Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 25
ÁRNAÐ HEILLA K /\ ára afinæli. Fimmtug- DU ur verður á morgun, sunnudag, 18. febrúar Gunn- ar H. Stefánsson, fi-am- reiðslumaður, Espigerði 4 hér í Rvík. Hann og kona hans taka á móti gestum í sal Tannlæknafél. íslands, Síðumúla 35, í dag, laugar- dag, kl. 17-20. ■ SAMKOMUR á vegum nokk- urra leikmannahreyfinga innan íslensku þjóðkirkjunnar hefjast í Bústaðakirkju sunnudaginn 18. febrúar. Að samkomunum standa: Kristilegt félag ungra manna (KFUM), Kristilegt félag ungra kvenna (KFUK), Kristilegt stúd- entafélag (KSF), Kristileg skóla- samtök (KSS), Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SIK) og Ungt fólk með hlutverk (UFMH). Samkomurnar í Bústaða- kirkju munu allar hefjast klukkan 20.30. Þær verða öll kvöld vikunnar nema miðvikudagskvöldið 21. febr- úar. Yfirskrift kirkjunnar verður hin forna spurning mannsins: „Guð! Hvar ertu?“ í raun er spurningin sígild og vissulega ofarlega í hugum margra í dag. í Bústaðakirkju verð- ur reynt að nálgast svarið í ljósi kristinnar trúar. Dagskrá samko- manna í Bústaðakirkju verður mjög ^ölbreytt. Áhersla verður lögð á margs konar söng, lofgjörð, vitnis- burð, prédikun og bæn. Sérstakur gestur, og aðalræðumaður á sam- komunum verður Ulrich Parzany, framkvæmdastjóri KFUM í Vest- ur-Þýskalandi. Hann hefur hvar- vetna getið sér gott orð sem skel- eggur prédikari og tekið talsverðan þátt í alþjóðlegu samstarfi innan kirkjunnar. Hann mun flytja mál sitt á ensku en túlkað verður jafn- harðan á íslensku. Sunnudaginn 18. febrúar mun Parzany einnig préd- ika við guðsþjónustu í Bústaða- kirkju og miðvikudaginn 21. febrú- ar (þann dag sem ekki verður sam- koma í Bústaðakirkju) mun hann halda til Akureyrar þar sem hann talar meðal annars á samkomu í húsnæði KFUM og KFUK í Sunnuhlíð um kvöldið kl. 20.30. ■ HÁRGREIÐSL UMEISTAR- INN DAR frá London heldur hár- greiðslusýningu á Hótel Borg sunnudaginn 18. febrúar og hefst hún kl. 14.30. DAR, sem er hér á vegum Wella á íslandi, þjálfar nú landslið íslendinga í hárgreiðslu fyrir heimsmeistarakeppni í hár- greiðslu sem haldin verður í Rotter- dam 23.-25. september nk. Á sýn- ingunni sýnir DAR það helsta í komandi vortísku í klippingu, litun og pennanenti. Allur ágóði af nám- skeiðum og sýningum hárgreiðslu- meistarans hér á landi rennur til þjálfunar landsliðsins. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 ..--t,.,.,-, t-*1 ■!■■■ t t.-' .■ t.t ""T" 'rrr 25 MÓTUN ATVINNUSTEFNU Ríkisstjórnin boðar í næstu viku til þriggja funda um mótun atvinnustefnu. Á fundinum verða flutt stutt framsöguerindi og síðan eru pallborðsumræður. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI Fundur fyrir Vestfjarðakjördæmi verður haldinn í Stjórnsýsluhúsi ísafjarðar, þriðjudaginn 20. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindi flytja: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hag- stofu, Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri og Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur. Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum Eiríkur Böðvars- son, framkvæmdastjóri, Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri, Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík og Pétur Sigurðsson,'formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Fundarstjóri verður Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði. Eirikur Jón Páll Jónas Ólafur Pétur Haraldur L. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Fundur fyrir Suðurlandskjördæmi verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 21. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindi flytja: Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráð- herra, Einar Sigurðsson, útgerðarmaður og odd- viti Olfushrepps, Oddur Már Gunnarsson, iðnráð- gjafi Suðurlands, Sigríður Ólafsdóttir, formaður atvinnumálanefndar Selfoss, Sigurður Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri K.Á. á Selfossi, Sigurður Oskarsson, formaður Alþýðusambands Suður- lands, og Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns, Vík. Fundarstjóri verður Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi. Júlfus Steingrfmur J. Jörundur Finnbogi Sigurður I. Sigurður S. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Fundurfyrir Austurlandskjördæmi verður haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum,fimmtudaginn 22. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindi flytja: Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði, Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri, Reyðarfirði, Jörundur Ragnarsson, kaupfélagsstjóri, Egilsstöðum, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri, Neskaupstað og Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austur- lands. Auk þeirra tekur Einar Rafn Haraldsson, formaðuratvinnumálanefndará Egilsstöðum þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri verður Sigurður Símonarson, bæjarstjóri á Egilsstöðum. ■ Atvinnumál framtíðarinnar varða alla. Fólk er því hvatt til þess að mæta á fundina og láta skoðanir sínar í Ijós. BÓKAMARKAÐUR V Ö K U H E L G A F E L L S Sértilboð dagsins: Takmarkað upplag Slórfalleg bók um Þórarin B. Þorláksson listmálara. Venjulegtverð: 2.978,- ^órarinn B. Markaðurinn Þ<>riáksson stendur tíl 21. febrúar Tilboðsverð: 995,- HELGAFELL Síðumúla 29 • Simi 688 300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.