Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAtJGÁRDAGUR 17. FEBRÚAR 1990
Úthlutað úr Kvikmyndasjóði:
Friðrik Þór fékk stærsta styrk-
inn fyrir Börn náttúrunnar
Aðalfundur
Blaðamanna-
félagsins
haldinn í dag
Aðalfundur Blaðamannafélags
íslands verður I dag í húsnæði
félagsins að Síðumúla 23 og hefst
klukkan 13.30.
Á fundinum verður, auk venju-
legra aðalfundastarfa, fjallað sér-
staklega um kjaramál. Þá liggur
m.a. fyrir fundinum tillaga frá stjórn
Blaðamannafélagsins um að skora á
stjórn Lífeyrissjóðs blaðamanna að
lækka vexti á lánum til sjóðsfélaga.
Sverrir Pálsson, sem fékk 5,5 miilj-
ónir vegna myndarinnar Á sjó, Árni
Tryggvason sem fékk 2,5 milljónir
til myndarinnar Handfærasinfónían.
Magnús Magnússon fékk 2 milljónir
vegna myndarinnar Haförninn, Vil-
hjálmur Knudsen fékk 1,8 milljónir
vegna myndarinnar Kröflueldar og
Hið ísl. kvikmyndafélag fékk 1,2
milljónir vegna myndarinnar Jón
Bjarki. Þá fékk Ólafur Rögnvalds-
son 1,8 milljónir í handritastyrk
vegna myndarinnar Ásýnd þjóðar,
og Nýja bíó fékk 1 milljón króna
vegna myndar um Jón Leifs. Að
lokum fékk kvikmyndaklúbbur ís-
lands 750 þúsund króna styrk.
Styrkirnir námu samtals
66.750.000 krónum.
Úthlutunarnefnd Kvikmynda-
sjóðs skipuðu að þessu sinni Helgi
Skúlason, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir og Sigurður Valgeirs-
son. Samtals bárust sjóðnum 90
umsóknir sem námu um 400 milljón-
um króna, en fjárframlög til Kvik-
myndasjóðs voru skert í ár. í grein-
argerð frá úthlutunarnefndinni seg-
ir að nefndin hafi fylgt þeirri stefnu
að styrkja gerð kvikmynda sem
spretta úr íslenskum veruleika,
auðga hann og miðla honum á nýjan
hátt. Brýnt sé að beita tungumáli
hvíta tjaldsins þannig að það styrki
þann veruleika sem skilji okkur frá
öðrum þjóðum og gagnist bæði sem
sókn og vörn í boðaföllum erlendra
menningaráhrifa.
skrifaði handrit að Börnum náttú-
runnar ásamt Einari Má Guðmunds-
syni, sagði að myndin hefði verið 3
ár í undirbúningi og byggði á gam-
alli hugmynd. í stórum dráttum
fjallaði myndin um gamalt fólk sem
vildi komast aftur til heimahaga
sinna. Friðrik sagði að ekki væri
endanlega gengið frá hveijir færu
með aðalhlutverkin sem eru tvö, en
það yrði atvinnuleikar'ar þar sem
hlutverkin væru mjög erfíð.
Styrkur Kvikmyndasjóðs nægir
fyrir 59% af áætluðum framleiðslu-
kostnaði og sagðist Friðrik Þór vera
að leita eftir viðbótarfjármagni er-
lendis, aðallega í Þýskalandi.
Tvær aðrar kvikmyndir fengu
framleiðslustyrk. Pappírs Pési, sem
Kvikmyndafélagið Hrif framleiðir,
hlaut 5 milljóna króna styrk og 2
milljóna króna lán. Og Bílaverk-
stæði Badda, sem Verkstæðið fram-
leiðir, fékk 4 milljóna króna styrk
og 3 milljóna króna lán. Þetta er
viðbótarstyrkur og hefur Kvik-
myndasjóður þá fjármagnað 63%
af framleiðslukostnaði myndarinn-
Friðrik Þór Friðriksson.
ar. Þá fékk Kvikmyndafélagið Umbi
3 milljónir króna í framhaldsstyrk
til Kristnihaldsins undir Jökli.
Fjórir aðilar fengu handrita og
undirbúningsstyrki. F.I.L.M. fékk
4,5 milljónir til Píslarsögunnar,
Túndra fékk 2 milljónir til Júpiters,
Guðný Halldórsdóttir fékk 600 þús-
und til Kórsins og Hilmar Oddsson
fékk 600 þúsund vegna Kaldaljóss.
Sjö styrkir voru veittir til heimild-
armynda. Fimm aðilar fengu fram-
leiðslustyrki. Þeir eru Sigurður
16 styrkir veittir en 90 umsóknir bárust
FRIÐRIK Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður fékk í gær 25
milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði íslands til að framleiða kvik-
myndina Börn náttúrunnar. Kvikmyndasjóður veitti alls 66,8 miHjón-
um til 16 verkefna, og var styrkurinn til Friðriks Þórs langstærstur.
Stefnt er að því að tökur á mynd- og hún verði frumsýnd um næstu
inni Börn náttúrunnar hefjist í júní jól. Friðrik Þór Friðriksson, sem
Skipulag Fossvogsdals:
Viðbrögð bæjarstjórn-
ar Kópavogs skiljanleg
- segir Jónas Elíasson verkeftiisstjóri
„ÞETTA eru að mörgu leyti skiljanleg viðbrögð," sagði Jónas Elías-
son verkeftiisstjóri sérfræðingahóps innan Háskóla íslands, sem kann-
að hefiir skipulag Fossvogsdals með tilliti til hraðbrautar í dalnum.
Bæjarstjórn Kópavogs segir skýrsluna lítt grundaða en Davíð Odds-
son borgarstjóri, telur hana bæði skynsamlega og vel gerða.
Sagði Jónas að lífríkisrannsóknin
í dalnum væri all nákvæm og meðal
annars taldar upp 97 tegundir af
háplöntum sem þar fundust. Þrátt
fyrir það skili rannsóknin ekki þeirri
niðurstöðu að dalurinn hafi ótvírætt
náttúruverndargildi. Hún hniki því
engan veginn að umhverfi Foss-
vogsdals eins og það er í dag er
íbúum dalsihs mikils virði.
„Niðúrstöður loftmengunar-
skýrslúnnár koma nokkuð á óvart.
Loftmengun í dainum er nú þegar
meiri en talið var,“ aagði Jónas.
Tvær mestu umferðaræðar höfuð-
borgarsvæðisins, Kringlumýrar-
braut og Reykjanesbraut, eru við
sinn hvorn enda dalsins. Umferðin
eftir Nýbýlavegi og Bústaðavegi er
í dag sú sama og verður á væntan-
legri stofnbraut, og það er of mikil
umferð fyrir slíka vegi, þétt við
íbúðahverfi, að mati Jónasar. „Ný
stofnbraut færir umferðina fjær
íbúðarhúsunum þannig að þó um-
ferð eftir dalnum aukist vex meng-
unin væntanlega ekki mjög mikið,“
sagði hann. „Þessi niðurstaða kom
vissulega dálítið á óvart, en þetta
er heildarniðurstaða sem á ekki við
um íbúðabyggðina neðarlega í daln-
um, á því svæði verður meiri aukn-
„Skýrslan tekur fýrir tvær skipu-
lagstillögur, þar sem önnur er með
nýrri stofnbraut og hin án brautar
og ber þær saman,“ sagði Jónas.
„Þar að auki eru sérstakir viðaukar
um lífríki Fossvogsdals og loft-
mengun af umferð. í skýrslunni er
talið nauðsynlegt að fá nýja stofn-
braut í austur-vesturstefnu sam-
hliða Miklubrautinni svo fremi sem
fylgja eigi fræðilegum hugmyndum
að stofnbrautarkerfi höfuðborgar-
svæðisins. Ef hverfa á frá þessum
hugmyndum þarf ný fræðileg mynd
af stofnbrautarkerfi að koma fram,
en engin slík er til í dag. Hvergi
er sagt að hin nýja stofnbraut þurfi
að koma eftir Fossvogsdal, þvert á
móti þá er það talin betri lausn að
hún fari eftir jarðgöngum undir
Kópavog og inná Breiðholtsbraut."
ing á loftmengun ef stofnbrautin
kemur, einkum á útivistarsvæðun-
um í dalbotninum."