Morgunblaðið - 22.02.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990
-■»
15
Ulrich Parzany, framkvæmdastjóri KFUM og K í Vestur-Þýska-
landi. Hann er aðalræðumaður á samkomuviku sem haldin er í Bú-
staðakirkju um þessar mundir, dagana 18.—24. febrúar. Þykir hann
mjög góður ræðumaður.
styðja samtökin starf KFUM og K
í mörgum löndum, t.d. Kenýu og
Perú. I fyrrnefnda landinu er hjálp-
in fólgin í að veita ungu fólki kost
á iðnnámi, þjálfun leiðtoga fyrir hin
innlendu samtök og þátttaka í boð-
un hins kristna boðskapar. í síðar-
nefnda landinu hafa Þjóðverjar orð-
ið við beiðni um hjálp við að gefa
KFUM og K kristilegt innihald á
ný, en samtökin voru orðin að eins
konar tómstundafélagi. Það hefur
verið gert með góðum árangri.
Parzany leggur áherslu á að að-
stoð við kristna menn í 3. heiminum
eigi ekki að vera einhliða. „Við
þurfum á hjálp þeirra að halda,“
segir hann. Framkvæmdastjóri
KFUM í Kenýu tók t.d. þátt í út-
breiðsluherferð fyrir unglinga í
V-Þýskalandi með mjög góðum
árangri. „Hann talaði öðru vísi en
við og unglingar sem vildu ekki
hlusta á okkur hlustuðu á hann.“
Er Parzany var spurður hvaða
augum hann liti nánustu framtíð
lagði hann áherslu á ábyrgð allra
kristinna manna á að flytja samtíð
sinni hinn kristna boðskap. „Við
þurfum ekki á guðfræði að halda,
sem gerir okkur löt.“ McDonald,
kóki og kjarnorkuvopnum hefur
verið dreift um gjörvalla jörðina í
krafti fjármuna. Kristnir menn eiga
að hrista af sér slyðruorðið og gera
fagnaðarerindið um Jesúm Krist
þekkt um allan heim.
Nú, þegar miklar breytingar eiga
sér stað í A-Evrópu og löndin þar
opnast, hvílir mikil ábyrg á herðum
kristinna manna að hjálpa öllum
þeim milljónum.manna, sem hvorki
hafa farið í kirkju né lesið í Biblí-
unni. Hér þurfa allir kristnir menn
í Evrópu að taka U1 hendinni. Það
væri gleðilegt ef íslendingar gætu
lagt hönd á plóginn í því starfi.
Að lokum lýsti Parzany yfir
ánægju sinni með að hafa fengið
tækifæri til að koma til íslands.
Kvaðst hann vera hugfanginn af
fegurð landsins og vonaðist til að
geta orðið einhveijum til uppörvun-
ar með boðun sinni.
Höfuntlur er kristniboði.
DAGBÓK
EYFIRÐINGAFÉL. í kvöld
verður spiluð félagsvist á
Hallveigarstöðum kl. 20.30.
LANGAHLÍÐ 3. í kvöld er
opið hús kl. 20. Unnur Guð-
jónsdóttir balletdansari
kynnir Indland: Sýnir dansa
og segir frá landinu í máli og
myndum.
FÉL. eldri borgara. í dag
er opið hús í Goðheimum kl.
14: Frjáls spilamennska og
tafl. Félagsvist spiluð kl.
19.30 og dansað kl. 21.
Göngu-Hrólfshópurinn hittist
við Nóatún 17, laugardag kl.
11. Annað kvöld er þorrablót
í Goðheimum kl. 19.30. Nk.
sunnudag er aðalfundur fé-
lagsins í Súlnasal Hótels Sögu
kl. 13.30.
SKIPIN
REYK JAVÍKURHÖFN:
Nótaskipið Fífill kom með
loðnufarm og var væntanleg-
ur aftur í gær með loðnufarm
til frystingar. Þá kom Árfell
að utan í fyrradag. Rann-
sóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson fór út og Askja í
strandferð. Þá fór Mánafoss
í fyrrakvöld á ströndina og
togarinn Viðey fór til veiða.
í gær lagði Laxfoss af stað
til útlanda og Arnarfell var
væntanlegt af ströndinni.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í fyrradag héldu aftur til
veiða togararnir Hjalteyrin
og Sigluvík. Grænl. togarinn
Regina C er farinn út aftur
og súrálsskipið, sem kom fyr-
ir síðustu helgi er farið. í gær
kom togarinn Sjóli inn til
löndunar.
ATRIÐI TIL UMFJÖLLUNAR:
■ Hvernig verður þáttur til. ■ Hvernig er efni afl-
að. ■ Hvernig er það skipulagt. ■ Viðtalstækni.
■ Upptaka á útvarpsefni. ■ Handritaskrif fyrir
útvarp og sjónvarp.
FJOLMIÐLASKÓLI
ÍSLANDS
BORGARTÚNI 24
105 REYKJAVlK
SlMI 626655
FAX 624990
TÍMI:
Laugard. 3. mars-17. mars.
Samtals 32 tímar.
Aðalleiðbeinandi:
Stefán Jökulsson dagskrárgeröarmaður
Upplýsingar og skráning í síma 626655