Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 4
4g MOffGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17, FEBRUAR 1990 Borgundarhólmur: Lögreglan rannsak- ar mál laxveiðibáta Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, Iréttaritara Morgnnblaðsins. Lögreglan á Borgundarhólmi rannsakar mál fiskibáta sem stund- að hafa laxveiðar í N-Atlantshafi. Þeir eru í eigu sjómanna á eynni og fiskútflytjanda en hafa verið seldir pappírsfyrirtækjum í Panama og Póllandi. Laxveiðibáturinn Minna, sem skráður er í Póllandi. Panama og Pólland skrifuðu ekki undir Nasco-samþykktina 1984, þar sem kveðið er á um friðun laxastofnanna í Norður- Atlantshafi, og þess vegna gildir laxveiðibannið ekki gagnvart skipum sem sigla undir fána þess- ara ríkja. En bannið nær til löndunar og sölu á fiskinum í löndunum sem skrifuðu undir samninginn. Auk Evrópubandalagslandanna eru það til dæmis Noregur, Svíþjóð, Bandaríkin og Kanada, og á þess- um lista eru nær öll þau lönd þar sem reyktur lax er á matseðlinum. Ritzau-fréttastofan sagði á mið- vikudag að laxveiðibáturinn Minna (frá Esbjerg) kæmi til sinnar nýju heimahafnar í Wla- dislawowo í Póllandi innan viku, og verður aflanum landað hjá fyr- irtækinu Polfish Company. Einn af eigendum þess er danski fískút- flytjandinn Schoitt Hansen í Ronne. Pólskur forstjóri fyrirtækisins segir að laxinn sé seldur hæst- bjóðanda, en Bent Schoitt Hansen aftekur að fískurinn fari til landa Evrópubandalagsins. Lögreglan mun rannsaka þessa fullyrðingu Schoitts Hansens, svo og ijárstreymið milli Borgundar- hólms annars vegar og Panama og Póllands hins vegar. Komi í ljós að erlendu fyrirtækin sendi söluandvirði laxins heim til hinna dönsku eigenda verður líklega lit- ið svo á að erlent ríkisfang þess- ara fyrirtækja hafí aðeins verið til málamynda og standist ekki fyrir dönskum lögum. í haust sem leið voru kveðnir upp nokkrir dómar vegna ólög- legra laxveiða, þar sem umræddir bátar voru leigðir skrifborðsfyrir- tækjum í Panama. Sektir námu samtals 25 milljónum danskra króna (um 233 millj. ísl. kr.). Á Borgundarhólmi eru menn almennt fylgjandi laxveiðunum. Fyrir friðunina höfðu áhafnir 15 - 20 báta viðurværi sitt af veiðun- um, auk starfsfólks í vinnslu- stöðvum. Eyjarskeggjar segja að friðunin hafi átt rætur í tauga- veiklun og til hennar hafí verið gripið vegna þrýstings frá Banda- ríkjamönnum. „Miðað við þau rekstrarskilyrði sem bátarnir búa við er eðlilegt að menn reyni að finna einhverjar smugur,“ segir Niels Larsen, for- maður danska sjómannafélagsins í viðtali við Ritzau. „Það gera aðrir einnig, til dæmis með því að smygla einhveiju inn í landið þegar þeir koma heim frá útlönd- um.“ „Ég skil raunar ekki hvers vegna þeir eru ekki fleiri sem stunda þessar veiðar,“ segir Lars- en. „Það hefði aldrei átt að friða þennan fisk af því að það er allt í lagi með stofninn. Og það var hægt að setja kvóta á veiðamar. Nú missa Danir gjaldeyristekjur og starfstækifæri, en veiðamar halda áfram.“ Gunnar Rasmussen, formaður sjómannafélagsins í Borgundar- hólmi, tekur undir þetta: „Þessar veiðar em að vísu bannaðar, en að okkar áliti er laxastofninn ekki í neinni hættu og við höfum ítrek- að reynt að fá banninu aflétt." Jafnvel þótt Danir væm ekki áfjáðir í að skrifa undir Nasco- samþykktina er afstaða sjávarút- vegsráðuneytisins skýr: „Friðunin stendur og við höfum beðið lög- regluna að rannsaka málið ítar- lega. Engar áætlanir eru heldur uppi um að slaka á reglunum," segir Mogens Schou Christiansen, skrifstofustjóri ráðuneytisins. VEÐUR •*- * fr- * * * 'r' 1? ',T' ■/l' * * -*■ * # * # *■ * / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 17. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Austlæg átt á landinu, allhvasst við suðurströnd- ina en mun hægari annars staðar. Á Norðurlandi var léttskýjað en annars yfirleitt skýjað og sums staðar smáél við strendur. Mild- ast var á Stórhöfða, 2ja stiga hiti, en kaldast á Hveravöllum, 8 stiga frost. SPÁ: Austan- og norðaustanhvassviðri með snjókomu eða slyddu víða um land en snýst í suðaustankalda með éljum sunnanlands um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustanstrekkingur á Vestfjörðum en annars hægari norðaustlæg eða breytileg átt. Snjókoma og síðar él noröanlands og einnig él á víð og dreif við strendur iandsins, síst þó á Vesturlandi. Hiti um eða undir frost- marki og fer kólnandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur pjj Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +3 léttskýjað Reykjavik 0 skafrenningur Björgvin 2 slydduél Helsinki •f1 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq *f8 snjókoma Nuuk +12 skafrenningur Ósló +3 þokumóða Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona 19 skýjað Berlín 2 slydda Chicago 0 frostúði Feneyjar 11 hélfskýjað Frankfurt 6 skýjað Glasgow 6 léttskýjað Hamborg vantar Las Palmas 19 hálfskýjað Lundúnir 8 léttskýjað Los Angeles 5 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Madríd 8 þokumóða Malaga 18 mistur Mallorca 20 léttskýjað Montreal +7 ískorn New York 2 rigning Orlando 20 heiðskírt París 4 skýjað Róm 17 þokumóða Vín 6 léttskýjað Washington 17 skúr Winnipeg +24 isnálar Kona sótti hálfklætt barn inn á heim- ili dæmds kynferðisafbrotamanns: „Held ég hafi skorist tímanlega í leikinn“ RLR krefet varðhalds til 4. apríl yfír manmnum Rannsóknarlögregla ríkisins gerði í gær kröfii fyrir sakadómi Reykjavíkur um að Steingrími Njálssyni, sem hlotið hefur refsidóma og sætt hælisvist erlendis vegna kynferðisalbrota gegn börnum, og var handtekinn í fyrradag eftir að komið var að honum með fáklæddum 7 ára gömlum dreng, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til 4. apríl næst- komandi. Dómari tók sér sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurð í málinu. Kona úr nágrenninu ruddist inn á heimili Steingríms eftir að dóttir hennar hafði séð til hans leiða lítinn dreng inn í hús. „Dóttir mín var að keyra eftir Gunnarsbrautinni og sá litla stráka hanga aftan í bílum. Hún hægði á sér og fór sérstaklega varlega. Þá sá hún mann sitja í bíl og horfa á strákana," sagði kona þessi í sam- tali yið Morgunblaðið. Hún vildi ekki að nafns síns yrði getið. „Dóttir mín hélt að hann ætlaði að vara strákana við en varð þá litið framan í mann- inn og sá eins og skot hver þetta var — þekkti hann af mynd sem DV hafði birt af honum í tengslum við fréttir af fyrri afbrotum hans — og fannst óhuggulegt að hann væri þama að glápa á strákana. Skömmu síðar kom hún að húsinu hjá mér, fór út úr bílnum, leit við og sá hvar hann leiddi drenginn inn í húsið. Hún kom inn til mín, miður sín, og sagðist halda að þessi Steingrímur Njálsson hafí verið að fara með lítinn strák inn í húsið á horninu. Ég hringdi í lögregluna eins og skot og spurði hvort þeir gætu sagt mér Þrennt flutt á slysadeild vegna átaka TVENNT var flutt á slysa- deild og einn maður í fanga- geymslu lögreglunnar klukkan sex í gærmorgun eftir slagsmál í heimahúsi við Kleppsveg. Að sögn lögregl- unnar var um ölvun að ræða. Meiðsli voru ekki talin alvar- leg. Til átaka kom fyrir utan skemmtistaðinn Casablanca við Skúlagötu um kl. eitt fyrri- nótt. Einn maður var fluttur á slysadeild og tveir voru færðir í fangamóttöku. hvort þessi maður byggi á horninu á Skarphéðinsgötu og Gunnarsbraut og ef svo væri þá hefði hann verið að fara með lítinn dreng inn í íbúð til sín. Síðan fannst mér það ekki nóg, rauk út að þessu húsi og hringdi á báðar bjöllur þar. Gamall maður kom til dyra, ég ræddi inn og sá þá hvar Steingrímur leit niður af stiga- pallinum. Ég þekkti strax andlitið á honum og spurði hvað hann héti. Hann sagðist heita Steingrímur og þegar ég spurði hvort hann væri með lítinn strák inni hjá sér, sagði hann: „Já, greyið litla, hann var svo blautur, ég ætlaði að þurrka af hon- um fötin.“ Svo ég rauk bara upp stigann á eftir honum og inn í íbúð, með minni frekju og afskiptasemi. Þar sá ég strákinn, sem sneri í mig bakinu, á nærbuxunum og sagði honum að koma með mér. Strákur- inn sneri sér við og virtist hálfstjarf- ur. Sjálfsagt hefur honum brugðið við að sjá mig þarna, bláókunnuga manneskjuna. Steingrímur spurði hvort ég væri móðir hans, virtist hálflúpulegur og rétti honum bux- umar, sagði „hérna era buxurnar vinur, þær eru ekki orðnar alveg þurrar.“ Það var annar maður þarna í næsta herbergi, sem sjálfsagt hefur vitað hver þessi maður var og að hann væri með barnið inni hjá sér en það virtist ekkert angra hann. Strákurinn klæddi sig og ég tók hann með mér niður og klæddi hann í stígvél. Þá var Steingrímur búinn að loka að sér uppi. Ég spurði strák- inn hvort maðurinn hefði eitthvað gert honum og bað hann að koma með mér heim til mömmu sinnar, ég ætlaði að spjalla við hana. Þá sagðist hann ekki vilja fara heim og stamaði að þetta væri leyndarmál, maðurinn hefði sagt það. Við vorum rétt komin út úr húsinu þegar lög- reglan kom að og þá aðeins liðnar nokkrar mínútur frá því að dóttir mín hafði sagt mér frá þessu. Ég held að ég hafi skorist tímanlega í leikinn,“ sagði konan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.