Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúarsmíði á Arnarneshæð Slegið hefur verið upp undirstöðum undir brúargólfið fyrir brúna svæðið en framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að verkinu verði á HaínarJjarðarvegi á Arnarneshæð. Meðan á framkvæmdum lokið í september á þessu ári. stendur verða vegfarendur að taka á sig krók þegar nálgast vinnu- Hoogovens og Granges fagna ákvörðun Alumax: Straiunsvíkursvæðið líklegast fyrir staðsetningn nýs álvers „Brýnt að ákveða frekari virkjunarframkvæmdir á íslandi,“ segir forstjóri Gránges Greiðslur ríkissjóðs: Hver Islend- ingur greiðir 40 þúsund í vexti á árinu VAXTAGREIÐSLUR ríkissjóðs í ár eru áætlaðar nálægt 10% fjárlaga, eða um 10 milljarðar króna, en voru 5,3% fjárlaganna árið 1980. Þetta jaftigildir því að hvert mannsbarn á íslandi þurfl I ár að greiða sem svarar 40 þúsund krónum eingöngu í vexti af lánum rikissjóðs. Áætl- aður hallarekstur ríkissjóðs fyr- ___ij* síðastliðið ár og árið í ár er á milli 10 og 12 milljarðar króna. Þessar upplýsingar og fleiri koma fram í fréttaskýr- ingu sem birtist í Morgunblað- inu í dag og er m.a. byggð á gögnum frá Þjóðhagsstoftiun og OECD. Aukin vaxtaútgjöld ríkissjóðs frá ári til árs, svo og þensla ríkisút- gjalda, gera það að verkum að ^stöðugt minna fjármagn er fyrir ■Sttkndi í ríkissjóð, til framkvæmda. í ár verður t.d. minna fjármagni varið til framkvæmda á vegum ríkisins, heldur en fer í vaxta- greiðslur. í samanburði við önnur lönd, samkvæmt OECD, hefur ísland nokkra sérstöðu hvað varðar aukningu samneyslu (útgjöld ríkis og sveitarfélaga, að fjárfestingum undanskildum). Á árunum 1980 til 1987 jókst samneysla hér á landi um 43,2%, en landsframleiðslan jókst á sama tíma aðeins um 24,1%. _ Einkaneysla hér á landi jókst á ^ðama tíma um 39,4%. Samneysla jókst á þessum árum meira en landsframleiðsla í löndum eins og Spáni, Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Grikklandi. En í löndum eins og Japan, Kanada, Danmörku og Svíþjóð var aukning landsframleiðslunnar á þessu tímabili meiri en aukning sam- og einkaneyslu. Sjá „Er draumur ráðherrans martröð skattborgarans?“ á bls. 18-19. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir því að laun sjómanna hækki í samræmi við laun annarra launþega. Líklegt er að niðurstaðan verði sú að fisk- verð hækki í þrepum á heimalönd- uðum afla. Hlutfallið verði nokkum PER Olaf Aronson, forsljóri sænska fyrirtækisins Granges, og Hans Van der Ros, fram- kvæmdastjóri hollenska fyrir- tækisins Hoogovens, fagna báðir þeirri ákvörðun bandaríska ál- fyrirtækisins að gerast formleg- ur aðili að Atlantalhópnum, með það fyrir augum að reisa nýtt 200 þúsund tonna álver á Islandi. Aronson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær: „í minum huga kemur engin staðsetning önnur til greina fyrir nýtt álver en veginn það sama og nam löndun á mörkuðum innanlands og utan síðastliðið ár en það var nálægt 29%. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að við heimalöndun verði ákveðið 0,4% álag á hvert prósentu- stig umfram 70%. Þannig fái þeir Straumsvíkursvæðið, þótt aðrir möguleikar hafi vissulega verið ræddir." Rætt hefði verið um möguleikann á að Alumax ætti stærstan hlut í nýju álveri, eða um 40%, en Hoogovens og Gráng- es séu 30% hvorir. Aronson og Van der Ros segjast báðir vænta þess að ákveðin viljayfirlýsing fyrirtækjanna þriggja um sam- starf um byggingu nýs álvers hér á landi verði gefin út í kjölfar formlegs ftindar þeirra hér á landi í byijun næsta mánaðar. sem landa 100% aflans heima 12% álag ofan á fiskverð. Þeir sem standa að fiskverðs- ákvörðun munu vera sammála um að takmarka beri útflutning á þorski og ýsu. Jafnframt eru þeir sammála um að aflamiðlun muni stuðla að hinu sama. Auk þess eru aðilar sammála um að fiskverðs- breytingar skuli fylgja almennum launabreytingum á vinnumarkaðin- um. Samkvæmt upplýsingum Morg- „Ég tel brýnast fyrir íslendinga nú að taka stefnumarkandi ákvörð- un um auknar virkjunarfram- kvæmdir, því það tekur lengri tíma að byggja nýtt orkuver en að reisa nýja álbræðslu. Ég er sannfærður um að þegar nýtt orkuver hefur verið reist á íslandi, mun ný ál- bræðsla bíða þess að straumnum verði hleypt á,“ sagði Aronson. Hann sagði að vegna þessa væri tímasetningin mesti óvissuþáttur- inn, ef endanleg niðurstaða fengist um byggingu nýs álvers, en vissu- unblaðsins óttast ákveðnir fulltrúar í verðlagsráðinu þó að ofangreind tilhögun geti stofnað markmiðum kjarasamninganna í hættu. Þeir sem eru á öndverðum meiði telja að eðli málsins samkvæmt verði ekki komist hjá tilfærslu til þeirra sjómanna sem landa megninu eða öllum afla sínum heima. A milli ein- stakra útgerða geti orðið um ein- hveija breytingu að ræða til hækk- unar eða lækkunar en markmiðið sé, og fyrirsjáanlegt að það geti náðst, að heildaráhrifin verði þau sömu og hjá öðrum launþegum. lega væru mjög miklir möguleikar á jákvæðri niðurstöðu. „Við höfum ekki rætt til hlítar hvernig eignaprósentan gæti skipst á milli fyrirtækjanna, en einn mögu- leikinn er að Alumax eigi 40% og Gránges og Hoogovens eigi 30% hvort fyrirtæki," sagði Aronson. Hann kvaðst fagna mjög jákvæðum viðbrögðum Alumax og kvaðst telja að þau fælu það í sér að Alumax yrði þriðji þátttakandinn í byggingu nýs álvers á íslandi. „Alumax er í okkar huga mjög góður samstarfs- aðili og þeir búa yfir meiri þekkingu og reynslu á sviði álbræðslu en Gránges og Hoogovens. Auk þess hafa okkar fyrstu samskipti við fýrirtækið verið afar ánægjuleg, sem lofar góðu um samstarf í framtíðinni,“ sagði Aronson, og bætti við því að samsetning og markaðssetning bandaríska fyrir- tækisins Alumax væri með þeim hætti, að ekki væru fýrirsjáanlegir hagsmunaárekstrar fyrirtækjanna þriggja, þótt af samstarfi um nýja álbræðslu á íslandi yrði. „Þessi jákvæðu viðbrögð eru okk- ur fagnaðarefni og við bindum mikl- ar vonir við samstarf við Alumax," sagði Van der Ros í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að reynsla Alumax og þekking í ál- bræðslu og áliðnaði væri mjög dýr- mæt. „Það er enn ótímabært að segja til um það hvenær fyrirtækin þijú geta komist að lokasamkomu- lagi, en ég er vissulega bjartsýnn á að það geti orðið á þessu ári,“ sagði Van der Ros. Hækkiui fískverðs í samræmi við nýgerða kjarasamninga Líklegt að hækkun heimalandaðs afla verði allt að 12% ÁKVÖRÐUN um fiskverð sem nú er í burðarliðnum gerir ráð fyrir jþví að launahækkanir sjómanna verði þær sömu og hjá almennum íaunþegum. Líklegt er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að verðlagsráð sjávarútvegsins taki ákvörðun um fiskverð í dag, en til fúndar hefiir verið boðað klukkan 15.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.