Morgunblaðið - 25.03.1990, Page 6
6 FRÉTTIR/INNUENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990
Morgunblaðið/Sigurgeir
Um borð í Lóðsinum að lokinni velheppnaðri
björgun, f.v.: Ágúst Bergsson skipstjóri, Sigurður
Elíasson og Gísli Einarsson. Á litlu myndinni sést
er Lóðsinn kemur til hafiiar í Vestmanneyjum
með fxmm skipverja af Sjöstjörnunni.
Ólýsanlega gleðilegt
að bjarga mönnum
V estmannaeyj u m.
ÁHÖFN hafiisögu- og björgunarbátsins Lóðsins í Vestmannaeyjum
vakti athygli fyrir snör viðbrögð og vaska framgöngu við björgun
skipveija af Sjöstjörnunni, sem fórst sl. þriðjudag. Það fer yfirleitt
ekki mikið fyrir starfi áhafnar Lóðsins og eflaust gera fáir sér
grein fyrir hversu mikið starf hún innir af hendi. Áhöftiin er ávallt
í viðbragðsstöðu, því á öllum tímum sólarhrings koma útköll. Oft-
ast eru þessi útköll vegna hafhsögustarfa en einnig vegna aðstoðar
við skip og báta sem eiga í einhveijum erfiðleikum á hafi úti eða
leit og björgun.
Lóðsinn hefur reynst mikið
happafley, síðan hann kom til
Eyja árið 1961. Talsverður styrr
stóð um það þegar bæjaryfirvöld
ákváðu að ráðast í smíði hans.
Margir töldu að verið væri að
smíða allt of stórt skip og Vest-
manneyingar hefðu ekkert við svo
stórt skip að gera sem hafnsögu-
bát. En menn hafa greinílega ver-
ið framsýnir enda hefur Lóðsinn
verið meira en hafnsögubátur í
Eyjum. Hann hefur verið eina
björgunarskipið sem ætíð er stað-
sett við suðurströndina, þar sem
stór floti er ávallt á veiðum. Vinnu-
svæði Lóðsins nær frá Homafirði
til Reykjaness og á öllu þessu
svæði hefur báturinn farið í marga
leiðangra og suma ansi slarksama.
Öruggur bátur
Í fastri áhöfn Lóðsins eru tveir
menn en auk þess fara aðrir starfs-
menn Vestmannaeyjahafnar með
í ferðir skipsins ef á þarf að halda.
Morgunblaðið kom við hjá áhöfn
Lóðsins í vikunni til að kynnast
því starfi sem hún innir af hendi.
Þeir voru tveir um borð, Ágúst
Bergsson, skipstjóri, og Gísli Ein-
arsson, sem er þriðji maðurinn í
áhöfn bátsins, en hann leysir skip-
stjórann og vélstjórann af í þeirra
fríum. „Það er með ólíkindum hvað
er búið að þvælast á þessum bát
í allskonar veðrum. Oft hefur það
verið ansi sukksamt en báturinn
hefur mikla sjóhæfni. Við erum
búnir að sullast út í vitlausum veðr-
um og oft þurfum við að skálka
allar hurðir því hann er eins og
hálfgerður kafbátur. Það er bara
allt á svarta kafi nema stýrishúsið.
En þetta er öruggur bátur og ég
held að það sé hægt að bjóða hon-
um nánast allt,“ sagði Ágúst
Bergsson skipstjórj um Lóðsinn.
Fjölbreytt verkefiii
Þeir sögðu að verkefnin, sem
þeir hefðu sinnt, gegnum árin,
væru margvísleg. „Við höfum til
dæmis farið með ferðamenn í skoð-
unarferðir og verið í flutningum
með sauðfé milli Eyjanna, auk allra
skyldustarfanna. Talsvert höfum
við gert af því að sækja áhafnir
skipa hér út fyrir, ef þau liafa
verið á leið í siglingu og einhveijir
hafa farið í siglingafrí. Við höfum
sótt sjúka menn um borð í skip,
farið með kafara til starfa á hafi
úti auk þess sem við höfum oft
dregið vélarvana skip og báta.
Daglega erum við svo að snúast
hér í kringum höfnina. Fara með
lóðsinn út í skip og sækja hann
og aðstoða skipin við að snúa í
höfninni. Þá aðstoðum við, við
dýpkun hafnarinnar og drögum
sandprammana út fyrir þar sem
hleypt er úr þeim,“ sögðu þeir fé-
lagar.
Sem dæmi um starfsemi Lóðsins
tóku þeir að báturinn hefði farið
í 600 ferðir á síðasta ári, við hin
ýmsu störf. Þar af voru hreinar
björgunarferðir á bilinu 20 til 30.
Tvo báta drógu þeir af strandstað
og unnu við slökkvistörf á hafi úti
í einum.
Björgun áhafiiar
Sjöstjörnunnar
Um leit og björgun áhafnar Sjö-
stjörnunnar sögðu þeir að kallið í
þá leit hefði komið mjög snöggt.
„Við þurftum að fara af stað í
hvelli þegar neyðarmerkið fór að
heyrast, til þess að reyna að miða
það út, en við höfum tæki til þess
hér um borð. Sigurður Elíasson,
hafnarvörður, fór með í ferðina,
því við höfðum ekki tíma til að
hafa upp á þriðja manninum í
áhöfninni, vélstjóranum Sveini
Halldórssyni, en hann var farinn
af stað heim í mat,“ sögðu þeir.
„Þegar við komum í Faxa fengum
við ákaflega sterkt merki frá neyð-
arsendinum, en það varaði ekki
nema í örfáar sekúndur. Við náð-
um miðinu og trúðum alltaf að það
væri rétta stefnan þó svo að merk-
ið dytti út skömmu eftir þetta í
þó nokkra stund. Það var svo ein-
kennilegt hvað þessi stefna greip
okkur og við héldum henni þó svo
stöðin væri að rokka af og til með
stefnuna. Þegar við svo sáum gúm-
bátinn skaust hann annað kastið
upp á öldutoppana en hvarf þess
á milli. Okkur létti síðan óskaplega
við að sjá að einhver mannskapur
var í honum,“ sagði Ágúst.
„Þetta er okkar starf ‘
Þeir sögðu að þegar þeir legðu
af stað í leit i vitlausu veðri þá
væri enginn beygur í mönnum.
Þetta væri bara þeirra starf og
bátnum treystu þeir í flestan sjó.
„Það er helst að maður fái ein-
hvern kipp þegar vitlaust veður er
og síminn hringir hjá manni um
hánótt. Þá læðist alltaf að manni
einhver beygur um að nú hafi eitt-
hvað komið fyrir og maður fær
svona kipp í magann. Þegar maður
er aftur á móti kominn af stað þá
hugsar maður ekki um annað en
að gera sitt besta og koma til hjálp-
ar ef þess er nokkur kostur," sagði
Ágúst.
Þeir sögðu það ólýsanlega gleði-
tilfinningu að geta bjargað mönn-
um úr sjávarháska. Menn væru
taugaspenntir ifteðan þeir væru á
leið til hjálpar og ef björgun tæk-
ist þá væri það afskaplegur léttir
og fagnaðartilfmning sem fyllti
menn. „Maður þekkir það sjálfur
að vera bjargað úr sjávarháska og
getur svo auðveldlega sett sig í
spor þeirra manna sem í háska eru
staddir. Tilfinningin að vera bjarg-
að er ólýsanleg og þegar maður
þekkir þá tilfínningu og lendir
síðan í því að bjarga mönnum þá
getur maður ekki lýst því hvernig
manni líður," sagði Gísli. Gísli lenti
eitt sinn í sjávarháska og var
bjargað ásamt öllum skipsfélögum
sínum er Bergur VE sökk á Kollu-
ál 1963. — Grímur
177.000 manns
á kjörskrá í vor
ALLS verða um 180.235 manns á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum
sem fram fara 26. maí næstkomandi samkvæmt kjörskrárstofiium sem
Hagstofan hefur unnið. Endanleg tala manna á kjörskrá verður að
líkindum um 177.000. Kjósendur á kjörskrá nú verða um 8.000 fleiri,
eða 5% fleiri en í síðustu sveitarsljómakosningum 1986 sem er mun
minni fjölgun en milli kosningannan 1982 og 1986. Þá fjölgaði kjósend-
um um 13,7%, eða 20.000 manns.
Mesta fjölgun kjósenda á kjör-
skrá hefur orðið á höfuðborg-
arsvæðinu eða 8% frá því í síðustu
kosningum. Mest hefur fjölgað í
Bessastaðahrepp um 26%, 20% í
Mosfellsbæ og 19% í Kjalarneshrepp.
104.274 manns eru á kjörskrá í
Reykjavík, miðað við 94.996 í
síðustu kosningum, þar af 53.691
kona og 50.583 karlar.
Af öðrum sveitarfélögum þar
fjölgun hefur orðið á mönnum á kjör-
skrá eru Suðurnes með 5% fjölgun,
þar af 10% í Grindavík, en á Norður-
landi eystra, Austurlandi og Suður-
landi hefur mönnum á kjörskrá fjölg-
að um 1% frá síðustu kosningum.
Umtalsverð fækkun hefur orðið á
mönnum á kjörskrá nokkurra sveit-
arfélaga frá því er síðast var kosið
til sveitarstjórna. Þannig hefur
mönnum á kjörskrá fækkað um 11%
í Flateyrarhreppi og um 10% í Suður-
eyrarhreppi, en alls hefur kjósendum
á kjörskrá á Vestfjörðum fækkað
um 5% frá því í síðustu kosningum.
16.400 manns, eða um 9% af
áætlaðri tölu manna á kjörskrá fær
nú að kjósa í fyrsta sinn vegna ald-
urs.
Kosningarétt til sveitarstjórna
eiga allir sem eru 18 ára þegar kosn-
ing fer fram, eru íslenskir ríkis-
borgarar og eiga lögheimili á ís-
landi. Ennfremur eiga danskir,
finnskir, norskir og sænskir ríkis-
borgarar kosningarétt sem átt hafa
lögheimili á íslandi í þijú ár miðað
við 1. desember næstan fyrir kjör-
dag. Þá eiga danskir ríkisborgarar
kosningarétt sem dveljast hér og
voru búsettir á íslandi 6. mars 1946
eða á síðustu tíu árum þar á undan.
1.523 menn með lögheimili er-
lendis 1. desember 1989 og 851
ríkisborgari annarra ríkja á Norður-
löndum búsettur á íslandi eiga kosn-
ingarétt í sveitarstjórnarkosningun-
um í vor.
Hættir sem fram-
kvæmdastjóri SFR
GUNNAR Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkis-
stofiiana, hefur óskað eftir lausn frá störfum frá 1. apríl að telja og
hefur stjórn félagsins fallist á það. Gunnar hefur verið framkvæmda-
stjóri félagsins síðastliðin 15 ár.
Ibréfi Gunnars til stjórnar SFR
af þessu tilefni, segir hann að
vel sé við hæfi að hann skilji við
félagið á þeim tímamótum þegar
átök séu um forustu þess og starfs-
hætti undanfarandi ár, en hann
hafi hafið störf hjá félaginu 1. apríl
1975 á átakafundi sem stofnað
hafi verið til á sömu forsendum og
nú.
Aðalfundur SFR verður á
fimmtudaginn kemur og verður þar
kosið um tvö framboð til formanns
og stjórnar, en Sigríður Kristins-
dóttir, sjúkraliði, hefur boðið sig
fram til formanns gegn Einari Ól-
afssyni, sem verið hefur formaður
félagsins í rúm 20 ár.
„Ef svo færi að hér yrðu for-
mannaskipti lít ég svo á að það sé
lang heiðarlegast og eðlilegast af
mér að hætta. Ég hef starfað með
Einari allan þennan tíma. Nú verð-
ur hann fyrir gagnrýni og ef hún
verður til þess að hér verða einhver
umskipti held ég að það sé eðlileg-
ast að þeir sem við taka sitji ekki
uppi með lík í lestinni,“ sagði Gunn-
ar í samtali við Morgunblaðið.
Kelduhverfi:
Fé á húsi síðan í janúar
Hraunbrún, Kelduhverfí.
í KELDUHVERFI hefur veturinn verið frekar snjóléttur, eða þar til
í þessari viku, en þá snjóaði töluvert á tveimur sólarhringum. Síðan
má ekki koma smá gola, þá verðíir ófært um leið, því að sumsstaðar
á leiðinni til Húsavíkur eru komnir snjóruðningar sem eru um eða
yfir tveir metrar. Þetta hefur þau áhrif að fólk getur kannski ekki
brugðið sér bæjarleið nákvæmlega daginn sem það ætlaði sér í upp-
hafi heldur verður að sæta lagi þegar vegurinn er ruddur.
Skólahald féll alveg niður á
fimmtudag og á föstudag
mættu ekki nema sum börnin vegna
þess að enn var ófært heim á þá
bæi sem lengra eru frá þjóðvegin-
um. í svona tíðarfari getur verið
gott að hafa snjósleðana og hafa
menn gjarnan notað þá til að koma
sér á milli staða.
Sauðfjárbændur hafa þurft að
hafa fé sitt á húsi síðan í janúar
eða lengur sökum þess að snjór
hefur verið yfir öllu. Rúningur fjár-
ins er víða vel á veg kominn eða
jafnvel lokið. Enginn óhöpp hafa
orðið í fiskeldinu vegna veðurs. En
oft þarf að eyða þónokkrum tíma
í að bijóta ís á Lónunum þar sem
ísno starfar, því annars getur
ísspöngin farið af stað í næsta hvas-
sviðri og skemmt flotkvíarnar en
það hefur sem betur fer ekki gerst.
Inga
Rænd í stórverslun
KONA var rænd handtösku sinni
í Grundarkjöri við Eddufell um
miðjan dag á föstudag, innan um
fjölda fólks. Þjófurinn komst und-
an óséður og er ófundinn.
Eg var að teygja mig í hillu eftir
kexpakka og þegar ég sneri
mér við til að láta pakkann í inn-
kaupavagninn var veskið horfið úr
vagninum," sagði konan, sem fyrir
stuldinum varð, í samtali við Morg-
unblaðið. Að hennar sögn var mjög
margt fólk í búðinni og bað hún
aðra viðskiptavini þegar að litast um
eftir , þjófinum, en það bar engan
árangur.
í veskinu voru skilríki, lyklar,
peningar ag ýmsir fleiri munir.
.Veskið er nokkuð stórt, svart á lit
og hálfmánalaga. Á því er lítið gyllt
merki með stöfunum FB. Kynni
veskið að finnast er finnandinn beð-
inn að snúa sér til Rannsóknarlög-
reglunnar, Grundarkjara eða eig-
anda veskisins.