Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 43
F i i i i j i i i j i R I íþróttir helgarinnar Borðtennis Boðsmót Borðtfinnissambands ís- lands fer fram í íþróttahúsi Kennara- háskólans í dag. Tveir erlendir borð- tennismenn eru meðal keppenda; David Hannah frá Skotlandi og Alan Griffiths frá Wales. Auk þess keppa 14 bestu borðtennismenn íslands. Keppnin hefst kl. 13.00 en úrslitaleik- urinn hefst kl. 17.00 og veður sýndur beint í ríkissjónvarpinu. Körfuknattleikur Síðari leikimir í 8-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik verða á sunnudagskvöld kl. 20.00. Þá leika Haukar og UMFN B í Hafn- arfíðri, KR og lR á Seltjarnamesi, UMFG og Njarðvík í Grindavík og Þór og Keflavfk á Akureyri. Grindavík og ÍR leika síðari leik sinn í bikar- keppni kvenna i Seljaskóla á sunnu- dagskvöld. Víkveiji og Snæfell leika í 1. deild karla í Hagaskóla kl. 12.00 í dag. Fimleikar Unglingamót í áhaldafimleikum verður i íþróttahúsinu í Digranesi í dag. Mótið hefst kl. 10.00 með keppni pilta í 5. þrepi og stúlkna í 4. þrepi. Reiknað er með að mótinu ljúki kl. 17.30. A morgun, sunnudag, verður meist- aramót í fímleikastiganum, en þar fá aðeins þeir að keppa sem hafa náð ákveðnum lágmörkum. Það er fim- leikadeild íþróttafélagsins Gerplu sem sér um mótið og fer það fram í Digra- nesi. Sund Sundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppni hefst kl. 10.00 í dag og kl. 10.30 á morgun, sunnudag. Keppt verður í 23 greinum. Handknattleikur „Alþjóðlegir handboltadagar í Garðabæ", nefnist handboltamót sem Stjaman stendur fyrir um helgina. Sex lið taka þátt í mótinu. Þau eru: Bandaríkin, U-21 árs landslið íslands, Stjaman, KR, Grótta og Valur. Auk þess sem leikið verður í 5. flokki drengja. Leikimir fara fram í íþrótta- húsinu i Garðabæ. Úrslitaleikur móts- ins verður kl. 20.30 á sunnudag. Knattspyrna Úrvalslið Reykjavfkur og úrvalslið landsbyggðarinnar leika á gervigras- inu í Laugardal á sunnudag kl. 14.00. Þéssi leikur er sérstaklega settur á fyrir nýja landsliðsþjálfarann, Bo Jo- hansson. Glíma Bikarglíma íslands fer fram i íþrótta- húsi Kenneraháskólans kl. 18.00 í dag. Keppt verður í 4. flokkum. ÚRSLIT Sund Fyrsta stigamót Sundsambands íslands af þremur fór fram í Sundhöll Reykjavikur í gærkvöldi. Úrslit urðu sem hér segir: 200 m flugsund kvenna: Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægirr ....2.28,96 Kristgerður Garðarsdóttir, HSK...2.30,36 200 m flugsund karla Gunnar Ársælsson, ÍA............2:21,39 Davíð Jónsson, Ægir.............2.25,68 Hlynur Tryggvi Magnússon, Vestri ..2.35,10 50 m baksund karla Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS........27,95 Ársæll Bjamason, ÍA................29,79 Geir Birgisson, UMFA...............31,86 50 m baksund kvenna Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægir ...33,52 Páþna Bjömsdóttir, Vestri.........33,81 Lóa Bima Birgisdóttir, Ægir........35,03 200 m bringusund kvenna Auður Ásgeirsdóttir, ÍBV.........2.49,29 Helga Svavarsdóttir, Ægir........2.59,24 Anna Lilja Sigurðardóttir, ÍBV...2.59,56 200 m bringusund karla Oskar Guðbrandsson, ÍA..........2.33,04 Arnoddur Erlendsson, ÍBV.........2.33,05 Kristján Sigurðsson, UMFA........2.40,68 50 flugsund kvenna Arna Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægir ...30,83 Bryndís Ólafsdóttir, Þór...........30,86 Kristgerður Garðarsdóttir, HSK.....31,97 50 m flugsund karla Gunnar Ársælsson, ÍA...............26,95 EðvarðÞórEðvarðsson, SFS...........26,97 Karl Pálmason, Ægir................28,92 100 m skriðsund kvenna Bryndís Ólafsdóttir, Þór.........1.01,36 Pálína Bjömsdóttir, Vestri.......1.03,15 Arna Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægir 1.04,43 100 m skriðsund karla Magús Már Ólafsson, Þór............53,97 Ársæll Bjamason, ÍA................56,02 Ingi Þór Ágústsson, Vestri.......1.00,53 Handknattleikur Handboltadagar i Garðabæ: Stjaman—Bandaríkin.................27:20 KR—Valur...........................30:30 Markahæstir í liði KR: Páll Ólafsson 7, Stefán Kristjánsson og Þorsteinn Guðjóns- son 6 hver. Markahæstir í liði Vals: Bryiyar Harðarson 7, Júiíus Gunnarsson 6, Theódór Guðfinns- son 5 og Gísli Óskarsson 5. MORGUNBLÁÐIÐ ___r _ .... , WtTQHl&\ mnt im/momi IPKOTTIK LAUGÁRDAGUR 17. FEBRUAR 1990 43 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Sannfærandi sigur Fyrstu sigramir voru gegn Rúmeníu og Sviss Afímmtudaginn voru liðin 40 ár frá fyrsta landsleiknum í handknattleik en þá töpuðu íslend- ingar fyrir Svíum í Lundi, 7:15. Svo merkilega vill til að Rúmenía og Sviss, þjóðimar sem íslendingar mættu í vikunni, voru fyrstu þjóð- irnar sem íslendingar sigruðu í landsleik. Fyrsti sigur íslendinga var árið 1958 í Magdeburg, gegn Rúmen- um, 13:11, í heimsmeistarakeppn- inni. Ragnar Jónsson var marka- hæstur með fímm mörk og Gunn- laugur Hjálmarsson gerði fjögur. Næsti sigur íslendinga kom í heimsmeistarakeppninni í Wies- baden, þremur árum síðar. Þá sigr- uðu Islendingar Svisslendinga, 14:12. Karl Jóhannsson gerði fjögur mörk og þeir Ragnar Jónsson og Gunnlaugur Hjálmarsson sín þijú mörkin hvor. íslenska landsliðið lenti í 6. sæti í keppninni en þjálfari liðsins var Hallsteinn Hallsteinsson. ALFREÐ Gíslason og Kristján Arason sáu um Svisslendinga í Laugardalshöllinni f gær- kvöldi. Þeirfélagar gerðu 13 af 25 mörkum íslenska liðsins og tryggðu því sannfærandi sigur 25:21. Leikurinn í gær var mun betri en fyrri leikur þjóðanna, en honum lauk með jafntefli, 22:22. Islendingar voru lengi í gang og vöm og markvarsla voru með daprasta móti framan af. í síðari hálfleik náði liðið þó að sýna sitt rétta andlit og á góðum kafla gerði það sex mörk í röð og lokaði vörn- inni í tíu mínútur. Svisslendingar náðu að klóra í bakkann en sigur íslendinga var öruggur og sann- gjarn. „Við náðum að stjórna hraðanum og það er mjög mikilvægt í leikjum gegn Svisslendingum. Þeir vilja halda boltanum sem lengst og leika agað og það er alltaf erfítt að leika gegn slíkum liðum,“ sagði Kristján Arason eftir leikinn. Kristján átti mjög góðan leik en hann hefur leikið alla fimm leikina gegn Svisslendingum og Rúmenum enda enginn varamaður í stöðu hans. „Þetta er búið uð vera svo- lítið erfítt enda var mikið æft vik- una fyrir leikina. En þetta gekk, þó að ég hafí líklega ekki leikið alveg af fullum krafti undir það síðasta," sagði Kristján. Alfreð Gíslason átti einnig mjög góðan leik og gerði mikilvæg mörk, einkum í síðari hálfleik er hann óð í gegnum vörn Svisslendinga. Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson voru sterkir í vörninni og homamennirn- ir, Guðmundur Guðmundsson og Logi Bergmann Eiðsson skrifar Morgunblaðið/Bjarni Guðmundur Guðmundsson gerði tvö mörk í gær og hér er annað þeirra í fæðingu. Svisslendingurinn Roland Gassmann reynir hinsvegar að láta fara lítið fyrir sér. Valdimar Grímsson, stóðu fyrir sínu. Góð útkoma íslendingar hafa leikið fimm leiki á sex dögum, þrjá gegn Rúmenum og tvo gegn Svisslendingum, og ættu að geta gert sig ánægða með útkomuna, þijá sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Ýmislegt þarf þó að laga og landsliðið ætti að fá tæki- færi til þess í leikjunum gegn Hol- lendingum í næstu viku. Ísland-Sviss 25 : 21 Laugardalshöllin, vináttulandsleikur í handknattleik (2), föstudaginn 16. febrúar 1990. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 3:4, 4:6, 6:8, 8:8, 9:11, 11:11, 12:12, 13:12, 13:14, 15:16, 18:16, 18:19, 24:19, 24:21, 25:21. ísland: Alfreð Gíslason 8/2, Kristján Arason 7, Valdimar Grímsson 4, Guð- mundur Guðmundsson 2, Júlíus Jónas- son 2/2, Sigurður Gunnarsson 1 og Bjarki Sigurðsson 1. Þorgils Óttar Mathisen, Geir Sveinsson, Jakob Sig- urðsson, Óskar Ármannsson, Héðinn Gilsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11/1 (þar af 5 aftur til mótherja), Leif- ur Dagfinnsson. Utan vallar: 10 mínútur. (Júlíus Jónas- son rautt spjáld fyrir 3. brottvísun). Sviss: Jens Meyer 6, Martin Rubin 6, Urs Eggenberger 4, Roland Gassmann 2, Nick Christen 2, Roger Keller 1. Hansrudi Schumacher, Beat Rellstab, Stefano Balmelli. Varin skot: Peter Húrlimann 12/2 (þar af 4 aftur til mótheija), Remo Kessler. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jan Rudinsky og Anton Mosa frá Tékkóslóvakíu. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 2.200. HANDKNATTLEIKUR Íu6m FOLK I UNA María Óskarsdóttir frá Laugum í S-Þingeyjarsýslu hefur verið ráðin ritstjóri Skinfaxa, mál- gagns Ungmennafélags íslands og Fréttabréfs UMFÍ. Hún tekur við starfinu af Ingólfi Hjörleifs- syni. ■ SIGURÐUR Halldórsson, sem lék með UBK í 2. deild í fyrra, hefur skipt yfír í Augnablik og mun leika með liðinu í 4. deild næsta sumar. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson knattspymumaður er hættur við að hætta með Víkingi. Hann ætlaði að að leika með Grindvikingum í sumar en verður um kýrrt í Hæðar- garðinum. ■ KARLHEINZ Förster, varnar- maðurinn sterki hjá Marseille í Frakklandi, sem ekkerí hefur leik- ið í vetur vegna meiðsla á fæti, var enn skorinn upp í gær og ljóst er að hann verður frá í tvo til þijá mánuði til viðbótar. SUND Gunnar Ársæls- sonsetti piltamet Gunnar Ársælsson, sund- maður frá Akranesi, setti piltamet í 50 metra flugsundi á stigamóti Sundsabands íslands i Sundhöll Reykjavíkur í gær- kvöldi. Hann synti á 26,95 sek. og var 2/100 hlutum úr sek á undan Eðvarði Þór Eðvarðssyni. Gunnar, sem aðeins 16 ára, hlaut 754 stig fyrir sundið og var það besta afrekið á mótinu. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir úr Ægi var sigursæl í gær, sigr- aði í þremur greinum. ■ Sjó úrslit Laugardagur kl.14: 55 7. LEIKVIKA- 17.feb. 1990 1 X M Leikur 1 Bristol C'rty - Cambridqe* Leikur 2 C. Palace - Rochdale* Leikur 3 Liverpool - Southamton* Lelkur 4 Oldham - Everton* mm < Leikur 5 W.B.A. - AstonVilla* Tenim jur Leikur 6 Coventry - Millwall** Leikur 7 Nott. For. - Chelsea** Leikur 8 Sheff. Wed. - Arsenal** Leikur 9 Blackburn - PortVale*** Leikur 10 Hull - Portsmouth*** Leikur11 Ipswich - Leeds*** Leikur 12 Watford - Sunderland*** LUKKULÍNAN s. 991002 * = leikir frá FA-bikarkeppninnl - ekki framlengdir, ** = 1. deild, *** = 2. deild. Leikur W.B.A. - Aston Villa fer fram kl. 12:30 = Teningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.