Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR Í990
ATVIN N MMAUGL YSINGAR
Fóstrur/
aðstoðarfólk
Dagheimilið Brekkukot við Landakotsspítala
óskar að ráða fóstru eða aðstoðarfólk nú
þegar. Á dagheimilinu eru 17 börn á aldrinum
2ja-6 ára. Athugið, breytilegur vinnutími.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 604359.
Innheimtumaður
Óskum eftir harðduglegum, liprum og já-
kvæðum starfskrafti til að annast innheimtu
og skuldbreytingar vanskilakrafna. Umsækj-
andi þarf að hafa bifreið til afnota og geta
unnið jafnt úti á landsbyggðinni sem í
Reykjavík. Laun eru miðuð við afköst.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á auglýs-
ingadeild Mbl. og skal skilað þangað hand-
skrifuðum fyrir 25. þ.m. merkt: „K-100%“.
Starfskraftur óskast
í sal og uppvask. Vaktavinna.
Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum, ekki
í síma, milli kl. 13.00 og 15.00 virka daga.
Hallarmúla.
Staða læknafulltrúa
við Heilsugæslustöðina í Hveragerði er laus
til umsóknar. Um er að ræða hálft starf. Góð
vélritunarkunnátta áskilin. Stúdentspróf eða
próf af heilsugæslubraut er æskileg. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur og
menntun, sendist formanni Heilsugæslu-
stöðvar Hveragerðis, pósthólf 110, 810
Hveragerði, fyrir 1. mars 1990.
Stjórnin.
KURANT
Sölustörf
Óskum eftir dugmiklu fólki með jákvæð
lífsviðhorf til að markaðssetja nauðsynlega vöru
inn á heimilin í landinu. Laun skv. afköstum.
Upplýsingar í síma 688872.
RADGJOF OG FAÐNINGAR
Móttaka/afgreiðsla
Forvarna- og endurhæfingarstöð
Við leitum nú að nokkrum einstaklingum í
móttöku og afgreiðslu hjá nýrri forvarna- og
endurhæfingarstöð. Um er að ræða vakta-
vinnu í eftirmiðdag og á kvöldin.
Æskilegur aldur 25 til 40 ára.
Upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson
hjá ráðningaþjónustu Ábendis.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opiðfrákl. 9.00-16.00.
Starfsmaður óskast
Léttur saumaskapur og umsjón með líni og
fatnaði. Vinnutími frá kl. 8.00 til 16.00.
Upplýsingar í síma 688500.
HS
AUGL YSINGAR
HÚSNÆÐIÓSKAST
Laugavegur
Verslunarhúsnæði ca 50-100 fm óskast til
leigu eða kaups nú þegar.
Upplýsingar í síma 82930 milli kl. 9.00 og
12.00 næstu daga.
Rif, Snæfellsnesi
127 fm einbýlishús til sölu.
Upplýsingar gefur Haukur í síma 91-25099,
og á kvöldin í síma 46607.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
m* Veiðihús
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hyggst láta
reisa 40-50 fm veiðihús fyrir komandi veiði-
tímabil.
Tilboð ásamt hugmyndum um útlit og fyrir-
komulag sendist skrifstofu SVFR á Háaleitis-
braut 68, 103 Reykjavík.
Stanga veiðifélag Reykja víkur.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
íþróttafélags Reykjavíkur verður haldinn mið-
vikudaginn 28. febrúar 1990 kl. 20.00 í safn-
aðarheimili Seljasóknar.
Stjórnin.
Hafnflrðingar
TILKYNNINGAR
Aðalfundur Styrktarfélags aldraðra í Hafnar-
firði verður haldinn fimmtudaginn 1. mars
nk. kl. 14.00 í íþróttahúsinu við Strandgötu.
Ræðumaður kvöldsins verður Pálmi Jónsson,
læknir.
Stjórnin.
Verkstjórar - verkstjórar
Félagsfundur um samningana verður haldinn
í félagsheimili verkstjóra í Skipholti 3,
fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.00.
Stjórn Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
FLUGMÁLASTJÓRN
Flugmenn -
flugáhugamenn
Fundur um flugöryggismál verður haldinn í
kvöld í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst
hann kl. 20.
Trúnaðarlæknar flugmálastjórnar verða með
fræðsluefni:
- Sjón og flug
- Forvarnarannsóknir og hjartasjúkdómar
- Kvikmyndasýning
Allir velkomnir.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík,
Flugmálanefnd íslands,
Flugmálastjórn,
Öryggisnefnd F.I.A.
TILKYNNINGAR
Orðsending til bænda á
fjárskiptasvæðinu
Þeir bændur sem eiga rétt á að taka upp
sauðfjárhald að nýju haustið 1990 eftir samn-
ingsbundið fjárleysi, þurfa að leggja inn skrif-
lega pöntun á líflömbum fyrir 15. mars nk.
Aðeins þeir bændur koma til greiria sem
lokið hafa fullnaðar sótthreinsun á húsum
og umhverfi.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan líffé
verður tekið.
Reykjavík, 19 febrúar 1990.
Sauðfjárveikivarnir,
Rauðarárstíg 25,
150 Reykjavík.
LÖGTÖK
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að und-
angengnum úrskurði verða lögtök látin fram
fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda,
en á ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum
frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftir-
töldum gjöldum:
Söluskatti fyrir nóvember og desember
1989, svo og söluskattshækkunum álögðum
21. desember 1989 til 20. febrúar 1990,
vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vinnueftir-
litsgjaldi, launaskatti, bifreiðagjöldum og
þungaskatti, skemmtanaskatti, skipulags-
gjaldi, aðflutningsgjöldum, vitagjaldi, skipa-
skoðunargjaldi, lestagjaldi, iðgjöldum til at-
vinnuleysistryggingasjóðs af lögskráðum sjó-
mönnum, ásamt lögskráningargjöldum.
Reykjavík 20. febrúar 1990.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.