Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 43
43-~
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990
■ JÚGÓSLA VAR núverandi
heimsmeistarar í handknattleik,
sem eru með íslendingum í riðli í
HM í Tékkóslóvakíu, mættu Ung-
verjum í tveimur vináttuleikjum
um síðustu helgi. Báðum leikjunum
lauk með jafntefli: Þeim fyrri 23:23
á laugardagskvöld í Júgóslavíu, en
síðan skelltu liðin sér yfir landa-
mærin og mættust aftur á sunnu-
deginum í Ungveijalandi. Þá var
heldur minna skorað; úrslitin urðu
14:14.
■ VESELIN Vujovic, stórskytt-
an frábæra og besti leikmaður
Júgóslava meiddist í fyrri leiknum
gegn Ungverjum. Tognaði illa á
fæti. Leikmaðurinn hefur ekki æft
síðan og vafasamt er hvort hann
verður með Júgóslavíu í leiknum
gegn Spáni, á fyrsta degi HM, á
miðvikudag eftir tæpa viku.
Veselin Vujovic.
■ VUJOVIC, sem hefur leikið frá-
bærlega með félagi sínu Barcelona
á Spáni í vetur, ætti þó, skv. upplýs-
ingum sem Morgunblaðið aflaði sér
í Júgóslavíu í gær, að verða tilbú-
inn til leiks þegar Júgóslavar leika
gegn íslendingum í riðlakeppni
HM — viðureign liðanna fer fram
laugardaginn 3. mars.
■ MÍLE Isakovic, hornamaður-
inn snjalli, lék í hvorugt skiptið
gegn Ungvetjum. Hann var að
spila bikarleik með liði sínu í
Frakklandi.
■ JÚGÓSLA VAR léku síðan í
fyrrakvöld gegn liði Austurríkis-
manna og sigruðu 28:20. Þjóðimar
áttu að mætast aftur í gærkvöldi,
og var það síðasti undirbúningsleik-
ur heimsmeistaranna fyrir HM.
■ EINAR Þorvarðarson er far-
inn að æfa á fullu með landsliðinu
á ný. Hann fékk nýmasteinakast á
dögunum sem kunnugt er. Félagar
hans tóku á móti Einari með því
að uppnefna hann. Markvörðurinn
er nú helst ekki kallaður annað en
Steinar!
HANDKNATTLEIKUR
Norsku meistaram-
ir bera víumar í
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson.
Forráðamenn Stavanger 1F,
sem varð norskur meistari í
handknattleik á dögunum, liafa
áhuga á því að fá Gunnar Einars-
son, þjálfara Stjömunnar, til að
taka að sér þjálfun liðsins fyrir
næsta keppnistímabil. Gunnar tel-
ur liins vegar engar líkur á því
að hann fari utan.
„Ég lét að því liggja að svar
mitt yrði sennilega nei,“ sagði
Gunnar um það er forráðamenn
norska liðsins höfðu samband við
hann. „Ég sagði að ég gæti ekki
svarað þeim á þeirri stundu, þeir
ætluðu að hafa samband við mig
aftur eftir viku, en sá tími er
reyndar liðinn,“ sagði Gunnar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann lék á sínum tíma í
V-Þýskalandi um fimm ára skeið
og var síðan hjá Fredensborg SKI
í Noregi í þtjú ár, fvrst sem leik-
maður og síðan þjálfari, og varð
liðið bikarmeistari undir hans
stjóm.
Norsku deildarkeppninni í vetur
er nýlokið. Þjálfari Stavanger IF
var Júgóslavi, en hann er hættur.
Fingur á
vinstrí
hendi
Alfreðs
úr lið
ALFREÐ Gíslason varð fyrir því
óhappi á landsliðsæfingu í
gærmorgun að vísifingur
vinstri handar fór úr lið.
Eftir meðferð á slysavarðstofu
tók Alfreð þátt í síðari æfing-
unni í gær, en Iék þó ekki með.
„Þetta var bara þrekæfing fyrir
mig, hlaup og læti,“ sagði hann í
gærkvöldi.
Alfreð sagði enn ekki ljóst hvort
hann yrði með í leikjunum gegn
Hollandi, sem fram fara á morgun
og laugardag, „en ég vonast þó til
að geta spilað seinni leikinn," sagði
hann.
Alfreð Gíslason.
HANDKNATTLEIKUR
Ufárn
FOLK
■ GREG Foster, grindahlaupari
frá Bandarikjunum, sigraði heims-
meistarann Roger Kingdom í 60
metra hlaupi á fijálsíþróttamóti í
San Sebastian á Spáni á þriðju-
dagskvöld. Þetta var í þriðja sinn
á tæpum mánuði sem Foster sigrar
Kingdom. Foster hljóp á 7,47 sek
en Kingdom á 7,54 sek. Danny
Harris átti góðan endasprett er
hann sigraði í 400 metra hlaupi á
45,89 sek.
■ AUSTUR-þýska knattspyrnu-
liðið Dynamo Berlín hefur skipt
um nafn og heitir héðan í frá FC
Berlín. Öryggislögreglan, Stasi,
stóð á bak við liðið meðan hún var
og hét. Með þessu breytta nafni
vilja stjórnarmenn sýna að liðið er
ekki lengur háð öryggislögreglunni
og peningarnir komi annarstaðar
frá. Liðið hefur tíu sinnum orðið
deildarmeistari, síðast 1988. Deild-
arkeppnin hefst aftur eftir vetrar-
fríið á laugardaginn og þá verður
hið nýja lið, FC Berlín, í nýjum
alhvítum búningum, en áður hefur
liðið leikið í fjólubláum búningum.
í kvöld
TVEIR leikir verða í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í
kvöld. ÍBK og Reynir eigast
við í Keflavík og KR og Þór
á Seltjarnarnesi. í 1. deild
karla leika ÍS og Víkveiji í
Kennaraháskólanum og
Laugdælir og Léttir að Laug-
arvatni. í Hagaskóla leika KR
og Grindavík í 1. deild kvenna.
Allir leikimir hefjast kl. 20.00.
BLAK
Sannfærandi hjá Þrótti
ÞRÓTTARAR fýlgja Stúdentum eftir í baráttunni í úrslitakeppninni í
1. deild karla í blaki. Þeir unnu sannfærandi sigur á HK í gær, 3:1
(15:10, 15:10, 12:15, 15:4.) Þróttarar eru nú með jafn mörg stig og Stúd-
entar en liðin mætast á laugardaginn í 3. umferð.
Breiðablik sigraði Víking í gær, 3:2 (15:10, 11:15,10:15,
Guömundur 4:15, 7:15). Víkingar komust yfir 2:1 en náðu ekki að
Þorsteinsson fylgja því eftir og Blikar unnu tvær síðustu hrinurnar
skrifar auðveldlega. Hildur Grétarsdóttir átti góðan leik í liði
Breiðabliks en Víkingsliðið var heldur slakt.
BADMINTON
Broddi mætir Morten Frost
Karlalandsliðið komið í 16-liða úrslit í HM og mætir Dönum.
ÍSLENSKA karlalandsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum
HM í badminton ígær er það sigraði Norður-Kóru, 5:0, í
undankeppninni. Islendingar hafa unnið alia þrjá leiki sína
og mæta Dönum, Sovétmönnum og Finnum í úrslitum. Fyrsti
leikurinn er í dag gegn Dönum en þar mætir Broddi Kristjáns-
son engum öðrum en Morten Frost, einum frægasta badmin-
tonleikara heims.
Sigur íslands á Norður-Kóreu
var mjög öruggur. Broddi
sigraði Li Nam Chol í fyrsta leik,
15:8,15:6, Þorsteinn Páll Hængs-
son sigraði Li Yong Hwan 15:9
og 15:3, Guðmundur Adolfsson
sigraði Park Song Yung 15:7 og
15:0, Þorsteinn og Broddi sigruðu
Hwan og Chol 15:9 og 15:8 _og
Árni Þór Hallgrímsson og Ár-
mann Þorvaldsson sigruðu Yung
og Chon Yong 11 15:2 og 15:6.
„Árangur okkar hefur komið á
óvart. Flestir áttu von á að Norð-
ur-Kórea kæmist áfram enda talin
sterkasta þjóðin í riðlinum," sagði
Friðrik Þór Halldórsson, farar-
stjóri íslenska liðsins. „En þetta
verður mjög erfitt á morgun.
Danir eru ein sterkasta þjóð heims
og allar þjóðirnar sem við mætum
eru aðeins með atvinnumenn. Það
Frost. Broddi.
er raunhæft að segja að við eigum
enga möguleika gegn Dönum og
Sovétmönnum en við gerum okkur
vonir gegn Finnum,“ sagði Frið-
rik.
Kvennaliðið úr leik
íslenska kvennalandsliðið er úr
leik, þrátt fyrir sigur á Belgum,
3:2, í spennandi leik. Liðið byijaði
illa, Þórdís Edwald tapaði í fyrsta
leiknum, 11:7, 5:11 og 6:11, og
Guðrún Júlíusdóttir beið einnig
lægri hlut, 11:1, 7:11 og 4:11.
Bima Petersen minnkaði muninn
er hún sigraði 11:8 og 12:10 og
Elísabet Þórðardóttir og Þórdís
jöfnuðu með sigri, 15:9 og 15:2.
Guðrún Júlíusdóttir og Inga
Kjai-tansdóttir tryggðu svo íslend-
ingum sigur í síðasta leiknum,
15:6 og 15:0.
íslenska liðið lenti í 2. sæti í
riðlinum, sigraði Belgíu og Ítalíu
en tapaði fyrir Rúmeníu sem sigr-
aði í riðlinum.
ÚRSLIT
Handknattleikur
BIKARKEPPNI KVENNA:
Þróttur — Haukar............ 19:20
(eftir framlengingu)
2. DEILD KARLA:
Fram — Haukar.................2B:24
UMFN-ÍBK......................16:22
Valur-b — Selfoss........... 22:23
3. DEILD:
UBK-b — Fyikir................19:27
Haukar-b — V!kingur-b.........27:27
ÍH — Ármann-b.................20:21
VINÁTTULEIKUR:
Stjarnan — Bandaríkin.........27:22
Knattspyrna
VINÁTTULANDSLEIKIR:
Kolombía — Sovétríkin...........4:2
Mendoza, Guerrero, Rincon og Higuita -
Oleg Protasov og Sergej Rodínov.
Holland — ftalía................0:0
Áhorfendur: 20.000.
Belgia — Svíþjóð................0:0
Áhorfendur: 5.500.
Spánn — Tékkóslóvakía...........1:0
Manolo Sanches (42.) Áhorfendur: 34.000.
EVRÓPUKEPPNILANDSLIÐA, U-21 ÁRS:
ttalía — Spánn..................3:1
Stroppa (2), Casiraghi - Hierro
FRAKKLAND
1. DEILD:
Brest — Bordeaux................2:0
Cabanas (17.), Ferrer (60.) Áhorf.: 12.000.
Caen — Auxerre..................1:0
Divert (50.) Áhorfendur: 10.000.
Lille — Nice.......................1:1
Sauvaget (30.) - Bocande (84.) Áhorf.:
5.000.
Metz — Toulouse.................3:0
Benedet (8.), Vucicevic (27.), Kastendeuch
(73., víti) Áhorfendur: 7.000.
Mónakó — Cannes.................0:0
Áhorfendur 4.000.
Montpellier — Nantes............2:1
Julio Cesar (48.), Ferhaoui (57.) - Ferri
(15.) Áhorfendur: 8.000.
Racing Paris — Lyon.............0:1
- Bouafia (47.) Áhorfendur: 5.000.
St. Etienne — Mulhouse..........3:0
Foumier (48.), Gros (50.), Tibeuf (60.)
Áhorfendur: 7.000.
Toulon — París SG...............0:3
- Susic (56.), Vujovic 2 (70. og 72.). Áhorf-
endur: 8.000.
Leik Sochaux og Marseille var frestað vegna
þess hve völlurinn var blautur eftir rigning-
ar.
Efistu lið: '
Bordeaux 26 17 5 4 40:14 39
Marseille 25 15 6 4 52:23 36
Mónakó .26 10 11 5 23:16 31
Sochaux .25 13 4 8 36:27 30
ParísStGermain 26 12 5 9 31:28 29
England
1. DEILD:
Aston Villa — Tottenþam.............2:0
Ian Ormondroyd, David Platt.
Aston Villa komst þar með á topp 1. deildar
i fyrsta skipti síðan 1981, er liðið varð
meistari. Liðið hefur 52 stig, tveimur meira
en Liverpool, og á einn leik til góða.
2. DEILD:
WBA — Leicester.....................0:1
- David Oldfield.
BIKARKEPPNIN, 5. UMFERÐ:
Bamsley — Sheffield United.........0:0
(Liðin mætast þriðja sinni. Sigurvegaripn
fær heimaleik gegn Manchester United)
Cambridge United — Bristol City.....1:1
Dublin - Bob Taylor.
(0:0 eftir 90 minútur. Liðin mætast þriðjsi^
sinni. Sigurvegarinn fær heimaleik gegn
Crystal Palace)
Everton — Oldham...................1:1
Kevin Sheedy (114., víti) - Ian Marshall
(101.)
(0:0 eftir 90 mínútur. Liðin mætast þriðja
sinni og fær sigurvegarinn heimaleik gegn
Aston Villa í 6. umferð)
Queen’s Park Rangers — Blackpool ....0:0
(Liðin mætast þriðja sinni. Sigurvegarinn
fær heimaleik gegn Liverpool)
Körfuknattleikur
NBA-DEILDIN
Þriðjudagur:
Seattle Supersonics — Orlando.117:102
Portland — Charlotte Homets ..104:94
Washington Bullets — Atlanta.110:107
LALakers —SanAntonio.........115:114
(Eftir framlengdan leika)
Minnesota — Houston Rockets ...97:92
Milwaukee — New Jersey Devils.110:10
Phoenix Suns — Boston Celtics.120: 99
Sacramento — Los Angeles Clippers... 99:90
Bikarmót SKÍ
FYRSTA bikarmót Skíðasambands ís-
lands í skíðagöngu fór fram á Ísafírði fyrri
skömmu. Keppt var i flokkum 20 ára og
eldri og piltá 17-19 ára. Auk þess var
punktamót fyrir unglinga. Úrslti urðu sem
hér segin
Karlar 20 ára og eldri, 15 km:
min
Haukur Eiríksson, Akureyri..........46,23
Sigurður Aðalsteinsson, Ákureyri...52,00
Þröstur Jóhannesson, ísafirði.......56,09
Piltar 17-19 ára, 10 km:
Sölvi Sölvason, Siglufirði..............37,07 -
Daniel Jakobsson, ísafirði.........37,30
Óskar J akobsson, ísafirði.........41,00
Drengir 15-16 ára, 7,5 km:
Kristján Ólafsson, Akureyri.........25,24
Gísli Ámason, ísafirði..............26,30
Kári Jóhannesson, Akureyri.........27,22
Drengir 13-14 ára, 5 km:
Arnar Pálsson, ísafirði............13,54
Hlynur Guðmundsson, ísafirði.......14,35
Eyjólfur Þráinsson, ísafirði.......30,52.
Stúlkur 13-15 ára, 3,5 lon: '***
Guðbjörg Sigurðardóttir, tsafirði..17,46