Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 18

Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 18
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR '22. FEBRÚAR 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Átökin um yfirstjórn aflamiðlunar: Deila um keisarans Forsætisráðherra telur að málið leysist um helgina HARKAN í deilu þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra og Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna um hver skuli fara með yfírstjórn aflamiðl- unar og hvernig stjórnin skuli skipuð þykir með ólíkindum mik- il. Að visu benda kunnugir á að átök þeirra séu ekki ný af nál- inni, og löngum hafí andað köldu þeirra í milli. Þeir sem ekki hafa gerst beinir aðilar að átökum þessara manna og horfa á málin úr aðeins meiri fjarlægð, segja að raunar sé hér um eins konar deilu um keisarans skegg að ræða. Litlu máli skipti í raun hvort yfirstjórn aflamiðlunar heyri undir utanríkisráðuneyti eða sjávarútvegsráðuneyti, þar sem samkomulag liggi fyrir um það að stjórn hennar verði í höndum hagsmunaaðila. Þar sem hvorug- ur vill gefa sig í þessu máli, leita nú aðrir málsaðilar hugsanlegr- ar lausnar, sem fælist í einhvers konar málamiðlun. En ekki eru málsaðilar bjartsýnir á að það gerist alveg á næstunni, enda er Kristján nú erlendis. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í gær að þótt málið væri í hnút, þá væri hann þess fullviss að þessi hnútur myndi leysast. „Kristján Ragnars- son kemur heim aftur á föstudag, og þá göngum við í að leysa þetta mál. Eg er sannfærður um að þessi deila leysist nú fyrir eða um helgina," sagði forsætisráðherra. Eins og komið hefur fram f fréttum, m.a. hér í Morgunblað- inu, hefur verið unnið geysilega mikið starf í verðlagsráði sjávar- útvegsins, undanfarnar sex vikur. Þeir sem hvað harðast hafa lagt að sér, eru því afar ósáttir við að þegar samkomulag lá fyrir um fiskverð síðastliðinn laugardag, eru því sérlega ósáttir við að málið sé nú komið í sjálfheldu — sjálfheldu sem sumir vilja saka utanríkisráðherra en aðrir for- mann LÍÚ um að bera ábyrgð á. Fiskverkendur leggja höfuðkapp á að aflamiðlun iverði komið á fót Rifjað er upp af fulltrúum fisk- kaupenda að fyrir ári var fiskverð ákveðið hærrá en fiskvinnslan hafi talið sig geta ráðið við í ljósi þess að samkomulag hafi tekist um að koma á fót aflamiðlun hér á landi. Fiskvinnslan hafi lagt slíkt höfuðkapp á að aflamiðlun kæmist á laggimar, að hún hafi teygt sig lengra en hún í raun réð við, til þess að svo gæti orðið. Fiskverkendur hafi samþykkt slíka fiskverðshækkun í fyrra, í trausti þess að utanrikisráðherra stæði við orð sín um aflamiðlun. Á þessu ári sem liðið er hafi aðilar þrívegis ítrekað með bréfa- skriftum til utanríkisráðherra að við samkomulagið um aflamiðlun yrði staðið, án þess að utanríkis- ráðherra hafi brugðist við því. Reyndar hefur einnig verið ljóst að viss ágreiningsefni þurfti að leysa við stjórn LÍÚ, um það hvernig stjórn aflamiðlunar yrði skipuð, eftir að LÍÚ gekkst inn á að siglingar fiskiskipa og báta skyldu heyra undir slíka aflamiðl- un. Forsvarsmenn fiskverkenda benda á að samningastaða þeirra í þessum málum hafí verið afar veik, að ekki sé meira sagt. Þeir hafi keypt aflamiðlunina ákveðnu verði fyrir ári, og í samningavið- ræðunum nú að undanförnu hafí þeir keypt hana öðru sinni, en enn séu þeir ekki farnir að sjá afla- miðlun í veruleikanum. Eða eins og einn orðaði það: „Það var gef- ið vitlaust í upphafi." Á síðustu sex vikum hafí geysi- leg vinna verið unnin, sem hafi skilað sér í því að LÍÚ hafi sam- þykkt að siglingar fiskiskipa með ferskan físk skyldi falla undir slíka aflamiðlun, auk þess sem samþykkt hafi verið að Verka- mannasamband íslands ætti einn fulltrúa í stjórninni, fyrir hönd fiskverkunarfólks. Gegn því að siglingar fískiskipa heyrðu undir aflamiðlunina hafí fiskverkendur samþykkt að LÍÚ fengi tvo full- trúa í stjórn aflamiðlunarinnar. Því hafí það verið frágengið hjá hagsmunaaðilum, hvemig stjórn aflamiðlunar skyldi skipuð og við blasað að hægt væri að koma henni á fót þegar í stað, sl. laugar- dag. Það hafi svo gerst í þessari viku að utanríkisráðherra hafí á ný hafíð afskipti af því með hvaða hætti stjórnin verði skipuð, eftir að gengið hafí verið að kröfum hans um aðild fiskverkunarfólks og stýringu á siglingum fiski- skipa. Telja íhlutun utanríkis- ráðherra afar óheppilega nú þegar samkomulag hagsmunaaðila liggur fyrir í hjarta sínu eru fiskverkendur að sjálfsögðu samþykkir þeirri til- skegg högun á stjórn aflamiðlunar, sem utanríkisráðherra leggur til. Það er að segja, að útgerðarmenn eigi einn fulltrúa I stjórn aflamiðlunar, fískverkendur einn fulltrúa, sjó- menn einn fulltrúa og fiskverkun- arfólk einn fulltrúa, auk þess sem ráðherra skipi oddamann, sem allir aðilar geti sætt sig við. Á hinn bóginn segja þeir sem svo að LÍÚ hafi óneitanlega nálg- ast mjög þeirra sjónarmið og hluti þess samkomulags sem gert hafí verið með hagsmunaaðilum hafí verið sá að LIÚ fengi tvo menn í stjórn aflamiðlunarinnar. Öðru vísi hefði LÍÚ aldrei gengist inn á það að siglingar íslenskra fiski- skipa og báta heyrðu undir afla- miðlun, en útgerðin hefur alla tíð stýrt siglingum fískiskipa og báta. Einungis gámaútflutningnum hefur verið stýrt úr utanríkisráðu- neytinu. Sjónarmið LÍÚ í þessu máli er það, að ekki komi til greina að breyta frá því fyrir- komulagi að stýra alfarið sigling- um fiskiskipa og báta, í það að hafa einungis fímmtungsvald í stjóm aflamiðlunar. Því hafi sam- komulagið um tvo stjómarmenn frá LÍU verið algjört lykilatriði af hálfu LÍÚ, til þess að sam- komulag gæti tekist. Það skjóti því skökku við að þegar hags- munaaðilar hafí náð samkomu- lagi, skuli málið stranda á frekari kröfum utanríkisráðherra, sem komi auk heldur fram með kröfur sínar of seint. Hann hafi haft heilt ár til þess að fylgja þessu máli eftir, en ekki beitt sér á nokk- urn hátt. Raunar liggur Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra undir samskonar ámæli hjá full- trúum fiskvinnslunnar. Þeir segja að hann hafi haldið sig til hlés í þessu máli og einfaldlega sagt að ekki væri hægt að hafast að í málinu, á meðan utanríkisráð- herra héldi fast við það að fara með stjórn útflutningsleyfa. Sjónarmið utanríkisráðuneytis- ins í þessu máli munu vera í þá vera að hagsmunaaðilum standi til boða að aflamiðlun verði komið á fót, svo fremi sem allir fjórir málsaðilar séu sammála um fimmta manninn. Utanríkisráð- herra muni að lokum þurfa að staðfesta tilnefningu allra fimm aðilanna, þar sem yfírstjórnin heyri undir ráðuneyti hans. Því mun ráðherra telja að ekki skipti máli hvort það verður hann eða LIÚ sem tilnefnir fimmta mann- inn, oddamanninn, þar sem sam- komulag allra aðila verði að liggja fyrir um að þeir sætti sig við odda- manninn. Þetta telur LIÚ óásætt- anlegt og krefst þess að fá að tilnefna sína tvo fulltrúa, eins og aðilar hafi þegar samið um, sín í milli. Ottast að ekkert verði úr stofnun aflamiðlunar sem þýðir óbreytt ástand Stofnun aflamiðlunarinnar er frumforsenda þess að fískverk- endur standi að þeirri fískverðs- ákvörðun sem þegar liggur fyrir. Fiskverkendur líta þannig á, að slík aflamiðlun muni veita fisk- vinnslunni hér á landi forkaups- rétt á afla íslenskra fískiskipa, einnig þeim hluta sem mögulega verði siglt með. Hér sé því um slíkt hagsmunamál að ræða fyrir fískvinnsluna, að hún vilji leggja ýmislegt í sölurnar til þess að tryggja það að aflamiðlun verði komið hér á fót, hvort sem yfír- stjórn hennar heyrir svo undir utanríkis- eða sjávarútvegsráðu- neyti. Jafnframt eru fískverkendur uggandi um, að verði aflamiðlunin ekki með þeim hætti sem hags- munaaðilar hafa nú náð sam- komulagi um, verði ekkert af stofnun hennar. Það sé LÍÚ síður en svo á móti skapi, þar sem út- gerðin geti þá ráðið ein siglingum fiskiskipa, eins og hingað til. Ut- anríkisráðuneytið mun á hinn bóginn ekki líta þannig á, og heyrst hefur það sjónarmið þaðan, að með einu bréfi sé einfaldlega hægt að svipta LÍÚ leyfum til siglinga. Ríkissjóðshallinn var 6 millj- arðar króna á síðasta ári Tókst að draga saman rekstur ríkissjóðs o g ná betra jafti- vægi milli þjóðartekna og útgjalda, segir fjármálaráðherra HALLI á rekstri ríkissjóðs árið 1989 nam 6.055 milljónum króna, sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem fjármálaráðuneytið hefiir gefið út. Fjár- lög fyrir það ár gerðu ráð fyrir rúmlega 630 milljóna hagnaði. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir þó að á síðasta ári hafí í fyrsta skipti í langan tíma tekist að draga rekstur ríkissjóðs saman og mun betra jaftivægi en áður hefði náðst milli þjóðartekna og útgjalda. Samkvæmt greinargerð fjár- málaráðuneytisins urðu tekjur ríkis- sjóðs minni en áætlað var og út- gjöld meiri. Þannig lækkuðu tekjur ríkisins um 2.000 milljónir frá fjár- lagaáætlun, aðallega vegna sam- dráttar í þjóðarútgjöldum. Einnig urðu tekjur af bjórsölu minni en áætlað var, vegna þess að innlendur bjór, sem gefur ríkissjóði minni tekj- ur, seldist betur en sá erlendi. Samt jukust tekjur ríkissjóðs um 2,5% að raungildi, þar af hækkuðu beinar skatttekjur um 1% að raungildi. Um leið jukust útgjöld ríkissjóðs umfram fjárlagaáætlanir. Þar nefn- ir fjármálaráðuneytið kvaðir sem Iagðar vora á ríkissjóð vegna kjara- samninga, m.a. 900 milljónir í auknar niðurgreiðslur og ýmsir skattar á fyrirtæki voru lækkaðir eða felldir niður. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði þó á fréttamannafundi í gær, að þetta hefði skapað forsendur fyrir þá kjarasamninga sem gerðir voru um síðustu mánaðamót og því væru útgjöldin réttlætanleg. Einnig voru teknar ákvarðanir um aukin ríkisútgjöld eftir að fjár- lög vora afgreidd. Þannig hefði Alþingi veitt 500 milljónum króna til vegamála umfram fjárlög, og útgjöld til atvinnumála, svo sem sjávarútvegs og landbúnaðar, hefðu verið aukin. Útkoma á rekstri ríkissjóðs varð sú að tekjur námu 80.001 milljón króna, en gjöld námu 86.056 millj- ónum króna. Fjárlög gerðu hins vegar ráð fyrir 77.100 milljóna tekj- um og 76.464 milljóna króna gjöld- um. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að þrátt fyrir þetta hefði tekist vel um margt í rekstri ríkissjóðs. Tek- ist hefði að stöðva útgjaldaþensluna og 600 milljóna króna samdráttur hefði verið í rekstrarkostnaði stofn- ana frá fyrra ári. Þá hefði ríkis- sjóðshallinn á síðasta ári verið 2.500 milljónum minni 1989 en 1988 á sama verðlagi, þrátt fyrir að sam- dráttur í þjóðartekjum hefði haldið áfram. Fjármálaráðherra sagði, að tekist hefði að ná mun betra jafnvægi milli þjóðartekna og útgjalda. Þann- ig hefði vöraskiptajöfnuður verið hagstæður um 8.000 milljónir og viðskiptahallinn hefði orðið 6.600 milljónir króna eða 2% af lands- framleiðslu. Í fyrra hefði viðskipta- hallinn verið 3,7% af landsfram- leiðslu og það væri í fyrsta skipti síðan 1952 sem viðskiptahalli minnkar um leið og útflutningstekj- ur dragast saman. Þá nefndi fjármálaráðherra einn- ig, að lánsfjárþörf ríkissjóðs hefði að veralegu leyti verið mætt með innlendum lánum, og með því væri snúið við þróun undanfarinna ára. Ólafur Ragnar sagði það einkar ánægjulegt hvað vel hefði tekist að selja spariskírteini ríkissjóðs á al- mennum markaði, og það sýndi traust almennings á peninga- og vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar sagði að ef á þessu ári næðist álíka árangur og því síðasta, væri ljóst að ríkisfjár- málin ættu að geta stuðlað að því að sá hægi bati, sem nú væri haf- inn, gæti verið stöðugur en leiddi ekki til nýrrar efnahagskollsteypu. Því væri mikilvægt að það svigrúm sem skapaðist yrði notað til að draga úr halla ríkissjóðs, en auka hann ekki, eins og gerst hefði á uppsveifluáranum 1985-1987. Talið er að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 2-2,5% á síðasta ári, en þá námu útgjöld ríkissjóðs 29,1% af landsframleiðslu og tekjur 27,1%, sem er hæsta hlut- fall sem orðið hefur. Þegar Ólafur Ragnar var spurður hvort þetta sýndi ekki að mistekist hefði að hafa hemil á útgjöldum í ríkiskerf- inu, sagði hann það ekki rétt. Hægt væri að halda því fram, að skera hefði átt meira niður, en ef það hefði átt að gerast og skattar hefðu ekki verið auknir, hefði þurft niður- skurð sem næmi 7.000-10.000 milljónum króna til að ná endum saman. Hins vegar væri ekki hægt að komast hjá stórum hluta af útgjöld- um ríkissjóðs, svo sem vaxtagreiðsl- um og væntanlega vildu menn ekki skerða tekjutryggingu ellilífeyris- þega. Þá væri hægt að velja um að láta loka öllum ríkisspítölunum og Borgarspítalanum og Landa- Morgunblaðið/Bjarni Ólafiir Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra á fréttamanna- ftindi um ríkisfjármál í gær. kotsspítala, eða loka öllum grunn- skólum og framhaldsskólum. „Ég spyr: Haldið þið að það hefði orðið þjóðarsamstaða um það að grípa til svo róttækra aðgerða í ríkisfjármálum? Það hefði sjálfsagt verið hægt að spara meira í ráðu- neytunum en jafnvel þótt við hefð- um lokað þeim að mestu leyti hefð- um við aðeins náð rúmum milljarði út úr því. Þetta eru hinar hörðu staðreyndir sem þeir menn verða að horfast í augu við, sem eru að koma og slá sig til riddara með yfirlýsingum um að það eigi að spara í ríkisrekstrinum,“ sagði Ólaf- ur Ragnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.