Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAjGUR 17. FEBRÚAH 3,990,
Eignir þrotabús Viukils
auglýstar til sölu aftur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að aug-
lýsa eignir þrotabús Vinkils til
sölu í annað sinn, en þau tilboð
sem borist hafa þykja ekki að-
gengileg að mati kröfúhafa. Um
Skíðamót í
Hlíðarfjalli
SKÍÐAMÓT verður haldið í
Ulíðarfjalli um helgina 17.
og 18. febrúar og í Olafefirði
verður Fjarðarganga á
morgun, laugardag.
Keppt verður í stórsvigi i
flokki 13-14 ára á morgun kl.
11, en þar er um að ræða svo-
kallað Þórsmót.
Á sunnudag kl. 11 hefst
Akureyrarmót í flokki 13-14
ára og verður þar keppt í stórs-
vigi.
Keppt verður í karla- og
kvennaflokki 15-16 árakl. 13.
Skíðaganga, Þórsmót, hefst
kl. 14 og er keppt í öllum flokk-
um.
Skráning í skíðagöngumótið
hefst klukkustund áður en
mótið hefst.
Pjarðarganga verður í Ólafs-
fírði á laugardag.
er að ræða húsnæði og tæki, en
á vegum fyrirtækisins voru
smíðaðar innréttingar.
Hluti veðhafa er nú tilbúinn til
að skuldbreyta gjaldföllnum af-
borgunum, gefa eftir hluta skulda
eða vaxta og kostnaðar eða breyta
skuldum í hlutafjárframlag.
Vinkill varð gjaldþrota á seinni
hluta síðasta árs og á síðustu
mánuðum hafa nokkrir aðilar gert
tilboð í eignimar, en þau ekki
þótt aðgengileg.
Kröfuhafar og bústjóri hafa því
ákveðið að auglýsa eignimar til
sölu aftur og nú með breyttum
forsendum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Staðan íhálfleik frumsýnd íSjallanum íkvöld
Staðan í hálfleik, ný skemmtidagská sem byggð er á tónlistarferli Pálma Gunnarssonar söngvara verður
fmmsýnd í Sjallanum í kvöld. Höfundur og leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Hafþór Helgason sjónvarps-
stjóri Eyfírska sjónvarpsfélagsins, en kynnir á sýningunni er Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður.
Auk Pálma koma fram í sýningunni söngkonumar Ellen Kristjánsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Um undir-
leikinn sér hljómsveit undir stjóm Átla Órvarssonar. Á sýningunni verða flutt mörg af vinsælustu lögum
sem Pálmi hefur sungið á síðustu tuttugu ámm. Mest ber á lögum Magnúsar Eiríkssonar, en einnig verða
flutt lög eftir Gunnar Þórðarson, Geirmund Valtýsson, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri. Heiðursgestir
sýningarinnar eru hjónin Gróa og Önundur Grenz, en með hlutverk þeirra fara leikararnir Steinunn Ölafs-
dóttir og Einar Kristjánsson.
Verkalýðsfélagið Eining greiðir atkvæði um kjarasamninginn:
210 manns samþykktu -12 á móti
FÉLAGAR í Verkalýðsfélaginu
Einingu hafa samþykkt nýjan
kjarasamning, en atkvæði allra
deilda félagsins voru talin á fúndi
Akureyrardeildar í fyrrakvöld.
Alls greiddu 225 félagar atkvæði,
já sögðu 210, 12 sögðu nei og 3
seðlar voru auðir. Fundir voru
haldnir á Grenivík, Dalvík, í
Hrísey og Ólafsfirði í síðustu viku,
en atkvæði voru talin að loknum
fúndi í Akureyrardeild.
Á fundinum var samþykkt ályktun
þar sem lögð er áhersla á, að því
aðeins náist þau markmið sem að
er stefnt með kjarasamningunum frá
1. febrúar, að allir aðilar séu sam-
taka um framkvæmdina. „Þess
vegna beinir fundurinn því alveg sér-
staklega til sveitarstjóma og fyrir-
tækja, að öllum hækkunum á þjón-
ustu og vöruverði verði haldið í al-
geru lágmarki og engar hækkanir
verði nema mjög brýna nauðsyn beri
til,“ segir í ályktuninni.
Sævar Frímannsson, formaður
Einingar, sagði að félagið hefði einn-
ig gengið frá öllum kjarasamningum
við Akureyrarbæ með sama hætti
og aðalkjarasamningur segir til um,
einnig hefði félagið gengið frá sér-
stökum samningi við ríkið vegna
starfsfólksins á Vistheimilinu Sól-
borg.
Fundir um samningana verða
haldnir með félagsmönnum í Einingu
á Sólborg og hjá Akureyrarbæ í
næstu viku og þar verða samningarn-
ir ræddir og greidd um þá atkvæði.
Minning:
00
Ogmundur Guð-
mundsson, Keflavík
Fæddur 1. mars 1928
Dáinn 10. febrúar 1990
Mig setti hljóðan, þegar mér var
sagt andlát Ögmundar Guðmunds-
sonar, góðvinar og starfsfélaga til
margra ára. Tíu dögum áður hitt-
umst við og ræddumst við. Þá var
hann að jafna sig eftir skamma
sjúkrahúsvist. Hann var hinn hress-
asti og kvaðst verða tilbúinn í slag-
inn, eins og hann orðaði það, eftir
örfáa daga. Tveim dögum síðar
var hann hinsvegar enn kominn
inn á sjúkrahús, vegna sjúkdóms,
sem hann hafði áður kennt. Og
enda þótt vitað væri, að alvara
væri á ferðum, þá komu endalokin
vissulega á óvart.
Ögmundur fæddist 1. mars 1928,
sonur hjónanna Sigríðar Bjama-
dóttur og Guðmundar Ögmunds-
sonar, sem bjuggu á ýmsum stöðum
á Skógarströnd á Snæfellsnesi, m.a.
á Setbergi. I þeirri fögru sveit sleit
Ögmundur barnsskónum og kynnt-
ist af eigin raun iífi og kjörum fá-
tæks alþýðufólks til sveita. Hann
fluttist síðar með foreldrum sínum
til Ytri-Njarðvíkur og átti þar heima
þar til hann settist að í Keflavík
og átti þar heima þar til hann sett-
ist að í Keflavík eftir að hann hafði
stofnað eigið heimili, og þar bjó
hann síðan til æviloka.
Ögmundur var prýðis vel gefinn,
og þrátt fyrir þröngan fjárhag og
lítinn stuðning af öðru en eigin
aflafé, braust hann til mennta.
Hann lauk prófí frá Kennaraskóla
íslands árið 1950, og lauk þaðan
stúdentsprófí utan skóla frá Mennt-
askólanum í Reykjavík ári síðar. Á
þeim árum þurfti mikinn dugnað
og átak til slíks.
Eitt af gæfusporum í lífí Ög-
mundar var, er hann kvæntist eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Emilíu
Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Þau eignuðust fímm mannvænleg
börn, sem öll eru uppkomin. Þau
hjón voru hin samhentustu í hv-
ívetna, og Ögmundur hugsaði eink-
ar vel um ijölskyldu sína og hennar
hag.
Fyrir meira en 30 árum lágu
leiðir okkar Ögmundar fyrst saman,
er hann hóf störf við bæjarfógeta-
embættið í Keflavík, en þar starfaði
hann við umboð Tryggingastofnun-
ar ríkisins. Þar kom strax í ljós
hvem ágætis mann Ögmundur
hafði að geyma, hversu annt hann
lét sér um alla þá, sem bóta nutu
hjá Tryggingastofnuninni, hvort
sem það voru aldraðir, sjúkir, ör-
yrkjar eða hveijir þeir aðrir, sem
til hans leituðu. Álla aðstoðaði hann
með sömu ljúfmennskunni og natn-
inni og leiðbeindi þeim um hver
réttindi þeirra væru.
Við þau störf kom strax í ljós,
hversu einstaklega trútt minni hans
var, og hversu ótrúlega minnugur
hann var á nöfn og aðstæður fólks.
Þessir góðu eiginleikar hans komu
sér oft vel síðar, t.d. í störfum í
kjörstjórn og yfírstjórn í Keflavík í
fjölmörgum kosningum.
Þau ágætu kynni sem strax tók-
ust með okkur Ögmundi, héldust
æ síðan, svo að aldrei bar skugga
á, en starfsdagar okkar voru marg-
víslega samofnir þaðan í frá. Leiðir
okkar lágu saman í starfi hjá
Aðalstöðinni hf., í störfum fyrir
bæjarfélagið okkar, en þar starfaði
hann sem innheimtustjóri um skeið,
og í ýmsum aukastörfum, sem við
stóðum saman að, um langt árabil.
Á öllum þessum sviðum voru
þau sömu eðliseinkenni sem báru
af hjá Ögmundi, samviskusemi,
hjálpsemi, ljúfmennskan, en um-
fram allt það hversu gott var að
vera í návist hans og starfa með
honum. Hann átti ekki til yfirgang-
semi eða sérdrægni.
Þó að Ögmundur væri í eðii sínu
hlédrægur og nánast feiminn, þá
var hann þó mjög félagslyndur, og
gat verið manna orðheppnastur í
viðmóti. Sérstaklega eru mér kunn
félagsstörf hans innan Lionsklúbbs
Keflavíkur. Þar starfaði hann af
einstökum áhuga, sótti fundi manna
best og tók virkan þátt í öllum þeim
störfum, sem klúbburinn beitti sér
að, hvort heldur var líknarstörf,
fjáröflun eða gróðursetning, eða
hvað annað sem klúbburinn lét sig
varða. Hann tók mjög virkan þátt
í nefndar- og stjómarstörfum innan
klúbbsins og var formaður hans eitt
tímabil.
Nú þegar leiðir skilja, kveð ég
vin minn með miklum söknuði og
trega, um Ieið og ég þakka áralang-
an vinskap og tryggð.
Ég færi eiginkonu hans og börn-
um þeirra, tengdabörnum og bama-
bömum innilegar samúðarkveðjur,
og bið þann, sem öllu ræður, áð
styrkja þau á stund sorgar og
saknaðar.
En minningar um góðan dreng
munu lifa í hugum ástvina hans og
vina.
T.T.
Að kveðja með fátæklegum orð-
um bróður og kæran vin er ákaf-
lega erfitt. Omögulegt er að gefa
skýra mynd af jafn heilsteyptum
manni og Ögmundur var, í nokkrum
línum. En minningarnar um hann
munu lifa og ylja um ókomna
framtíð. Ég mun ætíð minnast hans
með hlýju og ástúð og muna allt
það sem honum auðnaðist að gefa
öðrum í þessu lífi. Einhvern veginn
er það svo að eldri systkin búast
ekki við að sjá á eftir þeim sem
yngri eru yfir móðuna miklu. Þó
ekki skilji mörg aldursár á milli þá
hefur yngra systkin verið hluti af
tilverunni svo lengi sem maður
man. Þegar þau tengsl rofna með
dauða þá er erfitt að fóta sig í tilver-
unni og sætta sig við orðinn hlut.
En það er tilgangur með öllu, og
Ögmundar hafa beðið önnur störf
á æðra tilverustigi. Honum líður
vel núna hlé megin við amstur og
streð þessarar jarðvistar. Tíminn
er fljótur að líða hinum megin og
stutt verður þess að bíða að hann
hitti sína ástvini aftur. Sennilega
mun okkur samt fínnast biðin löng
og endurfundir langt undan, en
gott er þó að vita að við eigum þá
til góða.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fíra
drottinn minn
gefí dauðum ró
og hinum iíkn er lifa.
(Ör sólarljóðum)
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég Emilíu mágkonu minni
og börnum þeirra Ögmundar. Megi
góður Guð styrkja þau á erfiðum
stundum.
Ég varðveiti innra með mér
minningu góðs manns sem ávallt
átti bros og hlý orð að veita öðrum.
Olga Guðmundsdóttir
Þegar sú óvænta frétt barst að
Ögmundur Guðmundsson hafi látist
laugardagskvöldið 10. febrúar
síðastliðinn eftir stutta legu á
Landspítalanum, kom það okkur
félögum mjög á óvart og ljóst er
að drengur góður og bróðir er nú
farinn heim til Guðs föður okkar á
himnum.
Við fráfall Ögmundar er hoggið
skarð í raðir okkar Gideonmanna.
Ögmundur var ekki búinn að vera
lengi í okkar hópi sem félagi, þó
svo hann hafi í gegnum árin alltaf
sýnt félagsskapnum stuðning sinn
bæði í orði og verki.
Ögmundur var einstaklega prúð-
ur og kurteis í fasi, hann hafði sér-
staka þjónslund sem svo fáum er
gefin. Þessa þjónslund notaði hann
óspart til að efla framgang Guðsrík-
is hér á jörðu. Hvort sem það var
í vinnu fyrir KFUM&K, kristniboðs-
starf og eða útbreiðslu á Guðs
helga orði. Fyrir stuttu fórum við
Ögmundur í Myllubakkaskóla í
Keflavík til að afhenda 10 ára
börnum Nýja testamentið, þar fékk
hann tækifæri til að deila með
börnunum þeirri fullvissu sem hann
átti í hjarta sínu, að Jesús væri
Guðs sonur sem gefur okkur mönn-
unum eilíft líf með sér. Það var ósk
hans að þau börn sem þar voru
fengju einnig að eignast þessa full-
vissu og þann frið sem hann átti.
Þessi afstaða Ögmundar lýsir best
þeim huga sem hann bar til barna
og unglinga.
Við Gideonmenn sendum eftirlif-
andi konu hans, Emilíu Guðjóns-
dóttur, og börnum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan Guð að styrkja þau.
Guð blessi minningu Ögmundar
Guðmundssonar.
Gideonfélagar í Keflavík.