Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990
23
íW
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
'■rgjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Havel á íslandi
Byltingin í Tékkóslóvakíu
skilaði þeim árangri á
fáeinum dögum, að valda-
menn kommúnista hrökkluð-
ust úr stöðum sínum. Við það
myndaðist tómarúm á æðstu
stöðum og þar komu til sög-
unnar tveir þjóðkunnir og
heimsfrægir menn, annar
Tékki, Vaclav Havel, og hinn
Slóvaki, Alexander Dubceck.
í ræðu sem Havel flutti
eftir að hann tók við emb-
ætti forseta í lok desember
síðastliðins lét hann orð falla
á þann veg, að hann liti á
það sem meginhlutverk sitt
að efla með þjóðinni andlegan
þrótt og standa við hlið þeirra
sem minnst mega sín í þjóð-
félaginu. Vegna staðfestu í
baráttunni gegn lygum
kommúnista þótti Havel best
fallinn til þess að leiða þjóð-
ina fyrstu skrefin á lýðræðis-
brautinni. Sjálfur var hann
tregur til að taka að sér starf-
ið og enn er óljóst, hvort
hann gefur kost á sér í kosn-
ingum í sumar. í fyrstu virt-
ist hann harðákveðinn í að
vera forseti aðeins í fáeina
mánuði en síðan hefur hann
heldur dregið í Iand að því
leyti. Nýtur hann óskoraðs
trausts meðal þjóðarinnar og
er bæði elskaður og virtur,
að minnsta kosti í höfuð-
borginni, Prag.
í hugum manna utan og
innan Tékkóslóvakíu er Vacl-
av Havel tákn hugrekkis og
staðfestu andspænis einræði
og erlendri hernaðaríhlutun.
Ofsóknir kommúnista hafa
ekki megnað að þagga niður
í honum. Þvert á móti hefur
hann eflst við hverja raun og
glímir nú fijáls maður við þá
erfiðustu að leiða þjóð sína
úr niðurlægingu og fátækt.
í fyrstu utanlandsferð
sinni sem forseti fór Havel
til Austur- og Vestur-Þýska-
lands. Sýndi hann þá strax,
að hann færi ekki hefðbundn-
ar leiðir í samskiptum við
aðrar þjóðir; samskipti
Tékkóslóvaka og Þjóðverja
höfðu síður en svo verið vin-
samleg. í Póllandi sagði
hann, að í Þýskalandi væri
að finna einn af lyklunum
að friðsamlegri Evrópu. Þjóð-
veijar hefðu gert mikið gagn
með því að bijóta niður múr-
inn og opna þannig leiðina
að Evrópji án múra, án járn-
tjalds og gaddavírs.
Nú sýnir Havel okkur ís-
lendingum þann heiður að
koma hér við á för sinni til
Kanada og Bandaríkjanna.
Hingað kemur hann fremur
sem leikritaskáld og andófs-
maður en forseti þjóðar
sinnar; hann vill kynnast því,
hvemig Þjóðleikhúsið setur
eitt leikrita hans, Endur-
bygginguna, á svið. Það setur
þó síður en svo skugga á
heimsóknina hingað, að okk-
ur gefst tækfifæri til að taka
á móti honum sem þjóðhöfð-
ingja.
Deilt um
orkuskatt
Deila hefur risið milli
þeirra Ólafs Ragnars
Grímssonar íjármálaráð-
herra og Jóns Sigurðssonar
iðnaðarráðherra um það,
hver hafi átt hugmyndina að
skatti á orkufyrirtæki.
Þegar þetta mál bar á
góma í haust var látið að því
liggja, að alger samstaða
væri um það innan ríkis-
stjórnarinnar. Eftir að and-
staða við hugmyndina jókst
var minna rætt um þessa
samstöðu. í sjónvarpsþætti
með Halldóri Blöndal, þing-
manni Sjálfstæðisflokksins, í
upphafi vikunnar sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, að Al-
þýðuflokkurinn hefði átt
hugmyndina að því að í efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar í desember væru orku-
fyrirtækin látin greiða tekju-
skatt. „Það var hugmynd
Alþýðuflokksins að gera það
núna í þessari lotu,“ sagði
fj ármálaráðherra.
Jón Sigurðsson sagði á
þingi á þriðjudag, að fullyrð-
ingar um að Alþýðuflokkur-
inn hefði átt þessa hugmynd
væru alrangar.
Úr því að enginn þorir
lengur að kannast við að eiga
hugmyndina um þennan nýja
skatt, sem myndi hækka all-
an orkukostnað í landinu,
virðist einsýnt að hann kom-
ist ekki til framkvæmda.
Frelsi með og
án fyrírvara
eftir Þorstein Pálsson
í dag kemur til landsins með fríðu
fylgdarliði mikill aufúsugestur.
Havel forseti Tékkóslóvakíu er góð-
ur merkisberi þeirra miklu breyt-
inga sem átt hafa sér stað í Austur-
Evrópu undanfama mánuði. Hann
hefur farið fyrir þeim sem brotið
hafa niður ógnarstjóm sósíalista.
Það er einkar ánægjulegt fyrir
íslendinga að Havel skuli gefa sér
tóm til þess að koma hér við í til-
efni af því að sýningar eru að hefj-
ast á leikriti hans hér. Koma hins
nýja forseta Tékkóslóvakíu af þessu
tilefni verður eins og til þess að
tengja íslendinga frekar við þá
miklu og sögulegu atburði sem nú
gerast austan þeirrar línu sem áður
var girt jámtjaldinu.
Tékkar hafa áður gert tilraunir
til þess að bijóta af sér ok sósíalism-
ans. Árið 1968 líður mönnum seint
úr minni. Þá voru vígtólin frá
Moskvu notuð til þess að bijóta á
»bak aftur frelsisviðleitni þjóðarinn-
ar. Með vopnavaldi var unnt að
hrekja menn frá völdum og koma
í veg fyrir stjórnarfarslegar og
efnahagslegar breytingar, en fijáls
hugsun var ekki þurrkuð út.
Baráttan hélt áfram. Hún kostaði
ýmsa setu í fangabúðum, þar á
meðal hinn nýkjörna forseta sem
heimsækir íslendinga í dag. En það
verður ekki hlaupið að því fyrir þjóð
eins og Tékka að hlaupa í einu
vettfangi inn í þjóðfélag lýðræðis
og markaðskerfis. En hinni nýju
forystu í tékkneskum stjórnmálum
fylgja góðar óskir og við hana em
bundnar miklar vonir.
Á sama tíma og forseti Tékkó-
slóvakíu kemur hingað í heimsókn
em þeir alþýðubandalagsmenn önn-
um kafnir við að gera upp málefni
fortíðarinnar. Eftir innrásina í
Tékkóslóvakíu 1968 sleit Alþýðu-
bandalagið öllum tengslum við þá
kommúnistaflokka sem staðið
höfðu að innrásinni. Eftir stóð því
sérstakt vináttusamband við komm-
únistaflokk Sjáseskus í Rúmeníu.
Núverandi forseti sameinaðs al-
þings taldi Sjásesku einstaklega
gæfulegan þjóðarleiðtoga og ógnar-
legan sjarmör. En umfram allt töldu
alþýðubandalagsmenn að komm-
únistaflokknum í Rúmeníu hefði
tekist hvað best að þróa sósíalisma
í átt til lýðræðis. En svo virðist sem
það ve^ist nokkuð fyrir alþýðu-
bandalagsmönnum eins og málum
er komið að gera þær sakir upp.
Á nýafstöðnum flokksfundi í Al-
þýðubandalaginu gáfust menn upp
við þetta verkefni. Birtingarmenn-
imir, sem starfað hafa undir vernd-
arvæng Ólafs Ragnars Grímssonar,
fengu ekki stuðning við tillögu sína
um uppgjör við fortíðina. Formað-
urinn sneri ræðum sínum til fugla
himinsins. Niðurstaðan var því ein-
hvers konar núlllausn.
En sannarlega hefði það verið
styrkur fyrir núverandi mennta-
málaráðherra ef flokkur hans hefði
getað gert hreint fyrir sínum dyrum
að því er varðar tengslin við komm-
únistaflokkana í Austur-Evrópu
áður en leikritaskáldið, sem nú er
forseti þeirrar Tékkóslóvakíu sem
er að bijóta af sér hlekki sósíalism-
ans, kemur í heimsókn hingað.
Athyglisvert er að hinn nýi for-
seti Tékkóslóvakíu kaus sér fjár-
Þorsteinn Pálsson
„Með þessu móti er ekki
verið að takast á við
útgjaldavanda ríkisins.
Forseti alþýðusam-
bandsins hefiir rétti-
lega bent á þá skinlielgi
sem felst í þessum að-
gerðum.“
málaráðherra úr hópi fijálshyggju-
manna, Klaus að nafni. Hann er
sérstakur aðdáandi kenninga Milt-
ons Friedmans. Klaus vill markaðs-
búskap án nokkurra lýsingarorða
eins og hann segir sjálfur.
Á sama tíma kýs forsætisráð-
herra íslands að hafa í stóli fjár-
málaráðherra mann úr þeim flokki
sem ekki hefur getað gert upp sak-
irnar við sósíalíska fortíð sína og
tengsl við kommúnistaflokka í Evr-
ópu. íslenski fjármálaráðherrann
setur fyrirvara gagnvart efna-
hagsáætlun Norðurlanda og samn-
ingum við Evrópubandalagið af því
að þar er minnst á fijálsan fjár-
magnsmarkað.
Þess ber þó að geta að formaður
Alþýðubandalagsins segist í raun
og veru aldrei hafa hætt að vera
framsóknarmaður þó að hann sé
búinn að vera í tveimur stjórn-
málaflokkum síðan að hann klauf
Framsókn á sínum tíma.
En hvað sem því líður hafa Tékk-
ar nú fjármálaráðherra sem vill
markaðsbúskap án fyrirvara en ís-
lendingar hafa fjármálaráðherra
sem hefur fyrirvara gagnvart
auknu markaðsfrelsi.
Þessi sami ijármálaráðherra hef-
ur nú kynnt í ríkisstjórn tillögur
um niðurskurð á fjárlögum. Athygl-
isvert er að niðurskurðartillögur
skuli nú lagðar fram þegar ekki eru
einu sinni liðnir tveir mánuðir frá
því að fjárlög voru samþykkt. Að
hluta til má rekja þessar tillögur
til útgjaldaauka í tengslum við
kjarasamninga en að stærstum
hluta til vanáætlana við gerð fjár-
laganna. Þær vanáætlanir voru öll-
um ljósar og skýrt og skilmerkilega
á þær bent af hálfu talsmanna Sjálf-
stæðisflokksins í fjárveitinganefnd
við afgreiðslu fjárlaganna.
Sjálfstæðisflokkurinn bauðst til
þess að taka sameiginlega á vanda
ríkissjóðs með öðrum þingflokkum
ef það verkefni yrði falið sérstakri
þingnefnd. Það var vel tekið í þá
hugmynd af talsmanni Alþýðu-
flokksins. Henni var hins vegar með
öllu hafnað af fjármálaráðherra.
Nú sætir hann harðri gagnrýni í
eigin flokki fyrir það að hafa snið-
gengið Alþingi, sjálft fjárveitinga-
valdið, við þessa tillögugerð.
Athygli vekur að sumar þessara
niðurskurðartillagna byggjast ekki
á því að draga úr opinberum út-
gjöldum, heldur að færa útgjalda-
vanda til. Niðurskurður á framlagi
ríkissjóðs til atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs er ekki ákveðinn í tengsl-
um við takmörkun á skuldbinding-
um sjóðsins. Þær verða hinar sömu
og áður. Sjóðurinn þarf því annað-
hvort að ganga á eigið fé eða taka
lán. Enginn útgjaldavandi hefur
verið, leystur. Sama má segja um
niðurskurð á framlögum til bygg-
ingarsjóða ríkisins. Engin ákvörðun
hefur verið tekin um takmörkun á
umsvifum þeirra. Ákvörðunin felur
það eitt í sér að Byggingarsjóður
ríkisins þarf að taka lán í staðinn
fyrir að ríkissjóður hefði ella þurft
að taka það.
Með þessu móti er ekki verið að
takast á við útgjaldavanda ríkisins.
Forseti alþýðusambandsins hefur
réttilega bent á þá skinhelgi sem
fellst í þessum aðgerðum. Og ekki
verður sagt um hann að hann sé í
flokkspólitísku stríði við fjármála-
ráðherrann því að hann er einnig
varamaður Alþýðubandalagsins á
Alþingi.
Athygli hefur vakið í kjölfar
kjarasamninganna að ríkisstjórnin
hefur ákveðið verulega hækkun á
lyfjaverði. Og enn sem komið er
hefur hún í engu breytt ákvörðun-
um sínum um orkuskatt og umtals-
verða hækkun á bifreiðagjöldum.
Engu er líkara en ríkisstjórninni sé
algjörlega ómögulegt að skilja þann
veruleika sem býr að baki þeim
nýja efnahagsgrundvelli er aðilar
vinnumarkaðarins hafa lagt.
Viljinn til samstöðu og sameigin-
legra átaka virðist vera fyrir hendi
hvarvetna í þjóðfélaginu. Ríkis-
stjórnin ætlar ein að skera sig úr
þeim leik. Þar endurtekur sagan sig
frá fyrra ári.
Nokkrir þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa flutt athyglisverða
tillögu um sérstakar aðgerðir í þeim
tilgangi að ná fram sparnaði og
hagræðingu í ríkisrekstri. Þeir
leggja til að málið verði tekið úr
höndum íjármálaráðherra og falið
sérstakri nefnd eða verkefnisstjóm.
Þeir telja að útilokað sé að vinna
bug á vanda ríkissjóðs með niður-
skurði á framkvæmdum og hækkun
skatta. Þeir benda m.a. á þann
möguleika við sparnað að sameina
ríkisstofnanir.
Athyglisvert er á hinn bóginn að
þessir sömu þingmenn hafa tekið
ábyrgð á því að ríkisstjómin hafn-
aði tilboði Sjálfstæðisflokksins um
að fela sérstakri þingnefnd eða
starfshópi það verkefni að taka á
útgjaldavanda ríkisins.
Þessir sömu þingmenn hafa stað-
ið að öllum skattahækkunum ríkis-
stjómarinnar og ætla að greiða at-
kvæði með þeim skattatillögum sem
ríkisstjórnin á eftir að koma í fram-
kvæmd og eru sérstök ögrun við
launafólkið í landinu.
Þessir sömu þingmenn hafa stað-
ið að því að auka vemlega rekstar-
útgjöld ríkisins i núgildandi fjárlög-
um en draga úr framkvæmdafram-
lögum. Frægur af endemum var
stuðningur þeirra við tug milljóna
króna aukin ríkisútgjöld til þess að
rétta hag flokksmálgagnanna.
Þessir sömu þingmenn hafa knú-
ið í gegnum neðri deild Alþingis
framvarp um stofnun nýs ráðuneyt-
is án verkefna. Þeir hafa með at-
kvæði sínu hafnað tillögum sjálf-
stæðismanna um að sameina yfír-
stjóm umhverfismála öðra starf-
andi ráðuneyti.
Sjálfstæðismenn hafa á þinginu
í vetur tekið á málum með svipuðum
hætti og greinir í þingsályktunartil-
lögu þeirra framsóknarmanna. Það
hafa þeir gert í afstöðu til ein-
stakra mála ríkisstjómarinnar og
með því að flytja sjálfstæð þingmál.
Þingmenn Framsóknarflokksins
hafa á hinn bóginn ávallt gengið í
verki í atkvæðagreiðslum gegn
þessum sjónarmiðum og þessari
afstöðu sjálfstæðismanna. Það góða
sem þeir vilja gera þeir ekki.
Þó að tillaga þeirra sé góðra
gjalda verð þá þvo þeir ekki hendur
sínar með flutningi hennar meðan
þeir taka ákvarðanir og greiða at-
kvæði þvert gegn því sem þar seg-
ir. En vera má að tillagan sé ábend-
ing um að framsóknarmenn séu til-
búnir til ábyrgrar afstöðu þegar
núverandi ríkisstjóm er farin frá.
Með tillögunni eru þeir í raun réttri
að segja að best sé að það gerist
sem fyrst.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
V
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar:
Mmnihlutinn vildi leggja
270 milljónir í ráðhúsið
SÍÐARI umræða um íjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fór fram í
borgarsljórn síðastliðið llmmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags.
Þar voru samþykktar breytingar á niðurstöðutölum reikningsliða
áætlunarinnar, sem hafa í för með sér hækkun sem neraur tæplega
20 milljónum króna. Tekjur borgarinnar á árinu eru nú áætlaðar
10.675.914.352 krónur. Við umræðuna vakti Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, athygli á því, að nú gerðu fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn
í fyrsta sinn ráð fyrir því i tillögum sínum, að nokkurt fé rynni tU
byggingar ráðhúss borgarinnar. Minnihlutinn lagði til að 270 milljón-
ir færu til byggingarinnar en meirihlutinn 520 miUjónir.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fundi borgarstjórnar í nótt þar sem fram fór síðari umræða um
íjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990.
Borgarstjóri tók fyrstur til máls
við umræður um fjárhagsáætlun-
ina. Þar lét hann meðal annars svo
ummælt, að breytingartillögur
minnihlutaflokkanna væra um
margt verr unnar en stundum áð-
ur, götóttari og gegnsærri en fyrr,
þó ekki hefði alltaf verið þykkt í
þeim efnið. Þannig gerðu menn til
dæmis ráð fyrir auknum tekjum án
þess að geta fært fyrir því við-
hlítandi rök.
Sigurjón Pétursson (Abl) tók
til máls að lokinni ræðu borgar-
stjóra. Hann vakti athygli á því,
að borgarfulltrúar minnihlutaflokk-
anna stæðu saman að tillögugerð
við afgreiðslu þessarar fjárhags-
áætlunar og hefðu hagað henni
þannig, að tekjur og gjöld borgar-
sjóðs stæðust á. Hann nefndi að í
tillögum sínum gerði minnihlutinn
ráð fyrir að tekjur borgarinnar yrðu
nokkuð hærri en fram kæmi í frum-
varpi að Ijárhagsáætlun, en það
væri byggt á þeirri reynslu undan-
farinna ára, að tekjurnar væru
vanáætlaðar í frumvarpinu.
Dagvistarmál
Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl)
mælti fyrir fyrstu ályktunartillögu
minnihlutaflokkanna. Þar var lagt
til að borgarstjórn mótaði þá stefnu,
að í lok næsta kjörtímabils árið
1994 hefði dagvistarrýmum fyrir 0
til 6 ára börn fjölgað um 1.800, eða
sem næmi núverandi biðlistum.
Sérstaka áherslu ætti að Ieggja á
ijölgun heilsdagsrýma. Jafnframt
er lagt til að uppeldisstörf yrðu
metin til hærri launa en nú, að
borgin hækki rekstrarstyrki til dag-
heimila, sem rekin era af öðram
en borginni og að borgarsjóður
veitti slíkum heimilum 50% stofn-
styrk.
Anna K. Jónsdóttir (S), formað-
ur stjórnar Dagvistar barna, lagði
til að tillögunni yrði vísað frá. Hún
sagði að í tillögu minnihlutans væri
skotið langt yfir markið og ef farið
væri eftir henni yrði þar um að
ræða bruðl með almannafé. Hún
sagði að aldrei hefði dagvistarrým-
um fjölgað jafn mikið og á þessu
kjörtímabili; fjölgunin næmi 803
rýmum frá upphafi til loka
kjörtímabilsins.
Hún mótmælti hugmynd um
hækkun rekstrarstyrkja til dagvist-
arstofnana, sem aðrir aðilar en
borgin reka, og sagði að niður-
greiðsla með börnum þar ætti áfram
að vera sú sama og með bömum á
dagvistarstofnunum borgarinnar.
Loks sagði Anna K. Jónsdóttir að
50% stofnstyrkur nýttist dagvistar-
stofnunum afar misjafnlega, tillög-
ur minnihlutans væru á misskilningi
byggðar og bæri að vísa þeim frá.
Einsetning í grunnskólum
Elín G. Ólafsdóttir (Kvl) kynnti
aðra ályktunartillögu minnihlutans,
sem snerist um einsetningu í grann-
skólum borgarinnar. Þar var miðað
við að 120 milljónum yrði varið á
næsta ári til þessa verkefnis og
jafnvirði þess árlega í fimm ár
í greinargerð með tillögunni seg-
ir, að 163 skólastofur vanti til þess
að allir skólar í borginni verði ein-
setnir og að hver stofa kosti um
4,5 milljónir króna.
Sigurjón Fjeldsted (S) sagði að
í greinargerð með tillögunni kæmu
fram ýmsar rangar upplýsingar.
Lágmarkskostnaður á stofu væri
7,8 milljónir en ekki 4,5 og þar sem
síðdegisdeildir í skólum borgarinnar
væra 206 teldi hann þörf fyrir fleiri
stofur en gert væri ráð fyrir í tillög-
unni. Sagðist Siguijón telja að
heildarkostnaður vegna einsetning-
ar skólanna væri af þéssum sökum
mun meiri en tillagan gerði ráð
fyrir, jafnvel tveir milljarðar króna.
Hann sagðist fylgjandi einsetningu
skóla og lengingu skóladags en til-
lagan væri full af rangfærslum og
því ætti að vísa henni frá.
Tilraunaskóli í Húsahverfi
Elín G. Ólafsdóttir (Kvl) mælti
fyrir ályktunartillögu um áð komið
yrði á fót tilraunaskóla í Húsa-
hverfi, þar sem jafnframt yrði rekið
dagheimili, skóladagheimili og tón-
listarskóli. Húsakynni, starfslið og
þjónusta yrðu þar samnýtt eftir því
sem kostur væri.
Sigurjón Fjeldsted (S) sagðist
ekki sjá að þessi tillaga snerist um
tilraunaskóla heldur væri lagt til
að þijár stofnanir yrðu byggðar á
sömu lóðinni. Enn fremur sæi hann
ekki hvemig samnýta ætti starfs-
fólkið eða aðstöðuna. Sjálfstæðis-
menn sæju ekki ástæðu til að styðja
tillöguna og legðu til að henni yrði
vísað frá.
Málefni aldraðra
Guðrún Ágústsdóttir (Abl)
flutti tillögu frá stjórnarandstöð-
unni um málefni aldraðra. Þar var
lagt til að a) tvö hús yrðu keypt
til að reka þar sambýli fyrir aldr-
aða, b) keyptar yrðu 25 íbúðir í
nágrenni þjónustumiðstöðva aldr-
aðra, c) að hafinn yrði undirbúning-
ur byggingar nýs hjúkranarheimil-
is, d) að B-álmu Borgarspítala yrði
lokið á næstu Jjórum áram og
hjúkrunarrýmum fjölgað um 80, e)
komið yrði á fót helgarþjónustu
heimilishjálparinnar og f) að stofn-
uð yrði ferðaþjónusta fyrir aldrað
fólk í heimahúsum.
Borgarfulltrúar sjálfstæðis-
manna lögðu til að tillögunni yrði
vísað frá.
Árni Sigfússon, formaður félags-
málaráðs, sagði að ekki hefði kom-
ið fram þörf fyrir sambýli aldraðra
að undanfömu umfram þörf á al-
mennu leiguhúsnæði fyrir þennan
hóp. Hins vegar væri svigrúm til
beggja þessara úrræða innan þeirra
fjárveitinga, sem þegar væra ætlað-
ar til húsnæðiskaupa eða byggjnga
í ijárhagsáætluninni. í-máli Árna
kom einnig fram að á árinu yrðu
keyptar 15 til 20 íbúðir í nágrenni
þjónustumiðstöðva til útleigu fyrir
aldraða. Jafnframt sagði hann að
afstaða yrði tekin til ferðaþjónustu
fyrir aldraða og heimahjúkranar um
helgar í kjölfar könnunar á þjón-
ustuþörf, sem nú stæði yfir.
Páll Gíslason, formaður bygg-
ingarnefndar aldraðra, tók einnig
til máls vegna þessarar tillögu.
Hann greindi frá því að margs kon-
ar framkvæmdir væru nú í gangi
til að bæta og auka hjúkranarrými
í borginni, og væri Reykjavíkurborg
nú til dæmis að hefja byggingu
hjúkrunarheimilis í Húsahverfi.
Oskynsamlegt væri að dreifa kröft-
unum of mikið og fara að hanna
tvö hjúkrunarheimili á sama ári.
Slíkt væri bæði óraunhæft og óráð-
legt.
Páll vék einnig að málefnum
B-álmu Borgarspítalans og sagði
að ekki stæði á borgaryfirvöldum
heldur ríkinu að standa við sinn
hlut vegna þessara framkvæmda.
Lögum samkvæmt ætti ríkið að
greiða 85% kostnaðarins en borgin
15%. Samkvæmt fjárlögum yrði
framlag ríkisins í ár aðeins 10 millj-
ónir króna og jafnvel gæti til þess
komið að engu fé yrði varið til verk-
efnisins af ríkisins hálfu.
Unglingahús í miðbænum
Sigrún Magnúsdóttir (F) kynnti
tillögu minnihlutans um að kaupa
300 til 400 fermetra einingahús,
sem koma ætti fyrir á lóð Selja-
skóla til að skapa félagsaðstöðu
fyrir nemendur þar. Jafnframt var
þar lagt til að sérstöku unglinga-
húsi yrði komið upp í miðbæ
Reykjavíkur.
Júlíus Hafstein (S), formaður
íþrótta- og tómstundaráðs, lagði til
að fyrri hluta tillögunnar yrði vísað
frá þar sem skynsamlegri kostur
væri að bíða þess að hægt yrði að
koma upp aðstöðu fyrir félagsstarf
nemenda í þeim hluta Seljaskóla,
sem til þess væri ætlaður. Júlíus
lagði til að síðari hluti tillögunnar
yrði felldur. Stofnkostnaður vegna
unglingahúss í miðbænum myndi
nema tugum milljóna króna og ann-
að eins færi síðan í reksturinn.
Vísaði hann síðan til þess að borgin
hefði keypt veitingahúsið við Álfa-
bakka á síðasta ári og þar færi fram
mikil starfsemi skólafélaga og ann-
arra félagasamtaka ungs fólks.
Júlíus lagði einnig til að felld
yrði ályktunartillaga um æskulýðs-
mál sem Bjarni P. Magnússon (A)
kynnti. Þar var lagt til að borgin
legði fram sérstakt rekstrarframlag
til stuðnings starfsemi félaga í
| hverfum borgarinnar, til dæmis
vegna leiknámskeiða. Sagði Júlíus
að tillagan ætti ekki við vegna
breytinga á styrkjakerfi borgarinn-
ar vegna þessa málaflokks.
Bjami lagði einnig fram tillögu
um að borgarstjóra yrði falið að
gera tillögur um hvernig borgin
gæti tryggt rekstur skíðasvæða KR
í Skálafelli og Víkings og ÍR- í
Hamragili. Júlíus Hafstein lagði til
að tillögunni yrði vísað frá en
greindi jafnframt frá því að rætt
yrði við félögin um málið.
Rafknúnir einteinungar
Guðrún Ágústsdóttir (Abl)
mælti fyrir tillögu minnihlutans um
að kanna nýja kosti í almennings-
samgöngum í samráði við sam-
gönguráðherra og nágrannasveitar-
félögin. í greinargerð með tillög-
unni er einkum beint sjónum að
rafknúnum einteinungum, sem
ækju um á 2 til 3 metra háum súl-
um meðfram umferðaræðum.
Jóna Gróa Sigurðardóttir (S)
sagði að tillagan væri út í hött og
benti á að jarnbrautakerfi þekktist
ekki í borgum með minna en hálfa
milljón íbúa. Hún tók undir að fylgj-
ast yrði með kostum í almennings-
samgöngum og sagði að embættis-
menn borgarinnar gerðu það mjög
vél. Lagði hún til að tillögunni yrði
vísað frá.
Umferðaröryggismál
Sigrún Magnúsdóttir (F) kynnti
tillögu um umferðaröryggismál í
nokkrum liðum. Þar er meðal ann-
ars talað um að lagfæra sérstaka
áhættustaði í borginni, láta gera
sérstaka fræðsluþætti fyrir sjón-
varp ætlaða gangandi vegfarend-
um, leggja hitalagnir í gangstéttar
og brattar götur, fjölga gangbraut-
arljósum og gera tvenn undirgöng
fyrir gangandi vegfarendur undir
Miklubraut.
Haraldur Blöndal (S), formaður
umferðarnefndar, bar fram frávís-
unartillögu á þessa tillögu minni-
hlutaflokkanna. Sagði hann hana
einkennast af yfírboðum og vera
úr tengslum við raunveruleikann.
Hann gagmýndi einnig tillögu
minnihlutaflokkanna um að fella
niður framkvæmdir við Sætún
harðlega og sagði að þessi fram-
kvæmd væri forsenda umferðar-
öryggis fyrir íbúa hinnar nýju
byggðar við Skúlagötu. í sama
streng tók Helga Jóhannsdóttir
(S).
Efnasamsetning skolps
Bjarni P. Magnússon (A) lagði
fram tillögu frá minnihlutanum um
að efnasamsetning skolps verði
könnuð og til þess varið 2.500.000
krónum.
Katrín Fjeldsted (S), formaður
heilbrigðisráðs, sagðist taka undir
margt í tillögunni og lagði til að
henni yrði vísað til borgarráðs.
Bjami lagði einnig fram tillögu
um endurskoðun fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurhafnar, þar sem gert
var ráð fyrir að tekjur vegna ofáætl-
unar launa og annars kostnaðar
yrðu látnar mæta kostnaði við við-
gerð á gömlum trébryggjum í vest-
urhöfninni og fleiri verkefni.
Guðmundur Hallvarðsson (S),
formaður hafnarstjómar, lagði til
fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins að tillögunni yrði vísað
frá.
Umhverfísmál og útivist
Þá mælti Bjarni P. Magnússon
fyrir tillögu um umhverfl og útivist
í fjórum liðum, þar sem gert var
ráð fyrir að borgarstjórn samþykkti
fjögurra ára áætlun um endurbætur
á opnum útivistar- og leiksvæðum,
kaupum á leiktækjum á eldri leik-
velli borgarinnar, hugmyndasam-
keppni um nýtingu Nauthólsvíkur
og Rauðavatnssvæðisins og að
borgarfriðlandið í Vatnsmýrinni
yrði girt af og ráðinn yrði umsjónar-
maður „Tjarnarfugla“.
Júlíus Hafstein sagði að það
væri fyrst og fremst hlutverk þeirra
flokka, sem bjóða munu fram við
kosningarnar í vor, að leggja fram
Jjögurra ára áætlun um það sem
þeir ætla að leggja áherslu á á
næsta kjörtímabili. Auk þess væru
ýmis þau svæði, sem talað væri um
í tillögunni, þegar á hönnunarstigi.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
lagði til að þeim hluta tillögunnar,
er fjallaði um borgarfriðlandið, yrði
vísað til borgarráðs. Nefndi hann
einnig að uppi væru hugmyndir um
að stækka friðlandið.
Atvinnumál
Elín G. Ólafsdóttir mælti fyrir
ályktunartillögu minnihlutans um
atvinnumál. Þar var lagt til að
stofnaður yrði samstarfshópur til
að leita leiða til að mæta brýnasta
vandanum í þessum efnum. Jóna
Gróa Sigurðardóttir, formaður at-
vinnumálanefndar, lagði fram frá-
vísunartillögu og gerði um leið grein
fyrir námskeiðahaldi fyrir atvinnu-
lausa einstaklinga í borginni.
Guðrún Ágústsdóttir flutti tillögu
á fundinum um að koma á máltíðum
í grannskólum borgarinnar. Katrín
Fjeldsted lagði til að tillögunni yrði
vísað til skólamálaráðs og var það
samþykkt með 9 atkvæðum sjálf-
stæðismanna.
Flestum tillögum minni-
hlutans vísað frá
Við atkvæðagreiðslu um fjár-
hagsáætlunina voru breytingartil-
lögurnar sem komu frá borgarráði
að mestu samþykktar óbreyttar en
tillögum minnihlutans var flestum
vísað frá. Á því vora þó undantekn-
ingar og féllust sjálfstæðismenn til
dæmis á tillögu minnihlutans um
150.000 króna styrk til kórs Lang-
holtskirkju og 300.000 króna styrk
til Félags áhugamanna um íþróttir
aldraðra. Tillögum um borgarfrið-
landið í Vatnsmýri, umsjónarmann
„Tjamarfugla" og könnum á efna-
samsetningu skolps var vísað til
borgarráðs.
Undanþága frá aðstöðu-
gjöldum felld niður
Við umræðumar um Jjárhags-
áætlunina kom meðal annars til
atkvæðagreiðslu um afnám undan-
þágu fjölmiðla frá aðstöðugjöldum.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins greiddu at-
kvæði með afnámi undanþágunnar
en fulltrúar Framsóknarflokks, Al-
þýðubandalags og Kvennalista
greiddu atkvæði gegn því.