Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 12
12 „MOKCHiNBIiAÐIl) LAUfiARpAGUR 17.,FEBRÚAR 1990 Biblmdagurinn BIBLIUDAGUR1990 Sunnudagur 18. febrúar SæðiÖ er Guðs Orð Annar sunnudagur í níu vikna föstu, Sáðmannssunnudagurinn, hefur fengið fastan sess í íslenzku kirkjunni sem Bibiíudagur. I guðsþjónustunum í kirkjum landsins þann dag — og á samkomum kristilegu félaganna — hefur starf Hins ísl. Biblíufélags og Samein- uðu Biblíufélaganna (United Bible Societies) að (1) nýþýðingu, (2) útgáfu og (3) dreifingu Heilagrar Ritningar um heimsbyggðina alla, verið kynnt og fjármunum sérstaklega safnað til þess mikilvæga starfs. Biblíufélög hins vestræna heims gera nú sérstakt átak til að útvega hinum kristnu í Sovétríkjunum 10 millj. Biblíurá næstu misser- um. Þar er þörfin bæði sár og brýn þegar nú víðar dyr hafa loks opnast þar fyrir Ritningunni eftir að hafa verið lokaðar í 70 ár. Hið ísl. Biblíufélag styrkir einnig sérstaklega þýðingu, útgáfu og dreifingu Ritningarinnar þar sem ísl. kristniboðar eru að verki í Afríku: Konsó í Eþíópíu og Pókot í Kenýa. Þessir þjóðflokkar eru nú fyrst að fá Nýja testamentið á sínum tungumálum, eftir að við höfum átt það aðgengilegt í 450 ár á okkar móðurmáli. Erum við ekki í skuld eftir að hafa svo lengi notið þeirra gæða? ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Biskup (slands herra Ólafur Skúla- son prédikar. Tekið á móti framlög- um til Biblíufélagsins. Kaffi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Bogi Arnar Finnbogason syngur ein- söng. Eftir messu verður tekið á móti gjöfum til Hins ísl. biblíufé- lags. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Daníel Jónas- son. Tekið á móti gjöfum til Hins. ísl. biblíufélags. Bænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ól- afsdóttir. Sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Ulrich Parzany frá Vestur-Þýska- landi. Organisti Þorvaldur Björns- son. Samkomur öll kvöld vikunnar kl. 20.30, nema miðvikudag. Léttir söngvar, ræðumaður Ulrich Parz- any. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. ______ DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag: Barnasamkoma kl. 10.30. Munið kirkjubílinn. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Sunnudagsmessa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14, Hámessa með gregoriönsku lagi. Altarisganga. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organisti og stjórnandi Marteinn Hunger Frið- riksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organisti BirgirÁs Guðmunds- son. Sr. JakobÁgúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Ingileif Malmberg guðfræðinemi prédikar. Sr. Bjarni Sigurðsson prófessor þjónar fyrir altari. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Ragn- heiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Kristín R. Sigurðardóttir syng- ur einsöng. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Eftir messu verður Guðspjall dagsins: Lúk. 8.: Ferns konar sáðjörð aðalfundur Hins ísl. biblíufélags haldinn í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Miðvikudag: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Tónlist í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Sóknar- prestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Barna- messa kl. 11. Sunnudagspóstur — söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukór Grafar- vogssóknar syngur. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðs- þjónusta kl. 14. Altarisganga. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Þriðju- dag eftir hádegi kirkjukaffi, biblíu- lestur. Laugardag kl. 10. Biblíulest- ur og bænastund. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup prédikar. Tekið við framlögum til Hins ísl. biblíufélags eftir messu. — Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 14. Sr. Myiako Þórðarson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudag: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins- son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar í Digranesskóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kór Kársnesskólans syngur. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: í dag, laug- ardag. Samvera í Kirkjuklúbbi Laugarneskirkju kl. 16.30-18. Þetta er samvera fyrir fólk á öllum aldri um málefni kristinnar trúar og kirkjulegt starf. Þórarinn Björnsson guðfræðingur reifar efn- ið: Biblían, gerð hennar og inni- hald. Umræður yfir kaffibolla. Barnagæsla. Sunnudagsguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarbörn að- stoða. Barnastarf er á sama tíma. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtu- dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altar- isganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Munið kirkju- bílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Eftir messu flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson erindi um Gamlatestamentisþýðingu Har- alds Níelssonar og viðbrögð við henni í safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffiveitingar. Miðvikudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Adda Steina, Sigríður og Hannes. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Miðvikudag morgunandakt kl. 7.30. Orgelleik- ari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA: Hámessa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KFUM & KFUK: Samkoma í Bú- staðakirkju kl. 20.30 með Ulrich Parzany. Engin samkoma á Amt- mannsstíg 2B. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 11. Al- menn samkoma kl. 20. Fórn tekin til Bíblíufélagsins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Samkoma kl. 20. Anna og Daníel Óskarsson stjórna og tala. Hersöngsveitin tekur þátt í söng. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá Guðnýjar og Sigrúnar. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Skólakór Garðabæjar og barnakór Selfosskirkju syngja. Organistar Þröstur Eiríksson og Glúmur Gylfason. Sr. Sigurður Sig- urðsson prédikar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Barnasamkoma verð- ur í Kirkjuhvoli kl. 13. KAPELLA St. Jósefssystra: Há- messa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Barnaguðsþjón- usta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14 í Víðistaðakirkju. Altarisganga. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhann- esdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Munið skóla- bílinn. Sameiginleg messa Hafnar- fjarðarsóknar og Fríkirkjusafnaðar- ins í Frikirkjunni kl. 14. Sr. Gunn- þór Ingason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Einari Eyjólfs- syni. Kirkjukaffi í safnaðarheimili Fríkirkjunnar eftir messu. Safnað- arstjórnir. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Sameig- inleg messa Hafnarfjarðarsóknar og Fríkirkjusafnaðarins í kirkjunni kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason prédik- ar. Kórar safnaðanna leiða söng. Organistar Helgi Bragason og Kristjana Ásgeirsdóttir. Kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu að lokinni messu. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KALFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Frank Herlufsen. ,Sr. Bragi Friðriksson. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Messa rúmhelga daga kl. 8. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Barna- starf kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Barnastarf kl. 11. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jó- hannsdóttur og Ragnars Karlsson- ar. Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan Keflavik, Hafnargötu 71: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Börn úr 6 ára bekk koma í heimsókn. Messa kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátt- töku. Bænasamkoma nk. þriðju- dag kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jóns- son. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn annast ritn- ingarlestur. Á Garðvangi, dvalar- heimili aldraðra, helgistund kl. 15.30. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermingarbörn annast ritningarlestra. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 15. Félagar úr æskulýðsfélögum Reykjavíkur annast messuna. Æskulýðsfundur kl. 20. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar- prestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10 og messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. / Ekkí sama hvað skonð er efitir Halldór Blöndal Hvert stéttarfélagið á fætur öðru hefur verið að samþykkja nýju kjarasamningana.- Forsendur þeirra eru þær, að reynt skuli að halda verðlagi niðri og stöðva þannig þá miklu skerðingu á kaupmætti, sem orðið hefur hér á landi, einkum eft- ir að félagshyggjustjórnin settist að völdum haustið 1988. Atvinnu- leysi er meira en áður og yfirvinna minni. Kjarasamningarnir eru nauðvörn launþega og þess vegna skynsamlegir og horfa til framtíðar. Ríkisstjómin getur ekki verið stikkfrí núna. Henni dugir ekki að leggja á nýja skatta, sem hækka almennt verðlag í landinu, hvað sem líður Jóni Sigurðssyni og Ólafí Ragnari. Henni dugir heldur ekki að vera með sýndarniðurskurð á fjárlögum, heldur verður hún að draga úr rekstrarútgjöldum, minnka eyðsluna. Dæmi: Venð er að endurbyggja forsetasetrið á Bessastöðum. Það er útúrsnúningur að kalla það niðurskurð á ríkisút- gjöldum, þótt stillt sé svo til, að endurbótunum ljúki í febrúar á næsta ári fremur en í desember á þessu ári. Annað dæmi: Á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eru nokkrir vegarspottar óuppbyggðir, sem teppast fljótt og eru slysagildr- ur. Alræmdur er vegarspottinn við Hreimstaði og Dýrastaði í Norður- árdal. Þá er það löngu tímabært að setja kraft í það að ljúka hring- veginum um Öxnadal og vestur yfir Öxnadalsheiði og styrkja þann- ig samgönguæðiria milli byggða Eyjaljarðar og Skagafjarðar. Það er ekki sparnaður að siá fram- kvæmdum af þessu tagi á frest frekar en orðið er. Þriðja dæmið: Ráðherra hús- næðismála hefur löngum haft það fyrir hugsjón að fækka þeim, sem „Henni dugir heldur ekki að vera með sýnd- arniðurskurð á fjárlög- um, heldur verður hún að draga úr rekstrarút- gjöldum, minnka eyðsl- una.“ eiga íbúð. Verkamannabústaðir, eignaríbúðir hinna lægst iaunuðu, hafa verið honum þyrnir í auga. Sparnaður þessa ráðherra er fólg- inn í því, að draga enn fé frá Bygg- ingarsjóði ríkisins og veikja þannig þann,hluta húsnæðiskerfisins, sem ætlað er að sinna þeim, sem frá- biðja sér opinbera forsjá í húsnæðis- málum. Það verður mikið verk að hreinsa til í félagsmálaráðuneytinu eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hverfur þaðan. Halldór Blöndal Síðasta og versta dæmið er það, að nú hyggst ríkisstjórnin skera niður framlög til Háskólans á Akur- eyri, sem voru allsendis ónóg fyrir. Saga sjávarútvegsbrautarinnar er í stuttu máli sú, að á jólaföstu skarst KEA í leikinn og bauðst til að leggjá brautinni til húsnæði án endur- gjalds, ef það mætti verða til þess, að ríkisstjórnin þættist geta séð af nokkrum krónum iyrir því sem eft- ir stæði af rekstrarkostnaðinum. Ríkisstjómin treysti sér ekki til að hafna þessu en framlögin voru skor- in svo við nögl, að naumast getur talist forsvaranlegt. En starfsgleði nemenda og kennara við sjávarút- vegsbrautina hefur dugað til þess að gera hinar þröngu aðstæður ásættanlegar. Háskólinn á Akureyri er ekki- venjuleg ríkisstofnun. Háskólinn er sömu ættar og Hólaskóli eða Möðruvallaskóli eða Menntaskólinn á Akureyri. Hann er í senn hugsjón og tákn fyrir blómstrandi þjóðlíf iyrir norðan, — menningarstofnun sem þjónar öllu landinu, af því að hún rís af brýnni þörf en er ekki hégómi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlnndskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.