Morgunblaðið - 22.02.1990, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 199'o' '
£
Forsætisráðherra um minnisblöð A-flokkanna:
Þetta er tóm sýndarmennska
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórn-
in í heild hafi það að markmiði að gæta sparnaðar og aðhalds í
ríkisútgjöldum. „Þetta er tóm sýndarmennska hjá Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi, að senda ríkisstjórninni svona minnisblöð um að-
hald í ríkisrekstri," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Vitanlega erum við að gæta
aðhalds. Það er hvert einasta frum-
varp metið með tilliti til kostnaðar
og þess fjármagns sem við getum
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
verða verk eftir Pierre Alechinsky,
Karel Appel, Roger Bissiere, Cor-
neille, Olivier Debré, Lucio Font-
ana, Sam Francis, Egil Jacobsen,
ráðstafað. Á sama tíma og mennta-
málaráðherra er að tala um að það
vanti 50 milljónir króna í þýðingar-
sjóð og iðnaðarráðherra um að fjár-
Asgeir Jorn, Per Kirkeby, André
Landskoy, Jean Messagier, Serge
Poliakoff, Antonio Saura, Marie
Helene Vieira Da Silva, Francisco
Toledo og Jacob Weidemann.
stuðning ríkisins þurfi til skipaiðn-
aðarins, þá koma flokkar þeirra
með svona tillögTar. Ég verð að segja
það eins og er, að maður spyr sjálf-
an sig þeirra spurningar hversu
mikil alvara búi að baki svona
plöggum frá A-flokkunum,“ sagði
forsætisráðherra.
Steingrímur sagði að full alvara
væri að baki þeim áformum ríkis-
stjórnarinnar að skera ríkisútgjöld
niður eins og frekast væri unnt. „En
að fara að skuldbinda sig fram yfir
kosningar í þá veru að ríkisstjórnin
leggi ekki fram nein frumvörp eða
tillögur á Alþingi sem hafí í för
með sér útgjaldaaukningu fyrir
ríkissjóð er að mínu mati gjörsam-
lega út í hött,“ sagði forsætisráð-
herra.
Hugmyndir alþýðuflokksmanna
gera ráð fyrir því að einu undan-
tekningarnar frá því sem forsætis-
ráðherra nefnir séu frumvörp sem
tengist nýgerðum kjarasamningum,
eða varði atvinnuöryggi í iandinu
og mikilvægar skuldbindingar þjóð-
arinnar.
Sýning á verkum Cobra-
listamanna á Kjarvalsstöðum
SÝNING á 34 evrópskum formleysismálverkum frá 6. áratugnum,
sem fengin eru að láni úr einkasafhi frú Riis í Ósló, verður opnuð
í vestursal Kjarvalsstaða næstkomandi laugardag. Á sýningunni, sem
stendur í 5 vikur, verða verk eftir helstu Cobra-listamennina í Norð-
ur-Evrópu, svo og franska, spænska og ítalska formleysismálara.
Morgunblaðið/Þorkell
Gengið er frá mengunarvaldandi eftium til flutnings til Danmerkur,
þar sem þeim verður eytt.
Sorpeyðing höfiiðborgarsvæðisins bs.:
Móttaka umhverf-
VEÐURHORFUR í DAG, 22. FEBRÚAR
YFIRLIT i GÆR: Norðvestan gola norðvestanlands, en annars stað-
ar hægviðri eða vestan gola. Léttskýjað var á Suðurlandsundir-
lendi, en skýjað og él á stöku stað í öðrum landshlutum. Frost
víðast 1-7 stig.
SPÁ: Hæg vestlæg átt og smáél um vestanvert landið en víðast
þurrt austan til á landinu í nótt. Hægt vaxandi austan- og norðaust-
anátt síðla nætur og í fyrramálið með snjókomu eða slyddu víða
um land, þó einkum um austanvert landið. Hvöss norðaustanátt á
Vestfjörðum síðdegis, en yfirleitt hægari í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðan- og norðvestanátt og fremur kalt
í veðri. Él á Norður- og Vesturlandi en annars þurrt.
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og léttskýjað víða um
land. Fremur kalt í veöri.
TÁKN:
Heiöskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
Tfr T.úettiSBSF VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 0 skýjað Reykjavík 2 lágþokublettir
Bergen 7 skýjað
Helsinki 9 léttskýjað
Kaupmannah. 10 þokumóða
Narssarssuaq +15 heiðskírt
Nuuk +9 snjókoma
Osló 6 alskýjað
Stokkhólmur 10 alskýjað
Þórshöfn 4 skúr
Algarve 18 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Berlín 16 heiðskírt
Chicago +6 heiðskírt
Feneyjar 12 þokumóða
Frankfurt 14 léttskýjað
Glasgow 6 hálfskýjað
Hamborg 15 léttskýjað
Las Palmas 23 heiðskírt
London 11 léttskýjað
Los Angeles 8 hálfskýjað
Lúxemborg 12 hálfskýjað
Madríd 15 mistur
Malaga 16 místur
Mallorca 18 skýjað
Montreai +14 skýjað
New York +3 heiðskírt
Orlando 18 léttskýjað
París 15 skýjað
Róm 16 þokumóða
Vín 15 mistur
Washington 2 heiðskírt
Winnipeg + 1 iéttskýjað
ismengandi efiia
SORPEYÐING höfuðborgarsvæðisins tekur á móti umhverfism-
engandi eftium á Dalvegi 7 í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að um
150 tonn af mengandi efnum komi í móttökustöðina í ár. Búið
verður-unr efnin til flutnings til Danmerkur, þar sem þeim verður
eytt.
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðis-
ins er byggðasamlag allra sveitar-
félaga frá Hafnarfirði til Kjalar-
ness og er tekið við efnaúrgangi
af öllu svæðinu. Um er að ræða
efnaúrgang, sem ekki má urða eða
losa í sjó samkvæmt nýrri meng-
unarreglugerð. ítarlegum leið-
beiningum um frágang og merk-
ingu efnanna verður dreift á næst-
unni til vinnustaða á höfuðborgar-
svæðinu. í móttökustöðinni verður
búið um efnin til flutnings til
dansks fyrirtækis, sem tekið hefur
að sér að eyða þeim þar til íslend-
ingar geta leyst þann vanda sjálfir.
í frétt frá Sorpeyðingu höfuð-
borgarsvæðisins segir, að rekstur
móttökustöðvarinnar eigi að
standa undir sér fjárhagslega og
að hóflegt gjald verði tekið fyrir
þjónustuna, enda standi ekki til
að stöðin skili hagnaði. Aðstaðan
við Dalveg í Kóapvogi er til bráða-
birgða í eitt ár eða þar til framtí-
ðarmóttökustöð hefur risið í Gufu-
nesi.
Selt úr íslensku
skipií Skotlandi
ARNARNES SI selur 50-55 tonn, aðallega af þorski, í Aberdeen
í Skotlandi í dag, fimmtudag. Þorri SU er eina íslenska skipið,
sem selt heftir afla í Abérdeen undanfarna tvo áratugi en þar var
selt úr skipinu 19. febrúar 1987, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar
hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
Aðalástæðan fyrir því að selt
verður úr Arnarnesi SI í Aberdeen
en ekki í Hull eða Grimsby er sú
að á því sparast sólarhringssigling,
að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar.
„Það hefði mætt mikilli andspyrnu
í Aberdeen fyrir nokkrum árum
að fá íslensk skip þangað. Hins
vegar eru Skotar komnir inn á það
að þeir þurfi virkilega að fá fisk
héðan vegna hrikalegs niðurskurð-
ar á aflakvótunum á þessu ári.“
Vilhjálmur sagði að verð á físk-
mörkuðunum í Bretlandi og Vest-
ur-Þýskalandi hefði lækkað vegna
aukins framboðs að undanförnu
en verðið var mjög hátt á tímabili
vegna gæftaleysis í Norðursjó.
Þrír starfsmenn Stöðv-
ar 2 hefja störf hjá Sýn
ÞRÍR starfsmenn Stöðvar 2 sögðu skyndilega upp störfúm þar í
fyrradag, og hafa þeir verið ráðnir til starfa hjá Sýn. Goði Sveins-
son, sem var dagskrársíjóri á Stöð 2, hefiir verið ráðinn sjón-
varpsstjóri hjá Sýn, Jón Gunnarsson auglýsingasljóri verður mark-
aðssljóri Sýnar og Páll Baldvinsson, sem var aðstoðardagskrár-
stjóri á Stöð 2, verður innkaupasljóri hjá Sýn.
Þorvarður Elíasson, sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2, sagði að enginn
ágreiningur hefði verið um upp-
sagnir þremenninganna. „Við gáf-
um þá lausa þrátt fyrir uppsagnar-
frest, og það var enginn ágreining-
ur um það fyrst þeir vildu skipta.
Þeir fá þama tækifæri sem þeir
gátu ekki hafnað og við vildum
ekki standa í vegi fyrir þeim.“
Að sögn Þorvarðar hafa Marí-
anna Friðjónsdóttir og Björn
Björnsson á dagskrárdeild, sem
sagt höfðu upp störfum á Stöð 2,
nú verið endurráðin, og einnig
hefði Guðrún Þórðardóttir, um-
sjónarmaður barnaefnis, verið
endurráðin, en henni hafði verið
sagt upp störfum.