Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 10
Ð' LÁtó^DÁÓÚR !17. Í'ÉbHÚAR 1990 OPi A Þorraþræl Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 153 Ágætu lesendur. Fyrir hönd Garðyrkjufélags ís- lands óska ég ykkur gæfis og gengis á nýbyijuðu ári og þakka góð samskipti á liðnum árum. Okkur sem ritum stundum pistla í Blóm vikunnar er nokkur vandi á höndum. Þessi greinarskrif hafa notið vinsælda og fjölmargir hafa haft samband við umsjónarmann til að spyijast nánar fyrir um efni greina sem birtar hafa verið. Síðan hafa þeir sem safna greinununum iðulega samband við okkur hafi þeir misst af Blómi vikunnar. Því miður heyrast stöku óánægjuradd- ir þegar greinamar eru „ólánlegar" í laginu að mati safnaranna. Við því fær umsjónarmaður ekki gert, „vaxtarlag“ greinanna ræðst af rými á litsíðum blaðsins, en víst tökum við undir með söfnurunum, sem fá hálfgert taugaáfall þegar greinarnar eru allar á langveginn. Það er orðin hefð hjá Blómi vik- unnar að leggjast í dvala í svart- asta skammdeginu en vakna til lífsins með hækkandi sól. Nú er skammdegið að baki, daginn hefur þegar lengt um fjölmörg hænufet og blessuð sólin hækkar stöðugt á himni. Því er mál að Blóm vikunn- ar vakni af vetrarsvefninum. Það er manninum eðlilegt að hafa nokkrar áhyggjur af um- hverfi sínu. Flest undanfarin ár hefur síminn á skrifstofu garð- yrkjufélagsins yart þagnað í janúar eða febrúar. Áhyggjufullir garð- eigendur hafa spurt hvað þeir eigi til bragðs að taka með páskalilj- urnar og túlipanana undir suður- veggnum sem séu á harðaspretti upp úr moldinni, sé ekki hægt að stoppa þetta óðagot með einhveij- um ráðum? En nú er mér til efs að þetta sé áhyggjuefni margra. Nú eru snjóalög og fannfergi um land allt, fréttir af ófærð og snjó- flóðahættu daglega í fjölmiðlum. Ósjálfrátt kemur fram í hugann kvæði Kristjáns Jónssonar fjalla- skálds sem ort var á Þorraþræl fyrir liðlega einni öld. Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð. Kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Undanfama 2-3 vetur höfum við sannarlega kynnst því að veturinn getur verið bæði langur og strang- ur um allt land. Skáldið orti um bjargarleysi kotbóndans í harðind- um. Sem betur fer getum við betur varist glímutökum Veturs konungs Vetur á Þingvöllum. nú en áður og harðir vetur eru ekki lengur fellivetur. Landið okkar fagra hjúpað snæ býr yfir kyngimætti og dulúð sem grípur mannshugann föstum tök- um og vekur sterkar kenndir í bijósti flestra. Þrátt fyrir allt er ættjörðin sá staður þar sem við viljum flest lifa og deyja. Og með hækkandi sól beinist hugurinn fram á við. Senn er sigruð þraut ég svíf á braut. Kvað Kristján fyrir munn þorra. Og fyrstu vorteiknin eru þegar á lofti. Ræktunarfólk les nú fræ- lista af miklum ákafa og sumir eru þegar farnir að huga að sáningu. Við hjá GI vorum einmitt að senda frælistann til félagsmanna. Þessi frælisti er ólíkur öðrum að því leyti að félagarnir safna sjálfir fræi á haustin og leggja í fræbanka, eins fáum við nokkuð af fræi frá erlend- um grasagörðum, oft tegundir sem eru lítt reyndar hér en samt áhuga- verðar. Félagar geta síðan pantað 15 tegundir gegn 100 kr. gjaldi. Nýir félagar fá sendan frælistann ásamt fréttabréfinu við inngöngu. Já, ræktunarfólk þarf ekki að kvíða iðjuleysinu næstu vikurnar eða mánuðina. Stofublómin þurfa sína umhirðu. Brátt þarf að skipta um mold og hlúa að þeim á annan hátt og margar tegundir stofu- blóma launa snyrtingu með ríku- legri blómstrun að sumri. Eins fer í hönd góður árstími til að klippa tré og ýmsa runna — standi þeir á annað borð upp úr snjónum. Þurfi að fjarlægja stórar tijágreinar er gott að gera það áður en vökvastreymið í tijánum byijar. Mörgum hefur orðið hált á svell- inu í vetur og nú finn ég að ég er komin á hálan ís og best að hætta sér ekki lengra út á þessa glæru. Vonandi getum við á næst- unni bæði gert skil snyrtingu inni- og útigróðurs í Blómi vikunnar. Næsti fræðslufundur garðyrkju- félagsins verður haldinn á Holiday Inn fimmtudaginn 22.2. kl. 20.30. Kennarar Garðyrkjuskóla ríkisins halda erindi og sýna myndir um Ijós og ræktun og lýsingu og fjalla um garðskálaplöntur og ræktun í heitum og köldum skálum. Fundir félagsins eru öllum opnir. Sigríður Hjartar Umsjónarmaður Gísli Jónsson 526. þáttur ■ ÁTVR, Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, opnar nýja útsölu í Miklagarði við Sund um næstu mánaðarmót. Þann 15. janúar síðastliðinn Ieigði Mikligarður hf. ÁTVR 250 fm húsnæði sem innrétt- að hefur verið í austurenda verslun- arinnar. Af þessum ástæðum hafa að undanförnu staðið yfír miklar breytingar á anddyri og kassalínu í versluninni og áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið fyrir 1. mars næstkomandi. Við þessar breytingar verður mun betri að- staða og þjónusta á greiðslukössum, í þjónustumiðstöð og veitingastofu, segir í frétt frá Miklagarði, og að- koma og brottför úr versluninni þægilegri. Matthías Eggertsson í Reykjavík skrifar og tekur af mér ómakið í bréfi sínu: „I útvarpi og sjónvarpi að undanförnu hefur verið sagt frá miklum snjóþyngslum sums staðar á landinu. Jafnframt hef- ur verið greint frá því að al- mannavarnanefndir á viðkom- andi stöðum hafi látið boð út ganga að hætta á snjóflóðum sé yfirvofandi. Síðar hafa komið nýjar tilkynningar þar sem sömu nefndir hafa aflýst eða aflétt hættuástandinu. Þetta hefur orðið mér nokkurt umhugsunarefni. Víst er aflýst leiksýningum og kappleikjum og aflétt þungatakmörkunum á vegum, svo að dæmi séu tekin. Þar eru þeir sömu á ferð og ákváðu að halda leiksýningu eða takmarka öxulþunga, þ.e. menn með holdi og blóði. Hins vegar eru það náttúruöflin eða forsjón- in sem koma á snjóflóðahættu, og máltilfinning mín segir mér að aðrir geti þá ekki aflýst henni né aflétt. Kannski á hér við að víðar er Guð en í Görðunum? Með góðri kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar þessa tímabæru hugvekju. ★ Far, Hafnar frægi staður, far vel, þig aldrei lít eg meir; frá þér eg ferðast glaður, frá þér til íslands geð mitt þreyr. Föðurláð framar met eg, frið og náð hreppt þar get eg, en um þitt ráð tönn fyrir tungu set eg. (Sr. Hallgrímur Eldjámsson 1723-1779.) ★ Þórður Kárason í Reykjavík skrifar mér einkar vinsamlegt bréf með „þökk fyrir góða pistla í Mogga“. Hann biður mig að koma áhugamálum sínum á framfæri. Bréf hans er langt og efnismikið, svo að eitthvað kann nú að verða útundan. Sumt seg- ir hann líka í gamni og ætlar ekki til birtingar. 1) Þórði finnst stundum í les- endadálkum blaðanna „birt dæmi um skrúðmælgi og yfir- drifinn stíl, þar sem venjulegur lesandi skilur ekki hvað við er átt“. Hann spyr hvort ekki sé rétt „að þeir hjá blöðunum héldu þessum „gullkornum“ til haga og birtu þetta af og til. Sumum til viðvörunar en öðrum, einkum þeim háskólalærðu, til eftir- breytni.“ 2) Þá langar hann til að í blöð- unum birtist skrá yfir helstu sjóði sem veiti fé til menningar- mála á íslandi og skorar á Morg- unblaðið að láta vinna slíka skrá. Umsjónarmaður vísar þessum liðum til „þeirra hjá blöðunum“. 3) Þórði finnst sögnin að harma ofnotuð í sjónvarpi (ekki í prentmáli) og yrkir um það vísur að gamni sínu. Ein er svona: Það er skrítið þetta og hitt með þessa sögn, að harma. Harma ég þetta, harma ég hitt, harma ég mína garma. Umsjónarmaður er ekki frá því, að stjómmálamenn mættu gjarna taka vægara til orða stundum, þegar þeir segjast harma „þetta og hitt“. Þórður Kárason spreytir sig á Iimrum eins og fleiri vinir þáttar- ins, en sá kveðskapur eins og ýmislegt fleira í bréfi hans á ekki að fara lengra, og þakkar umsjónarmaður honum góðar kveðjur. ★ Um ættarnafiiið Hagalín. Árið 1916 var Hagalín lög- fest ættarnafn, og segir í Stjórnartíðindunum að „ættar- nafnstaki“ væri Guðmundur Hagalín Gíslason skipstjóri á Núpi í Dýrafirði. Um aðdrag- anda þessa segir Guðmundur skáld í Hér er kominn Hoffinn að nafnið sé norskt að uppruna. Langafabróðir sinn hafi verið heitinn eftir norskum skipstjóra, Hagelien, sem látist hafi á heim- ili eins ættingja síns. Eftir lát afa síns, Guðmundar Hagalíns á Mýrum í Dýrafirði, hafi mjög margir verið skírðir þessu nafni og móðir sín löghelgað sér (Guð- mundi skáldi) nafnið sem ættar- nafn, enda mun hann sá hinn sami og nefndur er í Stjórnartíð- indunum. í allsheijarmanntali hef ég flest fundið tíu Hagalína, árið 1910. Níu þeirra voru fæddir í Ísaíjarðarsýslu. ★ Salómon sunnan kvað: Ein borga er nefnd Barcelona; þar er bannað að servera róna, enda læstu þeir börum með hurðum á hjörum, þegar Hrollaupr birtist á Skjóna. ★ Þegar menn fara á skíði, gera þeir ýmist að ganga eða renna sér. Sögnin „að skíða“ fínnst mér bjálfamál. Nú geta menn rennt sér í Hlíðarfjalli, eins og ívar Sigmundsson hefur tekið til orða. ★ Ég hélt að enskuárátta í aug- lýsingum þeirra MS-manna hefði verið kveðin niður um dag- inn í sambandi við kakómjólkina (kókómjólkina). En svo er víst ekki. Þeim virðist svo mjög í mun að kenna íslenskum börn- um ensku á kostnað móðurmáls- ins, að slim er nú troðið inn í auglýsingu um ávaxtasafann Flórídana. Þetta skal þeim ekki haldast uppi átölulaust. P.s.: I útvarpsfréttum var sagt: „... í flutningi Sigríðar Beinteinsdóttur og Grétar Örv- arssonar". Naumast þarf að taka fram að söngvarinn heitir Grét- ar, ékki ‘ Grét. Lagið var því „í flutningi" Grétars og Sigríðar. Til sölu í Grafarvogi 120 fm íbúðir á góðum stað. Stórar stofur, góðar suður- svalir og þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk. Frekari upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri EINAR ÞÓRISSON LONG, SOLUMADUR KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. l.öggilturfasteignasali Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Á vinsælum stað í Ártúnsholti Nýtt og glæsil. raðhús á tveimur haeðum um 160 fm. Næstum full- gert. 3-4 svefnherb. Góður bílsk. Langtímalán. Sólskála má hafa á bílskúrsþaki. Á vinsæium stað á Seltjarnarnesi 'Steinhús ein hæð um 125 fm með sólskála og bílsk. Stór eignarlóð. Nýtt gler, parket og gestasnyrting. Laust fljótlega. í suðurhlíðum borgarinnar 5 herb. íbúð á neðri hæð og I kjallara. Alls 152,4 fm. Næstum full- gerð. Allt sér. Nýlegt tvíbýlishús. Tilboð óskast. Ný endurbyggð - allt sér 4ra herb. séríbúð á vinsælum stað í Garðabæ. Öll ný endurbyggð næstum fullgerð. Laus strax. Á vinsælum stað í Seljahverfi 4ra herb. endaíb. stór og góð með sérþvottahúsi. Stæði í bílhýsi. Mikið útsýnl. Á vinsælum stað í vesturborginni 3ja herb. stór og góð íb. á 3. hæð 88 fm. Nýtt bað, gler og póstar. Geymsla og föndurherb. í kj. Laus 1. júní. í smíðum - hentar fötluðum 3ja herb. glæsil. íb. á 1. hæð, fullb. undir trév. 117 fm. Sérstaklega hönnuð fyrir hreyfihamlaða. Svalir á suð-vesturhlið og sérlóð. Bílsk. og fullgerð sameign. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Góð kaup Höfum á skrá nokkrar einstaklingsíbúðir, 2ja, 3ja, 4ra herb. íbúðir og eina sérhæð á góðu verði með mjög hagstæðum greiðslukjörum. Nán- ari uppl. aðeins á skrifst. Opiðídagkl. 10.00-16.00. 2ja herb. íbúð óskast íborginni. Má vera á jarðhæð. AIMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.