Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 21
M011GUN15LAÐIÐ IAUGAKDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 21 Borgarsljóri Washington sakaður um fíkniefiiamisferli: Á yfír höfði sér allt að 20 ára fangelsisivist Washington. Reuter. MARION Barry, borgarstjóri Was- hington, hefur verið formlega ákærður fyrir fikniefnamisferli. Barry, sem var handtekinn í síðasta mánuði, lýsti yfir því í fyrrakvöld að ákæran væri „póli- tísk aftaka“ sem bandaríska dóms- málaráðuneytið bæri ábyrgð á. frá því hann var handtekinn þann 18. janúar á hóteli í vafasömu hverfi í Washington. Bandaríska alríkislög- reglan, FBI, hafði þá lengi fylgst með ferðum hans og hermt er að FBI hafi undir höndum myndband sem sýni Barry reykja eiturlyfið hættulega „krakk“. Barry hafði þráfaldlega verið sak- aður um fíkniefnaneyslu og verið bendlaður við illræmda eitursala. Þessum ásökunum neitaði hann stað- fastlega og sagði þær pólitískar of- sóknir. Þá hefur borarstjórinn haldið því fram að hann hafi verið látinn gjalda hörundslitar síns en hann er Reuter Marion Barry, borgarstjóri Was- hington. blökkumaður. Ákærandinn í málinu hefur hins vegar margoft lýst yfir því að hörundslitur hins ákærða og pólitísk staða hans sé málinu öldung- is óviðkomandi. I tilkynningu sem Marion Bany sendi frá sér á fimmtudagskvöld sagði að hann myndi veijast ásökun- um og halda fram sakleysi sínu. Þá fullvissaði hann íbúa Washington að hann hygðist ekki segja af sér. Barry hefur verið borgarstjóri Washington í 11 ár og notið umtalsverðra vin- sælda þrátt fyrir fyrrnefndar ásaknir um eiturfíkn hans og vafasamt sið- ferði. Almennt er talið að pólitískum ferli hans sé lokið ekki síst í ljósi þess að skálmöld, sem rakin er til eiturlyfjavandans, hefur ríkt í höfuð- borg Bandaríkjanna undanfarin tvö ár. Verði Barry fundinn sekur um öll ákæruatriðin á hann yfir höfði sér 20 ára vist innan fangelsismúra auk þess sem honum verður gert að greiða 75 milljóna króna sekt. Barry hefur dvalist á meðferðar- heimili fyrir eiturþræla og alkóhólista Holland: Túlipana- rækt ógnar umhverfi Amsterdam. Reuter. LITRÍKIR túlípanaakrar Holl- ands hafa löngum vakið hrifh- ingu ferðamanna. Nú er hins vegar komið á daginn að rækt- un þessara leggjaprúðu lauk- blóma hefur alvarlega um- hverfisógn S for með sér. Af- rennsli frá skordýraeitri og áburði seytlar niður í gljúpt akurlendið og mengar vatns- bólin. Hollenskir bændur hafa verið áfjáðir í að taka sífellt meira land undir túlípanaræktina í von um betri afkomu en í hefðbundnum landbúnaði. Á undanfömum þremur áratugum hafa ræktun- arsvæðin aukist um tvo þriðju og eru nú yfir 16.000 hektarar. Hafa þeir nú með höndum um 95% af öllum útflutningi innan greinarinnar. En umhverfisvandamálin eiga eftir að setja strik í reikninginn hjá þessari aldagömlu atvinnu- grein. Bændurnir verða að snúa sér að nýjum og dýrari ræktunar- aðferðum, auk þess sem dreifa verður ræktuninni meira en nú er gert. I nýlegri skýrslu sem gerð var á vegum stjórnvalda kemur fram að milli 500 og 800 tonnum af skordýraeitri er úðað á túlípana- akrana í Hollandi á hveiju ári. Það er um það bil tvöfalt meira magn en notað er að meðaltali á öðru ræktarlandi. Stjórnvöld hafa þegar ákveðið að takmarka veru- lega notkun efna sem valdið geta umhverfisspjöllum. Unnið er að gerð róttækrar áætlunar þar sem kveðið mun verða á um 50% nið- urskurð á notkun skordýraeiturs, og á því marki að vera náð fyrir aldamót. Þessi áætlun á að ná til alls ræktarlands, en að mati sérfræðinga mun þetta koma þyngst niður á blómabændum. Vi'ð sýnum um helgina 1990 árgerð af öllum bifreiðum í Volvo fjölskyldunni, þar á meðal: Fjölskyldusportbílinn Volvo 440 Turbo • Volvo 240 og 740 skutbílana - bíla sem eiga sér enga keppinauta • Flaggskipið Volvo 760 GLE með öllum þeim búnaði sem lúxusbifreið þarf að hafa. Við kynnum sérstaklega nýja kynslóð af Volvo 740, en það er 740 GLTi, sem er ríkulega búin lúxusbifreið með sportlegt útlit og á ótrúlega hagstæðu verði. Verið velkomin til okkar um helgina Opið laugardag kl. 10—16 og sunnudag kl. 13—16. VOLVO Brimborg hf. Bifreið sem þú getur treyst Faxafeni 8, sími 91-685870 rfr'r 'Ð'U R V Ö K U H E L G • A F E •L L S | 1 1 Venjulegt Tilboðs- Af- Vltlai’spoftill - Alök milli slríöa vcrð \erð sláttur eflir Elías S. Jónsson 1.292,- 295,- 77% Kinsoghaflð skáldsaga cflir Fríðu H. Sigurðardóttur 1.977,- 395,- 80% FerðinlilKalajóki bráðskemmtilegbarnabók . 991,- 195,- 80% liilssaga barállukoiiu lífshlaup Aðallieiðar Bjarnfreðsdóttur . 1,978,- 198,- 90% Þuríður forniaður og Kambránsmenn Brvnjólfur Jónsson skráði . 1.679,- 395,- 76% Markaðurínn stendurtíl 21. febrúar ý/jM HELGAFELL '/jy -ú^mÍí úújtfþ Síðumúla 29 • Sími 688 300. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.