Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 3 Fundur um atvinnu- mál og framtíð Kópa- skers og nágrennis Kópaskeri. FUNDUR um hið alvarlega ástand í atvinnumálum og erfíðleika íyrirtækja á Kópaskeri var haldinn fímmtudaginn 15. febrúar. Rúmlega helmingur hreppsbúa mætti á fundinn. Auk þeirra komu fimm af þingmönnum kjördæmisins, íjórir starfsmenn Byggða- stofnunar og þrír frá Samvinnubankanum. Alger óvissa er um nýtingu á mannvirkjum Árlax hf. sem varð gjaldþrota á síðasta ári, Kaupfélag N-Þingeyinga stefnir í gjaldþrot og hráefni skortir til vinnslu í rækju- verksmiðju Geflu hf. og fiskvinnslu- húsi Útness. Þessu fylgja svo veru- legir erfíðleikar hjá sveitarsjóði vegna lækkandi tekna og gjaldfall- inna ábyrgða. Eins og við mátti búast voru vandamálin ekki leyst á þessum fundi en undirtektir ráðamanna gáfu þó ástæðu til meiri bjartsýni ef frá eru talin neikvæð viðbrögð fulltrúa Byggðastofnunar. Fundurinn beindi þeirri áskorun til stjórnvalda að stuðla að endur- reisn og styrkingu þeirra fyrirtækja sem hér eru, svo hægt sé að nýta betur þær íjárfestingar og þekkingu sem þegar er fyrir hendi. Einnig þarf að taka á ijárhagsvanda sveit- arfélagsins. Þau viðhorf komu fram á fundinum að þetta þyrfti að ger- ast strax til að koma í veg fyrir fleiri áföll ogtil að eyða þeirri óvissu sem er í huga fólks varðandi framtíð byggðar hér. - Marinó Morgunblaðið/Marinó Eggertsson Hluti gesta fundarins á Kópaskeri sem haldinn var um atvinnumál og framtíð Kópaskers og nágrennis. Fjármálaráðuneytið: Borgarsljóri misskilur áhrif kjara- samninganna á afkoinu rikissjóðs FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að misskilnings hafí gætt í ræðu borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Þar nefndi Davíð að útgjöld borgarinnar lækki um 431 millj- ón króna vegna áhrifa kjarasamninganna og hann sagði að sparnað- ur ríkisins vegna samninganna væri miklu meiri en sá útgjaldaauki sem þeir hefðu í för með sér. Þessu afiieitar ráðuneytið og segir vera misskilning borgarsljóra, útgjöld ‘ríkisins umfiram tekjur aukist um 1.300 til 1.400 milljónir króna. í tilkynningu ráðuneytisins segir að kjarasamningarnir hafi áhrif á afkomu ríkissjóðs með tvennum hætti. Annars vegar lækki bæði tekjur og gjöld miðað við fjárlög, hins vegar hafi ríkisstjórnin fallist á að leggja ákveðnar kvaðir á ríkis- sjóð í því skyni að greiða fyrir gerð kjarasamninganna. „Þetta hefði að öðru óbreyttu getað leitt til talsvert meiri halla á ríkissjóði en fjárlög gerðu ráð fyrir. Til þess að mæta þessum útgjaldaauka hafa þing- flokkar stjórnarflokkanna til með- ferðar tillögur ríkisstjórnarinnar um sérstakan niðurskurð," segir í til- kynningunni. Raktar eru forsendur fjárlaga, að verðlag hækkaði um 16% til 17% milli ára og forsendur kjarasamn- inganna feli í sér að breytingar að meðaltali milli ára verði 1,5% til 2,5% minni, bæði á tekju og gjalda- hlið. í tilkynningu ráðuneytisins segir að breyttar verðforsendur skiiji „heildarafkomu ríkissjóðs eftir í svipuðum sporum og áður, ef til vill 100 m. kr. lakari, en það skýr- ist meðal annars af því að ýmsir útgjaldaliðir lækka ekki, svo sem niðurgreiðslur.“ Þá segir að til viðbótar við breyt- ingar sem verði á fjárlögum vegna breyttra verðlagsforsendna komi Framlag borg- arinnar trygg- ir nýtt orgel HÖRÐUR Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, segir að fímmt- án milljóna króna framlag Reykjavíkurborgar í orgelsjóð kirkjunnar geri henni kleift að standa við samninga um kaup á nýju orgeli. „Þetta skiptir okkur verulega miklu máli,“ sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að stefnt væri að því að nýja orgelið yrði vígt um mitt ár 1992, en það kæmi væntanlega til landsins í árs- byijun sama ár. Nýja orgelið verður 70 radda, með um 5.000 pípum. Það ■er smíðað hjá Klais-orgelsmiðjunum í Bonn í Þýzkalandi. sérstakar aðgerðir sem kosti 1.300 milljónir. Þær séu 800 milijónir vegna hækkunar niðurgreiðslna á búvörum, 100 milljónir vegna hækkunar frítekjumarks, 100 millj- ónir vegna ríkisábyrgðar launa við gjaldþrot og loks 300 milljónir vegna lækkunar skatta. Launa- og verðlagsbreytingar eru sagðar hafa ólík áhrif á tekju- stofna ríkissjóðs og borgarsjóðs. „Verðlagsbreytingar hafa mikil og bein áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem bæði beinir skattar, til dæmis staðgreiddir tekjuskattar, og óbein- ir, til dæmis virðisaukaskattur, mið- ast við laun og verðlag hvers tíma- bils. Þegar verðlag og laun hækka minna en ráð var fyrir gert, eins og nú er útlit fyrir, eru áhrifin umtalsverð tekjuminnkun hjá ríkis- sjóði. Talsverður hluti af tekjum borgarsjóðs er hins vegar óháður breytingum á verðlagi eða launum á ijárhagsárinu. Skattarnir að- stöðugjald og fasteignagjald eru lagðir á skattstofna næstliðins árs og lækka því ekki nema með sér- stakri ákvörðun sveitarstjórnar. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að lækka aðstöðu- gjöld og fasteignagjöld í kjölfar kjarasamninganna. Samanburður milli rikissjóðs og sveitarfélaga er óraunhæfur nema tekið sé mið af þessum grundvallaratriðum við tekjuöflun. Sambærileg sjálfkrafa tekjuminnkun og gerist hjá ríkis- sjóði kemur ekki fram hjá borgar- sjóði eða sjóðum annarra sveitarfé- laga,“ segir í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins. Austur- stræti lOa til sölu AUSTURSTRÆTI lOa, hefur verið auglýst til sölu og er sölu- verðið um 90 milljónir króna. Húsið er rúmlega 1.700 fer- metrar að stærð á sex hæðum og er brunabótamatið 109 millj- ónir króna og lóðarmat 35 millj- ónir króna. Morgunblaðiö/Sigurður Jónsson ÚtfÖr Guðmundar Daníelssonar ÚTFÖR Guðmundar Daníelssonar rithöfundar var gerð frá Selfosskirkju í gær, 16. febrúar. Séra Sigurður Sigurðarson sóknarprestur jarðsöng, organisti var Glúmur Gylfason, Jónas Ingimundarson lék einleik á píanó og Kirkjukór Selfoss söng. Á myndinni er kista Guðmundar borin úr Selfosskirkju. Frá vinstri eru Kolbeinn Gunnarsson, Páll Lýðs- son, Indriði G. Þorsteinsson, Sverrir Kristinsson, Jón R. Hjálmarsson og Matthías Johannessen. Frekari inn- flutningur á leiturum stöðvaður PÓSTUR og sími hefur sent inn- flytjendum svokallaðra leitara bréf, þar sem segir að frekari innflutningur sé óheimill. Sam- göngumálaráðuneytið hafði áður úrskurðað að leitarar væru óæskilegir og brytu í bága við ákvæði í fjarskiptalögum. Þessir leitarar geta leitað uppi símtöl í farsímakerfinu. Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Pósts og síma, sagði við Morg- unblaðið að notendur farsímakerfis- ins hefðu kvartað undan leíturum og í kjölfarið hefði Póstur og sími vakið athygli samgöngumálaráðu- neytisins á málinu. Þar hefði ákvörðunin um innflutningsbann verið tekin, en ekki hefur verið ákveðið hvernig tekið verði á leitur- um, sem þegar eru í notkun. Þoivarður sagði að vandamálið væri mun meira hér en erlendis. Hér væru fáar rásir og stór svæði fyrir hveija, en erlendis margar rásir og lítil svæði. Húsið er í eigu einkaaðila, byggt árið 1931 en síðan bætt við það árið 1942 verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Árið 1960 var húsinu enn breytt og aftur árið 1977 þegar verslunin Torgið var þar til húsa og þá í þeirri mynd sem það er í dag. Að sögn Þórólfs Halldórsson- ar hjá Eignarmiðlun, hafa borist nokkrar fyrirspurnir um húsið en engin tilboð. „Við höfum trú á að nú þegar miðbærinn er að fyllast af bílastæðum, þá muni færast líf í hann á ný,“ sagði Þórólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.