Morgunblaðið - 09.03.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
27
Þjónusta sendibílstjóra:
Afram virðis-
aukaskattskyld
- segir jjármálaráðherra
ÞJÓNUSTA sendibílstjóra verður áfram virðisaukaskattsskyld, að
minnsta kosti fram á næsta þing. Þetta kom fram í svari fjármála-
ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
í umræðu um fyrirspumir í
Sameinuðu þingi beindi Guðmund-
ur Ágústsson (B/Rvk) þeirri fyrir-
spurn til fjármálaráðherra hvort
■ SVANFRÍÐUR Jónasdóttir
(Ab/Ne) og Margrét Frímanns-
dóttir (Ab/Sl) hafa lagt fram til-
lögu til þingsályktunar þess efnis
að Alþingi álykti að fela umhverfis-
ráðherra að láta kanna hve mikið
fellur til árlega af endumýtanleg-
um pappír og með hvaða hætti
væri unnt að safna honum skipu-
lega saman og endumýta.
■ SVANFRÍÐUR Jónasdóttir
(Ab/Ne)hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar þess efnis að Al-
þingi álykti að fela sjávarútvegs-
ráðherra að undirbúa löggjöf sem
feli í sér að útgerðarfyrirtæki séu
skylduð til að gera sjómönnum
kleift að hirða allan undirmálsfisk
sem um borð kemur. Slíkur afli
yrði eign sjómanna og ekki inni í
hlutaskiptum. Sama eigi við um
það sem litið hefur verið á sem
fiskúrgang, svo sem lifur.
■ SVAVAR Gestsson mennta-
málaráðherra greindi frá því í
fyrirspumatíma að stofnkostnaður
við það að koma sjónvarpssending-
um út á miðin, 50 mílur umhverfis
landið, yrði um 490 milljónir króna.
Rekstrarkostnaður við dreifikerfi
sjónvarpsins myndi tvöfaldast við
þetta, en sá kostnaður er um 34
milljónir á ári.
MMIICi
til stæði að breyta reglum um virð-
isaukaskatt þannig að sendibíl-
stjórar þyrftu ekki að ganga frá
tvöföldu framtali; annars vegar
vegna fólksflutninga og hins vegar
vegna farangurs. Taldi Guðmund-
ur það þjóna hagsmunum ríkissjóðs
að um þetta giltu strangar reglur.
í svari Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra
kom fram að þegar lögin um virðis-
aukaskatt vom aftur til umfjöllun-
ar á þessu þingi, hafí ekki þótt
ástæða til að breyta lögum um
virðisaukaskatt að því er þetta
varðaði, en í lögunum væri það
skýrt að fólksflutningar væm und-
anþegnir virðisaukaskatti en ekki
vömflutningar. „Þessu verður ekki
breytt nema með lagabreytingu,"
sagði Ólafur og sagði að hann teldi
ekki rétt að lögin um virðisauka-
skatt færu aftur inn á þetta þing.
„Ég tel rétt að skoða málið heild-
stætt í haust, eftir reynslu fyrsta
ársins."
Ólafur bætti því og við að sendi-
bílstjórar hefðu ekki séð hagræðið
í virðisaukaskattinum á vöraflutn-
inga; leigubílstjórar fengju ekki
endurgreiðslu af virðisaukaskatti
af aðföngum en sendibílstjórar í
föstum viðskiptum við fyrirtæki
fengju innskattinn frádreginn.
„Rekstrarlega og efnahagslega er
þetta hagkvæmara fyrir þessa
sendibílstjóra en leigubílstjórana.“
Friðrik Sophusson (S/Rvk)
beindi þeirri áskorun til fjármála-
ráðherra að opinberar stofnanir
breyttu ekki viðskiptum sínum,
þannig að leitað væri til leigubíl-
stjóra með þjónustu sem sendibílar
hefðu áður sinnt, til þess að kom-
ast hjá virðisaukaskatti. Fjármála-
ráðherra taldi sjálfsagt að verða
við þessu.
Sendibílstjórar óku fólki ókeypis heim frá skemmtistöðum um síðustu helgi til þess að mótmæla virðis-
aukaskatti á þjónustu sendibílstjóra.
Forsætísráðherra:
Abyrgð á ríkisstj órninni
háð „sérfræðigreiðslum“
til starfsmanns Samtakanna
Ríkisstjórnin og forsætisráðu-
neytið keyptu sérfræðiaðstoð á
árinu 1989 fyrir samtals 4,2 m.kr.,
samkvæmt bókhaldi forsætisráðu-
neytisins. Til aðkeyptrar sérfræð-
iaðstoðar teljast m.a. greiðslur til
Trausta Þórlákssonar, vegna
Samtaka um jafiirétti og félags-
hyggju (flokks Stefáns Valgeirs-
sonar).
Það vekur athygli að í svari
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, við fyrirspurn frá
Friðrik Sophussyni (S-Rv) um að-
keypta sérfræðiþjónustu á vegum
ríkisstjómarinnar árið 1989 kemur
fyrir ákveðinn greiðsluliður nokkrum
sinnum: „Trausti Þórláksson, sér-
fræðiaðstoð vegna Samtaka jafn-
réttis og félagshyggju" kr. 90.576.-
í hvert sinn. í skýringum forsætis-
ráðherra segir m.a.:
„Þegar ríkisstjórnin var mynduð
með aðild Samtaka jafnréttis og fé-
lagshyggju 28. september 1988 lá
fyrir að þingmaður samtakanna
treysti sér ekki til þess að bera
ábyrgð á störfum ríkisstjómarinnar
án þess að fá nokkra sérfræðiaðstoð
m.a. til þess að kynna sér og yfír-
fara frumvörp og þingmál ríkis-
stjórnarinnar. Var Trausti Þórláks-
son ráðinn til þess starfa. Að mati
ríkisstjórnarinnar hefur hann unnið
gott starf, a.m.k. hefur ekki staðið
á afgreiðslu þeirra mála sem send
eru til meðferðar Samtaka jafnréttis ’
og félagshyggju."
Endurbætur Þjóðleikhússins:
Hönnunarkostnaður nú
orðinn 48,9 milljónir
Sjálfstæðismenn og frjálslyndir hægri:
Gjaldeyrisviðskipti
verði gefin frjáls
ÁTTA þingmenn Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda hægri flokksins hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar þess eftiis að gjaldeyrisviðskipti
verði gefin frjáls og að fallið verði frá fyrirvara við Efnahagsáætlun
Norðurlanda.
Hönnunarkostnaður vegna endurbóta á Þjóðleikhúsinu er nú orð-
inn 48,9 milljónir, eða sem nemur 8% af heildarkostnaði við endurbæ-
turnar. Þetta kom fram hjá Svavari Gestssyni menntamálaráðherra
í fyrirspurnartíma í Sameinuðu þingi í gær.
Það var Ásgeir Hannes Eiríksson verksins og 240 næstu árin. Það
(B/Rvk) sem beindi þeirri fyrir- kom fram hjá Svavari að algengt
spurn til menntamálaráðherra hver væri að hönnunarkostnaður, ráð-
hönnunarkostnaður væri við endur-
bæturnar á Þjóðleikhúsinu.
í svari menntamálaráðherra kom
fram að á verðlagi ársins 1989
væri kostnaðurinn við endurbæt-
urnar 540 milljónir. Á þessu ári er
áætlað að 300 milljónir fari til
gjafar- og skipulagskostnaður
bygginga hér á landi væri um
15-20% af kostnaðarverði. Dæmi
væru og til um að kostnaður þessi
væri 25% af heildarkostnaði, sér-
staklega þegar um gamlar bygging-
ar væri að ræða.
„Sá kostnaður sem áfallinn er
vegna hönnunar Þjóðleikhússins til
þessa er er hins vegar milli 8-9%
af kostnaðarverði þessa verkefnis
sem hér er verið að tala um, eða
samtals 48 milljónir 906 þúsund og
199 krónur."
I máli Svavars kom fram að hann
telur hönnunarkostnað almennt
vera kominn algerlega úr böndun-
um hérlendis; sé þar um að ræða
einokunarkostnað arkitekta og
fleiri viðkomandi aðila.
' Þingsályktunartillagan er svo-
hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela
ríkisstjóminni að gefa gjaldeyris-
viðskipti frjáls í samræmi við al-
þjóðlega þróun í þeim efnum og
tryggja þannig að Island taki þátt í
sókn nágrannalandanna til aukinnar
hagsældar og framfara. Jafnframt
er ríkisstjórninni falið að falla frá
sérstökum fyrirvara sem gerður var
af íslands hálfu við Efnahagsáætlun
Norðurlanda 1989-1992 sem hamlar
á móti því að eðlileg tengsl skapist
við viðskipta- og fjármálalíf í nálæg-
um löndum."
í greinargerð með tillögunni kem-
ur meðal annars fram að við ákvörð-
un Efnahagsbandalagsins um sam-
einaðan markað 1992 standi íslend-
ingar frammi fyrir nýjum aðstæðum
sem kalli á viðbrögð af hálfu stjórn-
valda og atvinnulífs. „Óskiptur fjár-
magnsmarkaður í Evrópu mun stuðla
að því að fjármagnið rennur þangáð
sem arðsemi þess er mest. Eigendum
þess bjóðast fjölbreyttari og betri
ávöxtunarkostir. Notkun fjármagns
er mikil í fjölmörgum greinum at-
vinnurekstrar. Samkeppnisaðstaða
fyrirtækja getur af þeim sökum ráð-
ist af því hversu greiðan aðgang þau
hafa að fjármagni og á hvaða kjör-
um. Það er því þýðingarmikið hags-
munamál íslenskra atvinnufyrir-
tækja að þau hafí í þessu efni ekki
lakari aðstöðu en keppinautar þeirra
í Evrópu. Margt þarf að breytast til
að svo verði.
Flutningsmenn tillögunnar em
Þorsteinn Pálsson (S/Sl), Eyjólfur
Konráð Jónsson (S/Rvk), Ingi Björn
Albertsson (FH/Vl), Friðrik Soph-
usson (S/Rvk), Halldór Blöndal
(S/Ne), Ragnhildur Helgadóttir
(S/Rvk), Kristinn Pétursson (S/Al)
og Ólafur G. Einarsson (S/Rns).
Ekki miklar breytingar fyrirhug-
aðar á Islenskum aðalverktökum
Vogum.
„ENGAR grundvallarbreytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi ís-
lenskra aðalverktaka," sagði Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður
íslenskra aðalverktaka, á ljölmennum fundi með starfsmönnum
fyrirtækisins á dögunum. Hann sagði að ýmsu mætti breyta og það
væri frekast með aukinni undirverktöku.
Stefán sagði ennfremur að ekki Þá sagði Stefán það flóknara
stæði til að leggja fyrirtækið nið- mál að bjóða í verk hjá hemum
ur. Nú færu fram viðræður við
eigendur fyrirtækisins og ríkisins
um að ríkið kaupi 27% eignarhluta
af öðrum eignaraðilum, og eignist
þar með meirihluta í fyrirtækinu.
en margir héldu. Mörg verkefni
væru flókin og nefndi sem dæmi
byggingu stjómstöðvar sem verður
afhent á næstunni, en það væru
tæpast til flóknari framkvæmdir
og samanburð á verði skrifstofu-
húsnæðis fyrir Varnarliðið og í
Reykjavík á fermetra algjörlega
óraunhæfan.
Mál íslenskra aðalverktaka
væru í góðu lagi, þar þyrfti ekkert
að fela. Fyrirtækið stæði í skilum
með alla skatta og gjöld vegna
starfseminnar og starfsmanna.
Ennfremur að íslenskir aðalverk-
takar hafi fengið ótal viðurkenn-
ingar fyrir góð störf. - E.G.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, ræðir
við starfsmenn fyrirtækisins.