Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Þrotabúið rekur Bflaborg Framtíð Mazda umboðsins óráðin VARAHLUTAVERSLUN Bíla- borgar hefur verið opnuð aftur eftir um þriggja vikna lokun og verkstæði var opnað í gær. Bíla- sal var hins vegar lokað í kjölfar gjaldþrots fyrirtækisins á þriðju- dag og er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur. Rekstur er á ábyrgð þrotabúsins. Enginn samningur er í gildi um Mazda umboð hér á landi og ekki er búist við að ákvörðun verði tekin um nýjan samning fyrr en í næstu viku. Af hálfu Mazda hefur sá skiln- ingur verið áréttaður við þrotabú Bílaborgar, að enginn samningur hafi verið í gildi við Bílaborg þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Um- boðssamningurinn rann út, sam- kvæmt ákvæðum samningsins, í lok janúar síðastliðins og var ekki endurnýjaður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru fulltrúar Mazda Mot- or Corporation í Japan og fjár- mögnunarfyrirtækisins C. Itoh Ltd. í London hér á ferð fyrir og um síðustu helgi. Það er í þeirra hönd- um að ákveða við hvern verður samið um umboð fyrir Mazda hér á landi. Japanimir munu taka sér tíma fram í næstu viku áður en ákvörðun liggur fyrir og þeir munu ekki taka ákvörðun án samráðs við eigendur Bflaborgar. Laugavegur: Jarðskjálftamælar settir upp HITAVEITA Reykjavikur og Orkustofnun hafa sett upp þrjá jarðskjálftamæla, til að kanna eðli og upptök jarðhræringanna, sem vart hefúr orðið við Lauga- veg og Skipholt. Að sögn Ólafs Flóvenz jarð- fræðings hjá Orkustofnun, hafa verið settir niður mælar í Laugard- al og við Sjómannaskólann. „Við erum að kanna hvað þama er á ferðinni," sagði Ólafur. „Það er tímafrekt að setja upp þessa bráða- birgðamæla en lítið er til af mæli- tækjum sem hægt er að grípa til. Það litla, sem til er, er bundið við Kröflu. Við höfum því verið að klastra saman mælum úr msli til að geta fengið einhveija hugmynd um hvað þarna er á ferðinni." Sagði Olafur að flest benti til að um jarðskjálfta væri að ræða, sem ættu upptök sín skammt frá Laugaveginum. Of snemmt væri að draga þá ályktun að borholur Hitaveitu Reykjavíkur ættu hlut að máli. Heitu vatni hefði verið dælt úr holunum í áratugi án þess að. menn yrðu varir við jarðhrær- ingar. „Það er löngu vitað að þarna liggur gamalt sprungubelti og það má vel vera að hreyfingarnar komi þaðan, en þetta em óskaplega litlar hreyfingar," sagði hann. VEÐURHORFUR í DAG, 9. MARZ YFIRLIT í GÆR: Breytleg átt var á landinu, víðast gola eða kaldi. Él voru sums staðar við norðurströndina og sunnantil á Vestfjörð- um, en annars úrkomulaust. Inn til landsins var víða léttskýjað. Mildast var 1 stigs frost á Vatnsgaröshólum, en kaldast á Grímsstöðum og á Hveravöllum, 13 stiga frost. SPÁ: Breytileg átt, gola eða kaldi. Dálítil él eða snjómugga með köflum við norður- og vesturströndina, en annars úrkomulaust og allvíða léttskýjað. Talsvert frost verður áfram um mest allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg átt og sums stað- ar dálítil él við norður- og vesturströndina, en bjart veður annars staðar. Frost 10-17 stig i.innsveitum, en yfirleitt mildara við strönd- ina. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt, líklega hvasst /við suðausturströndina en mun hægari vindur annars staðar. Snjó- koma víða um austanvert landið, él með norðurströndinni, en þurrt suðvestanlands. Dregur heldur úr frosti. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyrl +8 léttskýjað Reykjavík +6 skýjað Bergen S úrkoma í grennd Helsinki 1 alskýjað Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq +18 heiðskfrt Nuuk +13 léttskýjað Osló 9 léttskýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 2 slydduél Algarve 18 skýjað Amsterdam vantar Barcelona 15 mistur Berlín 11 alskýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 11 léttskýjað Glasgow 7 rigning Hamborg 10 skýjað Las Palmas 20 skýjað London 11 skýjað Los Angeles 10 skýjað Lúxemborg vantar Madrid 11 alskýjað Malaga 14 súld Mallorca 18 alskýjað Montreal +11 léttskýjað New York +4 heiðskírt Orlando 19 léttskýjað París 15 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Vin 13 skýjað Washington +4 skýjað Winnípeg 0 alskýjað Jenný Baldursdóttir og Guðrún H. Tuliníus, starfsmenn Stíga- móta, á skrifstofú samtakanna í Hlaðvarpanum. Samtökin Stígamót: Aðstoð við fórn- arlömb kynferð- islegs ofbeldis SAMTÖK kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og börnum, Stígamót, vígðu í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna miðstöð I Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Starfsmenn samtakanna eru til viðtals á skrifstofúnni frá kl. 12 til kl. 7 alla virka daga auk þess sem svarað er í neyðarsíma allan sólar- hringinn. Arið 1988 bárust tilkynningar um 24 mál er snerta siQaspell og 15 nauðgunarmál til Kvennaathvarfsins. Ári síðar hafði þessum málum fjölgaö verulega eða en þá var tilkynnt um 84 mál er varðar sifjaspell og 48 nauðgunarmál. Að sögn Ragnheiðar M. Guð- mundsdóttur, starfsmanns varð hugmyndin að stofnun samtak- anna til fyrir ári eftir sameigin- legan fund aðstandenda Kvenna- athvarfsins, Kvennaráðgjafar- innar, Ráðgjafahóps um nauðg- anir og Vinnuhóps um sifjaspjöll. Sagði hún að á fundinum hefði komið fram mikil óánægja með viðbrögð opinberra aðila og yfír- valda við kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og þá sérstak- lega með viðbrögð rannsóknar- lögreglunnar, sem virðist ekki vilja breyta sínum starfsaðferð- um. Ákveðið var að koma á fót miðstöð, þar sem veitt væri að- stoð, ráðgjöf og fræðsla um of- beldi gagnvart konum og gerð fjárhagsáætlun um kostnað við rekstur slíkrar miðstöðvar. Kostnaður vegna fjögurra starfs- manna allan sólarhringinn, var áætlaður 11 milljónir króna og var leitað til Alþingis um fjár- hagsaðstoð. „Við fengum tvær milljónir,“ sagði Ragnheiður. „Og getum því ekki framkvæmt allt, sem við höfum hug á að gera en ákveðið er að miðstöðin verði opnin alla virka daga frá hádegi til kl. sjö að kvöldi. Þá tekur símaþjónustan við.“ Ragnheiður sagði að þegar hefðu komið fyrirspurnir frá kon- um um starfsemina og því ljóst að mikil þörf er fyrir miðstöð sem þessa. Ráðgjöfín sem Stígamót munu veita grundvallast á reynslu þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og þekkingu þeirra sem hafa kynnt sé þessi mál. Rætt er við hveija konu einslega eða í sjálfshjálpar- hópi og er aðstoðin veitt án end- urgjalds. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur félagsráðgjafa, geta allar þær konur, sem telja sig verða fyrir eða hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í víðustu merkingu þess orðs, leitað sér aðstoðar. Símar Stígamóta eru: (91)62- 68-68 og (91)62-68-78. Stal heitu vatni af nágranna sínum HITAVEITA Reykjavíkur kallaði lögregluna að fyrirtæki í borginni að morgni miðvikudags. Þar hafði maður tengt fyrirtæki sitt við hita- lögn nágrannafyrirtækis, en lokað hafði verið fyrir heitt vatn til hans fyrir 3-4 mánuðum vegna vanskila. Gunnar Kristinsson, hitaveitu- stjóri, segir að starfsmenn Hitaveit- unnar verði varir við orkuþjófnaði 10-20 sinnum á ári. „Oftast er um það að ræða, að við lokum fyrir heitt vatn vegna vanskila, en menn tengja þá framhjá mæli,“ sagði Gunnar. „Þegar nokkur tími líður, án þess að menn greiði reikninginn og fái vatn á ný, kanna starfsmenn okkar hvernig á því stendur. Þá kemur oft í ljós að tengt hefur ver- ið framhjá mæli. í einstaka tilfelli hefur slíkur þjófnaður staðið í heilt ár og starfsmönnum Hitaveitunnar þá gert erfitt um vik að kanna málið. Lyklar að kyndiklefum hafa verið sagðir týndir og fleira í þeim dúr. I þessu fyrirtæki var hins veg- ar ekki stolið af Hitaveitunni, held- ur öðru fyrirtæki í sama húsi, sem fékk þá óeðlilega háa reikninga miðað við vatnsnotkun þess.“ Gunnar sagði að þegar upp kæm- ist um þjófnað á heitu vatni væri yfirleitt áætlað ríflega hversu mikið vatn hefði verið notað og mönnum gert að greiða fyrir það. „Menn hafa alltaf tekið þann kostinn, fremur en að eiga dómsmál yfír höfði sér.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.