Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 mnmn ©1989 UniverMl Pf«» Syndicate „Ég Sk7L þetta, cJckí í Hdnn banzsUx. brxaust /nn Og Jskaut á -píéU/na noína. ■" Nú er komið að þér að vera tjaldsúla ... Hvað heldurðu. Ég er 10 kíló- um léttari ... Þjóðarhöllin á að rísa 1 Reykjavík íþróttamaður skrifar: Það fundust mér slæm tíðindi, Velvakandi góður, að jafnvel stæði til að reisa íþróttahús í Kópavogi vegna úrslitaleiks í heimsmeistara- mótinu f handknattleik, sem fram fer hér á landi 1995. Slæm vegna þess að strax að leik loknum stend- ur til að breyta húsinu þannig að það verði eins og hvert annað skóla- íþróttahús í landinu og mun tilkoma þess því engu skipta flestar aðrar íþróttagreinar en hand- og körfu- knattleik. Þannig gerðu þær hugmyndir sem settar höfðu verið fram um byggingu „Þjóðarhallar" í Reykjavík ráð fyrir fjölnota íþrótta-, ráðstefnu- og sýningar- húsi. Þar var t.a.m. gert ráð fyrir lágmarks keppnisaðstöðu fyrir frjálsíþróttir, sem bráðvantar hér á landi ef ekki á þannig að fara fyrir þeirri glæsilegu íþróttagrein að hún §ari hægt og sígandi út. í tillögum að húsinu var semsé gert ráð fyrir að þar kæmi hlaupabraut með ha]l- andi beygjum og innan hennar brautir fyrir hástökk og stangar- stökk, sandgrylja fyrir langstökk og þrístökk og kastsvæði fyrir kúlu- varp. Lágmarks keppnisaðstaða fyrir fijálsar er ekki fyrir hendi innan- húss hér á landi og frjálsíþrótta- menn hafa verið of linir að beita sér fyrir breytingum þar á. Háskóli íslands hefur reyndar haft áform um byggingu íþróttahúss þar sem hugsað var fyrir aðstöðu af því tagi og sýnir það glöggt víðsýni þeirra sem þar ráða ferðinni. Mál er til komið að fijálsíþróttamenn taki til hendi og þrýsti á um úrbætur. 1987-89 börðust þeir af dugnaði fyrir bættri utanhússaðstöðu og tókst að knýja fram almenna hugar- farsbreytingu hvað það mál snertir. Þeir mega hins vegar ekki sitja aðgerðarlausir og horfa á risafram- kvæmd á kostnað skattborgara landsins annað hvort í Kópavogi eða Hafnarfirði án þess að þar komi lágmarks aðstaða fyrir þeirra grein. Með tilkomu húsa þar verður líklega engin þörf á nýju íþróttahúsi (fyrir boltagreinar) á höfuðborgarsvæð- inu næstu áratugina því nú fer líklega að draga úr fjölgun lands- manna. Verði af fyrirhuguðum fram- kvæmdum utan Reykjavíkur er það svo orðið umhugsunarefni fyrir reykvíska íþróttamenn og forystu, að með tilkomu slíks húss yrði forystan tekin af höfuðborginni hvað íþróttaaðstöðu snertir. Með tilkomu hins glæsilega Varmárvall- ar hefur hefur borgin nú þegar tapað henni til Mosfellsbæjar þegar um fijálsíþróttaaðstöðu utanhúss er að ræða. Þó ég sé utanbæjarmað- ur finnst mér að höfuðborgin eigi að hafa forystu í þessum efnum. Þar á Þjóðarhöllin að rísa öllu íþrótt- astarfinu til heilla. STERÍÓ OG TELETEXT í dag eru flest öll ný sjónvarps- tæki, sem seld eru á Islandi, með búnaði til að taka við efni í steríó. Það vekur furðu mína að íslensku sjónvarpsstöðvarnar skuli ekki senda efni sitt í steríó. Því langar mig til að koma eftirfarandi spurn- ingum á framfæri með aðstoð Vel- vakanda: Eru það eingöngu sjónvarps- stöðvarnar sem taka ákvörðun um Til Trygg- ingastofiiun- ar ríkisins Ég vil beina þeim tilmælum til Tryggingastofnunar hvort ekki sé hægt að fá borgað fyrsta hvers mánaðar. Það kemur öðru vísi út fyrir okkur sem náum varla saman endum. Ég vona að þið takið þetta til greina. Ellilífeyrisþegi á Norðurlandi. að hefja útsendingar í steríó eða er sjálft dreifingarkerfi Pósts og síma ekki í stakk búið til að dreifa hljóði í steríó til landsmanna? Hve- nær áætla þessir aðilar að hefja útsendingu með þessari tækni? Eru einhver önnur lönd á Norð- urlöndum og Vestur-Evrópu sem enn eru ekki farin að senda sitt sjónvarpsefni í steríó? Onnur athyglisverð sjónvarps- tækni, sem nú sækir mjög á, er teletext. Sjónvarpsáhorfandi getur með aðstoð þessarar tækni fengið ýmsar upplýsingar, svo sem dag- skrá stöðvarinnar, með því að ýta á takka á fjarstýringunni. Á skján- um birtast þessar upplýsingar í textaformi. Með þessari tækni get- ur sjónvarpsstöðin veitt notendum sínum víðtæka upplýsingaþjónustu um leið og venjuleg dagskrá er send út. Fréttastofan gæti verið með helstu atriði frétta og birta mætti gengi helstu gjaidmiðla svo eitthvað sé nefnt. Ég hef heyrt að Sjónvarp- ið sé þegar búið að kaupa búnað til að senda út slíkan upplýsing- artexta. Hvenær mega áhorfendur vænta þess að hann verði tekinn í notkun? Þeir fjölmörgu íslendingar sem eiga móttökubúnað fyrir sjónvarps- sendingar frá gervihnöttum hafa kynnst þessum möguleikum, sem hér hafa verið ræddir, og vilja gjaman sjá þá verða að veruleika í íslensku sjónvarpi. Það er ótrúleg- ur munur á að horfa og hlusta á spennandi kvikmynd eða tónlistar- myndband í steríó annarsvegar og mono hinsvegar. Þeir sem hrista nú hausinn hafa örugglega ekki heyrt muninn. Kvikmyndir nútím- ans eru sýndar í kvikmyndahúsum sem búin eru bestu tækjum til flutn- ings á mynd og hljóði og með því að sýna þessar myndir í sjónvarpi án steríó-hljóms er stórum hluta þeirra áhrifa, sem höfundar vildu skila til áhorfendat kippt í burt. Vonandi þurfa Islendingar ekki að bíða jafn íengi eftir steríóútsend- ingu í sjónvarpi eins og í útvarpi á sínum tíma. Látum hendur standa fram úr ermum. Lífið er ekki bara í lit, það er líka í steríó! Alf HÖGNI HKEKKVlSI „Vlf> ERV/H AE> HALPA UPPÁ SIGURIMW / " Yíkveqi skrifar Morgunn einn nýlega mætti Víkverji ungum kunningja sínum og kastaði á hann kveðj- unni „hæ“. Hinn ungi vinur leit beint í augu Víkverja og sagði alvöruþrunginni röddu: „Góðan daginn". Án þess að meira væri sagt skammaðist Víkverji sín og hét því að reyna að afmá hæ-ið úr orðaforða sínum. Eftir nánari umhugsun um þetta atvik telur Víkverji að unga fólkið tali yfir- leitt betra mál en þeir eldri. Það er a.m.k. tilfinning Víkverja að miklu minna sé um útlendar slett- ur í máli unga fólksins, en þeirra sem komnir eru um og yfir þrítugt. Til dæmis má taka efni sem Víkverja er hugleikið, tölvumál. Víkverji hefur nefnilega lent í þeirri pínlegu aðstöðu að sitja framan við tölvuskjá og vinna við forrit sem búið var að þýða yfir á íslensku en skilja samt ekki. ís- lensku orðin sem birtust á skján- um voru svo framandi. Hins vegar verður hann var við það, að yngra fólki eru íslensku tölvuorðin töm, enda notuð í skólastofum landsins. Þetta er ánægjulegt og fyllir Víkveija trú á framtíð íslenskrar tungu. Og þó hin íslensku orð virki sum hver ankannalega við fyrstu sýn, þá vinna þau á. Þýðingar af þessu tagi eru nauðsynlegar í jafn litlu samfélagi og hér á íslandi og stöðugrar baráttu er þörf til að tungan haldi sérstöðu sinni. Þetta er miklu mikilvægara hér á landi en t.d. í Skandinavíu, þar sem menn hika ekki við að nota ensk tækniorð nær óbreytt. xxx Gatnamálastjóri hefur rekið mikinn áróður fyrir því að menn aki ekki um götur borgar- innar á negldum dekkjum. Víkverja fannst það borgaraleg skylda sín að hlýða þessu kalli, enda augljóst hversu miklar skemmdir verða af völdum nagla- dekkja á götum borgarinnar. En að undanförnu hafa efasemdir um réttmæti þessarar ákvörðunar leitað á Víkverja, sérstaklega þá morgna undanfarið sem hann hef- ur setið fastur á leið sinni uppúr Fossvogi. Þar er víða á brattan að sækja. Víkverji hefur alltaf verið að vonast til þess að starfs- menn Gatnamálastjóra væru búnir að hreinsa þessar erfiðu brekkur nógu snemma þá morgna þegar snjóað hefur, þannig að íbúar hverfisins kæmust á réttum tíma í vinnuna — án þess að aka á nagladekkjum. Ef þessu heldur fram þá neyðist Víkverji til að endurskoða afstöðu sína til nagla- dekkja næsta vetur. xxx Og svo að lokum einn í takt í tímann: Hver er munurinn á Bandaríkjunum og Austur-Evr- ópuríkjunum? í Bandaríkjunum er enn starfandi kommúnistaflokkur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.