Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 17

Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990 17 kirkjan. Guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir eru eins og hjá þjóðkirkjunni, það eina sem er frábrugðið er rekstrarformið. Óháði söfnuðurinn er fríkirkju- söfnuður, sem er óháður ríki og sveitarfélögum í fjárhagslegu til- liti, þ.e. laun starfsmanna safnað- arins og annar rekstur er greiddur úr safnaðarsjóði. Tekið skal fram, til að fyrirbyggja mjsskilning, að safnaðargjöld innan Óháða safnað- arins eru þau sömu og hjá þjóð- kirkj usöfnuðunum. Safnaðarfólk er tæplega 1100 talsins og er söfnuðurinn vel yfir meðalstærð, ef miðað er við þjóð- kirkjusöfnuði á öllu landinu. Kirkjulegt starf innan safnaðar- ins er skipulagt 6 mánuði fram í tímann og sendar eru „Safnaðar- fréttir“ inn á hvert heimili í söfnuð- inum, a.m.k. tvisvar á ári. Almenn- ar messur eru annan hvern sunnu- dag og eru þær auglýstar í messu- dálki dagblaðanna og í útvarpi. Niðurlag 40 ár eru ekki langur tími þegar rætt er um lífdaga safnaða innan kirkjunnar. Við, sem erum innan Óháða safnaðarins, gerum okkur grein fyrir því að þessi litla grein á hinum stóra meiði kirkju Krists hefur fyrst og síðast því hlutverki að gegna að boða Krist. Það er hið eina markmið með starfsemi safnaðarins. Við höldum ótrauð áfram í þeirri trú að starf okkar megi verða ein- hvers virði fyrir safnaðarfólk og samfélagið í heild. Við teljum að fríkirkjuformið henti vel til þess að koma kærleiksboðskap Krists til samferðarfólksins. Innan Óháða safnaðarins er glaðsinna fólk og þess vegna hefur verið ákveðið að efna til veislu í tilefni afmælisins. Á föstudaginn 23. febrúar kl. 19.30 hefst af- mælishóf í Rafveituheimilinu við Elliðaár og hefst hátíðin með borð- haldi kl. 20.00. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á þvi að vera þar með, eru beðnir að hafa samband við Hólmfríði Guðjónsdóttur, safn- aðarformann, hið allra fyrsta, í síma 34653. Að lokum er rétt að taka fram, að fríkirkjurnar starfa við hliðina á þjóðkirkjunni og þar ríkir full- komið traust á milli. Það er von Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 abete*™* HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Þu spaiar með = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER undirritaðs að enn nánara sam- starf verði miili lúthersku safnað- anna á íslandi og hollt er í því sambandi að hafa orð Páls postula í huga: „Því að eins og líkaminn er einn og hefir marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. Því að með einum anda vorum vér all- ir skírðir til að vera einn líkami,..“ (I. Kor. 12:12-13). Höfundur er safiinðarprestur Óháða safnnðarins. r AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 681100 Samskipti foreldra og barna Ný námskeið eru að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632. UMHVERFTÐ Nú er hafin móttaka umhverfisspillandi efna á höfuðborgarsvæðinu. Efnin eru flokkuð og send úr landi til eyðingar. Þetta er eitt merk- asta átak sem gert hefur verið í umhverfis- málum hér á landi. BIFRÉIÐAVERKSTÆÐI Olíuúrgangur Olíusíur Bremsuborðar Glussavökvar Olíumenguð efni, svo sem sag, tvistur o.fl. PRENTSMIÐJUR, PLASTIÐNAÐUR, LJÓSMYNDASTOFUR Prentlitir hvers konar Hreinsi- og leysiefni hvers konar Frcimköllunar- og „fixer“-vökvar Umbúðir utan af framangreindu EFNAIÐNAÐUR Öll leysiefni Efnaafgangar hvers konar Formalín Litarefni Fljótandi plastefni Herðir RANNSÓKNARSTOFUR Allur efnaúrgangur nema geislavirkur Við viljum sérstaklega hvetja fólk á eftirtöldum vinnustöðum til þess að hjálpa til við að flokka þau umhverfisspillandi efni, sem talin eru upp, og koma þeim til okkar í réttum umbúðum. UTRYMINGAREFNI Eiturafgangar hvers konar Umbúðir utan af eitri Eitur, sem er komið fram yfir síðasta notkunardag SPRAUTU- OG MÁLNINGARVERKSTÆÐI Leysiefni svo sem þynnir, terpentína o.fl. Málningarafgangar Úðabrúsar Síur úr lofthreinsibúnaði KVIKASILFURS AMBÖND /ÞUNGAMÁLMAR Allar notaðar rafhlöður Hitamælar Kvikasilfurlampar EFNALAUGAR Hreinsivökvéir, svo sem perklór o.fl. Allir afgangar eftir hreinsun og eimingu. Leiðbeiningar um flokkun, umbúðir og merkingu eru í bæklingi, Sém Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs gefur út. TÖKUM HÖNDUM SAMAN í ÞESSU MIKLA UMHVERFISÁTAKI, SEM SKILAR AFKOMENDUM OKKAR BETRA LANDI! SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.