Morgunblaðið - 09.03.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
Sölumet á
Fiskmarkaði
Suðurnesja
SÖLUMET var sett á Fiskmarkaði
Suðurnesja í gær en þá voru seld
þar samtals 227,5 tonn fyrir um
16,4 milljónir króna. Selt var úr
Gnúpi GK, Sigurði Þorleifssyni
GK og dagróðrabátum.
Á Fiskmarkaði Suðurnesja voru
meðai annars seld í gær 131,5 tonn
af þorski fyrir 79,81 krónu meðal-
verð, tæp 25 tonn af ýsu fyrir 104,86
króna meðalverð, rúm 30 tonn af
karfa fyrir 41,51 krónu meðalverð
og rúm 14 tonn af ufsa fyrir 34,46
króna meðalverð.
Morgunblaðið/Ami aæberg.
Skákstórveldin draga um töfluröð í gær. Boris Gulko, Nigel Short, Artur Júsúpov og Simen Agdestein halda á hrókum sem rásnúmer-
in voru skrifuð á. Arnold Eikrem aðaldómari er eitthvað að lagfæra hrókinn hjá Short og Einar S. Einarsson forseti Skáksambands
íslands og Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri mótsins fylgjast með.
Skákstórveldaslagurinn hefst í dag
Oká 130-150
km hraða og
fór þrisvar
yfir á rauðu
MAÐUR sem grunaður er um ölv-
un og réttindaleysi við akstur var
handtekinn í fyrrinótt eftir að lög-
regla hafði veitt bíl hans eftirfor
frá Álflieimum upp í Breiðholt.
Maðurinn játaði við yfirheyrslur
að hafa ekið á 130-150 kílómetra
hraða, hafa farið þrisvar yfir á
móti rauðu umferðarljósi og að
hafa drukkið eina vodkaflösku og
sex bjóra áður en hann settist
undir stýri. Skömmu áður en för
mannsins var stöðvuð, missti hann
vald á bíl sinum ók upp á snjóruðn-
ing og þaðan kastaðist bíllinn á
lögreglubíl.
Lögreglumenn veittu bíl mannsins
eftirtekt þar sem honum var ekið
um Álfheima og töldu aksturslagið
aðfmnsluvert. Okumaðurinn sinnti
ekki stöðvunarmerki heldur ók áfram
Suðurlandsbraut, Reykjaveg, Sund-
laugaveg, Dalbraut og austur
Kleppsveg. Þá höfðu lögreglumenn-
irnir kallað eftir aðstoð. Bílnum var
ekið á miklum hraða austur illfæran
Kleppsveginn og móts við Klepps-
spítalann mældist hraði hans vera
130 kílómetrar á klukkustund.
Ökumaðurínn skeytti engu um
rauð umferðarljós og ók áfram á
miklum hraða eftir Reykjanesbraut
upp í Breiðhoit. Að sögn íögregiu Framgangur öryggiskerfisins óviss vegna 40% niðurskurðartillögu samgönguráðherra
Stórveldaslagurinn í skák hefst í dag kl. 16.30 i Skákmiðstöð-
inni í Faxafeni. Dregið var um töfluröð og liti í gær, og teflir
Norðurlandasveitin við Sovétmenn í fyrstu umferð og hefiir hvítt
á fyrsta borði. Bandaríkin hafa hvitt á fyrsta borði gegn Bretum.
Flestir sterkustu skákmenn
heims tefla næstu viku í Skákmið-
stöðinni og er keppt á 10 borðum.
Artur Júsúpov leiðir sovésku
sveitina, Nigel Short þá bresku,
Boris Gulko þá bandarísku og
Norðmaðurinn Simen Agdestein
fer fyrir Norðurlandaúrvalinu en
Friðrik Ólafsson er liðsstjóri auk
þess að vera varamaður.
Sex íslendingar eru í Norður-
landasveitinni, þeir Helgi Ólafsson
sem teflir á 2. borði og hefur í
dag svart gegn Vasilíj Ivantsjúk,
Margeir Pétursson teflir á 3. borði
og hefur hvítt gegn Rafael Vag-
anjan, Jóhann Hjartarson teflir á
5. borði og hefur hvítt í daggegn
Míkhaíl Gúrevítsj og Jón L. Ama-
son hefur svart á 6. borði gegn
Sergei Dolmatov. Friðrik Ólafsson
o g Karl Þorsteins eru varamenn.
Sjálfvirka tilkynningakerfíð komið á framkvæmdastig;
Fyrstu 20 skipsstöðvarn-
ar smíðaðar fyrir vorið
drógu ökumenn lögreglubíla mjög
úr ferð sinni á þessum kafla og voru
500-700 metrar á milli bíla þeirra
og mannsins. Við Álfabakka var lög-
reglubifreið ekið upp að hlið bíls
mannsins en hann ók þá upp á snjó-
ruðning, missti vald á bíl sínum svo
hann rakst á lögreglubflinn. Eftir
þetta hélt maðurinn áfram för sinni
skamma stund en nam staðar við
Fálkabakka. Hann var þá handtek-
inn.
Við yfirheyrslur kvaðst maður
þessi, sem er um þrítugt, hafa verið
sviptur ökuréttindum ævilangt og
oftsinnis verið kærður fyrir ölvun og
réttindaleysi við akstur. Hann hafði
fyrr um daginn drukkið eina flösku
af sterku áfengi og sex bjórflöskur.
SJÁLFVIRKT tilkynningakerfi __ skipaflotans sem kerfisverkfræði-
stofa verkfræðideildar Háskóla íslands hefúr unnið að á undanfóm-
um árum er nú tilbúið fyrir framkvæmdastig, en kerfi þetta sem
byggist á skipsstöðvum veldur byltingu í tOkynningamöguleikum
skipa og öryggiseftirliti. Þorgeir Pálsson prófessor hefur stjórnað
verkinu og var áformað að halda því markvisst áfram á þessu ári,
en nú hefúr samgönguráðherra lagt til að fjárframlag, sem Qárveit-
inganefnd lagði til og Alþingi samþykkti við gerð síðustu fjárlaga,
verði skorið niður um 40% eða 2 milljónir króna af 5. Alþingi á eftir
að flalla um málið. „Ef fé til verkefnisins verður skorið niður, verð-
um við að hætta við uppsetningu landstöðva á VestQörðum, í Bolung-
arvík og á Bjargtöngum og einnig uppsetningu eftirlits- og tilrauna-
stöðvar hjá Slysavarnafélaginu í Reykjavík," sagði Þorgeir Pálsson
prófessor.
„Þetta verkefni hefur að ýmsu hefur fylgst grannt með málinu og
leyti verið eins konar sérmál á gætt þess að það gæti gengið áfram
könnu fjárveitinganefndar, því hún þegar árangur hefur verið augljós,"
sagði Þorgeir Pálsson prófessor
þegar Morgunblaðið leitaði upplýs-
inga um stöðu málsins í gær.
„Aðalmiðstöð þessa verkefnis er
i Háskóla íslands," sagði Þorgeir,
„aðallandstöðin er í Bláfjölium og
einnig eru stöðvar á Stórhöfða í
Vestmannaeyjum og á Snæfells-
nesi. Þau skip sem hafa verið tengd
kerfinu eru Heijólfur, Hópsnesið
GK, Aðalbjörg RE, Akraborg og
Kyndill, en þar sem fjárveitinga-
nefnd vildi að málinu yrði fylgt eft-
ir lagði hún til 5 milljónir á þessu
ári. Með því átti að bæta við land-
stöðvum í Bolungarvík, á Bjarg-
töngum og eftirlitsstöð hjá Slysa-
Einn þekktasti myndlistargagnrýnandi Breta:
Kjarval væri meðal helstu symbólista
Times o g The Finaneial Times fara lofsamlegum orðum
um sýninguna á íslenskum landslagsmyndum í Barbican
„í LJÓSI þeirrar staðreyndar að íslendingar eru fámenn þjóð verð-
ur það þeim mun merkilegra að þar skuli hafa komið fram svo stór
hópur, ekki aðeins listamanna heldur listamanna styrks og frum-
leika. Það hlýtur að vera einungis landfræðileg einangrun sem
hefur komið í veg fyrir að Jóhannes S. Kjarval hlyti alþjóðlega viður-
kenningu meðal helstu symbólista, því hann er fær um að fylla ein-
faldasta myndsvið hæglátri innri dulúð sem þvingar fram eftir-
tekt,“ segir John RusseJ Taylor, einn kunnasti myndlistargagnrýn-
andi Bretlands í umsögn i The Times um sýningu þá á íslenskum
landslagsmálverkum sem nú stendur yfir í Barbican-listamiðstöðinni
í London. Fer hann mjög lofsamlegum orðum um sýninguna og
einstaka listamenn og við sama tón kveður hjá William Packer sem
skrifar um þessa sýningu í The Finuncial Times.
Taylor nefnir einnig Jón Stef-
ánsson og segir stöðu hans í
íslenskri málaralist sérstaka að
því leyti að hann hafi horft meira
til Parísar en Skandinavíu í upp-
stillingum sínum, en frumleiki
hans sé engu að síður óumdeilan-
legur. „Og alls staðar annars stað-
ar væru málarar á borð við Gunn-
laug Scheving og Finn Jónsson
taldir í fremstu röð; vafalaust mun
listamarkaðurinn nú vera á varð-
bergi.“ Af yngri málurunum nefn-
ir Taylor sérstaklega verk Sigurð-
ar Örlygssonar.
William Packer hefur greini-
Iega komið til íslands og heillast
af landinu, því að hann segir það
ekki undrunarefni að í slíku um-
hverfí skuli hafa orðið til lista-
mannahópur með sérstök ein-
kenni, einkanlega þó meðan
landið var einangraðra heldur en
það er nú. Eftir því sem utanað-
komandi áhrif hafí aukist og
íslenskir listamenn færst nær al-
þjóðlegum meginstraumum, þá
verði verk þeirra fágaðri, venju-
legri og dauflegri. Stjörnur sýn-
ingarinnar 4 Barbican séu þess
vegna frumheijamir og millikyn-
slóðin. Packer tilgreinir sérstak-
lega Kjarval sem sé að verðleikum
þekktastur þessara málara en
einnig Þórarin B. Þorláksson og
Ásgrím Jónsson, sem Packer
hrífst mjög af. „Með vaxandi
áhuga nú á tímum fyrir norrænni
list getur vegur þeirra einungis
átt eftir að vaxa,“ segir Packer.
Hann nefnir einnig verk Júlíönu
Sveinsdóttur og Finns Jónssonar
en af millikynslóðinni Gunnlaug
Scheving sérstaklega fyrir sjó-
mannamyndir hans, og af yngstu
kynslóðinni Georg (Guðna)
Hauksson sem tekið hafi upp
þráðinn með sjávarstemmningum
sínum.
varnafélagi íslands í Reykjavík. Ef
fjárveitingin verður skorin niður
verðum við að hætta við þetta og
þó eram við búnir að skuldbinda
okkur með pöntun á tölvubúnaði
fyrir stöðina hjá Slysavarnafélag-
inu.
Einnig munum við á þessu ári
láta smíða tuttugu skipsstöðvar,
sem Tryggingamiðstöðin fjármagn-
ar í fyrstu, en þær verða síðan seld-
ar til þeirra útgerða, sem hafa
áhuga, á kostnaðarverði og við
reiknum með að kostnaður verði
ámóta og á farsíma, eða liðlega 100
þús. kr.
Við eram búnir að panta efnið í
skipsstöðvamar og þær verða til-
búnar í vor. Þær ættu að auka
mjög og auðvelda öryggiseftirlit á
þeim svæðum þar sem landstöðvar
era komnar, en miðað er við að
kerfíð nái um alla grunnslóðina um
60 mflur frá Iandi.
Stöðin sem fyrirhuguð er hjá
SVFÍ er ætluð til þess að hraða
tilraunarekstrinum en kerfið virkar
þannig á tilraunastigi að tölvurnar
gefa til kynna ef ekki kemur til-
kynning frá skipi á réttum tíma.
Þegar kerfið verður komið í fullan
rekstur munu tölvur gera viðvart í
eftirlitsstöð um leið og eitthvað
óvænt kemur upp á og þá er hægt
að rekja feril og stöðu skipsins á
stuttri stund, hafa samband við
skipið eftir öðrum leiðum eða ganga
úr skugga um að allt sé með felldu."
Þorgeir sagði að allir þættir kerf-
isins hefðu nú verið prófaðir og lof-
uðu góðu. Reikna mætti með að
verð skipsstöðvanna lækkaði eitt-
hvað í fjöldaframleiðslu, en hins
vegar væri gert ráð fyrir að land-
stöðvarnar fyrir landið allt myndu
kosta um 100 milljónir króna og
væri æskilegt að byggja það kerfi
upp á þremur árum.