Morgunblaðið - 22.02.1990, Side 26

Morgunblaðið - 22.02.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 AKUREYRI Vetraríþróttahátíð ÍSÍ; Ólafsfjörður: Milljón hf.: Vill gera bílabraut MILLJÓN hf., nýstofiiað hlutafélag á Akureyri, ætlar að koma upp bílabraut fyrir litla bcnsínknúna bíla, svokallaða Go-cart bíla, og er ætlunin að brautin verði tilbúin í byijun sumars. Sigurpáll Björnsson, einn þeirra sem að félaginu standa, sagði að framkvæmdir myndu hefjast um leið og veður leyfði. Ætlunin er að steypa upp braut sem er um 250 metra löng og 3 metra breið. Félagið ætlar að kaupa nokkra bíla af þessari gerð. „Við höfum lengi gengið með þessa hugmynd í maganum, en ák- váðum að láta verða af framkvæmd- um nú,“ sagði Sigurpáll. Hann sagði kostnað um eina milljón króna, en hluthafar myndu vinna við gerð brautarinnar sjálfir. Auk þess sem fólki gefst kostur á að bruna með bílum þessum um bílabrautina er fyrirhugað að bjóða skólakrökkum upp á lifandi um- ferðarfræðslu. Sigurpáll sagði að félagið hefði haft augastað á svæði í námunda við Höfnersbryggju undir starfsem- ina, en það svæði erekki til úthlutun- ar undir slíka starfsemi. Bygginga- nefnd hefur vísað erindi þessu til skipulagsnefndar. Kvenfélagið Hlíf afhenti barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri tæki til að mæla súrefnis- og kolsýrlingsþrýsting í blóði. Barnadeildin heí'ur ekki áður átt svo fullkomið tæki, en á tækinu er síriti þannig að hægiega er hægt að fylgjast með súrefnis- og kolsýrlingsþrýstingi í blóði. Kvenfélagið Hlíf hefur styrkt deildina mjög með tækjagjöfum á undanförnum árum og mun halda því áfram. Minn- ingarsjóður innan Hlífar hefur einnig gefið deildinni mikið af leikföngum og bókum. A myndinni eru læknar á bamadeiidinni og fulltrúar frá Kvenfélag- inu Hlíf við hluta af þeim tækjum sem félagið hef- ur gefið deildinni. Að leik ísnjónum Morgunblaðið/Rúnar Þór Kvenfélagið Hlífgefur barnadeild FSA tæki Snj ómyndakeppni o g vetrarþríþraut Undirbúningur fyrir vetraríþróttahátíð ÍSÍ, sem hefst eftir um það bil mánuð, er nú í fulium gangi. Auk hefðbundinna keppnisgreina á skíðum verða fjölmargir dagskrárliðir í boði, sem almenningi* gefst kostur á að taka þátt í. Hátíðin hefst 23. mars og henni lýkur 1. apríl. Á hátíðinni verður efnt til vetrar- þríþrautar, þar sem keppt verður í skíðagöngu, hlaupi og sundi, en þeir sem ekki vilja keppa við klukk- una geta einnig verið með því í boði verður sérstök vetrarþríþraut í trimmformi. Skátar í skátafélaginu Klakki munu leggja fram sinn skerf til hátíðarinnar. Þeir halda dróttskáta- mót í Glerárdal og halda snjó- myndakeppni fyrir almenning, þar sem fólk getur mótað myndir úr snjó eða ísmolum í húsagörðum sínum. Þá verða farnar gönguferðir og sleða- og þotukeppni verður haldin í brekkum bæjarhverfanna. Á lóninu við Drottningarbraut munu hestamenn hleypa hestum sínum á ís, svæðið verður upplýst og aðstæður fyrir þá sem horfa vilja á eru góðar. Vélsleðamót verður haldið í Hlíðarfjalli og keppt verður í íshokkí. Von er á liði frá Reykjavík til keppninnar og einnig frá Sví])jóð, skipað eldri leikmönnum. Þá munu heimsmeistarar unglinga í listhlaupi á skautum sína listir sínar. Þrotabú Vinkils sf.: Bræðslan hef- ur varla undan Fiskimjölsverksmiðja Hraðfrysti- húss Ólafsíjarðar hefur tekið á móti um 3600 tonnum af loðnu frá áramótum. Þorsteinn Ásgeirsson hjá HÓ sagði að loðnuskipið Guðmundur Ólafur ÓF hefði farið 6 túra frá áramótum og alltaf komið með full- fermi. Skipið landaði hluta af afla sínum á laugardaginn var og síðan var aftur landað úr skipinu á þriðju- dag, þar sem ekki náðist að vinna aflann. Von er á Guðmundi Ólafi inn aftur fljótlega.„Það er alveg nóg að gera í fiskvinnslunni hérna í firðinum og bræðslan hefur vart undan," sagði Þorsteinn. Mjölskip kom til Ólafsfjarðar í gær og tók 500 tonn af mjöli, sem flytja á út. Þorskhaus- ar til Nígeríu FYRSTA sendingin af þurrkuðum þorskhausum frá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík fór utan til Nígeríu í gær. Hilmar Daníelsson framkvæmda- stjóri Fiskmiðlunarinnar sagði mark- aði í Nígeríu vera að opnast aftur eftir tímabundið stopp á innflutning til landsins. Fyrsta sending fór af stað í gær, 4.400 pakkar af þurrkuð- um hausum. Hilmar reiknaði með að um 4.000 pakkar til viðbótar og tæplega 2.000 pakkar af skreið færu utan í næstu viku. Heildarkröfiir nema um 60 milljónum króna HEILDARKRÖFUR í þrotabú Vinkils sf. nema um 60 milljónum króna. Fyrsti skiptafúndur í bú- inu var haldinn í gær og þar komu fram mótmæli nokkurra kröfúhafa, en búsljóri hafði hafh- að talsvert mörgum kröfum sem gerðar voru í búið. Lýstar kröfur utan skuldaraðar nema tæpum 19 milljónum króna, en Ásgeir Björnsson bústjóri sagði að þær væru talsvert hærri, eða allt að 30 milljónum króna. For- gangskröfur nema tæplega 6 millj- ónum króna og almennar kröfur nema 24,3 milljónum króna. Heild- arkröfur í búið nema rösklega 60 milljónum króna. Ásgeir taldi nokk- uð víst að almennar kröfur myndu lækka nokkuð frá því sem nú er og forgangskröfur gætu einnig átt eftir að lækka, en ekki verulega. Stærstu kröfuhafar eru Byggða- stofnun, lífeyrissjóðir Iðju, Tré- smiðafélagsins og rafiðnaðar- manna, Alþýðubankinn, Fram- kvæmdasjóður Akureyrar og Bún- aðarfélag Eyjafjarðar. Eignir búsins, um 900 fermetra húsnæði, vélar og tæki til innrétt- ingasmíði hafa verið auglýst til sölu öðru sinni. Hluti veðhafa er tilbúinn að skuldbreyta gjaldföllnum af- borgunum, fella niður hluta vaxta eða kostnaðar og eða breyta hluta skulda í hlutafjárframlag. Bruna- bótamat hússins er um 44,7 milljón- ir, tryggingamat véla er 8,4 milljón- ir. Á húsnæðinu hvíla skuldir að upphæð um 25 milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar: Samþykkt að leggja 2 millj. hlutafé í Lindu BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fúndi í fyrradag að atvinnu- málanefnd leggi lram hlutafé að upphæð tvær milljónir króna í Súkk- ulaðiverksmiðjuna Lindu hf. í bókun atvinnumálanefndar kemur fram að hlutaféð verði lagt fram að því tilskildu að heildar- hlutafjáraukning í fyrirtækinu verði Lögreglan leitar að bíl Bifreið af gerðinni Mitsubis- hi Colt var stolið þar sem hún stóð fyrir framan Hrafnagils- skóla í Eyjafirði aðfaranótt 16. febrúar síðastliðins. Bíllinn er rauður að lit og ber skráningar- númerið Þ 4609. Rannsóknar- lögreglan á Akureyri biður þá sem kynnu að hafa orðið bílsins varir eftir þennan tíma að gefa upplýsingar. allt að tuttugu milljónir króna og gagngerar breytingar verði gerðar á markaðs- og sölumálum fyrirtæk- isins. Á fundi bæjarstjórnar var bókuninni breytt þannig að orðin allt að voru felld út og samþykkti bæjarstjóm því að leggja fram tvær milljónir króna í hlutafé í fyrirtæk- ið verði hlutafé þess aukið um tutt- ugu milljónir. Sigurður Arnórsson fram- kvæmdastjóri Lindu hf. sagði að viðræður væru í gangi við fleiri aðila varðandi hlutaljáraukning- una, bæði einstaklinga og fyrirtæki og væri svars að vænta frá þessum aðijum innan skamms. í máli Heimis Ingimarssonar bæjarfulltrúa og fulltrúa í atvinnu- málanefnd kom fram að vilji væri fyrir því innan þess stéttarfélags sem ætti fólk við störf hjá verk- smiðjunni að leggja málinu lið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.