Morgunblaðið - 09.03.1990, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
nmmm
/JiAaðtz. Pingur er þe.ttct'? "
I • I | l| 1 TAlt"'
Með
morgimkaffinu
Það er ekkert í sjónvarp-
inu í kvöld ...
HÖGNI HREKKVtSI
Yl HUWP
. BARa hunoafanöar^SEöiP þiÐ, HA?! "
, /V)ÉR TÓKST VBL UPP i PAG// "
Vel heppn-
uð sólarferð
Til Velvakanda.
Við hjónin og dóttir okkar vorum
á Benidorm í febrúar sl. þrátt fyrir
fortölur margra fróðra manna og
kvenna um sólarlandaferðir. Allir
sögðu að veðráttan á Benidorm
væri ekki nógu góð á þessum tíma.
Til Kanaríeyja hafði verð hækkað
svo mikið að það munaði tæplega
helming.
Jæja, við erum komin aftur og
ekki sjáum við eftir þeiri ferð.
Veðrið var alveg ljómandi gott að
okkar mati. En meiningin með
þessum orðum er að hrósa farar-
stjórunum sem voru með okkur.
Það voru Kjartan Trausti Sigurðs-
son og María Perello. Þau voru einu
orði sagt alveg dásamlegy
Það var viðtalstími fararstjóra
milli kl. 11 og 12 daglega á hótel-
Fararstjórarnir Kjartan Trausti Sigurðsson og María Perelló.
inu Residencial Parasio, þar seip
allur hópurinn var, en þau voru
megnið af deginum að stjana við
okkur Islendingana.
Við höfðum farið nokkrar sólar-
landaferðir en aldrei kynnst annarri
eins fararstjórn og umhyggjusemi.
Við vitum að fleiri taka undir með
okkur. Vonandi eiga Samvinnuferð-
ir/Landsýn eftir að njóta þeirra
Kjartans Trausta og Maríu sem
lengst.
Helga Vala Isaksdóttir,
Ekki fleiri sjónvarpsstöðvar
Til Velvakanda.
Um leið og hriktir í atvinnulífi
landsmanna og fleiri og fleiri fyrir-
tæki gefast upp, er í blákaldri
alvöru talað um að koma upp enn
einni sjónvarpsstöð. Það er talað
um spamað. Er þetta einn liður-
inn? Það virðist nægilegt Qármagn
þegar stofnun nýrra fjölmiðla er
til umræðu.
Á þessu ári eru 60 ár síðan
Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína.
Það hefir verið farsæl stofnun og
þjónað landinu vel. Og afnotagjald
í lágmarki. Ný stöð krefst afnota-
gjalda eins og Stöð 2.
Útvarpið hefir jafnan kappkost-
að að hafa eitthvað fyrir alla og
nú er það lifandi allan sólarhring-
inn. Hvað vilja menn meira?
Samkeppni? Jú, en hún getur líka
orðið til bölvunar. Gát skyldi á öllu.
Þá skal ekki því gleymt að
Ríkisútvarpið tekur ekki afnota-
gjald af ellihrumum, lömuðum og
fötluðum. Geri aðrir betur.
Við eigum heldur að standa
vörð um Ríkisútvarpið og gera
það eins gott og hægt er, en fjölga
stöðvum. Þeir peningar sem spar-
ast við að hafa eina stöð gætu
svo runnið til atvinnuveganna sem
allt þjóðlífíð byggist á.
Nei, okkur vantar ekki fleiri
Vélvakandi góður.
Ég vil taka heilshugar undir
þær óskir, sem birtust í dálkum
þínum laugardaginn 3. mars, að
ríkissjónvarpið auki kristilegt efni
í dagskránni.
Sjónvarpið á þakkir skildar
fyrir margan góðan þátt og gæða-
mynd, að ekki sé talað um snjalla
fréttatíma. En á mínu heimili
söknum við þess sárlega hversu
kristilegt efni skipar lítið rúm á
skjánum. Það er engu líkara en
ráðamenn sjónvarpsins forðist það
eins og heitan eldinn. Slík afstaða
minnir satt að segja á fyrri tíð í
löndum austan járntjalds — en
þar eru menn sem óðast að hverfa
frá afturhaldsstefnu af þessu
tagi, eins og kunnugt er.
sjónvarpsstöðvar, í það minnsta
ekki á meðan atvinnuvegirnir
hanga á horriminni.
Kristindómurinn er ein af
máttarstoðum vestrænnar menn-
ingar. Kristin trú og siðgæði eru
grundvöllur farsæls mannlífs. Það
sýnir reynsla kynslóðanna. Margir
íslendingar gera sér þetta ljóst,
enda kjósa þeir flestir að tilheyra
kristinni kirkju. Því er það í hæsta
máta eðlilegt, að jákvætt, kristi-
legt efni sé áberandi í dagskránni
í þessum sameiginlega fjölmiðli
þjóðarinnar.
Vil ég nú skora á sjónvarpið
að taka þessi mál til rækilegrar
endurskoðunar. Ég óska fjölmiðla-
fólki gæfu og gengis.
Es. Kærar þakkir til sjónvarps-
ins fyrir þátt í Kastljósi sunnudag,
frá starfi íslenskra kristniboða í
Eþíópíu.
Jórunn Halla Jósteinsdóttir
Arm Helgason
Meira kristilegt efhi
Víkverji skrifar
Hvort ísland og íslendingar
skipta í reynd einhverju máli
meðal þjóða er kannski ekki Ijóst
af fréttum fjölmiðla og máli
stjórnmálamanna. Við fáum svo
oft að heyra fallegar fréttir af
því, að eftir okkur hafi verið tek-
ið. Nú síðast fór meira að segja
Bretadrottning að skoða mál-
verkasýningu ofan af íslandi. En,
hve mikil stórþjóð erum vér?
Víkverji heimsótti síðastliðið
haust fyrirtæki í sunnanverðu
Þýskalandi og ræddi við einn af
framkvæmdastjórum þess. Það
vekti athygli Víkverja, að maður
þessi kallaði fyrirtæki sitt lítið
fyrirtæki. Fjárhagsáætlun þess
fyrir árið 1989 hljóðaði upp á um
tíföld fjárlög íslenska ríkisins!
XXX
Islendingar eru smáþjóð í þeim
skilningi að hér er fátt fólk og
lítill auður í garði á mælikvarða
stórþjóðanna. Talað er um að
virkja gjörvileik þjóðarinnar og er
það vel. Víkveija finnst þó að þeim
orðum mætti fylgja meiri alvara,
að ekkí sé í sömu andránni lagt
blátt bann við að menn virki sinn
gjörvileik með eigin frumkvæði, á
þann veg að banna þeim að flytja
út vörur sínar eða selja hér þjón-
ustu síng. Og banna þeim að leita
sér bjargar hjá erlendum fyrir-
tækjum, sem hér vilja starfa. Sagt
er að draugarnir og tröllin, sem
þjóðsögurnar segja frá, hafi horfið
með raflýsingunni. Víkveija finnst
að í viðhorfum til annarra þjóða
sé trölla- og draugatrúin enn vel
lifandi, einkum hjá stjórnvöldum.
í handboltanum verðum við enn
að bíta í það súra, að vera B-þjóð.
Til þess að verða ekki B-þjóð í
sérhveijum skilningi, þurfum við
að kasta draugatrúnni og hefja til
vegs raunsæið og bjartsýnina,
vera reiðubúnir til að kanna nýja
stigu og umbylta kerfi sem reyn-
ist illa, þótt það komi við rótgróin
setlög gamalla hagsmuna.
xxx
Osjaldan er skammast yfir að
við íslendingar högum okkur
ekki eins og við séum orðnir stór-
ir, en þá fara menn stundum of-
fari, því að ekki þarf nú ávallt að
vera gott að ná þroska stórþjóð-
anna. Þetta finnst Víkveija eiga
við þegar kvartað er undan um-
ferðarmenningunni hér af því að
við séum eftirbátar annarra þjóða
í þeim efnum. Víkverji hefur á
undanförnum árum ekið nokkuð
um Evrópu í ýmsum löndum álf-
unnar og er hæstánægður með
J-Sím,*:4» i -t i í. 1 4 tiiltliiu ír a S.II
samanburðínn, séum við van-
þroskaðir á þessu sviði, þá er ekki
gott að þróast Iengra. Hvergi í
þessari álfu hefur Víkverji orðið
var meiri tillitssemi í umferðinni
en hér. Til dæmis að taka, er gjör-
ólíkt að aka í Vestur Þýskalandi.
Þjóðverjarnir eru gallharðir á regl-
unum, nema þegar þeir reiðast.
Þá eiga þeir allt til. Víkveiji hefur
orðið fyrir því að á hraðbraut í
Þýskalandi kom óþolinmóður öku-
maður aftan að honum á vinstri
akrein, þótti ekki nógu vel ganga
að taka fram úr. Þegar það tókst,
eftir um hálfa mínútu, þá skellti
hann sér fram fyrir og snarbrems-
aði, svona til að veita Víkverja
verðuga ráðningu. í Þýskalandi
lærðist sú umferðarmenning, að
ef þú ert ekki frekari en náung-
inn, þá er voðinn vís. í Frakklandi
er þetta með svolítið öðrum brag.
Til dæmis í París. Þar er ein um-
ferðarregla að því er virðist öllum
öðrum æðri: Gættu þín á þeim sem
er fyrir framan og hugsaðu ekkert
um þann sem er fyrir aftan. ís-
lendingar eru kannski tregir til
að halda sig stíft við reglur, en
þeir eru tillitssamari í umferðinni
en Víkverji hefur kynnst annars
staðar í Evrópu. Sé þetta að vera
eftirbátur stórþjóðanna í umferð-
armenningu, þá er vel að svo verði
áfram.