurðir eru svo dýrar
sem raun ber vitni um, af því að
íslenska bændur skorti sjálfstraust
og heilbrigð markmið, og létu
menntamenn draga sig á asnaeyr-
unum, og reistu verksmiðjur á bú-
um sínum fyrir verðtryggt lánsfé.
Hlutur þéttbýlisfólks í þessu er enn
verri, þar á meðal fulltrúa verka-
lýðsins sem virðast halda að gjald-
eyrir þjóðarinnar myndist á stiga-
göngum íbúðarblokka. Óraunhæfar
kröfur svokallaðra neýtenda um
eftirlit og lúxus, vinnsluhallir í þágu
menntaðra forréttindastétta til
launa, hafa hlaðið kostnaði á vör-
una. „Bara að flytja inn“, heyrst
hefur að sóunarsjúk yfirstétt ís-
lands ætli að sigla öllu atvinnulífinu
í strand, og beiðast síðan skríðandi
á hnjánum með betlistafinn í hend-
inni, um inngöngu í Evrópubanda-
lagið, án þess að uppfylla þær
kröfur sem Rómarsáttmálinn gerir
til aðildarríkja.
Bjarni Valdimarsson
MEIRIHATTAR
KOLAPORT
í DAG!!
Kvenfélag Biskupstungna selur
BRODD og fleira gódgæti.
Ýmsir innflytjendur bjóða úrval
heimilistækja á hreint ótrúlegu verði
(t.d. straujárn á 600.- kr.)!
Yfir 100 aðrir söluaðilar bjóða m.a. upp á:
Bækur, grænmeti, brauð og kökur, saltfisk,
vefnaðarvörur, stórar úthafsrækjur,
leikföng, harðfisk, búslóðir, skartgripi,
búsáhöld, ieðurfatnað, skó, vettlinga,
sælgæti, ávexti, vídeóspólur, pottaplöntur,
matvörur, vasaljós, ritföng, prjónavörur,
húsgögn, pappírsvörur, gallabuxur,
antíkmuni, hljómplötur, kókosbollur,
kartöflur, pelsa, hákarl, klukkur,
helíumblöðrur, glænýja ýsu, spil,
hreingerningavörur, lakkrís, minnisblokkir,
síld o.fl., o.fl.
Vinsamlega athugið að Kolaportið er alls
ekki opið kaupendum fyrr en kl. 10.00.
KOIAPORTIÐ
Mar*Ka£)StO&T
— aftur á laugardögum.
h
j
í
1
<
i
VEIOARFJERITIL SQLU
úr þb. Hraðfrystihúss Grindavíkur hf.
Aðallega til netaveiða.
Vilhjálmur Þórhallsson, hrl., Keflavík,
sími 92-15890 og hs. 91-15892.
Viðtalstimi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík
BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum ívetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 17. febrúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í borgarráði, for-
maður skipulagsnefndar, varaformaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík og í hafnar-
stjórn, og Guðrún Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamálaráði og fræðsluráði.
v v* v v v v V' v* V' v y v y